Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 13 Samviskulaus- ir sérfræðing’ar ? eftirJúlíus Gestsson Fjármálaráðherra, Ólafur Ragn- ar Grímsson, fer nú geyst í fjölmiðl- um gegn hópi manna. Þessir menn eru sérfræðingar í læknastétt sem hann virðist telja setja eigin hag framar lífi og heilsu sjúklinga sinna. Hann kallar þá gjarnan verktaka sem noti aðstöðu sína til að draga sér fé úr sameiginlegum sjóði lands- manna. Hvemig má slíkt verða? Hvaðan koma þessi verkefni? Hvaða þjón- ustu fær fólkið? Em sérfræðingarn- ir eigingjöm illmenni upp til hópa? Þetta em spurningar sem slík um- ræða hlýtur að vekja. Hvað varðar „aðstöðu sérfræð- inganna til að tappa úr ríkiskassan- um“ hafa þeir að loknu stúdents- prófi, læknanámi sem nú er sex ára háskólanám, reynslutíma í eitt ár ■ MÖMMUMORGNAR svokall- aðir hófust í safnaðarheimili Lágafellssóknar 6. febmar sl. og hafa reynst mjög vinsælir og vel sóttir. Hér er um að ræða sam- verustundur mæðra og barna þeirra. Mömmurnar skrafa saman yfir kaffibolla og bera saman bæk- ur sínar um lífið og tilverana en bömin leika sér með liti og kubba og fleira skemmtilegt. A stundum era kallaðir til gestir sem halda fræðsluerindi um eitt og annað gagnlegt og uppbyggilegt. Umsjón með þessum fundum hafa Stein- unn Júlíusdóttir húsmóðir og Rósa Sveinsdóttir umsjónarmað- ur safnaðarheimilisins. I dag, mið- áður en almennt lækningaleyfi fæst og að loknu sérnámi að lágmarki fjögur og hálft ár, öðlast þeir heim- ild til að sækja um íslenskt sérfræði- leyfi. Leyfi þetta er skilyrði til sérfræð- istarfa innan sjúkrahúsa og til að stunda sjálfstæða sérfræðiþjónustu. Skjalið sjálft kostar nú sjötíu og fimm þúsund krónur. Hjá flestum er sémámið einhverj- um árum lengra en áðurnefnt lág- mark og þar af nær undantekning- arlaust nokkur ár erlendis. Þegar hér er komið sögu era flestir komn- ir um fertugt og margir standa á núllpunkti fjárhagslega. Þegar heimþráin hefur tekið yfir- höndina og til st-arfa er komið er aðstaða, tækjabúnaður og mönnun á vinnustað öll minni í sniðum en frá var horfið erlendis. Samt glym- ur spamaðartalið stöðugt í eyram, vikudag 24. apríl, kl.10.30 mun Herdís Storgaard hjúkrunar- fræðingur halda fyrirlestur um slysavarnir í heimahúsum og era mæður úr Mosfellsbæ hvattar til að mætta og hlýða á þarft efni. Safnaðarheimili Lágafellssóknar er í Þverholti 3, Mosfellsbæ. (Fréttatilkynning) H ÞRIGGJA vikna námskeið í hugleiðslu, slökun og jógaæfing- um fyrir konur verður haldið á Þorragötu 1, Skerjafirði (Sælu- kot), dagana 24. apríl, 2. og 7. maí kl. 20.00. Didi Anada Sukrti Ac. hugleiðslukennari heldur nám- skeiðið. baráttan fyrir fleiri stöðum sam- starfsfólksins og betri búnaði er erfið. Möguleikarnir til að veita sér- fræðiþjónustuna inni á sjúkrahús- unum fullnægja á engan hátt eftir- spurninni. Þessir tveir þættir, mikil eftir- spurn eftir þjónustunni sem sjúkra- húsin eru ekki í stakk búin til að veita og félagsleg staða sérfræðing- anna sjálfra hvetja til áframhald- andi mikillar aukavinnu þrátt fyrir að margir hveijir.hafa margoft lof- að sjálfum sér og fjölskyldunni minna vinnuálagi og meiri frítíma. í þessu sambandi má benda á að eðli starfsins samkvæmt ganga sérfræðingar á sjúkrahúsum bak- vaktir, þar sem þeir þurfa fyrirvara- laust að koma til starfa á vinnustað eftir að dagvinnu lýkur þegar þörf krefur. Vegna fæðar sérfræðing- anna eru þessar vaktir þéttar. Hér á Akureyri hvern til fjórða hvern sólarhring eftir sérgreinum. Á minni stöðum á landsbyggðinni alla sólarhringa, en yfirleitt eitthvað stijálli á Reykjavíkursvæðinu. Vegna vaxandi skorts á aðstoð- arlæknum á sjúkrahúsunum þurfa sérfræðingar að taka á sig hluta af verkefnum þeirra. Hvað kemur í vasann? Til að stunda sjálfstæð sérfræðistörf þarf aðstöðu. Þá aðstöðu þarf að byggja upp eða leigja. í gjaldskrá samnings við Tryggingastofnun ríkisins er gert ráð fyrir að helmingur greiðslu fyrir unnin verk fari að meðaltali í kostnað. I sumum sérgreinum er kostnaðurinn allmiklu meiri, öðrum minni. Minnst 46% af afgangnum fer síðan í skatt. Miðað við helmingskostnað verða Júlíus Gestsson „Spurninguna hvort sérmenntaðir íslenskir læknar séu upp til hópa eigingjörn illmenni eft- irlæt ég þeim sem notið hafa þjónustu þeirra.“ þá eftir tuttugu og sjö þúsund af hveijum hundrað þúsundum. Með hækkandi greiðslum Tiygg- ingastofnunar koma inn stigvax- andi afsláttarákvæði, allt að 30% af gjaldskrá. Þegar grannlaun aðstoðarlækna í nágrannalöndunum era orðin svip- uð og grannlaun sérfræðings með 15 ára starfsaldur hér, vinnutíminn þar í heildina trúlega helmingi styttri, erfítt er að fá afleysingasér- fræðinga til að ná hluta af samn- ingsbundnum fríum og einn af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar lætur að því liggja opinberlega að sérmenntaðir íslenskir læknar séu samviskulausir fjárplógsmenn fer óneitanlega að veltast í huganum hvort ættjarðarástin sé ekki full dýrkeypt. Hvað með þjónustuna? Þrátt fyr- ir það sem ráðherrann kallar óhóf- lega verktakavinnu næst ekki að mæta eftirspuminni. Hér á Akur- eyri er í minni sérgrein, bæklunar- lækningum, biðtími eftir viðtali, ef ekki era knýjandi ástæður fyrir skoðun fyrr, um sex vikur. Ef skoð- unin leiðir til ákvörðunar um skurð- aðgerð er biðtíminn eftir aðgerð venjulega frá einhveijum vikum upp í liðlega ár. Hér á Akureyri og nágrenni er þjónusta heilsugæslulækna þó trú- lega með því albesta í landinu og unnið er eftir tilvísanakerfi hér í bæklunarlækningum í góðri sam- vinnu við heilsugæslulækna. í Svíþjóð var sjálfstæð móttaka sérfræðinga inni á sjúkrahúsum afnumin í kringum 1970. Sjúkra- húsin reka síðan móttökurnar. 1982 var algengur biðtími eftir skoðun á slíkri sérfræðimóttöku í bæklunarlækningum yfir hálft ár og meiri líkur á að viðkomandi væri skoðaður og meðhöndlaður af aðstoðarlækni í sémámi en sérfræð- ingi. Fyrir 1970 mun biðtíminn hafa verið nánast enginn, þjónustan á höndum sérfræðinga og á síðustu árum hefur sjálfstæð sérfræðiþjón- usta í Svíþjóð farið verulega vax- andi. Sjúkrahúsakerfið hér er vanbúið húsnæðislega og mönnunarlega séð til að taka að sér alla sérfræðiþjón- ustu. Ég tel einnig að reynslan frá Svíþjóð ætti að vera okkur víti til varnaðar og því óráðlegt að fara að tillögum Olafs Ragnars í Þjóðvilj- anum fyrir nokkram dögum að flytja alla sérfræðiþjónustu inn á sjúkrahúsin rekna af þeim eins og Svíarnir gerðu fyrir tuttugu áram og margfaldaði biðtíma fólks eftir þjónustunni. Spurninguna hvort sérmenntaðir íslenskir læknar séu upp til hópa eigingjöm illmenni eftirlæt ég þeim sem notið hafa þjónustu þeirra. Höfundur gegnir sem stendur starfiyfirlæknis við Hækiunardeild Fjórðungssjúkrahússins & Akureyri. Á R Ý M I II N G A R S Ö I l u r 4 N I I Nú er hægt aö gera reifarakaup hjá okkur. Allt aö 50% afsláttur á ýmsum vörum. / I i v VEGG- OG LOFTKLÆÐNINGAR. VERÐ FRÁ KR. 950.- FATASKÁPAR. VERÐ FRÁ KR. 8.950. A$$t fyéwrtí ótmbÁúss BJÖRNINN BORGARTÚNI28 S. 6215 66 PARKETT VERÐ FRÁ KR. 2J90.- m2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.