Morgunblaðið - 03.09.1991, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.09.1991, Qupperneq 36
MORGUNBIjAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR i3l SEPTEMBER 1991 í$6 Fyrirtæki Aukinn áhugi stjóm- enda á orkuspamaði STJÓRNENDUR fyrirtækja hafa á síðustu árum í auknutn mæli beint sjónum sínum að smærri kostnaðarþáttum í rekstri fyrirtækja sinna, með sparnað og hagræðingu í huga. Orkusparnaður er einn þeirra þátta þar sem ná má fram umtalsverðum sparnaði, og hefur Félag íslenskra iðnrekenda undanfarin misseri lagt áherslu á vekja fyrirtæki til umhugsunar um orkusparnað. Félagið hefur nú með stuðningi Iðnlánasjóðs gefið út bók um skynsamlega orkunotkun, 'þar sem farið er yfir helstu þætti orkunotkunar i fyrirtækjum sem og heimilum, og möguleika sem bjóðast til úrbóta í þeim efnum. Arnþór Þórðarson rafmagnsverk- fræðingur, sem sá um útgáfu bók- arinnar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að í kjölfar aukins stöðug- leika í rekstri fyrirtækja, svo sem hvað fjármagnskostnað varðar, hafi stjórnendum gefist aukið i'áðrúm til að gefa smærri kostnaðarþáttum gaum. „Orkukostnaður er ekki stór þáttur í rekstri fyrirtækja, líklega víðast hvar á bilinu 1-4%,“ sagði Arnþór. „Orkukaupum fylgir hins vegar fastur kostnaður sem hægt er að lækka, og af þeim sparnaði nýtur fyrirtækið góðs til langframa. ‘Þannig er mér kunnugt um fram- leiðslufyrirtæki sem sparar nú þeg- ar 2-3 milljónir í orkukostnað á ári, þrátt fyrir að endurbótum á orkunýtingu sé ekki að fullu lokið þar.“ Arnþór sagði, að einfaldir hlutir eins og að slökkva á vélum Leiðrétting Misskilnings gætti í frétt viðskipta- blaðsins á síðasta fímmtudag, þar sem fjallað var um útgáfu nýrrar handbókar fyrir viðskiptahugbún- aðinn Bústjóra. í fréttinni sagði að um 100 íslensk fyrirtæki hefðu tek- ið Bústjóra í notkun sína. Hið rétta er að fyrirtækin eru rúmlega 300. Hins vegar hafa um 100 aðilar þeg- ar keypt útgáfuna Bústjóra 3 þrátt fyrir að hún sé ekki enn komin á markað. Opnum á þeirri útgáfu verður næsta föstudag. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. sem ekki eru í notkun, slökkva ljós þegar þeirra væri ekki þörf o.s.frv. gætu skipt miklu máli þegar orku- sparnaður væri annars vegar. „Með ábyrgu eftirliti með þessum hlutum næst ekki aðeins fram allt að helm- ings lækkun á orkuþörf, heldur einnig aukning á endingu viðkom- andi rafmagnstækja. Þá eru hlutir eins og einangrun röra sem heitt vatn fer um eitt af því sem víða mætti bæta. Af hveijum óeinangr- uðum metra af slíku röri hlýst óumflýjanlega nokkur kostnaður." Arnþór sagði, að ólíkt því sem gerðist viða erlendis væri lítill áróð- ur fyrir orkusparnaði rekinn af orkuyfirvöldum hérlendis. Það kæmi væntanlega til af því, að er- iendis er orka framleidd í kola-, og olíuorkuverum, og mikilvægt væri fyrir stjórnvöld þar að stilla raf- orkunotkun í hóf. „Af þessum sök- um hefur fólk ekki verið mjög með- vitað um orkunotkun og hvernig hafa má stjórn á henni,“ sagði hann. ORKUSPARNAÐUR — Aðstandendur bókarinnar Orku- sparnaður. Arnþór Þórðarson er vinstra megin og við hlið hans stend- ur Sveinn Frímannsson, aðalhöfundur bókarinnar. „Markmiðið með bókinni er ekki síst að auðvelda fólki að takast á við þennan kostnaðarþátt, jafnt á heimilum og í fyrirtækjum. Við höfum reynt að safna þarna saman Iðnaður Samþykkt að auka hluta- fé Islensks skinnaiðnaðar hf. Á fyrsta aðalfundi íslensks skinnaiðnaðar hf. nýverið var samþykkt að heimila stjórn félagsins að auka hlutafé um 100 milljónir króna. Jafnframt voru samþykktar breytingar á lögum félagsins þess efnis að aflétt sé öllum hömlum um meðferð hlutabréfa þess. Um 7,6 millj- óna hagnaður varð fyrstu sex mánuði ársins en heildartekjur námu um 395,3 miiljónum á sama timabili. íslenskum skinnaiðnaður var stofnaður 15. desember sl. og tók yfir rekstur Skinnaiðnaðar Sam- bandsins í upphafi ársins. í frétt frá félaginu kemur fram að unnið hefur verið á fullum afköstum síðustu mánuði og hafa pantanir borist í nær allt magn síðustu slátrunar. Sam- hliða hefðbundinni framleiðslu er stöðugt unnið að nýjungum varðandi sútun, liti og áferðir á mokkaskinn og leður. Helstu markaðir eru Ítalía, Bretland, Þýskaland og Nprðurlönd. Um 250 manns starfa hjá íslenskum skinnaiðnaði. Eignir félagsins í lok júní voru 1.190 milljónir og eigið fé 291,8 milljón. Hefur eigið fé aukist um 21,8 milljón frá áramótum. í stjóm sitja þeir Guðjón B. Ólafs- son, Hjörtur Eiríksson og Jóhannes Sigvaldason. Könnun Hagnaður í flestum greinum AFKOMA fyrirtækja í flestum atvinnugreinum á árinu 1990 batnaði frá árinu á undan að HESTAMANNAFELAGIÐ FÁKUR heldur almennan félagsfund í félagsheimilinu föstudaginn 6. september kl. 20.00. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Heimild til stjórnar um sölu eignar. 3. Onnur mál. Stjórnin. undanskildum fyrirtækjum í byggingariðnaði, innlánsstofn- unum og tryggingafélögum. Þetta kemur fram í afkomukönn- un Þjóðhagsstofnunar. Þjóðhagsstofnun bar saman árs- reikninga 794 fyrirtækja og leiddi sú athugun í ljós, að bókfærður hagnaður af reglulegri starfsemi fyrirtækjanna í heild sem hlutfall af tekjum jókst um 4% frá árinu 1989, eða úr 1,2% í 5,2% árið 1990. Um er að ræða hagnað fyrir greiðslu tekju- og eignaskatta og er ekki tekið tillit til óreglulegra tekna og gjalda. Þjóðhagsstofnun endurmat einn- ig fjármagnskostnað beggja áranna til að fá raunhæfari mynd af af- komu ársins þar sem verðlag innan ársins 1990 hækkaði meira en gengisbreytingar og hins vegar vegna þess að verðbreytingar á árinu 1990 urðu minni en á árinu á undan, sem m.a. hafði áhrif á gjaldfærslu birgða. Stofnunin áætl- ar því raunvexti bæði árin sem leið- ir í ljós að afkomubati fyrirtækj- anna hafi verið 1,5% samaborið við 4% bata sem fram kemur í ársreikn- ingum. Samkvæmt ársreikningum fyrir- tækjanna var eiginfjárhlutfall þeirra 19% í árslok 1989 en hafði hækkað í 22% í lokj síðasta árs. á einn stað upplýsingum um þessi mál, og reynum einnig að miðla reynslu sem fengist hefur hérlendis og erlendis," sagði Arnþór að lok- um. -r .-í ÍSLEMSKT ATVIMIUULÍF 1990 1. BIIUDi iMUMOÖKAW hf 03 vlSKWaWG m HIUIJJ * Islensktat- vinnulíf komið út ÁRSRITIÐ íslenskt atvinnulíf er komið út. Sú breyting verður nú á að ritið kemur út í tveimur bind- um, og er það fyrra bindið sem nú verður fáanlegt. í íslensku at- vinnulífi er að finna ársreikninga fyrirtækja, og raktir helstu þættir starfseminnar. Það bindi sem nú kemur út hefur að geyma umfjöllun um fyrirtæki á hlutabréfamarkaði, banka, spari- sjóði, verðbréfafyrirtæki, eignaleigur og tryggingafélög. Seinna bindi árs- ritsins er væntanlegt í lok septemb- er. Ritstjóri íslensks atvinnulífs er Sigurður Jóhannesson, prófessor, en útgefendur eru Talnakönnun hf. og Vísbending. VERKSMIÐJUUTSALA frá 3. september í húsi Sjóklæðagerðarinnar Skúlagötu 51,1. hæð. Útlitsgallað og eldri gerðir af sport- og vinnufatnaði. STÍGVÉL REGNFATNAÐUR barna, kvenna, karla SJÓFATNAÐUR NYLONFATNAÐUR KAPP-FATNAÐUR barna, kvenna, karla VINNUFATNAÐUR samfestingar, buxur, jakkar, sloppar VINNUVETTLINGAR SEXriU OG SEX NORÐUR Oplð virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 10-14. sjóklæðagerðin hf • skúlagötu 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.