Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 17 Morgunblaðið/Árni Sæberg Alþjóðaforseti Lions, William L. „Bill“ Biggs, afhendir Vigdísi Finnbogadóttur æðstu heiðursorðu hreyfingarinnar. Morgunblaðið/Einar Long Sigurðsson Alþjóðaforsetinn og Jón Bjarni Þorsteinsson, yfirmaður Lions- hreyfingarinnar á Isiandi afhjúpa skjöld í heimili fjölfatlaðra að Reykjalundi. Lionshreyfingin á Islandi er einstök - segir alþjóðaforseti hreyfingarinnar ALÞJÓÐAFORSETI Lions, William L. „Bill“ Biggs, gerði stuttan stans hér á landi í síðustu viku á yfirreið sinni um heiminn. Hann sæmdi forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, æðstu heiðurs- orðu Lionshreyfingarinnar við það tækifæri, ræddi við Ólaf Skúla- son biskup, heimsótti elliheimili Mosfellsbæjar og væntanlegt sam- býli fjölfatlaðra á Reykjalundi og afhjúpaði við það tækifæri skjöld í sambýlinu, sem var reist fyrir tilstilli landssöfnunar Lionsmanna fyrir tveimur árum. Forsetinn dvaldi aðeins tvo sól- arhringa hér á landi að þessu sinni og hafði í mörg hörn að líta. Hann hitti meðal annars Forseta ísland, frú Vigdísi Finnbogadótt- úr og afhenti henni æðstu heiðurs- orðu hreyfingarinnar. „Lions veit- ir aðeins þeim sem lagt hafa óvenju mikið af mörkum sem leið- togar lands síns þessa orðu og Vigdís á svo sannarlega heima í þeim hópi,“ sagði Bill Biggs. Hann hefur verið félagi í Lions í 29 ár, gekk í hreyfinguna þegar hann var rúmlega tvítugur. Hann er frá Nebraska í Bandaríkjunum og er nú alþjóðaforseti Lions- hreyfingarinnar en nýr forseti er kjörinn á hverju ári. Hann segir að embætti forsetans felist m.a. í yfirumsjón með aðalskrifstofu samtakanna í Oak Brook, skammt frá Chicago, en þar starfa um 400 manns. „Ætli megi ekki segja að alþjóðaforsetinn sé sendiherra hreyfingarinnar. Á ferðalögum mínum reyni ég að fylgjast með hvað hinir fjölmörgu klúbbar er að gera í hveiju landi fýrir sig og miðla því til annarra Lions- klúbba." Það er siður alþjóðaforseta Li- onshreyfingarinnar að heimsækja sem flest Lions-lönd, árið sem þeir eru forsetar. „ísland er 46. landið sem ég heimsæki og héðan liggur leiðin til Austurríkis og víðar og þegar ég læt af störfum sem forseti verð ég búinn að heimsækja 60 lönd. Andinn í Li- onshreyfingunni er mismunandi eftir löndum, en hann fellur að þjóðféjagsgerðinni á hveijum stað. í A-Þýskalandi hitti ég t.d. prestinn sem þjónaði í kirkjunni þar sem kveikt var á fyrsta kert- inu sem síðar leiddi til þeirra þjóð- félagsbreytinga sem við þekkjum, þannig að verkefni Lions eru mjög fjölbreytileg og mismunandi eftir löndum. Kjörorð Lionshreyfingarinnar er: „Við leggjum lið.“ í Lions eru rúmlega 1,6 milljónir manna I 40 þúsund klúbbum í 171 landi um heim allan. Við beinum kröftum okkar aðallega að nokkrum verk- efnum á alþjóðavettvangi en inn- an hvers lands reynum við að láta gott af okkur leiða þar sem þörfin er mest hveiju sinni,“ seg- ir Bill Biggs. „Megin verkefni okkar á al- þjóðavettvangi eru fyrirbyggjandi aðgerðir vegna eiturlyfjaneyslu annars vegar og hins vegar að- stoð við blinda og sjónskerta. Við höfum sérstakt námsefni, sem kennt er í skólum í 32 lgndum. til að gera ungu- fólki kleift að fást við vandamálin sem fylgja eiturlyfjaneyslu. Eftir að krakkar hafa farið í gegnum námsefnið eiga þau að vera betur undir það búin að vega og meta á gagnrýn- an hátt afleiðingar eiturlyfja og segja nei. Þetta verkefni heitir „Lions-Quest“ og hefur þegar hlotið góðar undirtektir meðal skólamanna á Islandi. Hitt verkefni okkar er það sem við köllum „SightFirst“ sem er ekki hægt að þýða frekar en Coca Cola. Við höfum lengi aðstoðað blinda og sjónskerta þó svo verk- efninu hafi ekki verið gefið nafn fyrr en nú nýverið. Við reynum að koma í veg fyrir ákveðna teg- und blindu, sem kallast gláka. Það eru 40 milljónir manna sem eru blindir í heiminum og þeim fjölgar stöðugt. Við vinnum að þessum verkefnum með læknum og öðr- um sérfræðingum og alþjóða- stofnunum til þess að samhæfa kraftana í þessum mikilvægu málum,“ sagði Bill Biggs. Hann sagði að litlar breytingar hefðu orðið á markmiðum Lions- hreyfingarinnar frá upphafi. „Við erum að fást við sömu hluti núna og við stofnun hreyfingarinnar árið 1917. Heimurinn hefur breyst mikið og Lions hefur fylgt þeim breytingum, en markmiðin eru þau sömu. Lionshreyfingin á íslandi er einstök. Ef hlutfall meðlima væri það sama í heiminum og það er hér á landi þá væru trúlega um 100 sinnum fleiri í samtökunum. Starfið hjá Lionsfélögum og Lion- essum á íslandi er mjög blómlegt og hreyfingin hefur tekið að sér mjög metnaðarfull verk og safn- anir hér á landi eru til mikillar fyrirmyndar og einsdæmi í heim- inum.“ Ijósritunarvélar Frábær starfskraft Ef þig vantar vinnuhest sem Ijósritar verkefni þfn hratt og örugglega — kynntu þér þá Nashua. Lág bilanatíöni, ásamt miklu rekstraröryagi er aöalsmerki Nashua. Því segjum viö: FRABÆR STARFSKRAFTUR — ÖRUGGUR VALK0STUR. 40 ára reynsla í þjónustu með sérþjálfuðum tæknimönnum. Einnig Nashua telefaxtæki í mörgum gerðum. Umboð Akureyri: Hljomver mmmasm 67 m oo eru sérstaklega sterkbyggð og traust. , ; ; MONGOOSE hefur unnið fleiri torfærukeppnir í Bandaríkjunum en nokkurt annað hjól. Regluleg skoðun og stilling ón endurgjalds. Raðgrelðslur FJALLAHJOL EKKI BARA TIL FJALLA OPIÐ LAUGARDAGA ÍO00 - ló00 Cá? G.Á. Pétursson hf Nútiðinni Faxafeni 14, simi 68 55 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.