Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRIL 1991 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannssori, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Samstaða um málefni Engum þarf að koma á óvart, að verulegur áhugi sé á við- reisnarstjórn innan Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks í kjölfar alþingiskosninganna á laugardag- inn var. Sú augljósa staðreynd blas- ir við, að þeir eiga málefnalega samleið í flestum veigamestu við- fangsefnum, sem framundan eru. Jafnframt er skiljanlegt, að Alþýðu- flokksmönnum þyki ekki sjálfsagt að endurnýja núverandi stjórnar- samstarf, þar sem augljós mál- efnaágreiningur er á milli núver- andi stjórnarflokka um mikilvæg- ustu mál, sem bíða ákvörðunar á næstu mánuðum og misserum. Þær raddir heyrast, að Alþýðuflokks- menn séu að svíkja kjósendur sína með því að taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Þetta er auðvitað fáránleg staðhæf- ing. Alþýðuflokkurinn hlýtur fyrst og fremst að hugsa um það, hvern- ig hann geti bezt komið þeim málum fram, sem flokkurinn hefur sett á oddinn að undanförnu. Allt annað væru svik við kjósendur flokksins. Tæpast verður um það deilt, að mestir möguleikar eru til þess í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þess vegna er það eðlilegt og rök- rétt framhald kosningaúrslitanna, að forystumenn þessara tveggja flokka hefji viðræður sín í milli. Eitt mikilvægasta málið, sem bíður úrlausnar og ákvörðunar er álmálið. Enginn vafi leikur á því, að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur geta borið það fram til sig- urs, ef þess er á annað borð kostur að ná samningum við hin erlendu álfyrirtæki, sem teljast viðunandi fyrir okkur íslendinga. í nýrri vinstri stjórn yrðu endalausar deilur og átök um þetta mál vegna and- stöðu einstakra þingmanna Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks við byggingu álvers og ótrúlegt má telja, að Kvennalistakonur hafi fall- ið algerlega frá andstöðu sinni við álver, þótt þær láti í það skína nú eftir kosningarnar. Að vísu liggur ekkert fyrir um það, hvort samningar um evrópskt efnahagssvæði nást eða hvernig efni þeirra samninga verður. Það er -ekki hægt að taka afstöðu til þeirra samninga, fyrr en þeir liggja fyrir og efni þeirra hefur verið kynnt þjóðinni. Hitt er alveg ljóst, að það eru meiri líkur á, að ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks geti leitt það mál til farsæll- ar niðurstöðu heldur en vinstri stjórn, þar sem stöðugar deilur yrðu milli flokka og manna um þetta mikilvæga utanríkismál. Þegar málflutningur forystu- manna Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags er hafður í huga fer ekki á milli mála, að ný vinstri stjórn þýðir skattahækkun en ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks þýðir, að strax verður fallið frá öllum hugmyndum um skatta- hækkanir og markvisst unnið að skattalækkunum. Þá er líka ljóst, þegar málflutningur t.d. formanns Alþýðuflokksins og talsmanna Sjálfstæðisflokksins um ríkisútgjöld og umsvif er borinn saman við málflutning Framsóknarflokks og Alþýðubandalags, að í viðreisnar- stjórn yrði gert öflugt átak til þess að hemja ríkisumsvif og opinber útgjöld en í vinstri stjórn er alveg eins líklegt, að stefnt verði að aukn- ingu ríkisútgjalda. Framhald þjóðarsáttar af því tagi, sem komst á með febrúar- samningunum 1990 skiptir höfuð- máli. Alþýðubandalagsmenn hafa haldið því fram bæði fyrir og eftir kosningar, að þeir hafi svo mikil áhrif i verkalýðshreyfingunni, að þau áhrif séu nauðsynleg til þess að tryggja framhald þjóðarsáttar. Nú er það mál út af fyrir sig, að ekki verður því trúað, að forráða- menn Alþýðubandalagsins, sem hafa talið þjóðarsáttina sér til tekna muni leggjast gegn framhaldi henn- ar í einhverri mynd. Tæplega sýna þeir af sér minni ábyrgð, en forystu- menn Sjálfstæðisflokksins, sem lýstu stuðningi við þjóðarsátt, þótt þeir væru í stjórnarandstöðu. Þess vegna verður að ætla, að forráða- menn Alþýðubandalagsins muni styðja framhald þjóðarsáttar, hvort sem þeir verða innan ríkisstjómar eða utan. En þeir tímar eru líka liðnir, að forystumenn Alþýðubandalagsins geti ráðið ferðinni í verkalýðshreyf- ingunni. Verkalýðsforingjar á borð við Ásmund Stefánsson og Guð- mund J. Guðmundsson taka faglega afstöðu til mála og forráðamenn Alþýðubandalagsins geta engin áhrif haft á þá í þessum efnum. Sú hótun Alþýðubandalagsmanna, sem ekki hefur verið sett fram, en liggur í loftinu, að þeir muni beita áhrifum sínum í verkalýðshreyfing- unni gegn ríkisstjóm Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, er því létt- væg. Loks er því ekki að leyna að ástæða er til að binda vonir við að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks muni takast á við fisk- veiðistefnuna og leggja grunn að nýrri fiskveiðistefnu, sem tryggi í raun yfirráð þjóðarinnar allrar yfir fiskimiðunum. í þessu sambandi vöktu yfiriýsingar Davíðs Oddsson- ar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í kosningabaráttunni verulega at- hygli er hann annars vegar ræddi um nauðsyn þess, að gera laga- ákvæði um sameign þjóðarinnar virkari og hins vegar um að stjórn- arskrárbinda þau ákvæði með ein- um eða öðrum hætti. Það er þess vegna ekki að ástæðulausu, að and- stæðingar kvótakerfis binda vem- legar vonir við samstarf þessara tveggja flokka. Hins vegar er von- lítið, að ný vinstri stjórn mundi breyta um stefnu í þessum mála- flokki, þar sem það virðist vera hálfgert trúaratriði hjá varafor- manni Framsóknarflokksins að breyta kvótakerfinu ekki á nokkurn hátt, sem máli skiptir. Af þessum ástæðum öllum er ríkt tilefni til að leggja áherzlu á, að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokk- ur nái saman um stjórnarmyndun nú á næstu dögum. Slík ríkisstjórn á að geta tryggt nýtt og langvar- andi framfaraskeið og batnandi lífskjör þjóðarinnar allrar. t Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar á fyrsta fundi sínum sem starfsstjórn. Forseti Islands: Morgunblaðið/Sverrir Jón Baldvin Hannibalsson kemur af fundinum með Steingrími Hermannssyni snemma í gær- morgun. Ráðrúm til óformlegra viðræðna til föstudags JÓN Baldvin Hannibalsson for maður Alþýðuflokksins gekk á fund Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins kl. 8:40 í gærmorgun og greindi honum frá þeirri niðurstöðu þingflokks Al- þýðuflokksins að hann teldi úrslit kosninganna vera með þeim hætti að ekki væri tryggt að ríkisstjórn fráfarandi stjórnarflokka hefði starfliæfan meirihluta og því væri eðlilegt að forsætisráðherra bæð- ist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Steingrímur Hermannsson gekk á tíunda tímanum í gærmorgun á fund Vigdísar Finnbogadótt- ur forseta Islands og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar situr áfram sem starfssljórn, þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og átti hún sinn fyrsta fund í gærmorgun sem slík. Vigdís Finnbogadóttir forseti Is- lands ákvað síðdegis í gær að veita stjórnmálaforingjum ráðrúm til óformlegra viðræðna um samstarfs- möguleika í ríkisstjórn til föstu- dagsins 26. apríl. Samkvæmt upp- lýsingum forsetaembættisins mun forsetinn ekki veita neinum stjórn- málamanni umboð til stjórnarmynd- unar fyrir þann tíma. Jón Baldvin sagði við fréttamenn í gærmorgun er hann kom af fundi forsætisráðherra að hann hefði ein- dregið mælt með því að forystu- menn stjórnmálaflokkanna hefðu einhveija daga til þess að ræðast við með óformlegum hætti, áður en einhveijum yrði falið formlegt stjórnarmyndunarumboð. í sama streng tóku þeir Steingrímur Her- mannsson og Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubanda- lagsins. Steingrímur Hermannsson sagði er hann kom af fundi forseta í gærmorgun að hann teldi að stjórn- arflokkarnir þrír ættu vel að geta náð saman um áframhaldandi sam- starf, ef vilji væri fyrir hendi. „Ég sagði forseta að ég gerði enga at- hugasemd við það að engum yrði falið umboð til stjórnarmyndunar að svo komnu máli, þó að ég hefði talið ósköp eðlilegt að byrjað yrði á að reyna að mynda ríkisstjórn þessara þriggja fráfarandi flokka,“ sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið. Steingrímur sagðist ekki trúa því að það þyrfti marga daga til þess að ljúka þeim óform- legu viðræðum sem nú hæfust. „Mín skoðun er sú að það verði niðurstaða slíkra viðræðna sem ráði því hverjum verður veitt umboð. Það er að segja ef maður kemur fram á sjónarsviðið og segist hafa rökstudda ástæðu til þess að ætla að hann geti myndað starfhæfa meirihlutastjórn, þá eigi að veita honum urnboð til þess,“ sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin sagðist ekki útiloka framhald á samstarfi fráfarandi ríkisstjórnarflokka, en Alþýðu- flokkurinn hefði gengið með óbundnar hendur til þessara kosn- inga og það þyrfti að ræða við aðra stjórnmálaflokka. Jón Baldvin kvaðst vafalaust ræða við Davíð Oddsson formann Sjálfstæðis- flokksins og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fulltrúa Kvennalistans. Þegar Jón Baldvin var spurður hvort ekki væri kominn mikill við- reisnartónn í krata brosti hann og sagði: „Við höfum ævinlega hlýjar minningar um Viðreisn, enda var það afbragðsstjórn.“ Þingflokkur Framsóknar: Vilja áframhaldandi slj órnar samstarf ÞINGFLOKKUR Framsóknarflokksins kom saman til fyrsta fundar síns eftir kosningar, kl. 14 í gær, og kom fram mjög eindreginn vilji til þess að stjórnarsamstarfi fráfarandi ríkisstjórnarflokka yrði liald- ið áfram, samkvæmt upplýsingum Steingríms Hermannssonar for- manns Framsóknarflokksins. Steingrímur var spurður hvort Ólafur Ragnar Grímsson hefði í hans umboði gert Jóni Baldvin Hannibalssyni tilboð um að verða forsætisráðherra ef fráfarandi stjórnarflokkar næðu samkomulagi um áframhaldandi stjórnarsam- starf: „Ólafur Ragnar kann að hafa gert Jóni Baldvin eitthvert slíkt til- boð, en það var ekki frá mér. Það vil ég hafa alveg á hreinu,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þingflokkur- inn hefði farið vandlega yfir málefn- in á fundinum og menn gerðu sér grein fyrir því að erfiðleikar væru á mörgum sviðum. „Hins vegar telja menn ekki að 32 þingmenn í einni málstofu séu veikur meirihluti, heldur þvert á móti að slík stjórn gæti verið sterkari en sú sem hefði meiri þingmannafjölda að baki sér,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að stjórnmálaflokk- arnit' hefðu nú óbundnar hendur til óformlegra viðræðna. Framsóknar- menn legðu mesta áherslu á efna- hagsmálin, Iága verðbólgu og stöð- ugleika. „Sjálfur ætla ég að ræða aftur við mína félaga, sern ég kalla svo ennþá, þá Ólaf Ragnar og Jón Baldvin. Það er ekkert ákveðið hvenær ég ræði við þá, en það vet'ð- ur bráðlega," sagði Steingrímur. Hann sagði að sér skildist sem Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokk- ur ættu nú í stjórnarmyndunarvið- ræðum, og við það hefði hann ekk- ert að athuga. „Það ætti að skýrast þeirra á milli hvort þeir ná saman á næstu dögum,“ sagði formaðut' Framsóknarflokksins. Alþýðubandalag getur hugsað sér Jón Baldvin sem forsætisráðherra SNEMMA í gærmorgun ræddi Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins við Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðu- flokksins og greindi honum frá því að þingflokkur Alþýðubandalags- ins gæti stutt hann sem forsætisráðherra í ríkisstjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Þetta var áður en Jón Bald- vin gekk á fund Steingríms Heri „Eg leit nú ekki á þetta sem til- boð frá Ólafi Ragnari, heldur upp- lýsingai' frá honum um að þing- flokkur Alþýðubandalagsins gæti stutt það að ég yi'ði forsætisráð- herra í ríkisstjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks, ef um það yrði samkomu- lag,“ sagði Jón Baldvin þegar blaða- maður Morgunblaðsins spurði hann hvernig honum hefði litist á tilboð formanns Alþýðubandalagsins í gærmorgun um að hann gegndi forsætisráðherraembætti í ríkis- mssonar, kl. 8.40 í gærmorgun. stjórn ofangreindra þriggja flokka. „Ég lít þannig á að það sé með öllu órætt. Það er allt til umræðu, bæði stefnumál, verkaskipting og stjórnarforysta milli þeirra flokka sem nú ræðast við,“ sagði Jón Bald- vin. Þingflokkur Alþýðuflokksins átti langan fund síðdegis í gær, sem stóð í tæpar þijár stundir. Þar var lagður grundvöllur að þeim viðræð- um sem nú eru hafnar á milli Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks um stjórnarsamstarf. Morgunblaðið/Sverrir Nýir þingmenn Frainsóknarflokksins á fundinum í gær, Finnur Ing- ólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir og Jóhannes geir Sigurgeirsson. Fulltrúar Kvennalista. ræða við formenn slj órnarflokkanna Fulltrúar Kvennalista ræddu við Ólaf Ragnar Grímsson formann Alþýðubandalagsins í gær, og munu hitta Steingrím Hermannsson formann Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýðuflokksins að máli í dag. Kvennalistinn sendi á mánudags- kvöld bréf til formanna Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks þar sem ítrekuð var sú afstaða sem áður hafði komið fram í fjölmiðlum, að Kvennalistinn væri reiðubúinn til viðræðna við núverandi ríkisstjórnarflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar. I bréfinu segir, að í samræmi við þær yfirlýsingai', sem gefnar voru fyrir kosningar, yrði það eitt megin- verkefni þeirrar ríkisstjórnar að taka á launa- og kjaramálum með það fyrir augum að leiðrétta kjör þeirra lægstlaunuðu og vinna að því að bæta og jafna lífskjör í þjóð- félaginu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir frá Kvenna-^ listanum ræddu við Ólaf Ragnar Grímsson formann Alþýðubanda- lagsins í gær, að hans ósk. Þórhild- ur sagði við Morgunblaðið að þar hefði verið farið yfir málin og sjón- armið skýrð. Jón Baldvin yrði mjög góður forsætisráðherra -segir Ólafur Ragnar Grímsson ÓLAFUR Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins segist ekk- ert vilja tjá sig um það hvort hann hafi sagt Jóni Baldvin Hannibals- syni formanni Alþýðuflokksins, að þingflokkur A.lþýðubandalagsins gæti vel sætt sig við hann sem forsætisráðherra. Ólafur sagðist ekki vilja ræða hvað þeim Jóni hefði farið á milli í einkasamtöluin. „Það eina sem ég get sagt er að ekki tjá sig um atburði gærdagsins, Steingrímur Hermannsson hefur sagðist aðeins telja að dagurinn verið afbragðs forsætisráðherra og hefði verið gagnlegar. Þegar Morg- Jón Baldvin yrði einnig mjög góður unblaðið spurði hann álits á viðræð- forsætisráðherra,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann vildi í gærkvöldi heldur um Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks um stjórnarmyndun sagðist hann ekkert vita um þær. Samstarf NATO-ríkja og framtíðarhhitverk V-E vr ópusambandsins SAMSTARF Vestur-Evópuríkja í öryggis- og varnarmálum er skyndi- lega orðið svo ofarlega á baugi að rætt er um raunhæfar aðgerðir og nauðsynlegar breytingar á ríkjandi stofnunum í því sambandi. Rætt er um að Vestur-Evrópusambandið (WEU), sem níu Evrópuríki innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) eiga aðild að, muni gegna mikilvægu hlutverki í samstarfinu. Þróun mála veldur stjórnvöldum í Bandaríkjunum áhyggjum og Evrópumenn verða að gæta þess vand- lega að flýta sér ekki svo mikið að koma á pólitískri einingu álfunn- ar að afleiðingin verði minnkandi áhugi Bandaríkjamanna á NATO- samstarfinu, að sögn Hans Binnendijks, aðstoðarforstjóra Alþjóðaher- fræðistofnunarinnar (IISS) í London. Hann segir að Bandaríkin megi jafnframt ekki styggja Evrópumenn með því að haga sér þannig að þeir virðist vera að ráðskast með málefni álfunnar. Þessi sjónarmið koma fram í grein sem hér fer á eftir og Binnendijk ritaði nýlega í dagblaðið International Herald Tribune. Evrópumenn eru nú við vegamót og þurfa á góðum leiðarvísi að halda. Eining í öryggis- og varnar- málum er eðlileg afleiðing þess að komið verður á einingu í stjórnar- fars- og myntmálum. En sigrar Vesturlanda í kalda stríðinu og stríðinu fyrir botni Persaflóa hafa flýtt fyrir því að tekið verði til hend- inni í þessum málum. Margii' sjá fyrir sér brottflutning bandarísks herliðs frá Evrópu eftir hrun Varsjárbandalagsins og um- skiptin í austri valda því að hættan frá Sovétríkjunum virðist minnka. Sumir segja að í framtíðinni geti Evrópumenn ef til vill annast varn- ir sínar sjálfir. Persaflóastríðið sýndi á hinn bóginn greinilega að Evrópumenn eru ekki sem stendur færir um að móta fullnægjandi varnarstefnu með þeim stofnunum sem nú eru til staðar þótt augljós hætta steðji að evrópskum hags- munum. Margir telja því að nauð- synlegt sé að styrkja umræddar stofnanir í því skyni að treysta stöðu Evrópuþjóða á þessu sviði. Tillaga Delors um varnarstefnu EB Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins (EB), tjáði með skýrum hætti anda þessara hugmynda í mars sl. er hann lagði til að ákvæði V-Evr- ópusambandsins um sameiginlegar varnir yrðu sett í sáttmála EB-ríkj- anna um pólitíska einingu. Með þessu yrðu varnarmálin dregin fram í sviðsljósið í umræðum bandalags- ins.^ Áköf undirbúningsvinna í sam- bandi við varnir Evrópu fer nú fram í þrem stofnunum. Ríkisstjórnai'áð- stefna EB um pólitíska einingu mun í árslok bera fram samningsdrög þar sem lýst verður því hvert verð- ur umfang og eðli ákvarðana sem bandalagið mun taka í öryggismál- um. Hinn 22. febrúai' sl. birti for- sætisnefnd WEU tillögur sínar um framtíðarhlutverk sambandsins sem brúar milli NATO og EB. Hug- myndir nefndarinnar eru nú til end- urskoðunar og jafnframt er byrjað að hrinda þeim í framkvæmd. NATO mun senn ljúka við þriggja liða heildarendurskoðun á varnar- stefnu bandalagsins með tilliti til þess að meta að nýju kennisetning- ar og reglur sem orðnar eru úrelt- ar. Þegar öllu þessu starfi er lokið verður fyrst hægt að gera sér fulla grein fyrir hinu nýja öryggiskerfi sem stefnt er að. Bandaríkin hafa áður mælt með því að komið verði á evrópskri sam- vinnu, evrópskri stoð í NATO, eins og það var nefnt, en brugðust hart við nýjustu tillögunum um skyndi- lega einingu í varnarmálum. Sendi- herra Bandaríkjanna hjá NATO, William Taft, varaði menn við og sagði Bandaríkjamenn verða tor- tryggna gagnvart þeim sem reyndu að „hrófla“ allt of mikið við ríkjandi öryggiskerfi. Harkaleg orðsending bandarískra stjórnvalda til stjórna Evrópuríkjanna fylgdi í kjölfarið þar sem varað var við myndun evr- ópskrar blokkar í NATO. Skilaboðin eru skýr; Bandaríkin vilja nú að menn fari sér hægt. Enginn samruni EB og WEU Hvernig getur Evrópa þróað sjálfstæða og samræmda varnar- málastefnu án þess að eiga á hættu að Bandaríkjamönnum finnist þeir vera utanveltu? Hollt væri að hafa nokkur grundvallaratriði í huga. 1. Enginn samnini ætti að verða milli EB og WEU. Síðarnefnda stofnunin ætti ekki heldur að taka við beinum' fyrirmælum frá EB. Fari svo að WEU, sem nú gengur í endurnýjun lífdaganna, verði gleypt af annaðhvort EB eða NATO mun sambandið glata , afar mikil- vægum hæfileika sínum til að byggja brú milli áðurnefndra bandalaga ef misklíð kemur upp. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins, hefur lagt til að ákvæði V-Evrópusambandsins, varnar- bandalags níu Evrópuríkja, um sameiginlegar varnir verði sett í sáttmála EB-ríkjanna um pólitíska einingu. Verði WEU áfram utan EB mun Evrópubandalagið geta haldið áfram að færa út kvíarnar í austur- hluta álfunnar og tengja ríkin þai' bandalaginu og WEU getur stækk- að með því að þau NATO-ríki Evr- ópu sem ekki eru aðilar gangi í sambandið. 2. Þátt Evrópuríkjanna í vörnum áifunnar ætti að fela WEU, ekki EB. Ráðstefna ríkisstjórna EB ætti að láta reglubundna leiðtogafundi bandalagsins annast eingöngu þá þætti öryggismála sem ekki rekast á meginhlutverk NATO í vörnum ríkjanna. Leiðtogafundurinn gæti Ijallað um mál á borð við alþjóðlega takmörkun á vígbúnaði, vopnasölu og aðgerðir gegn hryðjuverka- mönnum en ekki þau atriði sem skipta sköpum fyrir varnarmálin. Stjórnvöld í Washington álíta að starfshættir WEU valdi því að sam- bandið sé ekki jafn líklegt og EB til að valda ágreiningi milli Evrópu og Bandaríkjanna. 3. Bandaríkin munu fagna sam- ræmdri afstöðu Evrópuríkja á vett- vangi NATO en ekki efhún verður sett fram eins og úrslitakröfur. Bretar hafa lagt til að fastafulltrúar Evrópuríkjanna hjá NATO verði jafnframt fulltrúar hjá WEU til að gera samstarf auðveldara. Banda- ríkjamenn óttast að þeir muni standa andspænis blokk Evrópu- ríkja sem greiði atkvæði á sama hátt og vilji í engu hvika. NATO muni þá verða stofnun er helgi sig fyrst og fremst lausn á deilum milli Bandaríkjanna og Evrópu. 4. Umfangsmeira WEU ætti að takmarka framlag sitt í hermálum við svæði utan varnarsvæðis NATO og verður að forðast að setja á lagg- irnar stjórnkerfi í líkingu við kerfi NATO. Síðastnefnda bandalagið hyggst nú koma upp sérstöku, evr- ópsku stórfylki, sem verði mjög hreyfanlegt og geti brugðist hratt við óvæntum ógnunum. Verður stjórnandi heraflans, hraðliðssveit- anna, Breti og liðsaflinn frá mörg- um þjóðum. Þessi herafli gæti efnt til aðgerða með frönsku herliði á vegum WEU ef átakasvæðið er utan varnarsvæðis NATO. Þetta myndi gera nauðsynlegt að WEU kæmi sér upp dýrum aðalstöðvum en það gæti komið sér vel séð frá pólitísk- um sjónarhóli að hafa til umráða herafla af þessu tagi sem ekki væri undir stjórn NATO. Hættan væri sú að stjórnstöð WEU yrði æ stærri að vöxtum og legði undir sig aðra íjölþjóðlega heri Evrópuland- anna. Slík umsvifamikil stjórnstöð yrði aðeins að veruleika í sambandi við varnir Evrópu í heild og myndi þá grafa undan sameiginlegri stjórnstöð allra NATO-ríkjanna. Atlantshafsráðið verði með í ráðum 5. Atlantshafsráðið yrði með ein- hverjum hætti að leggja blessun sína yfir aðgerðirnar áður en her- a fli WEU yrði sendur á vettvang. Hraðliðssveitir á vegum WEU myndu eftir sem áður hafa skyldum að gegna varðandi áætlanir NATO um varnir Evrópu og vera háðar liðsflutningaflugvélum, birgða- flutningum, leyniþjónustu og fjar- skiptum NÁTO til að geta látið til sín taka utan Vestur-Evrópu. Að auki myndu Bandaríkjamenn vilja hafa hönd í bagga ef WEU hæfi aðgerðir í austurhluta Evrópu er gætu dregið Sovétmenn inn í átök- in og hrundið úr vör aðgerðum af hálfu NATO. Af stjórnmálalegum ástæðum og einnig vegna ýmissa framkvæmdaatriða yrðu stjórnend- ur NATO rórri ef Atlantshafsráðið tæki þátt í ákvörðunum í tengslum við liðsafla WEU. 6. Stefna ætti að því að banda- ríska herliðið í Evrópu sé eins ná- tengt evrópskum hersveitum og gerlegt er. Stjórnendur NATO eru farnir að efast um hernaðarlegt gildi Ijölþjóðlegu hersveitanna sem lýst var fylgi við í Lundúnayfirlýs- ingu NATO á síðasta ári. Aðild- arríkin munu líklega halda uppi annars vegar stórfylkjum á frið- artímum til varnar eigin landi og hins vegar hersveitum eða minni herflokkum sem ætluð yrðu sérstök verkefni í ófriði. Rangt væri að láta Bandaríkjaliðið vera utan við allar fjölþjóðlega'r hersveitir Evrópuríkj- anna; það gæti orðið til að einangra Bandaríkjamenn á hernaðarsviðinu. 7. Endurskoðun á varnarstefnu NATO ætti að miða að því að gera bandalagið að vænlegri vettvangi fyrir Evrópumenn til að auka hlut sinn í eigin vörnum. Mikilvægasta skrefið gæti verið að gera Frökkum auðveldara að aðlaga sig bandalag- inu. Við endurskoðunina ætti að hafa í huga vaxandi líkur á því að takast muni að samræma frekar hermálastefnu Frakka og NATO. Grundvallaratriði í varnarstefnu NATO og forsendur sjálfs banda- lagsins ætti hvorttveggja að taka til róttæks endurmats til að tryggja áfram stuðning við NATO beggja vegna Atlantshafsins. Og íhuga ætti á ný aðgerðir til að styrkja hlutverk Evrópumanna, eins og þá að æðsti yfirmaður herafla banda- lagsins í álfunni verði Evrópumað- ur. Verði atriði á borð við þau sem hér hafa verið rakin höfð í huga gætu þær flóknu breytingar sem eru framundan haft í för með sér kraftmeiri og sjálfstæðari varnar- stefnu Evrópuríkjanna og traust bönd sem tengja myndu löndin beggja vegna hafsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.