Morgunblaðið - 08.10.1991, Síða 31

Morgunblaðið - 08.10.1991, Síða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 8. OKTÓBER 1991 Sjávarútvegurinn þarf að hafa svigrúm - segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra SJÁVARÚTVEGSMÁL voru rædd utan dagskrár í gær að beiðni fulltrúa Alþýðubandalagsins í sjávarútvegsnefnd, þeirra Jóhanns Ársælssonar og Steingríms J. Sigfússonar. Ræðumönnum í gær bar saman um að horfur væru ískyggilegar og ærin þörf væri fyrir að ræða þessi mál ítarlega. Jóhann Ársælsson gagnrýndi kvótakerfið harðlega. Þorsteinn Pálsson lagði áherslu á að sjávarútvegurinn væri grundvöllurinn fyrir öllu öðru í þessu þjóðfélagi. Á samdrátt- artímum yrðu aðrir að þrengja eitthvað að sér til að skapa þessari undirstöðuatvinnugrein eitthvert svigrúm. í upphafi umræðunnar hvatti Páll Pétursson (F-Ne) formaður þingflokks framsóknarmanna sér hljóðs og deildi á þingforseta fyrir að formönnum þingflokka hefði ekki verið gert viðvart um þessa umræðu. Páll benti á að Halldór Ásgrímsson fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra væri erlendis og væri vart mögulegt að ræða þessi mál að honum fjarverandi. Salome Þor- kelsdóttir harmaði að það hefði far- ist fyrir og reynt yrði að fyrir- byggja að það henti aftur. _ Málshefjandi, Jóhann Ársæls- son (Ab-Vl), gerði grein fyrir að tilefni umræðunnar væru hin alvar- legu tíðindi, sem bærust frá sjávar- útveginum. Það stefndi í léleg afla- brögð og ördeyðu þar sem illa hefði til tekist að halda afla í heima- byggð. Tvennt hefði breytt mynd- inni síðan í vor, skýrsla Hafrann- sóknastofnunar frá því í júlí og það mat fiskifræðinga að lélegur árang- ur hefði orðið af klaki þorsks sjötta árið í röð. Ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra að takmarka veiðar þorsks við 265 þús. tonn væri skiljanleg í ljósi þessara upplýsinga og yrði ekki gagnrýnd. En afleiðingarnar af þessari ákvörðun yrðu margvís- legar í þjóðfélaginu. Þó væri kvíði manna mestur í sjávarútvegsbyggð- unum um landið. Þar stæðu menn frammi fyrir þeirri köldu staðreynd að ráðamenn væru farnir að tala um það eins og óumflýjanlega þróun að byggð leggðist að í einhverjum sjávarbyggðum. Ríkisstjórnin hefði gefið til kynna með ýmsum hætti að hún liti ekki á það sem sitt hlut- verk að styrkja fyrirtæki og byggð- arlög sem ættu í erfiðleikum. Allt á innlendan markað Ræðumaður reifaði n^kkuð hvernig Alþýðubandalagsmenn vildu reyna að draga úr þeim vanda sem við blasir. Draga yrði úr út- flutningi á óunnum fiski til að auka vinnu við fiskvinnsluna. Setja yrði reglur sem tryggðu að allur afli sem veiddur væri hér við land yrði boð- inn til sölu innanlands. En um leið yrði að setja reglur um fiskmarkaði þannig að þeir stæðu ekki að baki mörkuðum erlendis. Við yrðum að gefa erlendum kaupendum mögu- leika á að kaupa hér fisk með sam- bærilegum hætti og gert væri þar sem vfð seldum hann í dag. Jóhann sagði Alþýðubandalagsmenn hafa undirbúið þingsályktunartillögu þar sem lagt væri til að allur afli yrði boðinn til sölu hér áður en menn réðust í að flytja hann óunninn úr landi. Ræðumaður taldi einnig að at- huga yrði hvort við ættum að jafna þann aðstöðumun sem Evrópuband- alagslöndin sköpuðu sinni fisk- vinnslu með tollum. Þar kæmi til greina að setja jöfnunargjald á óunnin fisk. Jóhann taldi að auka yrði verð- mæti þess sem úr sjó væri dregið. T.a.m. færi stærstur hluti þess afla sem seldur er af íslandsmiðum á erlendum fiskmörkuðum í B-flokk vegna þess að hann væri of gam- all. Hér væri hægt að stórbæta vinnubrögð. Ótækt væri að þeir menn sem hefðu einkarétt á að veiða besta fisk í heimi geymdu hann í ís og seldu hann síðan sem þriðja flokks hráefni. En einnig yrði að bæta meðferð afla í inn.lend- um fiskvinnslum. Þar væri oft verið Þorsteinn Pálsson Jóhann Ársælsson að vinna alltof gamalt hráefni. Ræðumaður gerði að umtalsefni „óheppilegar afleiðingar hins mis- heppnaða kvótakerfis”. Hann taldi engan vafa leika á því að mikil brögð væru að því að afla væri hent í sjóinn. Það yrði að gefa mönnum kost á því að koma með þennan afla refsingarlaust að landi. Það ætti að athuga þann kost að útgerðarmenn fengju að landa afla utan kvóta. Söluandvirði yrði skipt, útgerðin fengi hluta andvirðisins, þó þannig að hún hefði ekki hag af því að stunda sérstaklega veiðar utan kvóta. Hinn hluturinn gæti fallið í skaut Hafrannsóknastofnun- ar eða kannski þyrlukaupasjóðs. Jóhann taldi eina af afieiðingum kvótakerfisins vera að nú væru fleiri fiskar drepnir til að ná inn hvetju tonni vegna þess að veiði- álagið hefði flust frá hefðbundnum bátaveiðum yfir í togveiðar. Hinar afar slæmu aðstæður sem sjávarútvegurinn stæði frammi fyr- ir mögnuðu upp þau vandamál sem kvótakerfið skapaði. Útgerðarfyrir- tækjum sem væru skuldug upp fyr- ir haus væri ætlað að kaupa kvóta og sameina veiðiheimildir. Sveitar- félög í landinu stæðu frammi fyrir því að bera sérstaka ábyrgð á hverri einustu sölu skips úr byggðarlag- inu. 'fími bæjarútgerðanna væri að renna upp. Verðið ryki upp úr öllu valdi og menn stefndu að því að selja þjóðarauðinn jafnvel á uppboð- um og kvótakaup væru færð til bókar og kvóti talinn sem eign væri. Ræðumaður taldi að sjávarút- vegsráðherra yrði að svara fjölda spurninga sem kæmu í hugann við þessar erfiðu aðstæður sem nú væru, s.s. verða gerðar ráðstafanir til að meta versnandi afkomu sjáv- arútvegsfyrirtækja? Yrði þeim áfram skylt að greiða í Verðjöfnun- arsjóð sjávarútvegsins, þó þau væru almennt rekin með tapi? Hvaða ráð- stafanir ætti að gera til að fá meira af aflanum til vinnslu innanlands? Ræðumaður spurði einnig eftir og gagnrýndi um leið hvernig stað- ið væri að endurskoðun laga um stjórnun fiskveiða. Skipaðar hefðu verið tvær nefndir. Önnur þar sem stjórnarflokkarnir sætu einir og samhliða henni nefnd hagsmunaað- ila, en framhjá sjávarútvegsnefnd væri gengið. Jóhann vildi skýringar frá sjávarútvegsráðherra. „Hver á að kútta? Hver á að hausa? Hver á að fletja? því sjálfur ætlar hann greinilega að salta.” Lánasjóðir dugðu ekki Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra taldi brýnt að löggjaf- arsamkunda þjóðarinnar fjallaði á málefnalegan hátt um þann at- vinnuveg sem væri undirstaða verð- mætasköpunar og velferðar lands- manna. Hann rakti nokkuð erfiðan hag og horfur sjávarútvegsins. Þessi atvinnugrein væri að laga sig að nýjum aðstæðum. Þær aðgerðir sem fyrri ríkisstjórn hefði gert hefðu fyrst og fremst fólgist í því að fresta vandanum. Ekki hefði verið nóg að koma á fót lánasjóðum og þegar ytri aðstæður versnuðu einnig væri ærinn vandi á höndum. Samkvæmt úttekt þjóðhags- stofnunar á stöðu sjávarútvegsins væri við ríkjandi aðstæður reiknað með því að sjávarútvegurinn í heild væri rekinn með 1% hagnaði. Á hinn bóginn byggi vinnslan við þau skilyrði að hún væri rekin með 7-8% tapi. Um 8% hagnaður væri af út- gerðinni. Þótt 1% væri ófullnægj- andi væri það þó viðunandi miðað við þær þrengingar sem framundan væru. Hér væru atriði sem greinin sjálf yrði að takast á við í innbyrð- is samskiptum útgerðar og vinnslu. Á næsta ári yrðu aðstæður sjáv- arútvegsins miklu lakari. Athuganir Þjóðhagsstofnunar bentu til þess að rekstur sjávarútvegsins í heild yrði í 5-6% tapi. Áætlað væri að fískvinnslan yrði rekin með 9-10% tapi en veiðar með 1-2% hagnaði. Hvernig ætti að bregðast við þess- um aðstæðum? Þjóðartekjur okkar væru að minnka og minna yrði til skiptanna á næsta ári. Aflasam- drátturinn þýddi að við töpuðum 7-8 milljörðum af útflutningstekj- um þjóðarinnar. Aðrir yrðu að gefa eftir til að skapa rými fyrir þessa undirstöðugrein. Ráðherra lagði sérstaka áherslu á að hafa yrði hemil á útgjöldum ríkissjóðs og draga yrði úr lánsfjárþörf ríkisins sem hefði hleypt vöxtum upp. Að þessu hefði ríkisstjórnin unnið og það yrði einnig að stuðla að því að sveitarfélög gerðu slíkt hið sama. Og ennfremur yrði einkaneyslan í Iandinu að láta undan síga þegar þjóðartekjumar drægjust saman. Sjávarútvegurinn yrði líka sjálfur að takast á við þessar aðstæður við gætum ekki haldið út jafnmörgum skipum og það yrðu eitthvað færri fiskvinnslustöðvar sem ynnu þenn- an afla ef atvinnugreinin ætti að Þakstál með stíl Plannja stallað efni svart og tígulsteinsrautt. ISVOR BYGGINGAREFNI Srhi 641255 skila þjóðarbúinu hámarksarði. Að þessu hefði Byggðastofnun fyrir sitt leyti haft forystu í að leiða menn saman í þeim tilgangi að veija einstakar byggðir. Með almennum ráðstöfunum yrði þessum vanda mætt, þó að vitaskuld yrði um leið haft auga með byggðaþróun í land- inu. f Margt að athuga Sjávarútvegsráðherra svaraði nokkrum spumingum fyrri ræðu- manns. Verulegur árangur hefði náðst í því að draga úr útflutningi á ferskum, óunnum fiski. 17% minna hefði verið flutt út á fyrstu 8 mánuðum þessa árs. Þetta væri m.a. árangur af starfi aflamiðlunar og vegna álagsins á þennan útflutn- ing sem virkaði sem skerðing á kvóta, og einnig vegna markaðsað- stæðna. Sjávarútvegsráðherra ef- aðist um að við næðum mikið lengra í því að efla hlut innlendrar vinnslu með boðum og bönnum. Ræðumað- ur sagði ástæðu til að skoða gaum- gæfilega hvort setja ætti allan afla á innlendan fískmarkað, það hefði kosti og galla. Ef allur afli færi á markaði innanlands væri ekki hægt að beita þeim takmörkunum sem aflamiðlun gerði í dag og fella yrði álagið niður. Niðurstaðan gæti jafn- vel orðið sú að það færi meiri físk- ur úr landi. Um gæðamálin sagði ráðherrann að samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Hull í Englandi flokkaðist 60% af íslenskum físki sem gæðafískur. Unnið væri að endurmati á gæðaeftirlitskerfi og endurskoðun á lögum um Ríkismat sjávarafurða og stefnt væri að þvl að leggja fram á þessu þingi frum- varp um starfsemi Ríkismatsins og einnig frumvarp um meðferð sjáv- arafla. Sjávarútvegsráðherra sagði ekki nýtt af nálinni að menn hentu fisk í sjóinn og gæti margt um valdið og ekki þyrfti að kenna einu kerfi um umfram annað. Miklu varðaði að koma á skiptum afla- heimilda. Fyrir nokkrum vikum hefði sjávarútvegráðuneytið leitað eftir samvinnu við útgerðarmenn og sjómenn til að taka á þessum málum og hefðu allir tekið þessu vel og myndi fyrsta verkefni sam- ráðshóps verða að kanna hve mikil brögð væru að því að fiski væri hent. Sjávarútvegsráðherra benti á að Alþýðubandalagsmenn hefðu átt aðild því að setja núgildandi lög um stjórn fiskveiða. Ráðherra sagóv eðlilegt að stjórnaflokkarnir hefðu forystu um endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun og þess vegna hefði verið skipuð sérstök nefnd þeirra. Jafnframt hefði verið skipuð nefnd hagsmunaaðila og sjávarút- vegsnefnd hefði skrifað bréf þar sem gerð væri grein fyrir því að ráð væri fyrir því gert að fulltrúar í endurskoðunarnefndinni færu á fund sjávarútvegsnefnda eftir því sem hún óskaði. Ráðherra boðaði einnig að innan tíðar yrði skipuð nefnd til að hefja endurskoðun laga um Verðjöfnun- arsjóð en það væri ekki ætlunin að raska því jafnvægi sem þessi sjóður hefði stuðlað að í efnahagslíflnu Þingmenn ræddu nokkuð enn um ískyggilegar horfur sjávarútvegsins og aðgerðir ríkisstjórnanna núver- andi og fyrrverandi í málefnum sjávarútvegsins. Hugmyndir höfðu verið uppi um að halda kvöldfund ef ekki tækist að ljúka umræðu síð- degis en það var ljóst að skarð væri fyrir skildi I liði framsóknar- manna þar sem Halldór Ásgrímsson fyrrum sjávarútvegsráðherra væri. Páll Pétursson áréttaði óskir um að þessari umræðu yrði frestað þangað til Halldór kæmi til lands- ins. Var við þessu orðið og umræð- unni frestað um sinn. Gustavsberg Veljið aðeins það besta — veljið heildarlausn frá Gustavsberg í baðherbergið CfJ Gustavsberg Fæstíhelstu byggingarvöruverslunum umlandallt. LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... 3g . þær duga sem besta bók. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 Macintosh fyrir byrjendur Grunnatriði Macintosh, Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byrjendur. Tölvu-ogverkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 (g)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.