Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 19 Uppsagnir í Þjóðleikhúsinu eftir Atla Heimi Sveinsson Það eru miklar vonir bundnar við Stefán Baldursson, sem nú er að taka við embætti Þjóðleikhús- stjóra, því sl. átta ár hefur list- rænn metnaður verið í lágmarki í því 'húsi. Nú er tækifæri til að gjörbreyta stefnunni til bóta og það getur Stefán Baldursson, reyndur leikhúsmaður og prýðileg- ur jeikstjóri. Ég skil vel að nýr Þjóðleikhús- stjóri vilji og verði að ráða sjálfur samstarfsmönnum sínum á kom- andi árum. Það þarf að ráða nýtt fólk til starfa og segja öðru upp. En það er ekki sama hvernig slíkt er gert. Sýna ber fyllstu kurteisi, BARNABÓKARÁÐIÐ - íslands- deild IBBY heldur fimmtudaginn 25. apríl, sumardaginn fyrsta, árlegan sumarfagnað sinn í Norræna húsinu. Að venju eru á dagskrá ýmis skemmtiatriði fyr- ir börn og foreldra þeirra eða aðra fullorðna. Að þessu sinni mun Vilborg Dag- bjartsdóttir segja sögu, Bjöllukór Siglaugur Brynleifsson að nýjum úrkostum og þá urðu ref- ir og minkar fyrir valinu sem kjörin húsdýr. Bændur voru lokkaðir og oft beinlínis þvingaðir til búhátta- breytinganna með ijáraustri og styrkjum. Þetta ævintýri endaði með ósköpum og frumkvöðlarnir sluppu við ala ábyrgð, skellurinn lenti á bændum. Nú virðist eiga að hætta að hvetja bænduer til eins eða neins, heldur skal stórfækka fara að lögum og reglum, sam- kvæmt góðum venjum. Þetta eru viðkvæm mál, en það á að vera unnt að segja upp fólki án þess að tæta af því æruna um leið. Þarna finnst mér að Stefán hafi brugðist. Lagalegur grundvöllur upp- sagnanna er vafasamur að mati virtra lögmanna. Ég hef séð upp- sagnarbréf til Brynju Benedikts- dóttur, vinkonu minnar og gamals samstarfsmanns. Bréfið er kulda- legt, á mörkum almennrar kurt- eisi. Þar er ekki að finna eitt þakk- arorð til mikils listamanns, fýrir mikið starf um árabil. Brynja hef- ur sviðsett einhveijar bestu sýn- ingar, sem sést hafa hérlendis. Ég nefni fá dæmi af mörgum: Hárið, Lýsiströtu, Sólarferð, Bústaðakirkju leikur nokkur lög undir stjórn Guðna Þ. Guðmunds- sonar og nemendur í ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur dansa. Auk þess verða afhentar viðurkenn- ingar fyrir framlag til barnamenn- ingar á árinu 1990. Dagskráin hefst kl. 15.00. Kynn- ir er Kristín Steinsdóttir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. sauðfé sem víða er aðalbústofninn og þar með að „grisja byggðina“, skera niður sauðkindur og gera bændur endanlega ómynduga. Héðan í frá skipar miðstýringin fyrir um hvar íbúar landsins skuli taka sér bólfestu. Þeim sem hafa hug á að búa áfram á jörðum sín- um, verður meinað það, ef byggðar- lagið hentar ekki byggðaskipulag- inu, sem ríkisvaldið ákveður. En það er fleira sem hverfur með „grisjuninni". Hvert byggðarlag landsins á sér mörg hundruð ára sögu og sú saga lifði og lifir í menn- ingu, máli og sögu þess fólks sem byggir landið. Þegar sveitir og heil byggðarlög eyðast af fólki verður þjóðin fátækari, fjölbreytileikinn rýrnar og tengslin við lifandi sögu hvers býlis og hverrar sveitar, sem leggst í auðn, slitnar. Byggðarlög landsins alls og saga þeirra og líf er grunnurinn að sögu landsins alls, íslenskri menningu og tungu. Með eyðingu byggðanna hefst menning- arleg afturför. Þjóðin erfir sögulegt land, þar sem lifandi saga fólksins og tengsl þess við landið hafa rofn- að. Byggð landsins er fjöregg þjóð- arinnar, en það snertir ekki þá sem stefna að hugmyndafræðilegum lausnum á „vanda atvinnuveg- anna“, því að þeir eru dauðir landi, sögu og tungu. Höfundur er rithöfimdur. Atli Heimir Sveinsson Klukkustrengi, ínúk og nú seinast Endurbygginguna eftir Havel. Tvær síðastnefndu sýningarnar fengu alþjóðlega athygli og lof, sem ekki er algengt í okkar leik- hússtarfi. - Allar mörkuðu þessar sýningar tímamót. Útskýringar á uppsögninni eru engar, en haft er eftir Stefáni í blöðum að „öryggið sé listamönn- um hættulegt", að „algjört starfs- öryggi sé hættulegt listsköpun". Þetta eru engar útskýringar held- ur meiningarlausir frasar, sem í sjálfu sér koma málinu ekkert við. Én öll samtök listamanna í hvaða grein sem er, hljóta að andmæla „Ég skil vel að nýr Þjóð- leikhússtjóri vilji og verði að ráða sjálfur samstarfsmönnum sín- um á komandi árum. Það þarf að ráða nýtt fólk til starfa og segja öðru upp. En það er ekki sama hvernig slíkt er gert. Sýna ber fyllstu kurteisi, fara að lögum og reglum, samkvæmt góðum venjum.“ svona fullyrðingum. Listamenn þurfa starfsöryggi rétt eins og aðrar stéttir. Greini Stefán ekki á faglegan hátt, málefnalega, frá ástæðum uppsagnarinnar læðist óneitanlega sá grunur að manni að hann sé að losa sig við keppinaut, að verið sé að klekkja á forustumönnum íslenskra listamanna, en Brynja er forseti Bandalags íslenskra list- amanna; að verið sé að láta hana gjalda skoðana sinna, en hún hef- ur gagnrýnt fráfarandi Þjóðleik- hússtjóra, Þjóðleikhúsráð og menntamálaráðherra fyrir breyt- ingarnar á Þjóðleikhúsisnu, sem ekki sér enn fyrir endann á; að með þessu sé verið að hygla ein- hveijum hagsmunaklíkum sem þjóðfélagið er gegnsýrt af, og ekki hvað síst leikhúsin og þannig mætti lengi telja. En þessum illu grunsemdum getur Stefán eytt með þvi að greina frá ástæðum uppsagnarinnar. Og það vekur furðu mína að Leikarafélagið skuli ekki hafa lá- tið í sér heyra og mótmælt upp- sagnaraðferðum Stefáns og van- hugsuðum fullyrðingum. Og enn hefur ekkert heyrst í Bandalagi íslenskra listamanna, stjórn þess til háborinnar skammar. Félagar Brynju í stjórninni hafa brugðist. Skyldu listamenn vera orðnir þýlyndir taglhnýtingar yfirmanna sinna og stjórnvalda, eða eru menn hræddir? Sé svo, er ég þess full- viss að ekki verður framin merki- leg list á næstu árum. Það kann að vera að ekki sé pláss fyrir Brynju Benediktsdóttur í starfsáætlun Stefáns Baldurs- sonar á ráðningartíma hans, og við því er ekkert að segja. En upp á hvaða býti er Stefán ráðinn, hver er stefna hans næstu fjögur árin, og hveijir verða samstarfs- menn hans? Öm það veit enginn. Það er skylda Stefáns að leysa frá skjóðunni og nefna ástæður mannabreytinganna, og draga ýmsar uppsagnanna til baka. Þá má fyrirgefa framkomu hans í þessu máli og segja við hann: Fall er fararheill. Höfundur er tónskáld. Sumarfagnaður Bamabókaráðsíns VIÐ ÞÖKKUM TRAUSTIÐ Á síðustu vikum urðum við vör við það um allt land að íslenskir kjósendur tóku hlutverk sitt alvarlega, settu sig inn í áhersluatriði flokkanna og tóku málefnalega afstöðu til þeirra. Alþýðubandalagið lagði ríka áherslu á að kynna stefnu sína og árangur í ríkisstjórninni. Við erum hreykin af því hve landsmenn tóku málflutningi okkar vel og okkur þykir vænt um það traust sem Alþýðubandalaginu var sýnt í nýafstöðnum kosningum. ALÞÝÐUBANDAfTGIÐ \ fararstjóranámskeIð á mallöIcaT ’ J 8. maí til 5. júní. * Vegna fjölda áskoranna veröur efnt til fararstjóranámskeiðs á Mallorca fyrir þá sem I vilja læra til fararstjórnar erlendis. Lögð verður sérstök áhersla á að undirbúa fararstjóra fyrir störf á Spáni. • Auk fararstjórnar er kennd spánska. Kennari: Steinar Arnarson, magister í I spönsku, sem auk þess hefur langa reynslu af fararstj órarstörfum. ^ Nánari upplýsingar í síma 91 -10661 (Unndór).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.