Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIDVÍKííDAtÍURiM. APRIL' .1891 29 Blakkur blús Hinn kostulegi Esposito, leikstjórinn Lee og Washington í aðal- lilutverki Betri blús. Simon de la Brosse og Anémone í aðalhlutverkum frönsku mynd- arinnar Ekki á morgun, heldur hinn. Franskir kvikmyndadagar: HVENÆR? Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Ekki á morgun, heldur hinn — „Aprés aprés-Demain“ Leikstjóri Gérard Frot-Coutaz. Aðalleikendur Anémone, Simon de la Brosse, Agnés Soral, Mich- eline Presle, Claude Piéplu, Jo- ana Pavlis. Frakkland 1989. Enskir skýringartexta. Hér velta menn fyrir sér vonlitl- um ástum persóna sem fátt, ef nokkuð eiga sameiginlegt. Piltur- inn Paul (de la Brosse), sem hald- inn er næstum banvænni rómantík, fellur fyrir sér eldri konu, Isabelle (Anémone), sem er andstaða hans um flest. Hún er ofantekin af framagöngu sinni sem fatahönn- uður, þar er ekkert pláss fyrir aðra en þá sem henni þóknast í það og það skiptið. Og Paul er frekar fyr- ir henni en hitt. Hún notar fólk en líður þó fyrir það. Kastar sér af fúsum vilja í ný ástarævintýri meðan ungi maðurinn kvelst og grætur. Talsvert veður útaf litlu. Mann- lýsingarnar eru glöggar en heldur fráhrindandi og fjarlægar. Aném- one er sterk og kynþokkafull leik- kona sem glæðir aðalpersónuna þvílíku lífi að hún kæfir strákgrey- ið hann Paul lengst af. Sjálfsagt hefur vakað fyrir leikstjóranum — sem átti mun betri mynd á franskri kvikmyndaviku fyrir nokkrum árum — að draga upp skopmynd af ástandinu, sem vissulega er broslegt á köflum. En efnið glutr- ast niður í auðgleymt melódrama sem er tæpast í þeim gæðaflokki sem við eigum að venjast á hinum velþegnu og ómissandi frönsku kvikmyndaveislum. Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Laugarásbíó: Betri blús — „Mo’ Better Blu- es“ Leikstjóri og handritshöf- undur Spike Lee. Tónlist Bill Lee. Kvikmyndatökustjóri Er- nest Dickerson. Aðalleikendur Denzel Washington, Spike Lee, Wesley Snipes, Giancarlo Esposito, Joie Lee, Cynda Will- iams, John Turturro, Ruben Blades. Bandarísk. Universal 1990. Nýjasta mynd Spikes Lees, hins þeldökka, umdeilda kvik- myndargerðarmanns, fjallar meira um persónur, fyrst og fremst jasshljómsveitarstjórann Washington, en tónlist. Hæst bera kvennamál hans, sjálfselska og sálarkreppa. Með tvær í tak- inu, Joie Lee og Cyndu Williams, vill hvoruga missa en tekur þó trompetinn fram yfir báðar. Hann á skæðan keppinaut í Sni- pes, saxófónleikara sveitarinnar; lætur hann ekki rijóta sannmælis og það hefnir sín. Yfirgangurinn og lítilsvirðingin koma honum að lokum heiftarlega í koll. Leikstjórinn Lee fer með stórt hlutverk bernskuvinar Was- hingtons sem hefur dubbað hann upp í umboðsmann en verður að reka hann fyrir dáðleysi og aum- ingjaskap. Betri blús er metnaðarfull mynd og í flesta staði vel gerð. Lee veltir fyrir sér mannlega þættinum frekar en félagslegum málefnum og kemst að þeim gömlu sannindum að valt er ver- aldargengið og enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Lee hefur verið gagnrýndur fyrir kynþáttafordóma og hroka og hann fer ekki í grafgötur með skoðanir sínar hér frekar en endranær. Einkum fá gyðingar — í líki samansaumaðra og út- smoginna bræðra, eigenda skemmtistaðarins sem sveitin leikur á — á baukinn. Enda olli myndin miklu fjaðrafoki meðal þeiiTa. Manni þykir þó meðferðin á þeim bræðrum öllu frekar bros- leg en ádeilin og þeir Torturro- bræður gera þeim góð skil. Ekki er dregin betri mynd upp af þriðja hvíta manninum sem kem- ur við sögu, spænskumælandi veðmangara, sem Blades leikur með ágætum. Washington sannar sig eina ferðina enn sem afburðaleikari, hann er virkilega trúverðugur í erfiðu og vanþakklátu hlutverki hins eigingjarna jassleikara. Auk þess krefst það mikilla tónlistar- hæfíleika sem Washington virð- ist hafa gnótt af. Snipes er litlu síðri sem keppinautur hans og eljari. Lee er frísklegur í hlut- verki umboðsmannsinns og vol- æðingsins „Risa“. Tónlist Bill Lee, föður Spikes, er mögnuð og áheyrileg. Kryd- duð innskotum Branfords Mar- salis, Charles Mingus, Miles Da- vis og fleiri góðra manna. Kvik- myndatakan er frumleg og list- ræn, útlitið áferðarfallegt. Hand- ritið á sína góðu spretti en vissu- lega gert af litum listamanni með þeldökkan markað í huga. Þessvegna er það ekkert yfir- máta athyglisvert norrænum bleiknefjum og fjári langdregið á köflum. En konurnar eru fagrar og tónlistin góð. Borgarfj örður: Snubbóttir framboðsfundur Hvanatúni, Amlakíl Morgunblaðið/Arnór Svipmynd frá undankeppninni sem fram fór fyrir nokkru. FRAMBJOÐENDUR og kjós- endur voru heppnir með veður og færð í stuttum kosningaund- irbúningi. Ekki þarf að fara lengra en til síðastliðins árs þegar snjóaði upp á hvern ein- asta dag allan apríl eins og glöggur bóndi í Lundarreykjad- al rifjaði fyrir undirritaðan. Kosningaþátttaka í Andakíls- hreppi var mjög góð eða 92%, Framboðsfundir hér í Borgarfirði urðu þó snubbóttir. Á fundi hjá sjónvarpinu spurðu stjórnendur mest um almennt efni á landsvísu en lítið um málefni kjördæmisins. Fundur útvarpsins frá Borgarnesi stóð aðeins til kl. 22 og höfðu frambjóðendur ekki undirbúið að halda honum áfram eftir það þó að húsfyllir væri og menn biðu Innifalið í námskeiðsgjaldinu, sem er kr. 27.800, er gisting í sex nætur og þrjár máltíðir á dag, skoð- un og rannsókn hjá Hjartavernd ásamt daglegum fyrirlestrum og hópfundum með leiðbeinanda. Þessir dagar eru meðal annars valdir með hliðsjón af því að hér er aðeins um þijá virka daga að ræða og því verður hugsanlegu vinnutapi .haldið í lágmarki. eftir slíku. Venjubundnum fundi í Logalandi fyrir uppsveitir Borgar- íjarðar var slegið upp kl. 14 og sóttu hann aðeins 50 manns. A þeim fundi var það nýmæli loksins tekið upp að bjóða upp á spurning- ar úr sal til frambjóðenda en það SLYSAVARNADEILDIN Unn- ur safnar efni í matreiðslubók til fjáröflunar. Konurnar hugsa sér að safna saman uppáhalds- Þess verður gætt á námskeiðinu að þátttakendur hafi jafnan rúman tíma fyrir sjálfa sig til hvíldar og skemmtunar. Rétt er að benda á að oft taka vinnuveitendur og sjúkr- asjóðir stéttarfélaga þátt í kostnaði félagsmanna við námskeið af þessu tagi. Allar upplýsingar veitir Ásgeir Hannes Eiríksson. hafði ekki verið ekki kynnt í fund- arboði. Nú þegar úrslit liggja fyrir eiga Borgfirðingar og Daiamenn engan þingmann úr kjördæminu. Þrír eru frá Akranesi, einn Reykvíkingur og einn Snæfellingur. - D.J. uppskriftum þorpsbúa af mat, kökum og efirréttum og sæl- gæti. Einkum er lögð áhersla á fiskirétti. Ágóðinn af sölu bók- arinnar í sjóð deildarinnar, sem þær nota óspart til að styrkja ýmsa starfsemi í þágu öryggis til lands og sjávar. Deildin hefur alla tíð staðið þétt að baki björgunarsveitarinnar Blakks vegna_ kaupa á búnaði sveitarinnar. Á síðasta aðalfundi var ákveðið að gefa 225 þúsund krónur til kaupa nýs sjúkrabíls. Síðast tel ég pakka af ullarfötum, peysu, buxur, húfu og sokka frá pijónastofunni Strönd á Barða- strönd sem þær gáfu í alla vert- íðarbáta þorpsins. Og nú standa þær í því að dreifa í alla báta og skip, ásamt öðrum kvennadeildum Slysavarnafélags íslands, spjaldi þar sem spurt er kanntu?, veistu?, manstu? og sjómenn eru minntir á að sinna öryggismálum sínum. Formaður deildarinnar er nú Ingveldur Hjartardóttir. - Hilmar. ___________Brids______________ AmórRagnarsson Úrslitakeppni íslandsmótsins í tvímenningi Úrsiitin í Íslandsbankatvímenn- ingnum, íslandsmótinu í tvímenningi, hefjast í Sigtúni 9 kl. 11 laugardaginn 27. apríl. 32 pör spila 124 spil í 4 umferðum og hefst umferð nr. 2 kl. 19.30 á laugardag, umferð nr. 3 kl. 11 á sunnudagsmorgun og umferð nr. 4 kl. 15.45 á sunnudag. Áætlað er að spilamennsku sé lokið kl. 19.30 á sunnudag, en þá er útreikningur síðustu umferðar og verðlaunaafhend- ing eftir. I því hléi sem þá myndast á að birta vinningsnúmerin í happdrætti BSI og eru allir bridsáhugamenn, sem ekki hafa nú þegar orðið sér úti um miða, hvattir til þess að gera það hið fyrsta. Minnt er á það enn og aftur að úrslit- in verða að þessu sinni spiluð í Sig- túni 9 og eru allir áhorfendur velkomn- ir. Parakeppnin 1991 íslandsmótið í parakeppni verður spiluð helgina 4.-5. maí næstkomandi. Allir sem ætla að taka þátt eru hvatt- ir til þess að skrá sig sem fyrst í síma BSÍ 91-689360. Spilaður er barómeter og skráningu verður lokað fimmtudag- inn 2. maí. Þessi keppni verður æ vin- sælli með ári hveiju og frést hefur af mikilli þátttöku para af landsbyggð- inni. Keppnisstjóri verður Agnar Jörg- ensson og spilað verður í húsi BSI, Sigtúni 9. Spilatími ræðst af þátttöku og spiluð verða 2 spil á rriilli para. Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag voru spilaðar þijár umferðir í Butler-tvímenningnum. Hæstu skor náðu: A-riðill * Ólína Kjartansdóttir - Ragnheiður Tómasdóttir 41 Herta Þorsteinsdóttir - Hallgrímur Sigurðsson 39 B-riðill ÓskarSiguiðsson-ÞorsteinnBerg 43 Hjálmar Pálsson - Hólmsteinn Arason 41 C-riðill Ragnar Jónsson - Bernódus Kristinsson 50 Inga Lára Guðmundsdóttir - Unnur Sveinsdóttir42 Staðan eftir sex umferðir: A-riðill Grímur Thorarensen - Vilhjálmur Sigurðsson 82 Helgi Viborg—Oddur Jakobsson 81 Ólína Kjartansdóttir - Ragnheiður Tómasdóttir 80 B-riðill Óskar Sigurðsson - Þorsteinn Berg 91 Ragnar Bjömsson - Ánnann J. Lárusson 85 Guðmundur Pálsson - Guðmundur Gunnlaugsson 61 C-riðill Ragnar Jónsson - Bemódus Kristinsson 92 Inga Lára Guðmundsdóttir - Unnur Sveinsdóttir72 Guði-ún Hinriksdóttir - Haukur Hannesson 70 Hafliði Magnússon—Júlíus Sigurðsson 70 Síðustu þijár umferðirnar verða spilaðar á fimmtudaginn, sumardag- inn fyrsta. Námskeið um reglu- legt mataræði NÁMSKEIÐ um reglulegl matarræði verður haldið í Gistiheimilinu að Miklubraut 1 dagana 25. apríl til 1. maí en viðfangsefnið er bar- áttan við aukakílóin. Það er Ásgeir Hannes Eiríksson fv. alþingismað- ur sem stendur að námskeiðinu og stuðst verður við bók hans „Það er allt hægt, vinur.“ Patreksfjörður: Slysavamakonur safna efni í matreiðslubók Patreksfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.