Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 7
7 MQEGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 Vogar: Grásleppu- netin lög’ð Vogum, Vatnsleysuströnd. Grásleppuvertíðin við Faxaflóa mátti hefjast laugardaginn 20. apríl, en þá var bræla. Á sunnudag- inn var síðan spegilsléttur sjór og grásleppukarlarnir tóku _ daginn snemma og lögðu netin. Á mynd- inni er Símon Kristjánsson á Neðri- Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd um borð í Blóðfara GK að gera netin klár. - EG Heimssýningin á Spáni: Nefnd undirbýr þátttöku NEFND til að undirbúa þátttöku Islands í heimssýningunni EXPO ’92 í Sevilla á Spáni á næsta ári hefur verið skipuð. í nefndinni, sem forsætisráð- herra skipaði, eru átta manns undir forsæti Baldvins Jónssonar auglýs- inga- og markaðsstjóra. Hlutverk nefndarinnar er að kanna vandlega Verðlagsstofnun: Astæður grundvöll að þátttöku íslands og gera kostnaðaráætlun ef af verður. Einnig á hún að kanna hvort grund- völlur sé fyrir að stofna sérstakan sýningarsjóð til að standa straum að kostnaði vegna þátttöku íslands. Nefndinni er einnig falið að hafa yfirumsjón með byggingu skála ís- lands sem á m.a. að nota sem mið- stöð umfjöllunar um umhverfis- vernd í alþjóðlegu tilliti. Hann á að bjóða sem fundarstað, fyrir sér- fræðinga og þjóðarleiðtoga, um al- þjóðasamvinnu á sviði umhverfis- mála, hollustu og heilbrigði. Auk formannsins eiga sæti í nefndinni verkfræðingarnir Guð- mundur Pálmi Kristinsson og Haf- steinn Helgason, dr. Hermann Sveinbjörnsson, líf- og umhverfis- fræðingur, Jakob Frímann Magnús- son, tónlistarmaður, Lúðvík Geirs- son, blaðamaður, Pétur J. Eiríks- son, hagfræðingur og Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi alþingis- maður. hækkana hjá hársnyrti- stofum verða kannaðar VERÐLAGSSTOFNUN mun á næstunni kanna hverjar ástæður liggja að baki hækkana sem orð- ið hafa á ýmsum þjónustuliðum hjá hársnyrtistofum, en sam- kvæmt verðkönnun Verðlags- stofnunar, sem birt var í síðustu viku, hækkaði þjónustan að með- altali um 10,6% á tímabilinu frá júní til mars síðastliðins. Samkvæmt upplýsingum Verð- lagsstofnunar eru um 20 hársnyrti- stofur af þeim 150 stofum sem verðkönnunin náði til taldar hafa hækkað þjónustu sína óeðlilega mikið. Haft verður samband við þessar stofur og eigendur þeirra beðnir að leggja fram gögn sem skýri hvað liggi til grundvallar hækkununum. — Meira en 700 milljón hljómplöt- ur, geisladiskar og hljóösnældur voru seldar í Bandaríkj- unum í fyrra fyrir rúmlega 390 milljarða íslenskra króna. — ®V0V 18.-27. APRIL Stórsýning á meira en 20 amerískum eðalvögnum Glóbus hf., Jöfur hf. og Jötunn hf. sýna sitt besta. GLENS OG GAMAN IDAG Kl. 13.30 Jazzballettskóli Báru. Amerísk rokk- og söngleikjasyrpa. Kl. 16.00 Bandaríski soulsöngvar inn Bob Manning með hljómsveit. Kl. 17.00 Dansskóli Heiðars Ást- valdssonar. Amerískir dansar. KRINGWN Opiö frá kl. 10-19 mánudaga til föstudaga 10—16 laugardaga. Veitingastaöirnir opnir lengur. 8 MANNA MINIBUS NYTT UTLITAÐ FRAMAN NÝTT ORKUSVIÐ □ Bensínhreyfill — 2,4 lítrar □ Dieselhreyfill — 2,51ítrar □ Eindrif eða aldrif □ Fjölmargir möguleikar á sætaskipan □ Þriggja ára ábyrgð Verðfrákr. 1.268.160 HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500 MITSUBISHI MOTORS PRISMA - 9112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.