Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRIL 1991
mmm
Ást er...
. . . að láta bakkelsið end-
urspegla tilfinningarnar.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
©1991 Los Angeles Times Syndicate
Nú er hreint enginri sjáanlegur Ég hringi á eftir.
munur á görðunum!
HÖGNI HREKKVÍSI
Barnaskím
HEILRÆÐI
„Jóhannes skírari kom fram í
óbyggðinni og prédikaði iðruna-
rskírn til syndafyrirgefningar. Og
margir létu skírast af honum í ánni
Jórdan og játuðu syndir sínar.“
Markús 1:4-5.
Jóhannes skirari skírði til synda-
fyrirgefningar en ekki „til Jesú
nafnsins“. Og Jesús sjálfur lét skír-
ast af honum til syndafyrirgefning-
ar, en ekki til Jesú nafnsins. J.H.:
„Og hann var þegar skírður og allt
hans fólk“, þ.e.a.s. allt það fólk sem
hafði -vit og viljann til iðrunar, og
það útilokaði einmitt börn frá skírn.
Þess vegna er barnaskírn með öllu
gagnslaus, því annars mundu menn
eins og Hitler, Stalín, Mússólíni,
Napóleon, Bokassa, Idi Amin, Sadd-
am Hussein o.s.frv. og allur mafíuó-
aldarflokkur og Ku Kux Klan og
nasistar fá himnaríki sem „gjöf“.
Það hlýtur að vera jafnvel hinni
einföidustu sál augljóst að þannig
fer Drottinn ekki að til að ná rétt-
læti fram að ganga; Opinberun
20:11-15.
En Jón Habets hefur hárrétt fyr-
ir sér þegar hann segir: „Ef barn-
askírnin gefur ekki réttinn til inn-
göngu í guðsríki, þá hafa nær eng-
ir kristnir menn tilheyrt kirkjunni
frá fyrstu öidum. Allt frá þessa tíma
væri svo bara ekki til kirkja, ef
kenning Sóleyjar um kirkjunnar
menn, sem fundu upp barnaskírn-
ina“, stæðust."
Já, þannig lítur þetta út í dag,
fólk er blekkt í hinu allra mikilvæg-
asta máli. En Jón Habets þarf ekki
að örvænta lengur. Kirkja Krists
mun verða. endurbyggð á íslandi,
„og hlið Heljar skulu eigi verða
henni yfirsterkari“.
í bókinni „Hin mikla arfleifð ís-
lands“ eftir Adam _ Rutherford
stendur eftirfarandi: „ísland og ís-
lendingum er í náinni framtíð ætlað
að leysa af hendi mjög mikilvægt
hlutverk í þágu alls mannkynsins.
Nú á dögum eiga sér stað miklar
hreyfingar, en ísland á bráðum,
undir handleiðslu Guðs, að hefja
hina mestu andlegu hreyfingu vorr-
ar aldar. Partur af íslensku þjóðinni
mun verða fyrst af öllum þjóðum
ísraels til þess að kannast _við, að
hún sé hluti af hinum mikla ísraels-
lýð Guðs. Því að ísland er kjörið
af Guði til þess að vera ljósberi
fyrir hinar ísraelsþjóðirnar."
Og hvað segir Drottinn við þessu?
„Sjá, fyrir því munu þeir dagar
koma, segir Drottinn, að menn
munu eigi framar segja: Svo sann-
arlega sem Drottinn lifir, sá ér leiddi
ísraelsmenn út af Egyptalandi!
Heldur: Svo sannarlega sem Drott-
inn lifir, sá er leiddi og flutti heim
niðja ísraels húss úr landinu norður
frá og úr öllum þeim löndum, þang-
að sem ég hafði rekið þá, svo að
þeir mættu búa í landi sínu — Síon.
Og þannig mun allur ísrael frelsað-
ur verða, eins og ritað er: Frá Síon
mun sá spámaður koma sem frels-
a_r, og útrýmir guðleysi frá Jakob
(ísland). Og þetta er sáttmáli minn
við þá, þegar ég hefi tekið burt
syndir þeirra. Sjá, ég set í Síon
ásteytingarstein og hneykslunar-
hellur, og sérhver, sem á þennan
spámann trúir, mun ekki verða til
skammar," Jeremía 23:7-8, Rómv.
11:26-27 og 9:33.
S.R. Haralds
Til afa og ömmu
Hér er vinsamleg ábending til
afa og ömmu.
Geymið lyf á öruggum stað
þannig að barndbörnin nái alls
ekki til þeirra. Sykurhúðaðar
pillur líta út sem sælgæti í
þeirra augum. Lyf sem ykkur
eru lífsnauðsynleg eru aftur á
móti börnunum stórhættuleg
og jafnvel banvæn.
Leiðist þér einveran?
Einmanaleiki er tilvera sem hijá-'
ir margan manninn. Margir ein-
angrast og sitja í sínu horni, með
hugsanir sínar og þrár. Mörgum
líður illa í þessum veruleika sínum,
því maður er manns gaman, eins
og segir í gömlu kvæði. En svona
þarf þetta alls ekki að vera. Sá sem
er einmana verður að leita sér fé-
lagsskapar. Ekki með því að sitja
og stara í gaupnir sér og gráta
yfir tilbreytingarlausri tilveru, því
oft er það svo að fáir leita þann
uppi sem einmana er. Heldur með
því að fara út á meðal fólks. Það
er lykilatriðið. Öðruvísi kynnist hinn
einmana ekki fólki.
Margir eru að verða sér meðvit-
andi um þörfina fyrir góðan félag-
skap og þeim ijársjóði að eiga góða
vini. í DV er m.a. auglýsing á hveij-
um degi, er blaðið kemur út, sem
er á þessa leið: „Leiðist þér einver-
an og kynningar á skemmtistöð-
um?“ Hjá Aðalstöðinni er einnig
þáttur á þriðjudögum sem nefnist
Vinafundur, og hefur Margrét
Sölvadóttir umsjón með þessum
þáttum og hjálpar einmana fólki
að kynnast öðru einmana fólki.
Þáttur Margrétar er lofsvert fram-
tak í þjóðfélagi okkar þar sem svo
margir eru einir og daprir, - en
þurfa alls ekki að vera það.
Einar Ingvi Magnússon
Skrifið eða hringið
til
Yelvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar. Ekki verða birt nafnlaus
bréf sem eru gagnrýni, ádeilur
eða árásir á nafngreint fólk.
Yíkverji skrifar
Víkveiji átti þess kost á kjördag
að fara á milli kosningaskrif-
stofa Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík. Vakti undrun hans hve margt
fólk var þar við störf og hve marg-
ir lögðu þangað leið sína til að
þiggja veitingar og ræða landsins
gagn og nauðsynjar. Samkvæmt
heimiidarmönnum sem eru kunnug-
ir kosningastarfi sjálfstæðismanna
létu nokkur þúsund manns að sér
kveða með þátttöku í því á kjördag
eða með því að heimsækja kosning-
askrifstofurnar, sem voru á sjö
stöclum úborginni.
I tvær vikur fyrir kjördag voru
Hvatarkonur með kaffiveitingar
síðdegis í Valhöll, húsi Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík. Þangað komu
hundruð manna, þáðu kaffi, hlu-
stuðu á frambjóðendur flytja ræður
eða ræddu við þá í einkasamtölum.
Einnig komu fram listamenn og
fluttu tónlist eða lásu ljóð. Skömmu
fyrir kosningar opnaði hverfisélag
sjálfstæðismanna í Grafarvogi til
dæmis félagsheimili í verslanamið-
stöð hverfisins. Við þá athöfn var
mikið fjölmenni.
Þessi þáttur í stjórnmálastarfi er
ekki síður mikilvægur en hinn opin-
beri málflutningur eða kynning á
stefnu í ræðu og riti. Er ekki vafi
á því að hinn glæsilega árangur
sjálfstæðismanna í kosningunum í
Reykjavík má meðal annars rekja
til alls þessa starfs.
xxx
Iútvarpsþætti á sunnudaginn var
meðal annars rætt við Þórólf
Þórlindsson, prófessor í félagsvís-
indadeild Háskólans, um það, hvað
væri áhrifamest í kosningabaráttu.
Hann taldi, að ekkert gæti komið
í stað þess að frambjóðandi stofn-
aði til persónulegs sambands við
kjósendur.
Þórólfur sagði að ekki hefðu ver-
ið gerðar neinar rannsóknir hér á
því, hver væru áhrif auglýsinga í
kosningabaráttu. Er miður að nið-
urstöður slíkra athugana skuli ekki
vera tiltækar, því að hvers kyns
auglýsingar eru einn helsti útgjald-
aliðurinn í bókhaldi kosningabarát-
tunnar. Blöstu þær við lesendum
allra blaða síðustu dagana fyrir
kjördag. Prófessorinn benti þó á,
að athugun á framgangi manna í
prófkjöri benti til þess, að frekar
lítil tengsl væru á milli auglýsinga
og árangurs í prófkjöri.
Stundum læðist sú hugsun að
þegar auglýsingar stjórnmálaflokka
eru skoðaðar, að þær séu fremur
birtar til að skapa öryggiskennd
meðal tryggra stuðningsmanna og
jafnvel hjá frambjóðendum sjálfum
en til að ná til nýrra sálna!
xxx
Steingrímur Hermannsson var
líklega mest auglýsti einstakl-
ingurinn í kosningabaráttunni að
þessu sinni. Árangur hans í Reykja-
neskjördæmi var síður en svo glæsi-
legur, þrátt fyrir allar auglýs-
ingarnar. Framsóknarmenn aug-
lýstu hins vegar Ólaf Þ. Þórðarson,
þingmann sinn í Vestfjarðakjör-
dæmi, lítið eða ekkert. Honum tókst
þó að endurheimta gamla stöðu
framsóknarmanna á Vestfjörðum,
en þar hefur verið að fjara undan
Framsóknarflokknum síðan Stein-
grímur Hermannsson var þar í
framboði.
Fijálslyndir auglýstu ekki síður
mikið en framsókn. Fijálslyndir
brutu meðal annars gegn samkom-
ulagi stjórnmálaflokkanna með því
að auglýsa í sjónvarpi. Þrátt fyrir
það þurrkaðist flokkur fijálslyndra
út á kjördag.