Morgunblaðið - 24.04.1991, Side 20

Morgunblaðið - 24.04.1991, Side 20
m- MQRGUN£jLAÐIÐ, AflDYfKUDAfíyR 24. APRÍL 1-994 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva: Ejjólfur og Stefán halda utan um helgina Söngrakeppni sjónvarps- stöðva í Evrópu, Eurovision, verður haldin í Róm á Ílalíu laug- ardaginn 4. maí. Fyrir Islands hönd keppa þeir Eyjólfur Kristj- ánsson og Stefán Hilmarsson, sem flytja lag Eyjólfs, Nínu. Islendingarnir verða næst fyrstir til að stíga á svið. Þeir halda utan um komandi helgi. Að þessu sinni keppa lög frá 22 þjóðum til úrslita. Með þeim Stefáni og Eyjólfur verða bakraddasöngv- ararnit' Erna Þórarinsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir, Eyþór Arnalds og Richard Scobie. Eyþór annast jafnframt undirleik á selló og Ric- hard á flygil. Hljómsveitarstjóri verður Jón Ólafsson, sem útsetti lagið ásamt höfundinum. P.s. Musik, útgáfufyrirtæki Stef- áns og Eyjólfs, hefur gert samninga við Jupiter Records og Warner Chappell um útgáfurétt og höfund- Eyjólfur Kristjánsson. arrétt í heiminum utan íslands. Tveggja laga plata, snælda og geisladiskur verður á markaðnum í flestum löndum Evrópu áður en keppnin fer fram. Þess má geta að Eyjólfur og Stef- án verða ekki einu Islendingarnir, sem hefja upp raust sína í Söngva- keppninni að þessu sinni, því Eirík- ur Hauksson verður í liði fjögurra söngvara, sem Norðmenn senda. „Svona gerum við“ á Landakotsspítala „Svona gerum við“ er heiti sýningar á verkum barna af leik- skólum og skóladagheimili Land- akotsspítala sem opnuð var á spítalanum fyrir helgi. 011 börn á heimilunum eiga að minnsta kosti eitt verk á sýningunni. Á sýningunni eru um 100 verk. Henni lýkur 13. maí. Dagný Ársælsdóttir, dagvistun- arfulltrúi á Landakotsspítala, sagði í samtali við Morgunblaðið að til- gangur sýningarinnar væri þríþætt- ur. I fyrsta lagi að vekja athygli á því starfi sem fram fer á leikskólum og skóladagheimili Landakotsspít- ala. í öðru lagi að leyfa börnunum að njóta skapandi og túlkandi hæfí- leika sinna og í þriðja lagi væri sýningin framlag heimilanna til Listahátíðar æskunnar sem stendur yfir í Reykjavík dagana 20.-28. apríl. Hún sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem sýning af þessu tagi væri haldin á spítalanum en sagði að miðað við viðbrögð sjúklinga og starfsmanna væri ekki ólíklegt að framhald yrði á sýningum af þessu tagi. Myndirnar hanga uppi í matsal og á göngum spítalans. Þær eru gerðar með blandaðri tækni. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Jónas Sigurðsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Patreksfirði, ásamt Víkingasveitarmönnum, skömmu eftir að maðurinn var handtekinn. Bíldudalur: Byssumaður- ínn ekki í haldi Bíldudal. MAÐURINN, sem Víkingasveit lögreglunnar yfirbugaði i ver- búð á Bíldudal í fyrradag, hefur verið lagður inn á sjúkrahús. Málið verður sent ríkissaksókn- ara til umfjöllunar. Að sögn Jónasar Sigurðssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Pat- reksfirði, verður að öllum líkindum ekki krafíst gæsluvarðhalds yfir manninum. Hann er nú undir læknishendi. Talið er að maðurinn eigi við geðræn eða sálræn vanda- mál að stríða. Skotvopnin sem maðurinn hafði undir höndum voru hlaðin. Þau eru í eigu togarasjómanns á Bíldudal. Málið er enn í höndum lögreglunn- ar á Patreksfirði, sem segir ekki rétt að maðurinn hafi hleypt af úr byssunum, eins og sjónarvottar hafa greint Morgunblaðinu frá. I frétt á baksíðu Morgunblaðs- ins í gær var sagt að víkingasveit lögreglunnar hafí sprengt „sjokk- sprengju“ þegar maður þessi var yfirbugaður. Lesendum til glöggvunar skal tekið fram, að samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er þessi sprengja ekki skaðleg mönnum, en er hins vegar afar hávær. Háv- aðinn kemur mönnum í opna skjöldu og ruglar þá í ríminu. R.Schmidt Vildarþjónusta íslandsbanka: Áætlaður sparaaður við- skiptavina 25.440 krónur Visa-ísland mótfallið eftirgjöf árgjalds MIÐAÐ við áætlaða notkun þjónustuþátta í Vildarþjónustu Islandsbanka er gert ráð fyrir að innistæðueigandi geti sparað sér 25.440 kr. á ári. Um 6.000 innistæðueigendur í bankanum eru innan þessa markhóps og kostnaður bankans á einu ári Tæring ofna í Seljahverfi: Hitaveitan leikur sér að viðskiptavinum sínum - segir Páll Gíslason véltæknifræðingur „HITAVEITAN er að leika sér að viðskiptavinum sínum,“ sagði Páll Gíslason véltæknifræðingur, vegna ummæla Gunnars Krist- inssonar Hitaveitustjóra, um tæringu í ofnum í Seljahverfi og niðurstöðu skýrslu sem byggir á rannsókn á völdum tæringarinn- ar. Páll hefur orðið fyrir Ijóni vegna vatnsskaða í húsi sínu í Seljahverfi. Vegna hættu á frekari skemmdum fellur húsið undir sérstakt áhættumati og fást vatnsskaðar ekki bættir fyrr en skipt hefur verið um alla ofna. Kannaðir hafa verið möguleikar á bót- um frá Hitaveitunni, án árangurs, þar sem engin lög eru til um veitustofnanir, er kveða á um hvaða skilyrði þær skuli uppfylla. í fyrstu var talið að orsaka tæringa í ofnum í Slejahverfi væri að leita til súrefnis í köldu vatni sem bærist í heita vatnið úr borholum Hitaveitunnar við Elliðaár. Við nánari eftirgrennsl- an kom í Ijós að tæring var aðal- lega í húsum sem standa efst í Seljahverfi og jafnframt að þar var þrýstingur heita vatnsins lægri en kalda vatnsins. Benti hitaveitustjóri á að hitaveitan væri ekki skaðabótarskyld, þar sem um galla á húskerfí væri að ræða. —i----------------------i--------- „í þessum ummælum hitaveitu- stjóra felst eins og vant er leið til að skorast undan þeirri ábyrgð, sem Hitaveitan hefur og það er að afhenda vatnið við réttan þrýsting, rétt hitastig og með réttu innihaldi af þeim efnum sem þar eiga að vera,“ sagði Páll. „Hitaveitan er eitt sérfyrirtæki og vatnsveitan annað, bæði í eigu Reykjavíkurborgar. Veitustofnun Reykjavíkurborgar hefur yfirum- sjón með þessum fyrirtækjum. Áuðvitað hljóta þau að vinna sam- an og eiga að gera það. Það er þekkt fyrirbæri af öllum sem ná- lægt svona málum koma að þrýst- ingur á heitu vatni á að vera hærri en á köldu. Það er kjána- legt og eins og menn séu í sand- kassaleik að halda því fram að hitaveitan sé án ábyrgðar þegar þrýstingur fellur niður.“ Páll bendir á að Hitaveitan geri engar kröfur til sjálf síns né húseigenda um lagnir eða vatns loka. „Þetta er fáránlegt," sagði hann „Hitaveitan á ekki að skor- ast undan. Það er engin reglugerð eða reglur til og þess vegan gæti veitan selt þér brennisteinssýru án þess að verða skaðabótaskyld. Ef þeir hafa einhveijar kröfur um efnisgæði eða annað þá á að koma því til skila til húseigenda. Eins og málum er háttað í dag geta húseigendur ekki varist hugsan- legu tjóni nema þeir að setji upp háþróaðan tæknibúnað og komi sér upp sjálfvirku viðvörunar- kerfí.“ gæti því orðið um 152 milljónir kr. miðað við sama fjölda inni- stæðueigenda. Eins og greint hefur verið frá geta þeir sem eiga 500 þúsund kr. innistæðu eða meira í bankanum nýtt sér Vildarþjónustuna og fá þeir felld niður ýmis þjónustugjöld auk annarrar fyrirgreiðslu. Einar S. Einarsson, forsljóri Visa-ísland kvaðst vera mótfall- inn eftirgjöf árgjalds af greiðslukortum. Sé miðað við 50% nýtingu á 200 þúsund kr. yfirdráttarheimild er sparnaður innistæðueiganda 14.000 kr. á ári, vegna tólf tékk- hefta á ári 2.640 kr., vegna þriggja skuldabréfa með einni afborgun á ári í innheimtuþjónustu 1.770 kr., vegna mánaðarlegrar innheimtu á húsaleigu 5.280 kr. og vegna ár: gjalds af greiðslukorti 1.750 kr. í þessu dæmi falla niður 25.440 kr. í þjónustugjöldum. Helga B. Bragadóttir hjá markaðsdeild ís- landsbanka sagði að þetta væri sú upphæð sem bankinn teldi að viðskiptavinurinn gæti sparað sér. Sparnaðurinn gæti orðið hærri eða lægri, myndi t.a.m. lækka um 5.000 kr. ef yfirdráttarheimildin væri nýtt að fullu. „Ég er mjög rólegur yfir þessu. Þetta veldur okkur engum áhyggj- um. Við stöndum við okkar þjón- ustu og höfum hana góða og per- sónulega og eins þægilega fyrir okkar viðskiptavini og hún hefur verið fram til þessa. Þetta er út- spil þeirra við því að þeir hafa minni innlánsaukningu en t.d. sparisjóðirnir hafa haft. Við vorum með um 39,8% innlánsaukningu á sl. meðan þeir voru með um 10%. Ég lít ekki á þetta sem neina stór- frétt. Verslunarbankinn var með þetta fyrir löngu og nú er Verslun- arbanki hluti af íslandsbanka, þannig að þetta er ekkert nýtt. Við höfum boðið upp á kostnaðar- lausa yfírdráttarheimild að 50 þúsund kr. í eitt ár án þess að það hafi þótt frétt. Ef íslandsbanki hefur efni á því að gefa tékkheft- in sín þá þeir um það,“ sagði Bald- vin Tryggvason sparisjóðsstjóri hjá SPRON. Einar S. Einarsson, forstjóri Visa-ísland sagði að varðandi nið- urfellingu gjalda af greiðslukort- um þá væri það bankinn sjálfur sem bæri kostnað af því. Greiðslu- kortafyrirtækin innheimta áfram sín gjöld. Þetta væri ekki alveg nýtt í sjálfu sér, Eurocard hefði áður boðið mönnum greiðslukort án árgjalds. „Ég er ekki hlynntur því að sú vara sem menn eru að selja sé gefin. Það er þó nokkurs annars eðlis að íslandsbanki felli niður þjónustugjöld sem eru þó innheimt af greiðslukortafyrir- tækjunum. Ég er algjörlega and- vígur því að mönnum sé afhent ókeypis vara og þjónusta sem seld er í samkeppni," sagði Einar. Gunnar Bæringsson, fram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf., sagðist ekki sjá neitt athugavert við það að bankinn felldi niður gjöld af kortum ef hann kysi að gera svo. Það væri alfarið ákvörð- un bankans. Hann kvaðst ekki vita til þess að það hefði tíðkast að greiðslukortafyrirtækin hefðu gefið eftir gjöld af greiðslukortum að undanskildu því að samningur Kreditkorts hf. við Póst og síma kvæði á um að starfsmenn Pósts og síma fengju felld niður gjöld af kortum sínum. )

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.