Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 30
Alvörubjór átj 30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 Reuter Forsetar júgóslavnesku lýðveldanna sex undirrita friðaráætlun Evrópubandabaudalagsins í Belgrad í gærmorgun. Þeir eru, talið frá vinstri: Alija Izetbegovic frá Bosníu-Herzegovínu, Momir Bulatovic frá Svartfjallalandi, Franjo Tudman frá Króatíu, Kiro Grigorov frá Makedoníu, Milan Kucan frá Slóveníu og Slobodan Milosevic frá Serbíu. Júgóslavía: 011 lýðveldin fallast á fríðar- áætlun Evrópubandalagsins Belgrad. Reuter. BARDAGAR héldu áfram í Króatíu í gær eftir að leiðtogar allra sex lýðvelda Júgóslavíu höfðu undirritað friðaráætlun fyrir tilstilli Evrópubandalagsins (EB). Þar er gert er ráð fyrir friðarviðræðum og vopnahléi í Króatíu undir eftirliti Júgóslavíuhers og friðargæslu- sveitar EB. Til bardaga kom á ýmsum stöðum í Króatíu í gær þótt mannfall hefði ekki orðið jafn mikið og undanfarna daga. Útvarpið í Zagreb, höfuðborg Króatíu, sagði að lögreglumaður hefði beðið bana í þorpinu Laslovo í austurhluta Króatíu og kveikt hefði verið í húsum í Gospic í námunda við strönd Adríahafs. Forsetar lýðveldanna sex undir- rituðu friðaráætlunina í gærmorgun og var því tekið með miklum létti í Króatíu enda hafa hartnær 400 manns beðið þar bana í bardögum undanfama tvo mánuði. „Þetta er mikill dagur í sögu Króatíu, fólk treystir því að þetta sé upphafið að endalokum hörmunganna," sagði króatíska fréttastofan Hina. Við- brögð Franjos Tudmans, forseti lýð- veldisins, voru þó varfærnislegri. „Við eigum enn langt í land með að tryggja frið,“ sagði hann. „Sú staðreynd að fulltrúar Serbíu féllust á yfirlýsingu EB og vopnhlé er í sjálfu sér mikilvæg og sigur fyrir réttláta stefnu okkar. Samt vitum við ekki hvað gerist í raun.“ Hans van den Broek, utanríkis- ráðherra Hollands og formaður ráð- herraráðs Evrópubandalagsins, var í Júgóslavíu til að kynna friðaráætl- unina. í henni er kveðið á um að allar vopnaðar sveitir leggi niður vopn, skæruliðasveitir verði leystar UPP °g júgóslavneski herinn hverfi til búða sinna. Herinn hefur tekið þátt í bardögunum og barist við hlið serbneskra skæruliða í Króatíu, sem leggjast gegn sjálfstæði lýð- veldisins. Bardagamir brutust út eftir að þing Króatíu lýsti yfir sjálfstæði 25. júní. íbúar lýðveldisins em 4,5 millj- ónir og þar af em 600.000 Serbar. Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, sem hafnaði fyrri friðartillögum Evrópubandalagsins, sagði við van den Broek eftir undirritun friðará- ætlunarinnar að ekki kæmi annað til greina en að Serbar og Króatar tækju jafn mikinn þátt í eftirlitinu með því að vopnahléið verði haldið. „Það verður að vernda fómarlömb ofbeldisseggjanna og þau em Serb- ar,“ hafði Ta/yug-fréttastofan júgó- slavneska eftir forsetanum. Van den Broek sagði að umhyggja Milosevics fyrir Serbum í Króatíu væri skiljan- leg en bætti við að vernda þyrfti „fórnarlömbin öll“, að sögn Tanjug. Friðargæslan verður í höndum júgóslavneska hersins, fulltrúa Kró- ata og Serba, auk hermanna frá Evrópubandalaginu, sem hafa einn- ig tekið að sér vopnahléseftirlit í nágrannaríkinu Slóveníu með góð- um árangri. Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 5.000" á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis: L0WENBRAU IBlteiiMíBIBr FRANSKAR DÚNÚLPUR BRAMBILLA Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur Frönsku BRAMBILLA úlpumar eru ekta dúnúlpur, hlýjar, og fallegar. BRAMBILLA dúnúlpumar eru vendiúlpur. Því færð þú í raun tvær dúnúlpur á verði einnar. BRAMBILLA dúnúlpumar eru til í öllum stærðum, jafnt á börn og fullorðna.BRAMBILLA vendi-dúnúlpurnar eru á verði frá kr. 8.980,- BRAMBILLA dúnúlpurnar etu á verði frá kr. 6.480,- BRAMBHIA dúnúlpur - töffbáöum niegitt 4T jT UTILIF Glæsibæ Sími91-812922 Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.