Morgunblaðið - 03.09.1991, Page 51

Morgunblaðið - 03.09.1991, Page 51
MÖRGUNBliÁfíflÐ ÞRIDJt DAGTTR 3. SEflflRMBltR 1991 ' 5Í ágúst sl. Hún fæddist á Bjargi í Miðfirði fyrsta sumardag 1893, sem þá bar upp á 20. apríl, dóttir hjón- anna Karls Asgeirs Sigurgeirssonar og Ingibjargar Jóhannesdóttur, sem þar bjuggu allan sinn búskap. Foreldrar Karls voru Þingeyingar að ætt, hjónin Vigdís Halldórsdóttir og Sigurgeir Pálsson. Hann var annálað glæsimenni, fríður og höfð- inglegur, allra manna mestur í vexti og sterkastur og iðkaði mjög íþrótt- ir. Hann hafði söngrödd mikla og fagra og var víða kirkjuforsöngv- ari. Um Vigdísi er sagt, að hún væri „ágætiskona, í góðu meðallagi há og samsvaraði sér vel, glaðleg í viðmóti, með góðlegan, hreinan og fallegan svip“. Hún dó 55 ára að aldri 1886. Þau Sigurgeir áttu 8 börn, sem komust til fullorðins- ára. Þar af fluttust 5 til Vestur- heims, Páll, Halldór, Ásdís, Arin- björn og Ingunn. Sigurgeir fluttist vestur alda- mótaárið. Hann andaðist árið 1925, 96 ára að aldri. Þeir feðgar tóku sér ættarnafnið Bardal þegar vestur kom og voru mjög vel þekktir, fram- takssamir og duglegir landnemar. Helga, dóttir Sigurgeirs og Vig- dísar, var móðir bændahöfðingjans Lárusar í Grímstungu og hans ágætu systkina. Guðrún Aðalbjörg, dóttir Sigur- geirs og Vigdísar, giftist, en dó ung og átti ekki afkomendur. Foreldrar Ingibjargar, kpnu Karls á Bjargi, voru hjónin Ólöf Jónsdóttir frá Hindisvík og Jóhann- es, gullsmiður og bóndi á Auðunn- arstöðum, Guðmundsson. Ingibjörg Jóhannesdóttir á Bjargi var með afbrigðum sviphrein og fríð sýnum, greind og fróð, skemmt- ileg í viðræðum og aðlaðandi, lék vel á orgel og unni mikið allri tón- list. Karl á Bjargi var landskunnur maður. Hann hafði ferðazt mikið utan lands og innan og kynntist fjölda fólks, eftirsóttur í félagsskap vegna glaðværðar, sem honum var eiginleg alla tíð, og skemmtilegrar framkomu, kunni vel að koma fyrir sig orði, kurteis og greindur í bezta lagi. Heimili þessara sæmdarhjóna var orðlagt fyrir gestrisni og alúð- legar viðtökur, hver sem í hlut átti. Þar var ekki farið í manngreinar- álit, enda var oft gestkvæmt á þessu rausnarheimili, þar sem unað var við söng og hljóðfæraslátt margar ánægjustundir. Á þessu góða heimili ólst Mar- grét, elzta barn þessara hjóna, upp, ásamt fimm glæsilegum systkinum, sem nú eru öll látin. Þau voru: Vig- dís, f. 12. okt. 1894, d. 11. maí 1914; Páll Sigurður, f. 8. nóv. 1896, bóndi á Bjargi; d. 26. marz 1980, Ólöf Ingibjörg, f. 12. maí 1898, d. 27. júní 1943; Sigurgeir, f. 29. marz 1908, bóndi á Bjargi, d. 4. okt. 1976, og Jóhannes, f. 22. maí 1909, d. 1. september 1920. Snemma bar á miklum tónlistar- hæfileikum hjá Margréti og um fermingaraldur hóf hún orgelnám hjá frænda sínum, Sigurgeir Jóns- syni á Akureyri, föður hinna góð- kunnu systkina Hermínu tónlistar- kennara og Vigfúsar ljósmyndara og þeirra mörgu systkina. Skyld- leiki þeirra var þannig, að Aðal- björg, móðir Sigurgeirs á Akureyri, var systir Sigurgeirs Bardal. Á Akureyri dvaldist Margrét við nám í tvo vetur og minntist þess jafnan með mikilli hlýju, hversu vel frænd- fólkið reyndist henni, og taíaði um börn Sigurgeirs sem væru þau systkini hennar. Síðar dvaldist Margrét í Vestur- heimi um þriggja ára skeið og stundaði þá nám í píanóleik hjá Steingrími Hall, frægum kennara, og náði miklum árangi’i í náminu. Þegar heim kom hóf hún kennslu í orgelleik og kenndi þá bæði á Isafirði og Akureyri og þótti frábær kennari. Margrét giftist Axel Vilhelms- syni verslunarmanni 14. okt. 1917. Þau stofnuðu heimili á Akureyri og bjuggu þar, unz Axel lézt 31. marz 1927 frá fjórum ungum börnum þeirra hjóna. Þau voru: Anna, f. 24. ágúst 1918, ekkja, búsett á Hvammstanga; Karl Jóhannes,- f. 7. ágúst 1920, d. 5. maí 1943, mik- ill músíkmaður og snilldarteiknari, gleðigjafi og vinsæll af öllum, sem kynntust honum; Páll, strætisvagn- astjóri, Rvík, f. 29. júní 1922, d. 15. júlí 1988, kvæntur Sigríði Hall- dórsdóttur; Sigurgeir, vélstjóri, Rvík, f. 27. maí 1926, kvæntur Jónínu Guðmundsdóttur. Nú fóru í hönd erfiðleikaár hjá Margréti, heimilið leystist upp og hún fór að vinna á ýmsum stöðum, en börnin fóru flest til dvalar á æskuheimili móðurinnar, Bjargi, þar sem þeim var tekið opnum örm- um, sem vænta mátti af því góða fólki. Margrét átti son með Birni Jóns- syni. Það er hinn frægi harmoniku- meistari Grettir, f. 2. maí 1931, kvæntur Ernu Geirjónsdóttur. 29. júlí 1933 giftist Margrét Ar- inbirni Árnasyni frá Neðri-Fitjum í Víðidal, ágætum manni.' Þeirra heimili var áþekkt Bjargsheimilinu, þar ríkti glaðværð og gestrisni, hjálpsemi og umhyggja, ef eitthvað bjátaði á hjá náunganum, og engin fyrirhöfn annarra vegna talin eftir. Sonur þeirra hjóna er Árni, org- el- og fiðlusnillingur, f. 8. sept. 1934, kvæntur Lydíu Haraldsdótt- ur. Margrét eignaðist mannvænleg börn. Hið sama má segja um tengdabörnin og barnabörnin, allt er þetta gott og vel gefið fólk. Hún átti það skilið, því að hún var frá- bærlega góð og umhyggjusöm móð- ir og svo lagin að tala um fyrir börnum, að mestu óþekktarormar hlýddu henni möglunarlaust. Margrét var forkunnarfríð sýn- um, höfðingleg í fasi og allri fram- komu, ljúf í viðmóti og allri um- gengni ásamt góðvild og hlýju í garð allra samferðamanna á lífs- leiðinni. Við hjónin og börn okkar þökkum nú við leiðarlok alla þá umhyggju og elskusemi, sem hún auðsýndi okkur. Blessuð sé minning hennar. Sólin til fjalla fljótt fer um sjóndeildarhring. Senn tekur nálgast nótt, neyðin er allt um kring. Dimmt er í heimi hér, hættur er vegurinn. Ljósið þitt lýsi mér, lifandi Jesú minn. (Hallgr. Pétursson) Jóhann Benediktsson HEILSU (Jd LINDIN NÝBÝLAVEGI24 SÍMI46460 Heilsupakkimt sjö sjö • 5 tíma nudd hjá menntuÖum nuddwum. • 10 tíma Ijós i frábœrum Ijósabekkjum. • 2 mánuðir i líkamsrœkt fyrir kyrrsetufólk og byrjendur. Sérstakur stuðningur fyrir þáf sem vilja leggja af • Allt þetta fyrir kr. 7.700,-. • KjörorÖ okkar er vöðvabólga og stress, bless. Sími 46460. Hinir frábæru SUPADANCE skór fyrir dömur og herra í öllum stærðum og gerðum. FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Kennsla hefst miðvikudaginn 11. sept. Kennslustaðir: Auðbrekka 17, "Lundur" Auðbrekku 25, og "Hallarsel" við Þarabakka 3 í Mjódd. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar dagana 2. - 6. sept. kl. 13 -19 í síma: 64 1111. Kennsluönnin er 15 vikur, og lýkur með jólaballi. BREFABINDI - TÖLVUBINDI SKIPTIBLÖÐ - STAFRÓF DISKLINGABOX -PLASTMÖPPUR -GATAPOKAR OGMARGT FLEIRA allar geróir afmöppum V|S/NIMtíO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.