Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRIL 1991 15 eftir Kristján Guðlaugsson Ástandið á litla sjúkrahúsinu í landamærabænum Hakkari er hræðilegt. Á spítalanum eru 75 rúm. Þeg- ar ég heimsótti sjúkrahúsið lágu yfir 250 sundurtættir, napalm- brenndir og deyjandi Kúrdar á göngum, herbergjum og baðher- bergjum sjúkrahússins. Yfirlækn- irinn, dr. Ahmet Demicer, sagði mér að hann hefði hvorki lyf né starfsfólk _t.il að lækna þá sem komu frá írak. Við getum hjálpað þeim til að deyja, annað getum við ekki. Sumir lifa þetta af, en ég er hræddur um að flestir deyi, sagði dr. Demicer við fréttaritara Morg- unblaðsins hér í Hakkari. Það var hræðileg sjón sem mætti mér á spítalanum. Napalm- brennd smábörn, menn og konur sem stigið höfðu á jarðsprengjurn- ar á landamærasvæðinu og misst fætur og hendur. Öldungar, börn og ófrískar konur, sem voru svo máttfarin af kulda, vosbúð og Höfundurinn Kristján Guð- laugsson starfar sem blaðamaður í Noregi. Hann heimsótti nýlega flóttamannabúð- ir í Tyrklandi og írak, þar sem Kúrdar dvelja við hörmulegar aðstæður á flótta sínum undan hersveitum Saddams Hus- seins. matarleysi, að þeim var ekki hug- aðlíf. í byrjun var mér neitað að koma inn, eins og öllum öðrum blaða- mönnum, sem voru í bænum. En vini mínum og túlki, Ahmet Al- Mofty, tókst að fá leyfi lögregl- unnar til að heimsækja sjúkrahú- sið. Það tók 3 tíma að fá leyfi, en að lokum var mér hleypt inn í þennan biðsal dauðans. Það eru fáir sjúkrabílar í Hakk- ari. En þeir sem þar eru, eru á stöðugri ferð milli flóttamanna- búðanna og sjúkrahússins. Flestir sem koma til spítalans, hafa verið fluttir á börum yfir fjöllin, án lyfja eða umbúða. Fæstir lifa siíka-ferð af. __ Ég var viðstaddur skurðaðgerð- 'ir, þar sem fætur og hendur voru fjarlægðar. Fórnarlömb Saddams höfðu stigið á jarðsprengjur eða verið sprengd í tætlur af þyrlum íraska stjórnarhereins. Salih Morkut, einn þeirra sem missti fæturna á jarðsprengju- svæðinu við landamæri Tyrk- lands, sagði fréttaritara Morgun- blaðsins, að tyrkneskir hermenn hefðu hrakið hann og marga aðra flóttamenn inn í jarðsprengjubel- tið. Hefðum við bara fengið að koma til Tyrklands hefði ég ekki legið hér. Eg missti konuna mína og tvær dætur á jarðsprengju- svæðinu. Ég veit ekki hvar for- eldrar mínir, 3 bræður og 3 synir eru. Kannski fæ ég aldrei að sjá þau aftur. Það eru vopnaðir hermenn og verðir á sjúkrahúsinu. Tyrknesk yfirvöld vilja augljóslega ekki að umheimurinn fái að vita um það sem skeður hér á landamærunum. Ljósm: Kristján Illa særður Kúrdi í tyrknesku sjúkrahúsi, OENUM Á MORGUN sumar verðum við hjá Gísla Jónssyni og co. með sýningarsal til húsa í Borgartúni 31. Þar verðum við með allar þrjár gerðirnar af Camp-let tjaldvögnum, Apollo, Concord og Royal, til sýnis og sölu. Einnig verðum við með hin stórglæsilegu Hobby hjólhýsi, Trio fortjöld, Pack-let farangurskassa, margskonar ferðavöru og aukahluti. Að auki verða á boðstólum vel með farin notuð hjólhýsi, margar gerðir og stærðir, gott verð. Gísli Jónsson & Co. Sundaborg 11 Sími 91-686644 Skrifstofa Gísla Jónssonar er í Sundaborg 11, «s? 686644, Sýningarsalur Borgartúni 31, ® 626747. Opið alla virka daga frá kl. 10-6, laugardaga kl. 10-4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.