Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MlÐVIKÚDÁGUR 24. APRÍI. 1991
Slippstöðin og Járntækni:
Vinna sameiginlega að
breytingnm á Asbimi RE
Leikfélag Akureyrar og félagar úr Kór Akureyrarkirkju frumsýna í kvöld, miðvikudagskvöld, leikverk-
ið Skrúðsbóndann eftir Björgvin Guðmundsson tónskáld, í tilefni aldarafmælis hans og verða sýningarn-
ar í Akureyrarkirkju. Þetta er í þriðja sinn sem LA sýnir Skrúðsbóndann, en yfir þrjátíu manns taka þátt
í uppfærslunni nú.
haust. Skrifað var undir samn-
ing um breytingar á Asbirni í
fyrradag.
Sigurður Ringsted forstjóri
Slippstöðvarinnar sagði að um
væri að ræða fjögurra vikna verk-
efni og hljóðaði samningurinn upp
á 13-14 milljónir króna. Endur-
vinna á vinnslusal skipsins og
ýmsan búnað, klæða skipið og ein-
angra upp á nýtt auk þess sem
það verður allt málað. Samskonar
breytingar er fyrirhugað að gera
á Ottó N. Þorlákssyni RE.
TVÖ fyrirtæki á Akureyri,
Slippstöðin hf. og Járntækni hf.
munu taka að sér í sameiningu
að breyta vinnslusal Asbjarnar
RE, togara Granda hf., í vor og
að líkindum mun annar togari
félagsins, Ottó N. Þorláksson,
fara í samskonar endurbætur í
Tac-tic mót í knattspyrnu
TAC-TIC-mót í knattspyrnu
sem Knattspyrnuráð Akureyrar
heldur hefst á sumardaginn
fyrsta, 25. apríl, en því lýkur á
sunndag, 28. apríl.
Fyrsti leikurinn í mótinu verður
á Þórsvelli kl. 16 á fimmtudag,
en þar eigast við Þórsarar frá
Akureyri og Leiftur frá Ólafsfirði.
Á föstudag kl. 18 leika KA og
Tindastóll frá Sauðárkróki, en
leikurinn fer fram á KA-vellinum.
Á laugardag verða tveir leikir,
fyrst á milli KA og Leifturs á
KA-vellinum kl. 13 og síðan á
milli Þórs og Tindastóls' á Þór-
svelli. Á sunnudaginn keppa Leift-
ur og Tindastóll á Þórsvelli kl. 13
og KA og Þór eigast við á KA-
velli kl. 16 á sunnudag.
Leikfélag Akureyrar og Kór Akureyrarkirkju:
Skrúðsbóndinn frumsýndur
á kirkjulistaviku í kvöld
LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir í kvöld, miðvikudagskvöld, Skrúðs-
bóndann eftir Björgvin Guðmundsson tónskáld. Verkið er sýnt í sam-
vinnu við Akureyrarkirkju og taka félagar í kór kirkjunnar þátt í
uppfærslunni, en tilefni sýningarinnar er aldarafmæli höfundarins.
Verkið verður ciuungis sýnt þrisvar, í kvöld, annað kvöld og á föstu-
dagskvöld og verða allar sýningar í Akureyrarkirkju, en þar stendur
nú yfir kirkjulistavika. Yfir þijátíu manns taka þátt í sýningunni.
Skrúðsbóndinn var frumfluttur á
vegum LA árið 1941 er Björgvin
varð 50 ára og var þá eitt af viða-
mestu. leikritum sem félagið hafði
tekist á við. Á árinu 1966 þegar
Björgvin Guðmundsson hefði náð 75
ár ára aldri var Skrúðsbóndinn aftur
tekinn til sýninga, en Björgvin lést
á Akureyri árið 1961. Enn á ný er
Skrúðsbóndinn tekinn til sýninga á
stórafmæli höfundarins. Verkinu
hefur verið sniðinn stakkur eftir
vexti, mið tekið af innviðum kirkju-
byggingarinnar og helgi guðshúss-
ins. Verkið hefur verið stytt nokkuð
og tilfærslur gerðar á atriðum, en
þess gætt að boðskapur þess komist
til skila og tónlistin fái notið sín.
Skrúðsbóndinn byggist á þjóðsög-
unni um „Tröllið í Skrúðnum“ í Reyð-
arfirði, sem seiddi til sín prestsdótt-
urina fögru í Hólmum. Signý Páls-
dóttir leikhússtjóri skrifar í leikskrá,
að höfundur hafi sem margir aðrir
ætlað sér að skrifa leikrit um sál
mannsins og baráttu hins góða og
illa, um þá margræðu stærð, hvernig
manninum takist að höndla þessa
eilífu baráttu góðs og ills, þroskast
af reynslunni og snúa aftur til betri
vegar eftir að hafa náð barmi glötun-
ar.
Leikgerð og leikstjórn er í höndum
Jóns St. Kristjánssonar, Björn Stein-
ar Sólbergsson sér um tónlistar-
stjórn, Freygerður Magnúsdóttir um
búninga, lýsingu hannar Ingvar
Björnsson, en leikendur eru Þráinn
Karlsson, Sunna Borg, Helga Hlín
Hákonardóttir, Vilborg Halldórsdótt-
ir, Eggert A. Kaaber, Kristjana Jóns-
dóttir, Valgeir Skagfjörð og Þórey
Aðalsteinsdóttir. Einsöngvarar eru
Dagný Pétursdpttir og Bryngeir
Kristinsson, en um sönginn sjá félag-
ar í Kór Akureyrarkirkju.
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
„Dísukórinn", sem kenndur er við stjórnanda sinn, Þórdísi Karlsdótt-
ur, og hefur starfað í Eyjafjarðarsveit í vetur heldur tónleika í Frey-
vangi í kvöld.
Eyjafjarðarsveit:
Söngskemmtun í Freyvangi
Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit.
FRÁ áramótum hefur verið
starfræktur hér blandaður kór,
og eru kórfélagar aðallega úr
fyrrum Ongulsstaðahreppi.
Kórinn heldur söngskemmtun í
Freyvangi í kvöld, miðvikudags-
kvöld, og hefst hún kl. 21. Þá
heldur kórinn tónleika í Tjarnar-
borg á Ólafsfírði á föstudagskvöld-
ið.
Stjómandi kórsins er frú Þórdís
Karlsdóttir, einsöngvari Óskar
Pétursson, en undirleikarar eru
þeir Reynir Schiöth, píanó, Garðar
Karlsson, saxófón, og Eiríkur Bó-
asson, sem leikur á bassa.
Tvö af lögunum sem kórinn
syngur eru eftir þá Garðar og
Eirík og verða þau frumflutt á
tónleikunum í kvöld. Dansleikur
verður haldinn að lokinni söng-
skemmtuninni í Freyvangi.
— Benjamín
Slippstöðin og Járntækni vinna
verkið í sameiningu, en Sigurður
sagði að Slippstöðin ein hefði ekki
getað boðið í verkið, þar eru nú
næg verkefni fyrir stálsmiði, en
þau skortir hjá Járntækni. Tré-
smiði, rafvirkja og fleiri hópa iðn-
aðarmanna vantar verkefni í
slippnum. Vegna verkefnastöðu
og mannaflasamsetningar hefði
hvoragt fyrirtækið getað boðið í
verkið eitt og sér, en þetta verk-
efni kemur sér vel fyrir bæði fyrir-
tækin.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Magnús Sævarsson starfsmaður Járntækni við vinnu sína, en fyrir-
tækið hefur ásamt Slippstöðinni skrifað undir samning um breyting-
ar á Ásbirni RE, einu skipa Granda hf.
HJUKRUNARFRÆÐINGAR
Styrkir til framhaldsnáms
Háskólinn á Akureyri og Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri auglýsa styrki til fram-
haldsnáms fyrir hjúkrunarfræðinga. Sú
kvöð fylgir styrkveitingum þessum, að
styrkþegi skuldbindur sig í ákveðinn tíma
eftir að námi lýkur til starfa við fyrrnefnd-
ar stofnanir.
Frekari upplýsingar veita forstöðumaður
heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri,
sími 11770, og framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri. eigi síðar
en 31. maí 1991.
Háskólinn á Akureyri og
Fjórðungssjukrahásið á Akureyri.