Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 21 Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Breytilegt verð á hjólahjálmum VERÐLAGSSTOFNUN hefur kannað verð á hjólahjálmum að beiðni Umferðarráðs, en um þessar mundir stendur Umferðarráð fyrir herferð til að hvetja til notkunar hjólahjálma. Samkvæmt upplýsing- um Verðlagsstofnunar kom í ljós að verð á hjálmunum er breyti- legt, eða frá 2.100-4.649 kr., en verðið er í sumum tilvikum háð stærð og einnig er misjafnt hve mikið er lagt í útlit hjálmanna. Þar sem höfuðáverkar eru al- gengir hjá börnum á reiðhjólum fer notkun hlífðarhjálma nú mjög vax- andi í nágrannalöndunum. I flestum löndum eru gerðar ákveðnar kröfur um eiginleika hjálmanna, en það hefur enn ekki verið gert hér á landi. Af þeim þrettán tegundum sem Verðlagsstofnun fann á mark- aðnum á höfuðborgarsvæðinu báru ellefu tegundir merki um öryggis- viðurkenningu frá viðkomandi framleiðslulandi. Leiksýmngar og tón- leikar á Húnavöku HUNAVAKA Ungmennasambands Austur-Húnvetninga hófst á Blönduósi á sunnudag og stendur i eina viku. Á dagskrá eru mynd- listarsýningar, leiksýningar, söngskemmtun og tónleikar. Dagskrá Húnavöku hófst með opnun sýningar á verkum Ragn- heiðar' Þórsdóttur á Hótel Blöndu- ósi, en þeirri myndlistarkynningu lýkur næstkomandi sunnudag klukkan 16. í kvöld, miðvikudag, klukkan 21, frumsýnir Leikfélag Blönduóss leikritið Gísl eftir Brend- an Behan. Leikstjóri er Inga Bjarn- ason. Þá leikur Guðmundur Haukur á orgel fyrir gesti Hótel Blönduóss í kvöld klukkan 22-03. Á morgun, fimmtudag, verður guðsþjónusta í Blönduósskirkju klukkan 11. Klukkan 14 hefst sum- árskemmtun Grunnskóla Blönduóss og að henni lokinni verður barna- ball í félagsheimilinu. Leikfélagið sýnir svo Gísl klukkan 19.30. Föstudaginn 26. apríl klukkan 21 verður söngskemmtun og tón- leikar í félagsheimilinu. Kvennakór Hafnarborg; Baltasar sýn- ir málverk tengd Eddu- kvæðum Á SUMARDAGINN fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, kl. 14.00 opnar Baltasar málverkasýningu í Hafnarborg, menningar- og list- astofnun Hafnarfjarðar. Á sýn- ingunni eru 30 málverk máluð á árunum 1989 til 1991. Myndirnar sem Baltasar hefur málað fyrir þessa sýningu úr Eddu- kvæðum hafa djúpa persónulega þýðingu fyrir hann sem listamann, segir í fréttatilkynningu. Þær lýsa leit hans að formi og inntaki en eru um leið ríkuleg uppspretta hughrifa og kennda. Nokkur helstu viðfangsefni Eddukvæðanna eiga enn brýnt er- indi við okkur og um árabil hafa þau birst í mismunandi gervum í úr Borgarnesi, Karlakór Bólstaðar- hlíðar og Samkórinn Björk syngja við undirleik hljóðfæraleikara. Að skemmtun lokinni verður dansleik- ur. JIljómsveitin Lexía leikur. Á laugardag sýnir Leikfélag Sauðárkróks leikritið Tímamóta- verk eftir Hilmi Jóhannesson, undir leikstjórn Elsu Jónsdóttur. Sýningin hefst klukkan 20.30. Dansleikur hefst í félagsheimilinu klukkan 23. Hljómsveit Geirmundar Valtýsson- ar leikur fyrir dansi. Lokadagur Húnavöku er á sunnudag. Þá verður fjölskyldu- guðsþjónusta í Hólaneskirkju klukkan 14. Leikfélag Blönduóss sýnir svo leikritið Gísl klukkan 16. Auk þessara leiksýninga Leikfé- lags Blönduóss á leikritinu Gísl er m.a. fyrirhuguð skólasýning á verk- inu þann 30. apríl klukkan 19.30. Völuspá, eitt verka Baltasars. verkum Baltasar og stuðlað að því að móta og þróa listræn viðhorf hans. Á þessari sýningu verða einnig sýnd tvö málverk sem konungur Spánar, Juan Carlos I, bað Baltasar að vinna fyrir einkasafn sitt og er efni þeirra sótt í Eddukvæðin eins og önnur verk á sýningunni. Sýningin stendur yfir frá 25. apríl til 12. maí 1991 og er opnun- artími frá kl. 14-19 alla daga vik- unnar nema þriðjudaga. VERÐKÖNNUN Á H.TÓUAH.TÁLMIJM VERÐ TEGUND FRAMLEIÐSLULAND SELIANDI KR STÆRÐIR. ATLAS TOURING Svlþjóö Esso, bensínstöö, Ártúnshöföa 2.309 (53-62 cm) Esso, Skógarseli, Rvk. 2.309 (53-58 cm) BMX* Italfa MarkiÖ, Ármúla 40, Rvk. 3.495 (XS,S,M,L) BRANCALE CONDORINO Ítalía Markiö, Ármúla 40, Rvk. 2.250 (55 cm) Esso, Skógarseli, Rvk. 2372 (47-52 cm) BRANCALE FANTASY ftalfa MarkiÖ, Ármúla 40, Rvk. 2.590 (55 cm) BRANCALE RIDER MarkiÖ, Ármúla 40, Rvk. 3.400 (57 cm) BRANCALE XP7 Markiö, Ármúla 40, Rvk. 3.490 (53-57 cm) BRITAX Brctland Skeljungsbúöin, Slöumúia 33, Rvk. 4.649 (50-58 cm) Shell bensínstöö, v/KIeppsveg 4.649 (50-58 cm) Shell bensínstöö, v/Bústaöaveg 4.649 (50-58 cm) ETTO Svíþjóö Fálkinn, Suöurlandsbr. 8, Rvk. 2350 - 4.190 (eftir aldri) KIDDY Svíþjóö Fífa, Klapparstíg 27, Rvk. 2.100 - 2.400 (48-59 cm) Skeljungsbúöin, Slðumúla 33, Rvk. 2.100 - 2.400 (48-59 cm) Hvellur, Smiðjuvegi 4, Kóp. 2.200 (48-53 cm) - Öminn, Spítalastíg 8, Rvk. 2316 - 2.750 (48-59 cm) O.G.K. Japan Öminn, Spítalastíg 8, Rvk. 3367 (stillanleg) REX Svíþjóö MarkiÖ, Ármúla 40, Rvk. 2.990 (47-52 cm) SANE CROWN* Taiwan Hvellur, Smiöjuvegi 4, Kóp. 2.153 (S,M,L) VETTA ftalla Markiö, Ármúla 40, Rvk. 2.990 (47 cm) * Þessar tegundir báru ekki öryggisviðurkcnningu frá framleiöslulandi. Hertar reglur Visa-ísland: Ekkí má auka á kostnaðinn - segir framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna SAMTÖK kaupmanna telja eðli- legt að farið sé eftir þeim samn- ingum um úttektartímabil sem í gildi eru hjá greiðslukortafyrir- tækjunum. Magnús Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmanna- samtakanna, segir að undanþág- ur einstakra verslana neyði aðr- ar með vegna samkeppni í grein- inni og það auki enn þann mikla kostnað sem verslunin hefur af greiðslukortunum. Eins og fram hefur komið í frétt- um blaðsins, hefur Visa-ísland boð- að hertar aðgerðir gegn þeim versl- unum sem auglýsa að úttektartíma- bil greiðslukorta heljist fyrr hjá þeim en reglur Visa-ísland kveða á um. Kaupmenn geti átt von á að fyrirtækið líti svo á að kaupmenn- irnir hafi sagt upp greiðslukorta- samningum sínum með þessu. Skemmdar- verk unnin í kirkjugarði SKEMMDARVERK voru unnin á tveimur leiðum í kirkjugarðinum við Suðurgötu um helgina. Slíkar skemmdir eru ekki óalgengar þar um helgar og hefur verið rætt um að vakta garðinn. Um helgina voru tveir krossar teknir af leiðum og þeim snúið við, eftir að nafnplötur höfðu verið skrúf- aðar af þeim. Samkvæmt upplýsing- um lögreglu hefur verið reynt að vakta garðinn, en nú munu starfs- menn reyna að fá því framgengt að þeir fái sjálfir að vakta garðinn um helgar. Magnús' Finnsson sagði að ef menn væm ekki ánægðir með nú- verandi samninga ætti að leita eftir breytingum á þeim með samningum við greiðslukortafyrirtækin. Visa- ísland hefði komið með tiliögur um að færa tímabiiið en því hefðu Kaupmannasamtökin hafnað. Einar sagði í samtali við Morgun- blaðið að Kaupmannasamtökin hefðu átt frumkvæðið að þeim að- gerðum sem Visa-ísland gripi nú til. „Frávik frá reglum eru orðin of mikil. Ef einn þjófstartar fer skriðan af stað og aðrir kaupmenn geta ekki unað því að ekki sé farið að reglum,“ sagði Einar. „Það hefur lengi verið ósk Kaup- mannasamtakanna að tekið yrði fastar á frávikum sem leiða til þess að úttektartímabil sé orðið að sam- keppnisatriði. Korthafar og kaup- menn hafa kvartað og segjá að þetta sé orðinn einn allsherjar hringlandaháttur. Þetta á að fylgja þeim samningum sem eru í gildi og við ætlum að gera það með festu. Ég veit ekki betur en það sé full Magnús sagði að kostnaður versl- ana vegna þóknunar gi’eiðslukorta- fyrirtækjanna og fjárbindingar hefði verið yfir 600 milljónir kr. á síðasta ári. „Þetta er geysilega mik- ið fé. Ekki hafa allir efni á þessu en samkeppnin ýtir mönnum af stað,“ sagði Magnús. samstaða við alla höfuðaðila máls- ins. Það er samstaða við Eurocard, Kaupmannasamtökin og stærstu markaðina auk þess sem fulltrúar margra verslana hafa lýst sig fylgj- andi þessum aðgerðum," sagði Ein- ar. Hann sagði að þeir kaupmenn sem væru beinlínutengdir við Visa- ísland gætu ekki með góðu móti breytt úttektartímabilinu. „Það er heimilt að vera með frávik þegar tímabilaskipti bera upp á helgi, þá má he§a nýtt tímabil á fimmtu- degi,“ segir Einar og bætti því við að kaupmenn gætu áfram geymt nótur viðskiptavina sinna en Visa- ísland ætlaði að koma í veg fyrir að kaupmenn auglýstu það opinber- lega og gerðu útttektartímabilið þannig að samkeppnisatriði. Samkomulag um hertar aðgerðir - segir Einar S. Einarsson, forstjóri FRUMKVÆÐIÐ að hertum aðgerðum Visa-ísland, gagnvart þeim kaupmönnum sem auglýsa breytingar á úttektartímabili greiðslu- koi-ta, er komið frá Kaupinannasamtökunum að sögn Einars S. Ein- arssonar, forstjóra Visa-ísland. Samkomulag er meðal helstu aðila um aðgerðirnar sem hefjast í næsta mánuði. Mm BJÓÐUM ÚRVALS ÚTSÆÐI - GULLAUGA, RAUÐAR ÍSLENSKAR, PREMIER, BINTJE OG HELGA ÁBURÐ, KALK, YFIRBREIÐSLUR OG ÖLL VERKFÆRI SEM TIL ÞARF REYNSLA - RAÐGJ0F - ÞJ0NUSTA SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA SMIÐJUVEGI 5. 200KÓPAVOGUR, SlMI 43211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.