Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleikari t.v. og Theódóra Þorsteinsdótt- ir söngkona. Tónlistarfélag Borgarfjarðar: Borgfirskar lista- konur á tónleikum ÁRVISSIR innanhéraðstónleikar verða haldnir í Borgarneskirkju fimmtudaginn 25. apríl kl. 21.00. Á þessum tónleikum, sem eru á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar, koma fram tvær borgfirskar listakonur, þær Theódóra Þorsteinsdóttir söngkona og Ingibjörg Þorsteinsdóttir pianóleikari. Á efnisskránni eru þekkt ljóð eftir er- lenda og íslenska höfunda. Theódóra Þorsteinsdóttir stund- aði nám við Söngskólann í Reykja- vík og lauk þaðan söngkennara- prófi 1987. Aðalkennarar hennar hafa verið Anna Júlíanna Sveins- dóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Snæbjörg Snæbjamardóttir. Um tveggja ára skeið stundaði Theó- dóra söngnám hjá Prof. Helene Karusso í Vínarborg og hefur auk þess sótt ýmiss námskeið, bæði hér á landi og erlendis. Theódóra hefur íSIéleVideo T Ö L V U R Hraðvirkar. Mjög lág bilanatíðni. Franileiddar í Bandarikjunum. víða komið fram sem einsöngvari og sungið með kór íslensku óper- unnar frá upphafi. Hún hefur feng- ist við raddþjálfun kóra og kennir nú söng við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar og Söngskólann í Reykjavík. Ingibjörg Þorsteinsdóttir lærði píanóleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Halldóri Haraldssyni og Rögnvaldi Sigurjónssyni og út- skrifaðist úr píanókennaradeild árið 1978. Eftir það var hún þijú ár í London við nám í Guildhall school of Music and Drama. Síðan hefur hún búið í Borgarnesi og unnið ýmis tónlistarstörf, kennt á píanó við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og verið undirleikari með söngvum og kórum. Ingibjörg hefur verið stjórn- andi Kveldúlfskórsins í Borgarnesi undanfarin ár. Hún hefur einnig tekið þátt í námskeiðum innanlands og utan, ýmist sem nemandi eða kennari. Ingibjörg og Theódóra hafa starfað saman meðan báðar hafa átt heima í Borgarnesi og komið fram við ýmis tækifæri, en þetta er í fyrsta sinn sem þær halda sjálf- ~5tæða tónleika saman. Þetta er þriðja verkefni Tónlist- arfélags Borgarfjarðar á þessu starfsári, en nú má segja að hefð hafi skapast fyrir því að það standi fyrir tónleikum með listamönnum úr Borgarfjarðarhéraði á hveiju ári. (Frcttatilkynning) Álfasteinn hf. tíu ára: Á áttunda þúsund gestir heimsóttu fyrirtækið í fyrra Borgarfirði eystra. Morgunblaðið/Kristjana Björnsdóttir Sýnishorn af úrvali steina hjá Álfasteini hf. FYRSTA sumardag 1981 var stofnað í Borgarfirði eystra hlutafélag, sem hafa skyldi það markmið að framleiða muni og sýni úr íslenskum berg og stein- tegundum og skylda starfsemi. Fyrirtækið er tíu ára um þessar mundir. Helgi Arngrímsson var ráðin framkvæmdastjóri og hóf hann þeg- ar undirbúning að væntanlegri starfsemi félagsins. Vinna hófst 1. mars 1982 og var þá ráðinn annar starfsmaður. í fundargerðum stjórnar frá fyrstu starfsárum Álfasteins hf. má lesa að oft hefur þurft ærna bjartsýni til að halda rekstri gang- andi og þar eins og víðar var það skortur á fjármagni sem takmark- aði reksturinn. Við stofnun hafði félagið þá sérstöðu að ekki voru önnur fyrirtæki með sömu markmið og enn nýtur Álfasteinn þeirrar sérstöðu á markaðnum með stóran hluta framleiðslunnar. Handunnar gjafavörur úr borgfirsku hráefni eru nú velþekktar meðal fjölmargra ísiendinga. Nú starfa sex til tíu manns hjá Álfasteini, breytilegt eftir árstím- um. Það eru um tíu prósent af áætluðum mannafla hér. Áhugi ferðamanna er mikill á Álfasteini og að sögn Helga Arngrímssonar heimsóttu á áttunda þúsund gestir fyrirtækið á síðasta ári og er það há tala í tvöhundruð manna byggð- arlagi. Hagnaður varð af beinum rekstri árið 1990. Nú er verið að vinna að verkefni á vegum Álfa- steins og Iðntæknistofnunar, en í því felst að fenginn var markaðs- fulltrúi til að gera úttekt á fyrirtæk- inu. í þeim niðurstöðum sem þegar liggja fyrir kemur fram að leggja þar meiri áherslu á sölu og mark- aðsmál en áður, ýmsar fleiri gagn- legar upplýsingar hafa fengist úr verkefninu. í tilefni af tíu ára afmælinu býð- ur Álfasteinn hf. hluthöfum og öðr- um velunnurum til kaffisamsætis í Fjarðarborg á sumardaginn fyrsta. Framhaldsaðalfundur • verður að lokinni kaffidrykkju. Eina mál fund- arins verður aukning hlutafjár. - Kristj.Bj. Blönduós: Leikfélasdð frumsýnir Gísl Blönduósi. ^ LEIKFÉLAG Blönduóss frum- sýnir í kvöld leikritið Gísl eftir Brendan Beham í leikstjórn Ingu Bjarnason. Um þrjátíu manns hafa tekið þátt i undirbúningi sýningarinnar en leikarar eru sextán. Auk sýningarinnar í kvöld verða nokkrar sýningar í viðbót í félagsheimilinu á Blönduósi. Leikritið Gísl er háalvarlegur gamanleikur með söngvum og fjall- ar um stríðið í Norður-írlandi og þá kúgun og misrétti sem þar við- gengst. Eins og áður greinir leik- stýrir Inga Bjarnason verkinu en leikmynd et' eftir Hjördísi Bergs- dóttur myndlistarmann. Búninga gerði Unnur Kristjánsdóttir og lýs- ingu hannaði Ingvar Björnsson Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Leikarar og leikstjóri í uppfærslu Leikfélags Blönduóss á leikritinu Gísl sem frumsýnt verður í kvöld. SKR1FST0FUVÉLAR sund hf NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222 -tækni og |tjónuHta á truuHtum grunni Bökunarofn BLÁSTUR-GRILL KJÖLUR hf. ÁRMÚLA30 S: 678890 - 678891 Hátíðahöld sumardags- ins fyrsta í Garðabæ í GARÐABÆ verður mikið um að vera á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl. Sér Skátafélagið Vífill um hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Dagurinn hefst með fánaathöfn við Garðakirkju laust fyrir klukkan 11 og því næst hefst skátamessa SUZUKI \ TS50X SUZUKI UMBOÐIÐ H/F Skútahrauni 15, s 65-17-25 í Garðakirkju og mun Gunnar Eyj- ólfsson skátahöfðingi flytja hug- vekju dagsins að þessu sinni. Skát- ar verða vígðir inn í félagið og veittar verða viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Klukkan 14 fer skrúðganga dagsins af stað frá gatnamótum Hofstaðabrautar og Karlabrautar og verður gengið út að skátaheim- ilinu við Hraunhóla 12. Lúðrasveit- in Svanur spilar í skrúðgöngunni. Við skátaheimilið verður fánaat- höfn, forseti bæjarstjórnar Garða- bæjar, Laufey Jóhannsdóttir, flyt- ur ávarp, skemmtidagskrá verður þar sem fram koma skátar úr Garðabæ og trúðurinn Skralli mun skemmta yngstu börnunum. Við skátaheimilið verður þrautabraut, hægt verður að fara í koddaslaginn sívinsæla og tjaldbúðir verða til sýnis. Ilin árlega kaffisala Vífils með tilheyrandi tertuhlaðborði verður í skátaheimilinu og tekinn verður í notkun nýr salur á efri hæð heimil- isins. Kynntur verður undirbúning- ur að stofnun sérstaks skátaklúbbs fyrir eldri skáta í Garðabæ. Um kvöldið verður svo skáta- og fjölskylduskemmtunin Sumar- hátíð ’91 í félagsmiðstöðinni Garð- alundi við Vífilsstaðaveg. Húsið verður opnað kl. 20 og bytjar dag- skráin á skátakvöldvöku og fjölda- söng, síðan kemur breski töframaðurinn og leikarinn The Mighty Garreth og sýnir listir sín- ar. Dregnir verða út happdrætti- svinningar úr aðgöngumiðum. Því næst verður dansinn stiginn og sér hljómsveitin Undrabandið um að allir taki nú réttu sporin. Einnig verður myndlistarsýning frá Mynd- listarskóla Garðabæjar. Aðgangseyrir að kvöldskemmt- uninni er- 500 kr. ljósameistari Leikfélags Akur- eyrar. Með aðalhlutverk í leikritinu Gísl fara þau Sveinn Kjartansson, Kolbrún Zophoníasdóttir og Jón Ingi Einarsson. Leikfélagið fer ekki með sýningar á leikritinu í önnur héruð heldur verða allar sýningar leikfélagsins í Félags- heimilinu á Blönduósi en þar eru einhvetjar bestu aðstæður sem áhugaleikfélag hefur hér á landi. Jón Sig Seltirningar fagna sumri Á SUMARDAGINN fyrsta, 25. apríl, verður Kvenfélagið Sel- tjörn með sína árlegu kaffisölu í Félagsheimli Seltjarnarness. Húsið verður opnað kl. 14.30. Að vanda mun ágóða af kaffisöl- unni varið til styrktar góðum mál- efnum í bæjarfélaginu. Jafnframt verður sýning á handavinnu eldri bæjarbúa á Skóla- braut 5-7, og verður hún opin milli kl. 14-18. Vonast er til að sem flestir bæjar- búar sjái sér fært um að koma í kaffi og skoða um leið sýningu aldr- aðra. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.