Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 228. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTOBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Loftárás gerð á for- setahöllina í Zagreb Króatískur þjóðvarðliði stend- ur í garði forsetahallarinnar í Zagreb, sem varð fyrir árás júgóslavneska flughers- ins í gær. Forsetar Júgóslavíu og Króatíu voru í höllinni, ásamt júgóslavneska forsætis- ráðherranum, sem sagði að árásin hefði verið gerð til að ráða þá af dögum. Það gengi kraftaverki næst að enginn þeirra skyldi hafa beðið bana. Júgóslavneskir og króatískir leiðtogar í lífshættu en sleppa naumlega - For- sætisráðherra Júgóslavíu sakar varnarmálaráðherrann um morðtilraun Zagreb. Reuter. FLUGHER Júgósíavíu gerði í gær loftárásir á forsetahöllina og fleiri stjórnarbyggingar í Zagreb, höfuðborg Króatíu. Króatarnir Stipe Mesic, forseti Júgóslavíu, Ante Markovic, forsætisráðherra landsins, og Franjo Tudjman, forseti Króatíu, voru í forsetahöllinni. Þeir sluppu allir ómeiddir en Markovic sakaði varnarmálaráðherra Júgóslavíu, Vehko Kaduevic hershöfðingja, um að hafa reynt að myrða þá. Þetta er í fyrsta sinn sem gerðar eru árásir á Zagreb frá því bardagar brutust út í Króatíu fyrir þremur mánuðum í hjölfar sjálfstæðisyfir- lýsingar lýðveldisins. Markovic sagði það ganga krafta- verki næst að enginn leiðtoganna þriggja skyldi bíða bana í árásinni á forsetahöllina. Hann kvaðst ekki ætla að fara aftur til Belgrad fyrr en varnarmálaráðherrann segði af sér. Því sem næst allar rúður í höll- inni brotnuðu og innri garður hennar eyðilagðist er flugskeyti var skotið á hana úr herþotu. Vestrænir stjórn- arerindrekar sögðu að svo virtist sem árásin hefði verið gerð af mikilli nákvæmni í því skyni að ráða leið- togana af dögum. Miklar skemmdir urðu einnig á nálægri byggingu frá átjándu öld og katólskri kirkju. Sjónarvottar sögðu að tveir menn hefðu orðið fyrir lítilsháttar meiðslum. Tudjman hafði skömmu áður var- að við því að júgóslavneskar her- Kjarnorkuvopn: Tillögum for- seta Sovétríkj- anna vel tekið Bonn, Moskvu. LEIÐTOGAR Vesturveldanna hafa fagnað víðtækum afvopnun- artillögum Sovétmanna sem Mík- haíl S. Gorbatsjov forseti kynnti á laugardag. George Bush Banda- rílyaforseti sagðist telja að jákvæð þróun ætti sér stað varðandi stór- felldan niðurskurð kjarnavopna en margt þyrfti að kanna betur í sovésku tillögunum áður en hann vildi tjá sig um þær að öðru leyti. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, lagði áherslu á mikilvægi þess að Sovétmenn ætluðu að eyða skamm- drægum kjarnavopnum sínum. „Ég fagna mjög víðtækum tillögum Gorb- atsjovs um takmörkun kjarnorkuvíg- búnaðar og tel þær mikilvægt skref í átt til aukins öryggis í Evrópu," sagði kanslarinn. John Major, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði einnig tillögunum er boðuðu „þáttaskil". Hann sagði að Sovétríkin yrðu þó eftir sem áður gífurlegt herveldi og Bretar myndu ekki skera kjarnavopn sín meira nið- ur en ákveðið hefði verið síðustu vik- ur. Frakkar taka í sama streng og Bretar. Sjá frétt á bls. 22. sveitir væru í grennd við höfuðborg- ina og hygðust leggja hana í rúst. Herinn væri að herða sókn sína á öllum vígstöðvum í Króatíu. Júgóslavneskir hermenn börðust í gær-við króatíska þjóðvarðliáa á ýmsum stöðum frá Dubrovnik í suð- urhluta Króatíu til Vukovar í norð- austurhlutanum. Ekki var vitað hversu margir biðu bana í bardögun- um í gær en rúmlega þúsund manns hafa fallið frá því í júní. Útvarpið í Zagreb sagði að loftvarnaflautur hefðu verið þeyttar í borgum og bæjum um allt lýðveldið. Fyrir árásirnar hafði Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hvatt her Júgóslavíu til að ráðast ekki á borg- ir í Króatíu. Þá hafði Evróþubanda- lagið varað við því að viðskiptabann yrði sett á Júgóslavíu ef endi yrði ekki bundinn á bardagana fyrir mið- nætti að staðartíma í gær, eða klukkan ellefu í gærkvöldi að ís- lenskum tíma. . Bandaríkjastjórn fordæmdi árás- irnar á Zagreb og sagði að hún myndi einnig íhuga efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Júgóslavíu. Leiðtogar Króatfu og Slóveníu höfðu frestað gildistöku sjálfstæðis- yfirlýsinga sinna til miðnættis í gær, samkvæmt samkomulagi sem náðist fyrir tilstilli Evrópubanda- lagsins 7. júlí. Gildistökunni verður ekki frestað að nýju, að sögn stjórn- valda í lýðveldunum í gær. Reuter E vrópubandalagið: Sovétmönnum boðið lán til matvælakaupa Lúxemborg. Reuter. Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins (EB) samþykktu í gær að bjóða Soyétmönnum lán sem nemur 1,25 milljörðum ECU (90 miiyörðum ÍSK) til kaupa á matvælum og lyfjum í vetur. Þeir hvöttu einnig Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Japani til að leggja sitt af mörkum. Lánið er viðbót við lánaábyrgðir upp á 500 milljónir ECU (36 millj- arða ÍSK) og matvælagjafir fyrir 250 milljónir ECU (18 milljarða Sænska sljórnin boðar breyt- ingar á sjúkratryggingum Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. ANNE Wibble, fjármálaráðherra Svíþjóðar, boðar breytingar á sænska sjúkratryggingakerfinu með vorinu. Hún segir að þær útgjaldalækkanir, sem fyíri stjórn stóð fyrir, hafi gefið góða raun. Heilsufar fólks hafi snarbatnað. Til greina komi að fullar bótagreiðslur verði felldar niður fyrstu tvo dagana sem menn eru fjarverandi vegna veikinda. Sænski fjármálaráðherrann kveðst einnig vera reiðubúinn að lækka virðisaukaskatt en vill bíða með að lækka greiðslur atvinnu- rekenda til ríkisins. „Það myndi kosta of mikið fé og torvelda nauðsynlegar breytingar á vinnu- markaðinum að lækka gjöld at- vinnurekenda strax. Allar fyrir- hugaðar skattalækkanir okkar, sem koma fyrst og fremst smáfyr- irtækjum til góða, verður að fjár- magna að fullu," segir Wibble. Leiðarahöfundar flestra dag- blaða í Svíþjóð voru um helgina mjög jákvæðir í garð stefnuyfir- lýsingar Carls Bildts forsætisráð- herra sem kynnt var sænska þing- inu á föstudag. Enginn stjórnar- flokkanna fjögurra var gagnrýnd- ur sérstaklega í forystugreinum dagblaðanna. Hins vegar voru blöð jafnaðarmanna fremur nei- kvæð í garð stjórnarinnar og sögðu að verið væri að hygla þeim efnameiri með stefnu hennar. Þannig sagði t.d. Arbetarbladet að'ekki væri búið að fjármagna fyrirhugaðar skattalækkanir og að stefnan væri of óljós í mörgum brýnum málum. ÍSK), sem ráðherrarnir samþykktu í desember. Heildaraðstoð EB við Sovét- menn verður því um tveir milljarð- ar ECU, eða um 140 milljarðar ÍSK. Wim Kok, fjármálaráðherra Hollands, sagði að bandalagið myndi óska eftir því að ríki utan EB, sem teljast til sjö helstu iðn- ríkja heims, þ.e Bandaríkin, Kanada og Japan, samþykktu að leggja um tvisvar sinnum hærri fjárhæð af mörkum. Því er gert ráð fyrir að með aðstoð ríkjanna þriggja verði heildaraðstoðin við Sovétmenn um sex milljarðar ECU (430 milljarðar ÍSK). Það eru um þrír fjórðu af þeirri fjárhæð sem Míkhaíl Gorbatsjov hafði farið fram á. Wim Kok sagði að eftir að sjö helstu iðnríki heims hefðu rætt aðstoðina yrðu háttsettir embætt- ismenn sendir til að ræða við stjórnvöld í Sovétríkjunum og ein- stökum lýðveldum um hvernig standa bæri að henni. Hann bætti við að gengið væri út frá því að helmingur lánsins rynni til kaupa á matvælum frá Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkjunum, sem yrðu síðan send til Sovétríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.