Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 40
40 MÖRGUNBLAÐÍð' MIIÍVIKUDAGUR 2l4. APRÍi; 199Í Sumarboðar (gúrkur og- tómatar) Sumarið er í nánd með blóm í haga og fugl í mó. Þegar ég fór út snemma í morgun á leið til vinnu, flaug stelkur yfir götuna mína í miðbænum. Mér fannst anda köldu, þegar ég kíkti út, en kulið hvarf og ég brosti mót væntanlegri sumarkomu með stelk- inum. Þegar ég kom út á Seltjarnarnes, flaug stærðar starri með stórt strá í goggnum í átt til blokkanna á Austurströnd. Vonandi gerir hann íbúunum ekki slæman grikk. Svo þegar ég kom inn í stofurja mína skömmu fyrir kvöldmatinn, var þangað kominn'enn einn sumar- gesturinn, sú stærsta fluga, sem ég hefi séð á íslandi, svört og örlítið gul, þó ekki hin hefðbundna randafluga eða býfluga. Ég sem íslendingur er hrædd við skordýr, og þó að ég viti að hunangsfluga stingur mig ekki, nema ef mér dytti í hug að setjast ofan á hana, sem ég hefí ekki í hyggju, og þessi var auk þess óvenjuleg, þreif ég upp svalahurðina og flúði af hólmi niður stigann og lét allar rómantískar hugleiðingar um sumarkomu lönd og leið. En fleira boðar sumarkomu en fuglar og flugur. Fyrsta sumar- grænmetið okkar er komið. Gúrk- umar fyrir nokkru og tómatamir streyma inn þessa dagana. Svo til bragðbætis geta margir farið út í garð og náð sér í graslauks- strá eða Spánarkerfilsblað og bætt í hrásalatið eða heita réttinn og fífil- og hundasúrublöðum má lauma í salatið. Við fögnum okkar sumargræn- meti ekki að ástæðulausu, þessu grænmeti sem við fáum ferskt og gott og troðfullt af C-vítamíni. Gott er að hafa innflutt græn- meti allt árið eins og nú er, en það er vafalaust búið að tapa miklu af C-vítamíni í flutningi yfir hafið og í kössum verslana, þar sem það er geymt við misjafn- ar aðstæður að ekki sé minnst á þegar búið er að rífa það niður í hólf salatborðanna. Það jafnast ekkert á við íslenska grænmetið. Okkur finst það nokkuð dýrt, svona fyrst þegar það kemur á markaðinn en gæðin eru mikil og ef við emm dugleg að borða það, lækkar verðið fljótt, og hollusta er sjaldan of dým verði keypt. Að þessu sinni matreiði ég tómat- ana og gúrkurnar hráar, en síðar þegar verðið lækkar, er sjálfsagt að nota það líka í soðna rétti. Gleðilegt sumar. Blandað salat 5 meðalstórir tómatar 12 snjóbaunir 'h lítill blómkálshaus 'h lítil gúrka smábiti blaðlaukur safi úr 'h sítrónu 4 msk. matarolía 1 skvetta úr tabaskósósu- flösku salt milli fíngurgómanna nýmalaður svartur pipar. Þvoið grænmetið. Togið af þráðinn sem liggur með brún sykurbaunanna, skerið síðan á ská í bita. Skiptið biómkálinu í litlar hríslur. Skerið tómatana í þunna báta. Afhýðið gúrkuna með osta- skera og skerið síðan í þunn- ar sneiðar með ostaskeran- um. 6. Þvoið blaðlaukinn vel og skerið í örþunnar sneiðar. 7. Setjið baunir, blómkál, tóm- ata og gúrku í skál. 8. Kreistið safann úr sítrón- unni, setjið í hristiglas ásamt mataroh'u, tabaskó- sósu og salti. Hristið saman. Hellið yfir grænmetið í skál- inni. 9. Stráið blaðlaukshringjum yfir. 10. Malið pipar yfír. Athugið: Þetta er hollur og góður sjálfstæður réttur t.d. í hádeginu. Gott er að borða nýbak- að brauð með. Gúrkusalat 1 stór sneið beikon 2 harðsoðin egg 'h stór gúrka 10 ung fífílblöð 'h af litlum gráðaosti 1. Skerið beikonið í mjög litla bita og harðsteikið á þurri pönnu. 2. Harðsjóðið eggin, takið af þeim skurnina og skerið smátt. 3. Skerið gúrkuna í langar ræmur langsum og síðan þvert þannig að það myndist smáteningar. 4. Skerið eða klippið fífilblöðin smátt. 5. Meijið gráðaostinn með gaffli. 6. Setjið egg, gúrku, fífilblöð og gráðaost í skál. 7. Stráið beikoni yfir. Meðlæti: Smurt rúgbrauð eða hrökkbrauð. Sumargrænmeti 5 frekar litlir tómatar 'h lítil agúrka 'h salatlaukur (hvítur, mildur laukur) steinseljugrein 1. Þvoið grænmetið. 2. Skerið tómata og gúrku í sneiðar. 3. Setjið tómatsneiðar í hring utan til á kringlótt fat, setj- ið síðan gúrkusneiðar inn í, svo aftur tómata og loks gúrkusneiðar. Klippið stein- selju yfir. 4. Afhýðið laukinn og skerið í þunnar sneiðar, takið í sund- ur í hringi. Raðið ofan á tómatana og gúrkurnar. Einfalt tómatasalat 5 meðalstórir tómatar 200 gr rækjur 1 lítil dós kotasæla nokkur graslauksstrá 1. Þíðið rækjurnar I kæliskáp eða setjið í plastpoka og hreyfíð hann í heitu vatni þar til frostið er að mestu farið úr. 2. Þvoið tómatana, saxið gróft. Þvoið graslaukinn, klippið smátt. 3. Setjið kotasælu, tómata, graslauk og rækjur í skál og hrærið lauslega saman. Meðlæti: Ristað brauð eða kex. Morgunblaðið/Hilmar Ámason Kapparnir eru tóku þátt I skólaskákmótinu. Patreksfjörður: Skólaskák V-Barða- strandarsýslu Patreksfirði. ** SÝSLUMÓT V-Barða- strandarsýslu var haldið í Grunnskóla Patreksfjarð- ar 8. apríl sl. Keppendur úr skólunum á Bíldudal, Tálknafirði, Örlygshöfn og Patreksfirði þreyttu skák. Úrslit réðust þannig að í eidri flokknum var Jón H. Sigurður W. Bi-ynjarsson í öðru. Þeir eru báðir frá Pat- reksfirði. í þriðja sæti varð Guðni Ingvarsson úr Tálk- nafirði. í yngri flokki hreppti Róbert Rúnarsson fyrsta sætið og Árni Heigason ann- að, en þeir eru báður úr Orl- ygshöfn. Gísli Aðalsteinsson frá Patreksfirði varð þriðji. Ágústssóii f'fýrsfa'Væti'ög' - Hilmari ■ Á PÚLSINUM, miðviku- daginn 24. apríl, síðasta vetrardag, verður soulfagn- aður þar sem bandaríski söngvarinn Bob Manning og KK-band sjá um tónlist- arflutning. Sérstakur gestur kvöldsins verður trommu- Ieikarinn Ásgeir Óskars- son. Hljómsveitina skipa: Sigtryggur Baldursson, trommur, KK, söngur og gítar, Eyþór Gunnarsson, hljómborð, Sigurður Flosa- son, saxófónn, og Þorleifur Guðjónsson, bassi. Þetta verður jafnframt eitt af síðustu kvöldum Bobs Mannings á Islandi. Kl. 23.00 kemur hljómsveitin Spaðar fram sem gestir kvöldsins. Hljómsveitina skipa: Aðalgeir Arason, mandólín, söngur, Guð- mundur Guðmundsson, gítar, blokkflauta, Guð- mundur Ingólfsson, kontrabassi, Guðmundur Andri Thorsson, söngur, ásláttur og munnharpa, Gunnar Helgi Kristinsson, harmonikka, Jón Thorodds- en, ásláttur, Magnús Har- aldsson, gítar og búsúkí og Sigurður Valgeirsson, trommur. Á efnisskrá hljóm- sveitarinnar er frumsamin tónlist, tónlist frá Balkan- skaganum, blús, írsk dans- tónlist o.fl: ■ BUBBI Á SKAGAN- UM. Fimmtudaginn 25. apríl heldur Bubbi Morthens tón- leika á skemmtistaðnum Ströndinni, Akranesi. Bubbi er nýkominn úr vel- heppnaðri tónleikaför um Norðurlönd og mun hann m.a. flytja tónlistardagskrá úr þeirri ferð. Tónleikar Bubba hefjast kl. 21.00. VITASTIG 3 SÍMI623137 Miðvikud. 24. april opið kl. 20-03 SÍÐASTI VETRARDAGUR Kl. 22: KK & Þorleifur Kl. 23: Hljómsveitin Spaðar Kl. 24: Bob Manning & KK - Band Nú fer hver að verða síðastur að sjá og heyra þennan frábæra bandaríska soul- söngvara. KVEÐJUM VETURINM OG EÖGNUM KOMU SUMARS Á TRYLLTU SOUL-KVÖLOI Á PÚLSINUMl Sérstakur gestur.' ÁSGEIR ÓSKARSSON SLAGVERK JAPIS JASS&BLÚS í sumarskapi Sumardagurinn fyrsti: Næstu sýningar: Apríl: 27. SKEMMTIDAGSKRÁ sem byggir á söngferli hins vinsæla söngvara, Vilhjálms Vilhjálmssonar. Húsiðopnað kl. 19. Glæsilegur matseðill. Borðapantanir í síma 77500. Eftir skemmtidagskrá verð- ur dúndrandi dansleikur til kl. 03. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar Fram koma: Ellý Vilhjálms, Þorvaldur Halldórsson, Pálmi Gunn arsson, Rut Reginalds, Hermann Gunnarsson, Ómar Ragnarsson og Magnús Kjartansson. Leikstjóri: Egill Eðvaldsson BCEICVANGUC SÍMI 77500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.