Morgunblaðið - 03.09.1991, Síða 61

Morgunblaðið - 03.09.1991, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 61 Kvótaáekkiað selja né veiðileyfi Grein í Morgunblaðinu, sem er einskonar frétt af fundi ungra sjálf- stæðisma,nna, gefur mér tilefni að skrifa um þann villuráfandi hóp sem gefur yfirlýsingar um gjaldtöku á óveiddum fiski, það er skatt sem leggst á fiskveiðar. Rétt er að úthluta kvóta án gjald- töku vegna takmarkaðs afla, en gjaldtaka verður aukinn kostnaður °g rýnr kjör sjómanna og útgerðar svo eftir fá ár verður þá ekki gert út nema með ríkisstyrkjum. Hug- mynd ykkar ungu sjálfstæðismenn er heilaþvottur vinstriaflanna sem þið hafið meðtekið, þið sjáið ekki enn afleiðingar vinstristefnunnar. Hér hafa atvinnuvegir lands- manna hnmið í stórum stíl af völd- Þjóðin þykist eiga fiskinn í sjón- um og vill leggja á skatt, með hug- myndir ungra sjálfstæðismanan sér til stuðnings. Ekki er það ofmælt að þjóðin verður að sjá til þess að aðstæður séu þannig að menn fáist á sjóinn til að færa björg í bú. Ég trúi því varla að sjómenn láti þann- ig eyðileggja frumkvæði sitt til fisk- veiða sem er allri þjóðinni til hags- bóta. Um kostnað af fiskirannsóknum er þjóðarinnar að sjá um eins og verið hefur, það er í hennar þágu. Sjómenn geta fundið og veitt fisk án nokkurra rannsókna og þeir vita oftast hvar fisk er að fá og finna með nýtísku fiskleitartækjum sín- um. Hvikum ekki frá settum markmiðum Nokkrir, jafnvel menn, sem telja hefði mátt með einhveija glóru í kollinum, hafa haldið því fram að sú væri skoðun lögreglustjórans í Reykjavík að loka ætti pylsusölunum í miðbænum. Ég veit ekki til þess að lögreglustjóri hafi haldið því fram. Hinsvegar hafa aðrir sagt að lög- reglustjóri vildi láta gera tilraun með takmarkaðan opnunartíma pylsusala að næturlagi um helgar vegna þess ástands sem skapast meðal ölvaðs fólks í og við þá á þeim tíma. En það er eins og við manninn mælt, ein fjöður getur orðið að dauðri hænu ef menn vilja og eru þannig stemmd- ir. Pylsusalar telja sig hafa hag af því að snúa út úr orðum lögregiu- stjóra ogég hef sjálfur heyrt þá rang- túlka orð hans svo um munar. Auð- vitað hefur lögreglustjóri hag fjöld- ans, hinna heiðvirðu borgara, að leið- arljósi þegar hann með rökum reynir að sannfæra menn um með hvaða ráðum megi hafa jákvæð áhrif á ástandið. Og auðvitað hlýtur hann að skilja afstöðu pylsusala, en stund- um verða.sérhagsmunir að víkja fyr- ir hagsmunum Qöldans. Ég veit til þess að sú tillaga að takmarka opnunartíma pylsusala að næturlagi um helgar er ekki eina tillagan, sem komið hefur fram. Þær eru ótal fleiri, en ekki hefur verið talin ástæða til þess að minnast sér- staklega á þær. Ég hvet hins vegar lögreglustjóra til þess að halda áfram sínu striki og hvika hvergi frá settum markmiðum. Jón Hannesson Italskar dömu- og herraúlpur Verð frá kr. 9.390,- til 12.500,- rnlMH utiuf H Glæsibæ - Sími 812922 um vínstrimannaktjórna og af völd- um sömu stefnu hafa atvinnuvegir annarra landa hrunið og stefnir í þá átt annarstaðar. I því ríka landi Svíþjóð, sem lengi hefur staðið af sér afæturnar, er að fara af stað gjaldþrotaalda og í Noregi eru flestar atvinnugreinar á ríkisstyrkjum, maður talar nú ekki um það sem gerst hefur í fjölda Evrópulanda af völdum kommún- ísmans sem er ógleymanlegt hneyksli. Þið ungu sjálfstæðismenn eruð að kveðja upp dauðadóm yfir sjálfstæðum atvinnurekstri með þessu háttalagi ykkar. Kvótasala og það sem því fylgir hefur komið af stað ógeðfelldum útgeðarrekstri sem verður að breyta. Sú hætta getur skapast að kvóti verði seldur úr landi fýrir háa upp- hæð og þar með útlendingar komist á fiskimið okkar og hreinlega með ykkar hugmyndum kveðið upp dauðadóm útgerðar á íslenskum grunni. Kvótasala og auðlindaskatt- ur rýra svo kjör sjómanna og út- gerðar, að þeir hreinlega telja sér ólífvænlegt að stunda fískveiðar. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem em gagnrýni, ádeilur eða Arásir á nafngreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Nei og aftur nei, kvóta á ekki að selja né veiðileyfi. Eitt dæmi um þetta er þegar menn eru farnir að selja báta sína stórum aðilum sem hirða kvótann svo bátarnir eru kvót- alausir, þetta er spilling á verðmæt- um. Öllum ónýttum kvóta á að safna í kvótabanka sem úthlutar til báta og skipa þar sem best kemur að gagni og eykur atvinnu sem víðast við nýtingu verðmæta sem búið er að byggja upp og undirbúa til nýt- ingar afla úr sjó. Ég á bágt með að trúa að Sjálf- stæðisflokkurinn sé orðinn svo spiíltur af áróðri vinstrimanna að hann láti sjómannastéttina lenda í þrælkunarvinnu fyrir ríkisvaldið með afætusjónarmiðum og ítökum í afkomu sjómanna með þeim hætti sem til stendur. Stefna vinstrimanna í þessum málum mun leiða af sér eymd eins og skapast hefur af þeirra völdum um víða veröld sem afleiðing af þjóðnýtingarstefnu þeirra. Þorleifur Kr. Guðlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.