Morgunblaðið - 08.10.1991, Page 35

Morgunblaðið - 08.10.1991, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 35 Taxablús Taxablús („Taxiblues”). Sýnd í Regnboganum. Leikstjóri og handritshöfundur: Pavel Longu- ine. Aðalhlutverk: Piotr Mam- onov, Piotr Zaithenko, Vladimir Kachpour, Hal Singer. Rúss- land/Frakkland. 1990. 110. mín. Enskur texti. Taxablús er ein af myndum kvik- myndahátíðar sem óhætt er að mæla sérstaklega með. Hún er unn- in í samvinnu Frakka og Rússa og segir á einkar sprækan og skemmti- legan hátt frá tveimur gerólíkum persónuleikum sem eru fullrúar andstæðra viðhorfa í Rússlandi á tímum glasnost og perestrojku. Nýi tíminn og sá gamli mætast í leigubílstjóra og vandræða kúnna sem hefur af honum rúblur og get- ur ekki borgað. Leigubílstjórinn tekur þá af kúnnanum saxafóninn hans því kúnninn er tónlistarmaður góður en gripurinn sá er svo hátt verðlagður á markaðstorgi svarta- brasksins að heiðarlegur leigubíl- stjórinn skilar honum aftur. Hann tekur frekar listamanninn í vinnu til sín og þannig límast þeir saman þessir tveir ólfku menn en óvildin er aldrei langt undan. Myndin lýsir á sérlega líflegan, forvitnilegan og skoplegan hátt umróti breyttra tíma, frelsisanda og hömluleysi fólksins, nokkuð sem bílstjórinn, sem er af gamla skólan- um, hvorki þolir né skilur. Hann vill óbreytt ástand, blæs á frelsis- vinda og er haldinn kynþáttafor- dómum. Hann lítur á sig sem undir- stöðuna í þjóðfélaginu, hinn trausta grunn sem allt byggir á. Hann trú- ir á kerfið. Hvar væruð þið án mín og minna líka? spyr hann unga fólk- ið. í augum þess er hann ótýndur fasisti. Saxófónleikarinn er af allt öðru sauðahúsi, alger andstæða bflstjórans. Hann er fulltrúi nýja tímans, frjálsræðisins og framtíðar. Hann er listamaður, menntamaður, bóhem, ábyrgðarlaus drykkjurútur og gyðingur, allt sem bflstjórinn ekki þolir. Hann segist vera helgur maður, dýrlingur í beinu sambandi við guð. Þeir eru ómótstæðilegir andstæð- ingar í sífelldri glímu og frábærlega leiknir af Piotr Mamonov og nafna hans Zaithenko. Myndin gerist að öllu leyti í öngstrætum Moskvu- borgar á meðal braskara og götu- lýðs og allt yfirbragðið er einkar raunsæislegt og aukapersónur margar skoplegar því þrátt fyrir hörð átök er létt yfir frásögninni. Kímnin er aldrei langt undan í mynd sem segir heilmikið um breyt- inguna sem 'a sér stað í Rússlandi samtímans. Góði tann- hirðirinn Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Góði tannhirðirinn - ”Eversmile, New Jersey”. Leikstjóri Carlos Sorin. Handrit Sorin, Jorge Gold- enberg, Roberto Schever. Aðal- leikendur Daniel Day-Lewis, Mirjana Jokovic. Jim Jarmusch varð heimsfrægur á að senda furðufugla á flandur um Bandaríkin eins og þau höfðu aldr- ei komið mönnum fyrir sjónir fyrr. Með augum hans urðu þau ótrúlega austantjaldsleg grámygla, fólkið sambland af marsbúum og utan- garðsfólki, álíka vonlausu og skitu- legt umhverfið. Þessi háðski, mein- fyndni og persónulegi leikstjóri hef- ur eignast margan sporgöngu- manninn síðan hann gerði Stranger Than Paradise. Er skemmst að minnast urrandi fyndinnar myndar Aki Karismakis um hljómleikaferð vonlausustu rokksveitar heims Kúr- Úr myndinni Taxablús eka Leningrads, á þessum hálf-dap- urlegu slóðum á finnskri kvik- myndaviku í vor. Leikstjóri Góða tannhirðisins, (kaldhæðnisleg íslensk nafngift, betri en myndin!), Carlos Sorin, sannar það eitt með mynd sinni að auðveldara er að gera sig kjánaleg- an en að gera myndir um lúnar aðstæður og geggjaðar persónur. Þrátt fyrir skoplega hugmynd um tannhirðinn góða (Day-Lewis) sem leggur Patagóníu undir mótorgand sinn til að bæta mannlífið með betri tannhirðu, nær hún aldrei flugi. Býr yfir nokkrum, fyndnum uppákom- um fáránleikans og Day-Lewis (sem samkvæmt hlutverkavali er greini- lega meðal örfárra ofurhuga leika- rastéttarinnar) á sína spretti sem hinn vélvæddi kolgeitkristur. En, notabene, myndir sem þessar eru krydd kvikmyndahátíða, aukakrydd að vísu em koma með þetta ómiss- andi, framandi bragð af veisluföng- um. Til hins óþekkta Til hins óþekkta - „Til en ukjent”. Sýnd í Regnboganum. Leikstjóri og handritshöfundur Unni Straume. Kvikmyndataka Harald Paalgard. Aðalleikarar Hilde Aarö, Harald Heidesteen jr., Toni Brevik. Noregur 1990. Enskur texti. Unga konan er á heimleið úr borginni eftir langar fjarvistir. Akstur inní myrka nóttina yfir ijöll og firnindi er slítandi og langdreg- inn. Þá er gott að láta hugann reika, riija upp ljúfsárar endur- minningar, velta fyrir sér spurning- um tilverunnar, leita að sjálfum sér. Skyndilega birtir yfír. Hún er komin heim í afskekktu sveitina sína. Virðir fyrir sér gamalkunnugt útsýnið úr eldhúsglugganum. Enn- þá liðast þjóðvegurinn framhjá íðil- grænum túnfætinum. Skyldi rútan vera hætt að ganga? Það fer ekki hjá því að ljóðræn- ar hugsanir leiti á áhorfandann eft- ir að hafa séð hina ægifögru og lýrísku mynd Unni Straume, sem minnir ekki síður á ljósmyndasýn- ingu sem endar í dulitlu málverki. Ung stúlka heldur á puttanum til bernskuslóðanna í Vestur-Noregi og notar langt ferðalagið til að riija upp æskuminningarnar sem svífa hjá og skynja sjálfa sig. Virðist sátt í myndarlok. Til hins óþekkta heldur manni föngnum frá upphafi til enda. Hér er vel hugsað fyrir augum og eyrum. Textinn er sam- fellt prósaljóð, hljóðlátur eins og myndin sjálf, myndataka Paalgards augnakonfekt. Leikkonurnar sem fara með hlutverk sögumannsins eru penar og huggulegar og stand- ast langar nærmyndatökur með miklum ágætum. Straume sagði í aðfaraorðum að þessari fögru frum- raun sinni að hún væri engin átaka- mynd, það er víst hverju orði sann- ara. Þeir sem hafa áhuga fyrir slíkum verða fyrir vonbrigðum. En þeir sem leita að róandi og nærandi kveðskap á filmu fara upphafnir af þessari einstöku sýningu. Litli glæpa- maðurinn Litli glæpamaðurinn - „Le Petit Criminel”. Sýnd í Regnboganum. Leikstjóri Jacques Doillon. Handrit Doillon. Aðalleikendur Richard Anconina, Gérald Thom- assin, Clotilde Coureau. Frakk- land 1990.100 mín. Enskur texti. Unglingspilturinn Marc er á villi- götum og farinn að brjóta lög og reglur. Stefnan tekin á vandræðin. Hann hefur búið við ömurlegt upp- eldi hjá diykkfelldri móðir, faðirinn löngu horfinn út í buskann, litlu systir hefur verið komið fyrir hjá vandalausum. Hvergi skjól að finna. Dag einn hringir síminn og Marc kemst að því að hann á eldri syst- ir. Hann fyllist nýrri von en notar þau meðöl sem honum eru nærtæk- ust til að komast á fund hennar. Fremur vopnað rán, lendir í höndum lögreglumanns, en dæmið snýst við því Marc tekur hann í gíslingu. Saman halda þeir til Montpellier, finna systurina sem tekur bróðurn- um fálega er hún kemst að aðstæð- um hans. Snýst síðan hugur og leggur honum allt sitt lið til bjargar útúr ógöngunum. Döpur en athyglisverð mynd um vandamál tveggja utangarðsbarna sem ekkert eiga, finna hvort annað, eru rík um sinni og halda í auðinn dauðahaldi. En mega sín lítils gagn- vart skilningslausu umhverfinu sem hefur engann tíma né áhuga fvyrir vandamálum smælingjanna. Doillon dregur upp eftirminnilega mynd af Marc. Hann hefur margt til síns ágætis en kringumstæðurnar eru þegar komnar með hann, tólf ára gamlan, í ógöngur sem hann ræður ekki við. Það er engu síður þjóðfé- lagið sem þarf að taka til athugun- ar en drenginn. Samband systkin- anna er eftirminnilegt, leikurinn afburða góður, einkum Anconia hins unga. Þá fer Thomassin mjög vel með erfitt, margsnúið hlutverk lögregluþjónsins sem verður að loka eyrunum fyrir bænum iítilmagn- anna. Enda lítið betur settur sjálf- ur. Hvað verður um þessa einstakl- inga er ekki gott að spá en það ástand senj Doillon skapar er gagn- rýnið og vonleysið uppmálað og síst til að vekja bjartsýni hjá áhorfand- anum. Myndir sýnd- ar í dag Lóla, Launráð, Lögmál lost- ans, Gluggagægirinn, Taxablús, Freisting vampír- unnar, Stingur dauðans, Til hins óþekkta. Smíðum út viðhaldsfríu uPVC efni: • Sólstofur • Svalahýsi • Rennihurðir | • Renniglugga I • Fellihurðir, útihurðiro.m.fl. I Ekkert viShaU íslensk framleiösla □rí Gluggar og Garöhús « Dalvegi 2A, Kópavogi, Sími 44300 SIEMENS -s*ð/ ÓDÝRAR OG GÓÐAR ELDAVÉLAR FRÁ SIEMENS Þessar sívinsælu eldavélar frá SIEMENS eru einfaldar í notkun, traustar, endingargóðar og á mjög góðu verði. HS 24020 ■ Breidd 60 sm ■ Grill ■ 4 hellur ■ Geymsluskúffa HISI 26020 ■ Breidd 50 sm ■ Grill ■ 4 hellur ■ Geymsluskúffa Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs. • Borgarnes: Glitnir. • Borgarfjörður: Rafstofan Hvitárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir. • Grundarfjörður: Guðni Hallgrimsson. • Stykkishólmur: Skipavik. • Buðardalur: Versl. Einars Stefánssonar. • ísafjörður: Póllinn hf • Blönduós: Hjörleifur Júliusson • Sauðárkrókur: Rafsjá hf. • Siglufjörður: Torgið hf. • Akureyri: Sir hf. • Husavik: Öryggi sf. • Þórshöfn: Norðurraf • Neskaupstaður: Rafalda hf. • Reyðarfjörður: Rafnet. • Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmundss • Bréiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss. • Höfn i Hornarfirði: Kristall • Vestmannaeyjar: Tréverk hf. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga. • Selfoss: Árvirkinn hf. • Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar. • Keflavik: Ljósboginn. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.