Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLADlÐ MÍÐVIK íítíií.jSMt mvu R 24. APRÍL1991 23 Costa Rica og Panama: Tugir manna bíða bana í öflugum landskjálfta San Jose. Reuter. BJÖRGUNARMENN kepptust í gær við að bjarga fólki sem lok- ast hafði inni i rústum húsa sem eyðilögðust í öflugum jarð- skjálfta sem reið yfir Costa Rica og Panama síðdegis á mánudag að .staðartima, klukkan 21.55 að íslenskum tíma í fyrrakvöld. I gær var tala látinna komin upp í 43 en hundruð manna urðu fyr- ir meiðslum. Öflugasti skjálftinn mældist 7,2 stig á Richters-kvarða og hefur ekki kraftmeiri landskjálfti riðið yfir landið frá árinu 1910 er 600 manns biðu bana í fyrrverandi höf- uðborg landsins, Cartago. Fannst hann allt til Hondúras. Af þeim sem vitað var í gær að beðið höfðu bana voru 23 í Panama og 20 í Costa Rica, en embættis- menn og talsmenn óttuðust í gær að sú tala ætti eftir að hækka. Hundruð íbúðarhúsa og annarra bygginga eyðilögðust í skjálftanum, sem átti upptök í bananaræktarhér- aði 120 kílómetrum austur af höf- uðborginni, San Jose. Þar eru indj- ánabyggðir en ekki var vitað um afdrif þeirra í gær. í Costa Rica varð helsta hafnar- borg landsins, Limon á Atlantshafs- ströndinni, verst úti. Tjón varð mik- ið á húsum og öðrum mannvirkjum, m.a við höfnina. í borginni Matina sem er skammt frá Limon varð einnig mikið tjón. Þá lokaðist þjóð- vegurinn milli San Jose og Limon vegna skriðufalla en við það ein- angraðist hafnarborgin og allt björgunarstarf varð erfiðara. í Panama urðu byggðalög með- fram landamærum Costa Rica verst úti, einkum borgin Changuinola, sem er skammt frá Atlantshafs- ströndinni. Fjöldi húsa jafnaðist þar við jörðu og tugir manna slösuðust. Skiptinemar ekki í hættu Einn íslenskur skiptinemi er í ið í borginni sem hann dvelst í, Costa Rica og í gærkvöldi fékk Cartago. Níu íslenskir skiptinem- Morgunblaðið þær fréttir á heim- ar eru í Panama, fjarri skjálfta- ili því sem hann dvelst á, að hann svæðinu og voru aldrei í neinni væri heill á húfi í höfuðborginni hættu, samkvæmt upplýsingum San Jose og ekkert tjón hefði orð- blaðsins. Valdaferill kommúnista í Ungverj alandi: Reuter Vínuppskera íhættu Franskur vínbóndi á St. Emilion svæðinu við Bordeaux kannar nýútsprunginn vínvið á ekrum sínum. Óttast er að allt að 80% vínviðar í vínræktarhéruðunum við Bordeaux hafi skemmst af völdum frosta og hagléls um helgina. Einnig þykir sýnt að upp- skera verði af sömu sökum mun minni í ár i Champagne- og Loire-héruðunum. Sovéskum kjarnavopnum komið fyrir með leynd Búdapest. Reuter. SOVÉTMENN komu kjarnorku- vopnum fyrir í Ungverjalandi án vitneskju umheimsins en með samþykki þarlendra sljórnvalda á valdatíma Janosar Kadars. Þetta kemur fram í viðtali við Karoly Grosz, fyrrverandi for- sætisráðherra, í blaðinu Neps- zabdsag í fyrrdag. Grosz segir að er hann hafi tekið við emb- ætti 1987 hafi hann farið fram á það við Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga að vopnin yrðu fjarlægð. Grosz telur að tekið hafi allt að eitt ár að fjarlægja vopnin en 1988 vék Kadar fyrir honum Tir embætti flokksleiðtoga. Sjálfur segist Grosz hafa viljað vopnin á brott þar sem Ungveijar vildu eiga góð samskipti við Vesturveldin jafnt sem Sovét- menn og þeir hefðu talið vopnin skaða valdajafnvægið. Lengi lék grunur á því að Rauði herinn hefði komið gereyðingarvopnum fyrir með leynd í landinu en þetta er í fyrsta sinn sem staðfesting fæst. Háttsettur embættismaður tjáði ungverska blaðinu að einungis tveir eða þrír innlendir leiðtogar hafi vit- að um tilvist vopnanna. Núverandi aðstoðarvarnarmála- ráðherra, Antal Annus, sagði Neps- zabadsag að ríkisstjórninni er tók við af kommúnistum hafi ekki verið skýrt frá vopnunum og ólíklegt Bretland: Vilja meina banda- rískum prédikara inngöngu í landið St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞELDÖKKUR bandarískur prédikari frá New York, A1 Sharpton, er væntanlegur til Bretlands um næstu helgi. Þingmenn íhaldsflokksins hafa krafist þess, að honum verði bannað að koma inn í landið. A1 Sharpton er þekktur fyrir öfgafullar skoðanir sínar. Hann er sennilega kunnasti þeldökki prédikarinn í New York. Þekkt- astur er hann fyrir framgöngu sína í fjölmiðlum. Sharpton hefur barist gegn kúgun svartra í New York og hefur látið dómsmál til sín taka. Árið 1987 studdi hann svarta unglingsstúlku, Tawana Brawley, sem sagði að sex hvítir lögreglu- menn hefðu nauðgað sér. Sharp- ton sagði þá að réttarkerfið í New York væri uppfullt af nasistum og fylkisstjórinn, Mario Cuomo, væri annar Hitler. Staðhæfing stúlkunnar reyndist vera hreinn uppspuni. i fyrra hélt Sharpton því fram, að bankakona, sem hópur ungra svertingja nauðgaði í Central Park, væri hóra. Stuðningsmenn hans trufluðu réttarhöldin hvað eftir annað. Svertingjarnir voru dæmdir sekir um verknaðinn. Sharpton hefur einnig sagt að David Dinkins, svartur borgar- stjóri New York, væri „niggara- hóra“, sem byði sig fala í ráðhús- inu. Sharpton varð enn frægari þeg- ar bandaríski rithöfundurinn Tom Wolfe notaði hann sem fyrirmynd að séra Bacon í einni frægustu New York-skáldsögu síðari tíma, „Bálkesti hégómans.“ Þingmenn íhaldsflokksins hafa krafist þess, að innanríkisráð- herrann banni Sharpton inngöngu í Bretland, en ráðherrann hefur vald til þess. Þeir telja prédikar- ann hvetja til kynþáttahaturs. Nokkrir svartir trúarsöfnuðir í Englandi hafa boðið Sharpton að prédika á samkomum þar í landi. væri að kjamavopn væru enn í landinu þótt þar væru sovéskar eld- flaugar er gætu borið slík vopn. ■ MOSKVU - Þreföld verð- hækkun skólamáltíða í Sovétríkjun- um gæti leitt til vannæringar og alvarlegra sjúkdóma hjá nemend- um, að sögn TASS-fréttastofunnar sovésku. Fulltrúar á fræðsluskrif- stofu Moskvu-borgar sögðu að 75% grunnskólanema þar í borg hefðu hætt að borða morgunmat og há- degisverð í matstofum skólanna eftir að verðhækkanir gengu í gildi 2. apríl sl. „Fræðslufulltrúarnir spá því að sjúkdómar bijótist út vegna vannæringar. Jafnvel á hinum mögru árum eftir stríð fengu börn- in ókeypis brauð og salat," sagði TASS. Blaðið Ízvestía sagði í síðustu viku, að liðið hefði yfir fjölda barna í borginni Nízhní Tagíl í Ural- fjöllum eftir að foreldrar þeirra hættu að borga skólamáltíðir þeirra. Skólamáltiðir voru hækkað- ar þrefalt eða 200% í Moskvu, úr 50 kópekum í 1,50 rúblur. Mánað- artekjur sovéskra launþega eru um 270 rúblur. AÐALFUNDUR Olíuverzlunar íslands hf. 1991 BB Aðalfundur Olíuverzlunar íslands hf. verður haldinn föstudaginn 26. apríl í Súlnasal HÓTEL SÖGU, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 16:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 13.gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, frá og með 19. apríl. Aðgöngumiðar og fundarboð verða send þeim hluthöfum, sem eru á skrá þann 11. apríl, í ábyrgðarpósti þann 12. apríl. Þeim, sem kaupa hlutabréf eftir 11. apríl eða vita að kaup þeirra hafi ekki verið tilkynnt til félagsins, er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins, Héðinsgötu 10, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.