Morgunblaðið - 03.09.1991, Side 44

Morgunblaðið - 03.09.1991, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeid í skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 5. september í Fákafeni 11, 2. hæð, og stendur yfir í 4 daga. Kennt verður frá kl. 17-20. Öllum 15 ára og eldri heimil þátttaka. Nánari upplýsingar og skráning í síma 688188 kl. 8-16. Á næstunni verður gefinn kostur á dag-, síðdegis-, kvöld- og helgarnámskeiðum. Athygli skal vakin á því, að Reykjavikurdeildin útvegar leiðbeinend- ur til að halda námskeið fyrir skóla, fyrirtæki og aðra, sem þess óska. Geymið auglýsinguna. Raudi Krosslslands Hagstætt verð og greiðsluskilmálar! Heildsala og smásala: VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 (Sj /ICCORD (0 19 9 1 Phonda. HondaAccord 1991-EX Fullbúinn lúxusbíll á ótrúlega hagstæðu verði. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Við tökum góða, notaða bíla upp í nýja. _ Verð frá kr. 1.474.000,- stgr. HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 Kynbótahross á heimsmeistaramóti: Eiga kynbótadómar erindi á heimsmeistaramótin? Hestar Valdimar Kristinsson í FJÓRÐA skipti voru kynbóta- hross sýnd og Ieidd fyrir dóm- nefnd á Evrópu/heimsmeistara- mótum. Reglurnar eru þannig að hverri þátttökuþjóð er heimilt að senda tvo stóðhesta og tvær hryss- ur og verða hrossin að vera fædd í því landi sem þau koma fram fyrir. Allt frá upphafi hafa verið skiptar skoðanir Islcndinga hvort þetta eigi heima á þessum mótum og í öðru lagi hvort íslendingar eigi yfir höfuð að taka þátt í þess- um sýningum. Ef við snúum okkur að kynbóta- sýningunni sjálfri þá voru 30 hross leidd fyrir dómnefnd og hlutu 29 gildan dóm. Einn stóðhestur, Glampi frá Erbelderinghof, veiktist og var því dreginn út úr kepni. Hrossin voru dæmd í tveimur ald- ursflokkum, þ.e. 5 til 6 vetra og 7 vetra og eldri. Fyrir íslands hönd mættu til leiks tveir stóðhestar, þeir Örn frá Akureyri og Gammur frá Tóftum. Til stóð að stóðhesturinn Kriki frá Hellulandi yrði sýndur en hann kom ekki og kom Örn þá inn í hans stað. Ein hryssa, Sprengja frá Ytra-Vallholti, var send utan frá ís- landi. En hin hryssa, Irma' frá Vatns- leysu, kom frá Þýskalandi. J vor fóru ráðunautarnir Þorkell Bjarnason og Kristinn Hugason utan til að velja hross í Þýskalandi sem sýnd skyldu í nafni Islands og völdu þeir Irmu og Gamm en Örn var til vara fyrir Krika. Vel gekk með Sprengju í dómi og var hún langefst í sínum flokki eins og fram kemur í Morgunblaðinu 20. ágúst sl., auk þess að vera hæst dæmda kynbótahross mótsins. Báðir komust stóðhestarnir í verðlauna- sæti, Örn varð annar í eldri flokknum með 8,01 og Gammur varð þriðji í yngri flokknum með 8,30. Irma varð önnur í eldri flokki með 8,25. Ekki var frítt við að þessir dómar sem þarna fóru fram virkuðu ósann- færandi á mann. Dómurinn á Svaðil- fara frá Heager í Danmörku virkaði til dæmis ósannfærandi. A þeim tveimur sýningum sem hrossin komu fram á fór hann á skeiðtölti eða jafn- vel skeiðlulli, brokkaði ekki og hreint tölt sást ekki. í dómsorði sagði með- al annars að hesturinn væri tilbúinn að gera allt sem hann væri beðinn um. Mátti þá skilja það sem svo að Örn frá Akureyri hafnaði Jón Steinbjörnsson. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson öðru sæti í eldri flokki stóðhesta, knapi Sprengja frá Ytra-Vallholti stóð vel fyrir sínu og varð hæst í sinum flokki og jafnframt hæst dæmda kynbótahross mótsins, knapi er Gunnar Arnarsson. knapinn hafi ekki beðið hann um hreint tölt og verða það að teljast mistök hjá annars ágætum knapa, Dorte Stougaard. Fyrir tölt fékk Svaðilfari 8,0 en hefði með réttu borið 7,0 eða þar um bil. Hinsvegar skeiðaði hann býsna vel og fékk 8,75 og var vel að þeirri einkunn kominn. Bruce Willis í hlutverki sínu í myndinni „Hudson Hawk“. Stjörnubíó sýnir mynd- ina „Hudson Hawk“ STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýn- ingar myndina „Hudson Hawk“. Með iiðalidutvcrk fara Bruce Will- is og Danny Aiello. Leikstjóri er Michael Lehman. Eddie Hawkins, öðru nafni Hud- son Hawk er nýsloppinn úr fangelsi eftir tíu ára vist. Hann ætlar ekki þangað aftur. Frægasti innbrotsþjóf- ur sögunnar er hættur og meinar það. Hin ofurríku og snarríku hjón Darwin og Minverva Mayflower vantar þjóf og aðeins sá besti kemur til greina. Hudson afþakkar gott boð en snýst hugur þegar hjónakornin hóta að drepa besta vin hans Tommy. Hudson á að finna þijá hluti eftir meistara Leonardo da Vinci: Hest- inn, öforza gamalt handrit með teikningum og þyrlu frá 16. öld. Hudson veit þó ekki að vermæti þess- ara hluta er meira en sögulegt því komist Mayflower hjónin yfir þá líður heimurinn undir lok. Til að flækja málið enn frekar kynnist Haukur hinni fögru Önnu Baragli. Er hún í slagtogi með Mayfiower-hjónunum, á mála hjá CIA eða njósnari Vatík- ansins? Hudson er nokk á sama því hann þarf að gagna frá Mayflower- hjónunum, bjarga Tommy, njóta Önnu og forða heiminum frá glötun. Tveir stóðhestar voru efstir og jafnir í yngri flokki, Kolbakur frá Sortehaug í Noregi og stjarna móts- ins, Týr frá Rappenhof. Þótt þessir tveir lentu á sömu einkunninni eru þeir eins ólíkir og tveir hestar geta verið. Týr, stór og myndarlegur há- gengur klárhestur með tölti, dæmi- gerður glæsihestur. Kolbakur er lítill snaggaralegur kútur með mikið skeið og reyndar einnig gott brokk og tölt, flinkur hestur. Sjálfsagt má deila um hvorum hefði frekar borið efsta sæt- ið, þar ræður vafalaust smekkur manna. Týr er samkvæmt uppgefinni ættartölu hreinræktaður Kolkuós- hestur og ætti frammistaða hans að auka hróður Kolkuósræktunar bæði heima og erlendis. Faðir hans er Þór frá Sporz sem gerði garðinn frægan á Evrópumótinu í Roderath 1983 er Andreas Trappe vann fjórganginn og varð annar í tölti. Þór er undan Stíganda 625 frá Kolkuósi. Móðir Týs er Gríma frá Koikuósi undan Yngri-Mósu frá Kolkuósi en hún er móðir Kristals frá Kolkuósi. í eldri flokki hryssna varð efst Bára frá Wiesenhof með 8,39 en hún er undan Hrafni 737 frá Kröggólfsstöðum og Bunu frá Hólum. Dæmt var eftir FEIF (Evrópusam- band eigenda íslenskra hesta) dóm- skala sem notaður er í öllum aðildarl- öndum samtakanna nema íslandi. Er hann frábrugðinn íslenska dóm- skalanum að því leyti að gefin er einkunn fyrir fet, þá fór einn dómar- inn á bak öllum hrossum en slíkt mun aflagt hér á landi. Þá gaf hver dómari fyrir sig einkunn og reiknuð meðaleinkunn út úr þeim fimm ein- kunnum sem dómarar gáfu. Ávallt er nokkuð um það rætt hvort þessir kynbótadómar eigi er- indi inn á heimsmeistaramótin og hvort íslendingar eigi að taka þátt í þessum sýningum yfirleitt. Ekki er IUMjU : i-rj .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.