Morgunblaðið - 03.09.1991, Síða 30

Morgunblaðið - 03.09.1991, Síða 30
Alvörubjór átj 30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 Reuter Forsetar júgóslavnesku lýðveldanna sex undirrita friðaráætlun Evrópubandabaudalagsins í Belgrad í gærmorgun. Þeir eru, talið frá vinstri: Alija Izetbegovic frá Bosníu-Herzegovínu, Momir Bulatovic frá Svartfjallalandi, Franjo Tudman frá Króatíu, Kiro Grigorov frá Makedoníu, Milan Kucan frá Slóveníu og Slobodan Milosevic frá Serbíu. Júgóslavía: 011 lýðveldin fallast á fríðar- áætlun Evrópubandalagsins Belgrad. Reuter. BARDAGAR héldu áfram í Króatíu í gær eftir að leiðtogar allra sex lýðvelda Júgóslavíu höfðu undirritað friðaráætlun fyrir tilstilli Evrópubandalagsins (EB). Þar er gert er ráð fyrir friðarviðræðum og vopnahléi í Króatíu undir eftirliti Júgóslavíuhers og friðargæslu- sveitar EB. Til bardaga kom á ýmsum stöðum í Króatíu í gær þótt mannfall hefði ekki orðið jafn mikið og undanfarna daga. Útvarpið í Zagreb, höfuðborg Króatíu, sagði að lögreglumaður hefði beðið bana í þorpinu Laslovo í austurhluta Króatíu og kveikt hefði verið í húsum í Gospic í námunda við strönd Adríahafs. Forsetar lýðveldanna sex undir- rituðu friðaráætlunina í gærmorgun og var því tekið með miklum létti í Króatíu enda hafa hartnær 400 manns beðið þar bana í bardögum undanfama tvo mánuði. „Þetta er mikill dagur í sögu Króatíu, fólk treystir því að þetta sé upphafið að endalokum hörmunganna," sagði króatíska fréttastofan Hina. Við- brögð Franjos Tudmans, forseti lýð- veldisins, voru þó varfærnislegri. „Við eigum enn langt í land með að tryggja frið,“ sagði hann. „Sú staðreynd að fulltrúar Serbíu féllust á yfirlýsingu EB og vopnhlé er í sjálfu sér mikilvæg og sigur fyrir réttláta stefnu okkar. Samt vitum við ekki hvað gerist í raun.“ Hans van den Broek, utanríkis- ráðherra Hollands og formaður ráð- herraráðs Evrópubandalagsins, var í Júgóslavíu til að kynna friðaráætl- unina. í henni er kveðið á um að allar vopnaðar sveitir leggi niður vopn, skæruliðasveitir verði leystar UPP °g júgóslavneski herinn hverfi til búða sinna. Herinn hefur tekið þátt í bardögunum og barist við hlið serbneskra skæruliða í Króatíu, sem leggjast gegn sjálfstæði lýð- veldisins. Bardagamir brutust út eftir að þing Króatíu lýsti yfir sjálfstæði 25. júní. íbúar lýðveldisins em 4,5 millj- ónir og þar af em 600.000 Serbar. Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, sem hafnaði fyrri friðartillögum Evrópubandalagsins, sagði við van den Broek eftir undirritun friðará- ætlunarinnar að ekki kæmi annað til greina en að Serbar og Króatar tækju jafn mikinn þátt í eftirlitinu með því að vopnahléið verði haldið. „Það verður að vernda fómarlömb ofbeldisseggjanna og þau em Serb- ar,“ hafði Ta/yug-fréttastofan júgó- slavneska eftir forsetanum. Van den Broek sagði að umhyggja Milosevics fyrir Serbum í Króatíu væri skiljan- leg en bætti við að vernda þyrfti „fórnarlömbin öll“, að sögn Tanjug. Friðargæslan verður í höndum júgóslavneska hersins, fulltrúa Kró- ata og Serba, auk hermanna frá Evrópubandalaginu, sem hafa einn- ig tekið að sér vopnahléseftirlit í nágrannaríkinu Slóveníu með góð- um árangri. Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 5.000" á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis: L0WENBRAU IBlteiiMíBIBr FRANSKAR DÚNÚLPUR BRAMBILLA Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur Frönsku BRAMBILLA úlpumar eru ekta dúnúlpur, hlýjar, og fallegar. BRAMBILLA dúnúlpumar eru vendiúlpur. Því færð þú í raun tvær dúnúlpur á verði einnar. BRAMBILLA dúnúlpumar eru til í öllum stærðum, jafnt á börn og fullorðna.BRAMBILLA vendi-dúnúlpurnar eru á verði frá kr. 8.980,- BRAMBILLA dúnúlpurnar etu á verði frá kr. 6.480,- BRAMBHIA dúnúlpur - töffbáöum niegitt 4T jT UTILIF Glæsibæ Sími91-812922 Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.