Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 Steinþór Magnússon, Akranesi - Minning Fæddur 9. nóvember 1926 Dáinn 17. apríl 1991 Jötunninn stendur með jámstaf í hendi jafnan við Lómapúp, kallar hann' mig og kallar hann þig kuldaleg rödd og djúp. (J.H.) Það er vissulega kuldaleg rödd og djúp sem kallar dauðann yfir góðan mann á besta aldri. Hann er kallaður burt frá fjölskyldu sinni og vinum, kallaður burt frá ótal óloknum störfum og áhugamálum, kallaður burt af hræðilegum sjúk- dómi sem enginn mannlegur lækn- ismáttur fær ráðið við. Og fjallgrimm vissa er það að þessi hræðilegi sjúkdómur hefur lagt hann Steinþór að velli á tiltölu- lega skömmum tíma. Hann vann fulla vinnu á margra ára vinnu- staðnum sínum, Sementsverksmiðj- unni á Akranesi, fram að síðustu jólum. En þá hafði sjúkdómurinn haft betur. Hann kom ekki til vinnu framar. Sjúkdómsmeðferð, sjúkra- húsvist og vonlaus barátta við ólæknandi mein hefur staðið yfir síðan þar til yfir lauk. Sjálfur vissi hann og fjölskylda hans að hveiju fór, en enginn mælti æðruorð. Mér er söknuður og þakklæti í huga þegar ég skrifa þessi kveðju- orð. Söknuður eftir góðan félaga, samstarfsmann og vin í mörg ár og þakklæti fyrir leiðtogastörf hans, hjálpsemi, leiðbeiningar og aðstoð hins sjálfmenntaða víðlesna gæfumanns, sem hafði skýra til- finningu fyrir félagsmálum og fleiri áhugamálum sem við áttum sam- eiginleg ásamt mörgum öðrum góð- um félögum á lífsleiðinni. Ég vil þakka honum fyrir samstarf um árabil í Verkalýðsfélagi Akraness, þakka honum óeigingjöm störf hans fyrir stéttarfélagið okkar. Hann var um nokkur ár formaður Verkamannadeildar, en ég var fyrir Kvennadeildinni svo við áttum náið og gott samstarf á þeim árum. Einnig var hann mörg ár í stjóm sjúkrasjóðs verkalýðsfélagsins og einnig þar áttum við ánægjulegt samstarf. Hann var hinn gáfaði leiðtogi sem lagði fram vel grundað- ar tillögur, sem ég tel að sjúkrasjóð- urinn búi lengi að, því áhugamál hans var að vinna að traustum undirstöðum sem nýtast mundi fé- lögum hans sem allra best. Mér er minnisstætt frá þessum árum, að við vorum saman fulltrúar á Verkamannasambandsþingi í Reykjavík. Það kom til háreysti sem stundum fyrr og síðar út af mis- munandi skoðunum í baráttunni. Við úr kvennadeild verkalýðsfélags- ins á Akranesi vorum stundum tannhvassar og vildum helst ekki láta hlut okkar, enda vel studdar af „órólegu deildinni" sem lét þá mikið að sér kveða. Við félagssyst- ur vorum ekki alveg vissar um það hvort Steinþór, þessi hógværi t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og mágur JOHN E. DEVANEY, Suðurvöllum 2, Keflavík, lést á heimili sínu mánudaginn 22. apríl. Kaj Devaney, Elizabeth Devaney, David Devaney, Carol Devaney, Deirdre Devaney, Guðrún Jörgensen. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA SIGRID MAGNÚSDÓTTIR, Kirkjuvegi 59, Vestmannaeyjum, lést laugardaginn 20. apríl. Sigurður Gissurarson, Pétur L. Marteinsson, Áslaug Árnadóttir, Karl G. Marteinsson, Svandfs Sigurðardóttir, Þórarinn Sigurðsson, Guðrún R. Jóhannsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson, og barnabörn. t Bróðir okkar og mágur, FINNBOGI ÞORSTEINSSON, Garðavík 5, Borgarnesi, lést í Landspítalanum laugardaginn 20. april. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Þorsteinsson, Ágúst Þorsteinsson, Guðrún Jóhannsdóttir, ingi Þorsteinsson, Pálína Guðmundsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir, j JÓNAS B. SIGURBERGSSON frá Svfnafelli, Hólabraut 16, Höfn, Hornafirði, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju föstudaginn 26. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameínsfélagið. Auður Lóa Magnúsdóttir, Svafa Mjöll Jónasdóttir. glöggi maður, liti alveg eins á mál- in og við. Hann var aldrei orðmarg- ur en á leiðinni heim, akandi fyrir Hvalfjörð í góðu og fallegu veðri, sem við kunnum öll vel að meta voru málin rædd og ég spurði hann hreinskilnislega hvort hann hefði ekki skammast sín fyrir félagssyst- ur sínar hve við vorum óvægnar og orðmargar á fundinum og héld- um fast á skoðunum okkar. „Nei,“ sagði hann með sinni ró- legu íhugulu rödd. „Ég var á sama máli og þið.“ Eftir að hafa fengið álit hans á málunum vorum við fullvissar um að skoðanir okkar áttu rétt á sér og voru ekki ósann- gjarnar. Hann gegndi fleiri trúnað- arstörfum fyrir verkalýðsfélagið og síðast til skamms tíma var hann endurskoðandi ársreikninga félags- ins. Þakkir okkar samherjanna vil ég tjá honum í þessum fátæklegu orðum. Þá langar mig til að þakka hon- um samveru og leiðsögn í ferða- hópnum okkar gamla og góða, sem nú á sl. ári átti 30 ára afmæli, sem við héldum hátíðlegt í desember- mánuði og við áttum því að fagna að hafa hann Steinþór með okkur þá, hressan að því er virtist. Um 30 ára skeið hefur hópurinn átt saman góða og skemmtilega sumar- ferð um landið okkar vítt og breitt, byggðir jafnt sem óbyggðir. Síðustu 16 árin hefur hann Steinþór verið leiðsögumaður okkar og traustur fararstjóri. Hin glögga þekking hans á landi og leiðum brást aldr- ei. Hann nefndi okkur hvern bæ sem við ókum framhjá og vakti athygli okkar á tign og fegurð landsins. Hann var hinn traustu og hjálpsami ferðamaður. Með honum var gaman að horfa á kvöldfegurð inni í Herðu- breiðarlindum þar sem sólarlagið slær yfír gullnum roða sem endur- speglast af hveli Vatnajökuls með þeirri tign og fegurð sem orð fá ekki lýst. Og gott var að njóta hjálpar hans þegar óveður skall á inni í Hvann- gili og tjöldin veittu ekki lengur það skjól sem þeim var ætlað og nóttin fór í það að taka allt saman og koma hröktu ferðafólkinu og far- angrinum öllum inn í bílinn. Við getum aldrei þakkað honum til fulls allan þann fróðleik og frá- sagnir, sem hann sagði okkur með skýru rólegu röddinni sinni þar sem hann sat í fararstjórasætinu sínu með hátalarann sér í hönd. í fyrstu ferðinni sem hann var fararstjóri okkar flutti hann af munni fram ljóðið Áfanga eftir Jón Helgason, 11 átthend erindi þrung- in af ömefnum og sögu landsins. Þetta ljóð kunni hann allt utan að og flutningur þess og efni hreif okkur svo mjög í ferðavímunni, að þá var gerð sú samþykkt að engri ferð okkar skyldi lokið nema hann flytti okkur þetta magnaða íslands- Ijóð orði til orðs. Og það gerði hann líka ævinlega, líka í síðustu ferðinni þeirri þrítug- ustu sem farin var á sl. sumri, eftir- minnilegri og skemmtilegri ferð um Vestfirði, þar sem hann var enn hress og glaður og dauðinn virtist svo víðs fjarri og rödd hans styrk og fræðandi hafði yfír Áfanga alla í ferðalok eins og svo oft áður. Og síðustu línurnar svohljóðandi óma í hug mínum nú þegar hann langt um aldur fram er allur. „Kallar hann mig og kallar hann þig kuldaleg rödd og djúp.“ Og enn og aftur virðing og þökk frá okkur ferðafélögunum. Mikill harmur er kveðinn að heimili og eftirlifandi ástvinum Steinþórs Magnússonar nú við frá- fall hans. Konunni hans góðu og kjarkmiklu, henni Sumarlínu Jóns- dóttur, dætrunum þremur, synin- um, tengdasonunum og barnabörn- unum litlu, sem svo ung hafa orðið að missa af samfylgd við gáfaðan, sögufróðan og ljóðelskan afa sinn. Einnig tengdaföður hans sem sjúk- ur og aldraður hefur dvalið á heim- ili þeirra hjóna um árabil og notið ástríkis og umönnunar dóttur sinnar, tengdasonar og barnanna allra. Nú þegar komið er að kveðju- stund vil ég senda fjölskyidunni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Steinþórs Magnússonar. Herdís Ólafsdóttir Kveðjuorð: Guðmundur B. Steins son — apótekari Guðmundur Steinsson apótekari er látinn aðeins 52 ára að aldri. Það er erfitt að skilja og erfítt að sætta sig við að maður á hátindi starfsævinnar sé svo fyrirvaralaust numinn á brott, einmitt þegar kom- ið er að því að njóta þess er til var sáð. Guðmundur var maður traustur og skyldurækinn. Það sýnir best hvern mann hann hafði að geyma, að hann gaf sér tíma til þess að mæta fyrirvaralaust á stjórnarfundi í Delta hf. vegna knýjandi málefn- is, daginn áður en hann átti að leggjast inn á Landspítalann og gangast undir uppskurð. Guðmund- ur vissi að um illkynjaðan sjúkdóm var að ræða en svo mikill var hans innri styrkur að hann sýndi þess engin merki. Skyldan kallaði og hann hlýddi kallinu og vann sitt verk, sitt síðasta skylduverk sem stjórnarmaður í Delta hf. Þetta var hinn 12. mars sl. og liðlega mánuði síðar er hann allur. Guðmundur hóf nám i lyfjafræði við Háskóla íslands haustið 1959 og lauk þar miðprófí 1961. Þá lá leiðin til Kaupmannahafnar og þar lauk hann kandidatsprófí frá Dan- marks Farmaceutiske Höjskole haustið 1964 með frábærum vitnis- burði. Að námi loknu réðst hann til starfa hjá Pharmaco hf. og varð forstöðumaður lyfjaframleiðslu- deildar fyrirtækisins í ársbyijun 1965. Frumbýlisár vilja oft vera erfið og kreijandi og fyrstu starfsár framleiðsludeilda Pharmaco voru engin undantekning frá því. En Guðmundur tókst á við vandamálin og erfíðleikana og leysti málin. Það var á haustmánuðum árið 1972, er ég hóf störf hjá Pharmaco, að leiðir okkar Guðmundar lágu saman og síðan höfum við átt langt og gott samstarf á ýmsum sviðum lyfjamála. Vissulega höfum við Guðmundur ekki alltaf verið sam- mála en gagnkvæmur skilningur og vitneskjan um að báðir vildu hag fyrirtækisins sem mestan leiddu okkur saman að markinu. Guð- mundur tók mikinn þátt í félags- starfi stéttar sinnar, fyrst í Lyfja- fræðingafélagi íslands og síðan í Apótekarafélagi íslands. Hann sat í stjórn LFÍ 1965-1969. Var for- maðurþess 1976-1979. Guðmundur gegndi auk þess ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir féiagið, átti meðal annars sæti í samninga- nefnd, sat í stjórn Lífeyrissjóðs apó- tekara og lyfjafræðinga og sat í kjaradeilunefnd, svo eitthvað sé nefnt. Eftir að Guðmundur fékk lyfsölu- leyfi tók hann virkan þátt í félags- starfí apótekara og var meðal ann- ars formaður félagsins um skeið. Þegar þróunardeild Pharmaco var sett á stofn árið 1979 var Guðmund- ur sjálfkjörinn deildarstjóri hennar og því starfí gegndi hann uns hon- um var veitt lyfsöluleyfí árið 1985 og hann stofnsetti apótekið Lyfja- berg. Guðmundur var einn af stofn- endum Delta hf. en tilgangur þess félags var að stofnsetja og reka innlenda sérlyfjaverksmiðju. Og þegar kom að hönnun og innrétt- ingu verksmiðjunnar var að sjálf- sögðu leitað aðstoðar hans því fáir hér á landi höfðu á þeim tíma eins mikla reynslu og Guðmundur í al- hliða lyfjaframleiðslu. Á tæpu ári hafa tveir af stjórnar- mönnum Delta hf. fallið frá. Sverr- ir Magnússon í fyrra og nú Guð- mundur Steinsson. Skörð þeirra verða vandfyllt. Að leiðarlokum þökkum við starfsmenn Guðmundar, bæði í Delta og Pharmaco, honum langt og gott samstarf. Við vottum eftir- lifandi eiginkonu, Ernu Kristjáns- dóttur, og sonunum tveim dýpstu samúð okkar. Werner Rasmusson Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.