Morgunblaðið - 03.09.1991, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 03.09.1991, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3.i SEPTEMBER 1991 t AXEL HAFSTEINN ÞÓRODDSSON, Melhaga 6, Reykjavík, lést á Kumbaravogi 1. september. Þorgrímur Ólafsson. t Ástkær eiginmaður minn, HANNIBAL VALDIMARSSON fyrrverandi ráðherra, lést 1. september. Sólveig Ólafsdóttir. t JÓN DANÍELSSON, Hesteyri, Mjóafirði, lést 31. ágúst í sjúkrahúsinu, Norðfirði. Anna Guðmundsdóttir og börn hins látna. t Eiginmaður minn, BJÖRN KARLSSON, Aðalgötu 8, Blönduósi, lést í Héraðssjúkrahúsinu, Blönduósi, föstudaginn 30. ágúst. Helga Daníelsdóttir. Sonur minn og stjúpsonur, KRISTINN EIRÍKSSON, Goðheimum 11, er látinn. Stefanía Sigurjónsdóttir, Jón Guðnason t Eiginmaður minn og faðir okkar, LÁRUS P. HJALTESTED, Kríunesi v/Vatnsenda, lést á heimili sínu sunnudaginn 1. september. Jarðarförin auglýst síðar. Gróa Sigurjónsdóttir og synir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, frú ÞÓRDÍS EGGERTSDÓTTIR, Kópavogsbraut 64, andaðist í Borgarspítalanum þann 30. ágúst. Björgvin Jónsson, Oddbjörg Ragnarsdóttir, Kristján Hj. Ragnarsson, Jón Björgvinsson, Jóhanna S. Kristmundsdóttir, Eggert Björgvinsson, Hulda L. Magnúsdóttir, Þorgils Björgvinsson, Elma B. Guðmundsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEINN GUÐMUNDSSON, Tangagötu 10, ísafirði, lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 1. september. Aðalheiður Hannibalsdóttir, Sigrún Steinsdóttir, Haukur Harðarson, Elva Steinsdóttir, Bára Steinsdóttir, Lilja Steinsdóttir, Ásgeir Erling Gunnarsson, Aðalheiður Steinsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Bernharður Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Hendrik Rasmus Fæddur 6. maí 1911 Dáinn 4. ágúst 1991 Svífur að haustið og svalviðrið gnýr svanurinn þagnar og heiðlóan flýr. Blóm eru fölnuð í brekkunum öll. Bylgjumar ýfast og ijúka sem mjöll. Fleygir burt pllhörpu fossbúinn grár. Fellir nú skóggyðjan iðjagrænt hár. (Stgr. Th.) Tími haustsins gengur nú í garð og laufin falla af trjánum, Hendrik vinur okkar kvaddi á þessari árstíð. Hann var einn af okkar hæfíleika- ríku en hljóðlátu listamönnum, en nafn hans var þekkt og lögin hans hljómuðu í danssölum landsins. Oft má heyra lögin hans leikin í fjölmiðlum og þau lífga alltaf upp á tilveruna. A unglingsárum mínum kom eitt sinn maður vestur að Reykhólum til þess að mála prestshúsið á staðn- um. — Þetta var Henni Rasmus. Þá var vor í lofti og rómantíkin blómstraði. Hrefna frænka á Reyk- hólum og Henni opinberuðu trúlof- un sína nokkrum vikum síðar. Henni var ólatur við að taka lag- ið fyrir samferðamenn sína. Settist gjarnan við orgelið eða píanóið og töfraði fram músíkina eins og hon- um var einum lagið. Einhveiju sinni komu þau hjón Hrefna og Henni í heimsókn að Miðhúsum og þá rifjaði Henni upp er hann gerðist fylgdarmaður móð- ur sinnar, Margrétar Rasmus, frá Reykjavík vestur í Reykhólasveit, en þau fóru ríðandi með marga hesta, en þá var hesturinn þarfasti þjónninn, sem fiuttu þau á æsku- stöðvar Margrétar. Að Stað komu þau í þessari ferð og þá ræddu þær vinkonur, Ólína prestsfrú og Margrét, liðnar stund- ir. Henni varð margs vís á þessu ferðalagi og kynntist bæði mannlífi fyrri ára og landslagi og margbreyt- ileika náttúrunnar. Henni bar með sér heimsborgara- legan blæ, fíngerður, kurteis og skemmtilegur. Mér er í fersku minni er ég heim- sótti þau á Snorrabrautina í Reykja- vík. Gestrisnin var í hávegum höfð og gestir fundu að þeir voru hjart- anlega velkomnir. Píanó var í stofunni og fyrir mín orð settist húsbóndinn við píanóið og spilaði nokkur lög og þá var sem opnaðist nýr heimur. Þar var í ess- inu sínu hinn „sjarmerandi", prúði, en þó fjörlegi „kunstner", og allt iðaði af 'músík. í þetta skipti vildi svo til að „óskabörnin“ voru heima. Gréta og litli Húgó, en Steinunn og Tómas voru þá ekki fædd. Gréta tók nokkra takta á píanóið og það var ánægjulegt að heyra. Við Ebba nutum stundarinnar með kaffisopanum. Eitt sinn sagði Henni mér frá því er hann lék í hljómsveit á Hótel Borg. Þá lék hann einnig í ballett- skóla Sifjar Þórs og Sigríðar Ár- mann. Til þess að þetta gæti farið saman þá varð hann að mæta sel- skapsklæddur í ballettskólann til þess að geta mætt stundvíslega á Borgina. Síðastliðið sumar kom vinkona mín mgð gamlar myndir til móður minnar til þess að vita hvort hún vissi deili á fólkinu sem á myndun- um var. Viti menn þar var ein mynd af ungum vel klæddum manni, sem tekin var í Leipzig. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, STURLA SIGFÚSSON vélstjóri, Frostafold 105, lést í Landspítalanum 30. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna Soffía Guðmundsdóttir og börn. t Ástkær eiginmaður minn, STEINAR MAGNÚSSON, Akraseli 28, lést í Landsptíalanum þann 1. september sl. Anna Þóra Baldursdóttir, Guðrún Steinarsdóttir, Magnús Steinarson, Baldur Steinarsson, Guðrún Erlingsdóttir, Hafdís Aradóttir, Tómas Jónsson og barnabörn. Bl£mst°fa Fnúfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöid til kl. 22,* einnig um heigar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASOK HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI46. SIMI76677 Myndin var af Henna Rasmus á námsárum sínum út í Þýskalandi, en þess ber að geta að systrasynirn- ir Henni og Jón Leifs tónskáld sóttu báðir sína menntun til Þýskalands, en á þeim árum var óalgengt að fólk frá íslandi færi utan i músík- nám. Henni minntist þessara ára með gleði. Henni og Hrefa virtu hvort annað og samhent voru þau í því að veita börnum sínum góða menntun. Þau vissu þeim sá fjársjóði fær hvorki mölur né ryð grandað og hveijum sem hlýtur til farsældar. Eitt sinn er ég kom í heimsókn til þeirra í Barmahlíð úr Kópavogi, var Ebba rétt ókomin úr vinnunni. Henni tók mér vel að vanda og að vörmu spori sátum við Henni við rausnarlegt kaffiborð. Henni sýndi mér bréf sem hann var nýbúinn að fá frá afabarni sínu er stundaði nám í Ameríku. Hann fylgdist vel með námi barna og barnabarna sinna, leiðbeindi og örvaði þau til þess að nota hæfileika sína og tækifæri til frama og menningar. Einnig minntumst við á það hve Ebba var dugleg og flínk að sauma, pijóna og hekla á börnin. Þau voru alltaf svo vel kldd, og það svo að eftir því var tekið. Tískuhús borgar- innar hefðu mátt vera stolt af því að hafa slíka konu í þjónustu sinni. Hrefna kann þá list að gera falleg- ar flíkur og nýtni hennar er líka sá eiginleiki sem fleiri mættu til- einka sér. Fyrir nokkrum árum var ættar- mót okkar haldið í Reykhólasveit. Þótt Henni væri þá illa haldinn af sjúkdómi er þjáði hann síðustu árin, þá lét hann ekki sitt eftir liggja. Hann brá sér að píanóinu í sam- komuhúsinu ásamt Amari Sigur- bjömssyni og þeir tóku lagið svo að hægt væri að dansa. Þar voru engir viðvaningar á ferð. Henni fyrrverandi atvinnu- maður og Arnar starfandi í þeirri grein. Henni var alltaf tilbúinn að gera tilveruna litríkari með menntun sinni og hæfileikum og þökk sé minningunni um ánægjulegar stundir. Hrefnu frænku og afkomendum hans færi ég innilegar samúðar- kveðjur. Ólína Kristín Jónsdóttir BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öli tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.