Morgunblaðið - 03.09.1991, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER; 1991
Ríkisstjórn Póllands:
Farið fram á sér-
stakt tilskipanavald
Varsjá. Reuter.
RÍKISSTJÓRN í Póllands sendi í gær neðri deild þingsins frumvarp
til samþykktar þar sem farið er fram á að stjórninni verði veitt
sérstakt tilskipanavald, þannig að ákvarðanir varðandi brýn efna-
hagsmál þurfi ekki að fara í gegnum þingið. Þetta er gert til að
komast úr þeirri sjálfheldu sem upp er komin og felst í því að neðri
deild þingsins hefur neitað að samþykkja frumvörp sem miða að
því að hraða efnahagsumbótum í landinu.
Heimildarmaður Reuters-frétta-
stofunnar sagði í gær að stjórnin
myndi, á sérstökum fundi, sem
halda á í vikunni, fara fram á að
breytingar verði gerðar á stjórnar-
skránni sem miða að því að veita
framkvæmdavaldinu aukin völd til
frambúðar.
Jan Krzystztof Bielecki forsætis-
ráðherra baðst lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt á föstudag og sagði.
að kommúnistar, sem var á sínum
tíma úthlutað ákveðnum hluta þing-
sæta, notuðu aðstöðu sína til að
spoma við umbótum. Eftir harðar
umræður hafnaði pólska þingið á
laugardag lausnarbeiðni Bieleckis
og Samstöðustjómar hans.
Atkvæði féllu 211 gegn 114,
Bielecki í vil. Hann sagði að enn
væri eftir að leysa ýmis vandamál
vegna deilna við kommúnista, er
nú kalla sig sósíalista, og stuðnings-
menn þeirra en þessi afdráttarlausa
Grænland:
niðurstaða gerbreytti þó ástandinu.
Stjórnin hefur borið fram tillögur
um víðtækan niðurskurð ríkisút-
gjalda vegna gífurlegra fjárhags-
vandræða ríkissjóðs en ekki getað
fengið þær samþykktar. Fyrstu al-
frjálsu kosningarnar í landinu eru
fynrhugaðar í lok október.
í gær ræddust Bielecki og Helm-
ut Kohl, kanslari Þýskalands, við í
síma um að veita Sovétríkjunum
matvælaaðstoð.
John Major, forsætisráðherra Bretlands, ræðir við Li Peng, forsætisráðherra Bretlands, í Alþýðuhöll-
inni miklu í Peking í gær, er þriggja daga heimsókn hans til Kína hófst.
John Major, forsætisráðherra Bretlands, heimsækir Kína:
Segir tímabært að binda
enda á einangrun Kínveija
Pekíng, Moskvu. Reuter.
Refsað fyrir
hnúfubaksdráp
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
LÖGREGLAN í Kulusuk á aust-
urströnd Grænlands hefur kært
19 manns í tengslum við dráp á
hnúfubak siðastliðinn föstudag.
Að sögn grænlenska útvarpsins
tóku að minnsta kosti 14 bátar
þátt í eltingarleik við hvalinn sem
drepinn var með riffilskotum.
Hnúfubakur er friðaður með öllu,
hvorki má veiða hann með riflum
né skutlum. Mennirnir sem veiddu
hnúfubakinn sögðust hafa villst á
honum og hrefnu sem takmarkaðar
veiðar eru heimilar á.
Grænlensk yfirvöld hafa ákveðið
að hnúfubaksdrápið muni kosta
byggðimar við austurströndina all-
an hvalkvótann sem eftir er að veiða
á árinu.
JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, kom í þriggja daga opin-
bera heimsókn til Kína í gær og sagði að tímabært væri að binda
enda á einangrun landsins. Hann er fyrsti vestræni þjóðhöfðinginn
sem heimsækir Kína frá því hermenn drápu hundruð, eða jafnvel
þúsundir, mótmælenda á Torgi hins himneska friðar í Peking 4.
júní 1989.
Major fylgdist með hersýningu á
Torgi hins himneska friðar og stóð
þá við hlið Lis Pengs, forsætisráð-
herra Kína, sem talinn er hafa fyr-
irskipað árásina á mótmælendurna.
„Kínveijar hafa verið einangraðir
um tíma. Fólk verður að koma til
þeirra og segja þeim augliti til aug-
litis hvað heimsbyggðinni finnst,"
sagði Major við blaðamenn við
komuna til Peking. Hann kvaðst
ætla að vekja máls á ástandinu í
mannréttindamálum í Kína, en kín-
versk stjómvöld hafa kveðið niður
hvers konar andóf með hörku og
látið handtaka hundruð manna sem
tóku þátt í mótmælunum 1989.
í ráði er að Major undirriti í dag
samning við kínversk stjórnvöld um
að lagður verði flugvöliur fyrir
16,3 milljarða dala (820 milljarða
ÍSK) í bresku nýlendunni Hong
Kong, sem verður færð undir stjórn
Kínveija árið 1997. Breskir emb-
ættismenn sögðu að breska stjórnin
hefði samþykkt heimsóknina er
samið var við kínversk stjórnvöld
um flugvöllinn. Ferð Majors til Kína
hefur sætt harðri gagnrýni ýmissa
breskra blaða.
Major kom til Kína eftir tíu
klukkustunda heimsókn til Moskvu,
þar sem 'hann ræddi við Míkhaíl
Gorbatsjov Sovétforseta og Borís
Jeltsín, forseta Rússlands, á sunnu-
dag. Hann sagði að þeirri heimsókn
lokinni að hann teldi að Gorbatsjov
og Jeltsín gætu unnið saman til
að bjarga efnahag Sovétríkjanna.
Breski forsætisráðherrann ræddi
einnig breytingarnar í Sovétríkjun- að spenna kynni að skapast við
um við ráðamenn í Kína í gær. Li landamæri ríkjanna vegna umróts-
Peng kvaðst hafa áhyggjur af því ins í Sovétríkjunum.
Norskir bankar tapa
milljörðum króna
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
MEIRI erfiðleikar hrjá norska banka en nokkru sinni frá kreppuárun-
um á þriðja áratugnum. Til þess að bjarga stærsta banka landsins,
Kreditkassen, frá þroti verður ríkissjóður til dæmis að leggja fram
2,1 milljarða, jafnvirði 18 milljarða ISK, af skattfé almennings.
Allir stærstu bankar og fjárfest-
ingasjóðir Noregs hafa verið reknir
með umtalsverðu tapi. Nemur það
tugum milljarða norskra króna á
síðustu fimm árum.
Fyrr á árinu varð þriðji stærsti
banki landsins, Fokus Bank, 11,7
milljarða ÍSK úr tryggingarsjóði
bankanna, opinberum neyðarsjóði
sem ætlað er að leysa vanda bank-
anna, vegna erfiðleika sinna.
I síðustu viku kom svo röðin að
Kreditkassen. Þá var birt uppgjör
fyrstu sex mánuði ársins og í ljós
kom að tapið þann tíma nam 1,5
milljörðum króna, eða 13,5 milljörð-
um ISK. Samdægurs sagði Sverre
Walter Rostoft, æðsti stjórnandi
bankans upp starfi.
Svenska Dagbladet:
Pankín var á mála hjá KGB
BORÍS Pankín, nýskipaður utanríkisráðherra Sovétríkjanna, var
um árabU i þjónustu sovésku öryggislögreglunnar KGB. Að sögn
Svenska Dagbladet var Pankín yfirmaður þeirrar deildar KGB,
sem hefur það verkefni að koma á framfæri áróðri og villandi
upplýsingum á Vesturlöndum.
Þegar þegar harðlínumenn
reyndu að komast til valda 19.
ágúst var Pankín sendiherra í
Prag og gagnrýndi hann valda-
ránið harkalega ólíkt ýmsum
starfsbræðrum sínum, sem ýmist
lýstu yfir stuðningi, sögðu fátt eða
fóru huldu höfði á meðan myndir
af Míkhafl Gorbatsjov, leiðtoga
Sovétríkjanna, voru fjarlægðar af
veggjum sendiráða.
Pankín var valinn utanríkisráð-
herra án mikils fyrirvara. Sam-
starfsmenn Edúards Shevardnad-
zes, fyrrum utanríkisráðherra,
segja að Gorbatsjov hafí gert mis-
tök þegar hann valdi Pankín án
þess að hafa samráð við nema
nokkra menn. Sjálfur hefur She-
vardnadze farið varlega í ummæl-
um sínum um Pankín og túlkar
Svenska Dagbladet það sem svo
að hann hefði viljað láta skipa
annan mann í stöðuna, jafnvel
Alexander Besmjertnykh, sem féll
í ónáð eftir valdaránið.
í Svenska Dagbladet er því
haldið fram að hann hafí ætíð
verið leiðitamur stjórnvöldum í
Moskvu. í viðtali, sem dagblaðið
tók við Pankín í nóvember 1984,
kvaðst hann kenna í bijósti um
það fólk, sem mótmælti innrás
Sovétmanna í Afganistan: „Ég
finn til með þessu fólki á sama
hátt og ég finn til með rugluðu
fólki.“ Pankín hélt því ætíð fram
þegar hann var í Svíþjóð að inn-
rásin hefði verið lögleg.
Pankín reis til metorða á tímum
Brezhnevs. Árið 1965 varð hann
aðalritstjóri dablaðsins Komso-
molskaja Pravda og árið 1973
varð hann yfirmaður „höfundar-
réttardeildar“ KGB. Opinber til-
gangur þeirrar deildar er að
greiða fyrir samskiptum sovéskra
rithöfunda við bókaforlög erlend-
is. Talið er að deildin hafi einnig
haft það verkefni með höndum
að koma fyrir starfsmönnum KGB
undir fölsku flaggi.
Bæði deildin og Pankín flækt-
ust í hneykslismál í Grikklandi
árið 1984. Þá var KGB sökuð um
að hafa fjármagnað gríska frétta-
ritið Eþnos. í staðinn birti Eþnos
sovéskan áróður, kallaði Berlín-
armúrinn „friðarmúr" og sagði
Sovétríkin „fyrsta friðarríki sög-
unnar“. Pankín var sagður hafa
verið tengiliður deildarinnar og
ritstjórnar blaðsins.
Pankín var gerður að sendi-
herra í Svíþjóð árið 1982. Þá voru
samskiptin milli Svía og Sovét-
manna stirð vegna sovéska kaf-
bátsins U137, sem tók niðri fyrir
utan Karlskrona. Pankín var falið
það verkefni að lappa upp á sam-
skipti Svía og Sovétmanna. Á
meðan Pankín sór og sárt við lagði
að sovéskir kafbátar hefðu ekki
rofið sænska landhelgi upphófust
miklar kafbátaveiðar í sænska
skeijagarðinum.
Þýska dagblaðið Frankfurter
Borís Pankín, utanríkisráð-
herra Sovétrílqanna.
Allgemeine dregur upp aðra mynd
af Pankín. Þar segir að honum
hafí tekist að draga úr spennunni
milli Svía og Sovétmanna þrátt
fyrir hið þráláta kafbátamál.
Hann hafí lagst á sveif með Gorb-
atsjov þegar eftir að hann komst
til valda árið 1985. Jafnframt
hefði.hann stundað sænskt menn-
ingarlíf og haft áhuga á
sænskum viðskiptum.
Síðustu 115 mánuðina nemur
uppsafnað tap Kreditkassen 3 millj-
örðum norskra króna. Endurspegl-
ast staða bankans meðal annars í
lækkun hlutabréfa og hefur hlutur-
inn lækkað úr 119 krónum í 15
krónur á aðeins tveimur mánuðum.
Um tíma hugðist verðbréfamarkað-
urinn í Ósló hætta viðskiptum með
hlutabréf í bankanum en frá því
var fallið í síðustu viku.
Sverre Waiter Rostoft er ekki
fyrsti bankamðaurinn sem missir
starf sitt vegna erfiðleika bank-
anna. Alls hefur rúmlega 3.500
bankamönnum verið sagt upp
vegna þrenginga bankanna frá
1988 og er búist við að talan verði
komin í 5.000 um næstkomandi
áramót. Allir norsku bankarnir hafa
boðað frekari uppsagnir og lokun
mikils fjölda útibúa.
Bankakreppan í Noregi á rætur
að rekja tiL'mikilia uppgangstíma í
upphafi níunda áratugarins. Með
nýrri peningastefnu samsteypu-
stjórnar undir forystu Káre
Willochs, formanns Hægriflokksins,
fengu bankarnir fullt útlánafrelsi.
Útlán þeirra jukust um 200 millj-
arði norskra króna. Hækkandi olíu-
verð leiddi til stóraukinnar eftir-
spumar eftir lánsfé. Þróunin snerist
við með verðhruni á olíu eftir 1985.
Tryggingar að baki útlánum stórm-
innkuðu vegna verðhruns á fast-
eignum og glötuðu bankarnir þann-
ig lánsfé sínu svo nam milijörðum
króna á ári.