Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991
47
i
i
I
4
4
4
I
t
«
Fyrsti sigur Jóhanns
Skák
Margeir Pétursson
JÓHANN Hjartarson lagði
Englendinginn Jonathan Speel-
man mjðg örugglega að velli í
aðeins 27 leikjum í tólftu um-
ferð Heimsbikarmóts Flugleiða
í gærkvöldi. Þetta var fyrsti
sigur Jóhanns á mótinu. Staða
manna í efstu sætum breyttist
lítið, því Karpov gerði jafntefli
við Nikolic og sömuleiðis þeir
Ljubojevic og Ivantsjúk.
Seirawan varð fyrir því áfalli
að tapa sinni fyrstu skák fyrir
Khalifman. Eftir aðeins rúm-
lega klukkustundar tafl-
mennsku urðu Bandaríkja-
manninum á slæm mistök sem
þýddu það að Rússinn vann tvö
peð með einfaldri fléttu.
Speelman þekkti byrjunina í
skákinni við Jóhann ekki nægilega
vel og strax upp úr byrjuninni
fékk hann óteflandi stöðu. Jóhann
vann á mjög sannfærandi hátt úr
stöðuyfirburðunum og gaf Eng-
lendingnum enga möguleika á
gagnfærum. í umferðinni áður
hafði Speelman einmitt bjargað
gjörtapaðri stöðu gegn Chandler.
Það mátti heyra á sunnudags-
kvöldið að það fékk mikið á
Ljubojevic að hafa látið vinninginn
sér úr greipum ganga gegn Jó-
hanni. Taflmennska hans gegn
ívantsjúk í gærkvöldi var ekki
sérlega sannfærandi, hann lék
drottningu sinni oft í byrjuninni,
en samt sem áður féllst ívantsjúk
á jafnteflisboð hans eftir 17 leiki.
Predrag Nikolic tefldi byijunina
hvasst með svörtu gegn Karpov
og gaf heimsmeistaranum fyrr-
verandi aldrei færi á að sigla lygn-
an sjó. Skák þeirra var nokkurn
veginn í jafnvægi allan tímann.
Andersson tefldi sömu rólegheita-
byijunina gegn Gúlko og hann
gerði gegn Karpov og lenti enn á
ný í erfiðri vörn, nú með peði
undir í endatafli. Þegar skákin fór
í bið virtist þó sem Andersson
væri að bjarga sér í jafntefli.
Jan Timman náði að sýna sitt
rétta andlit á sunnudaginn, en í
gær var röðin komin að Beljavskí
að kveða sér hljóðs óg hann lagði
Hollendinginn að velli í glæsilegri
sóknarskák. Salov komst ekkert
áfram gegn Ehlvest og niðurstað-
an varð jafntefli í aðeins 18 leikj-
um. Staða Portisch og Ghandlers
varð snemma flókin, eins og oft
áður varð Chandler fyrir skakka-
föllum í tímahraki, hann missti
mikilvægt frípeð og þegar skákin
fór í bið átti Ungveijinn peði
meira og góða vinningsmöguleika.
Rétt eins og í helgarumferðun-
um sá grófur afleikur dagsins ljós
fyrir kvöldmat:
Svart: Yasser Seirawan
Hvítt: Alexander Khalifman
18. - a4?? 19. a3 - Rd5 20.
Bxc5+! — bxc5 21. Hxc5
Þar sem riddararnir á c6 og
d5 standa báðir í uppnámi og
geta ekki valdað hvor annan hlýt-
ur annar hvor þeirra að falla. Það
er ekki ýkja erfitt að sjá þetta,
en slíkar einfaldar fléttur hafa
löngum valdið Seirawan þungum
búsiljum.
21. - Rd4 22. Hxd5 - Hxd5
23. Bxd5 - Hb8 24. e3 - Re2+
25. Kfl - Hxb2 26. Be4 - Rc3
27. Bxh7 og með tvö peð yfir
í endatafli veittist Khalifman auð-
velt að innbyrða vinninginn.
Staðan eftir tólf umferðir:
1-2. Karpov og ívantsjúk 8 v.
3—4. Ljubojevic og Nikolic 6
v. og biðskák
5—6. Khalifman og Ehlvest 6v.
7. Seirawan 6 v. og biðskák
8. Speelman 6 v.
9. Beljavskí 5 v. og 2 biðskákir
10. Chandler 5 v. og biðskák
11. Salov 5 v.
12. Jóhann 4 og biðskák
13. Portiseh 4 v. og 2 biðskákir
14—15. Timman og Andersson 4
v. og biðskák
16. Gúlko 3 v. og biðskák
Frídagur á skákmótinu í dag
Biðskákirnar sex verða tefidar
í dag kl. 17.10, en að öðru leyti
eiga keppendur frí. Þrettánda
umferðin verður síðan tefld á
morgun, miðvikudag, sú fjórtánda
á fimmtudaginn og sú fimmtánda
og síðasta á laugardaginn.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Jonathan Speelman
Nimzoindversk vörn
I. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3
- Bb4 4. Dc2 - 0-0 5. a3 -
Bxc3+ 6. Dxc3 - b6 7. Bg5 -
c5 8. dxc5 — bxc5 9. e3 — Bb7
10. f3 - h6
í skákinni Helgi Ólafssön-
Smyslov, New York Open 1989,
fékk svartur óteflandi stöðu eftir
10. - d6 11. 0-0-0 - De7 12.
Bxf6! - gxf6 13. Re2 - Rd7 14.
Rf4 og Helgi vann örugglega í
41. leik. Eftir þá skák og fleiri í
svipuðum dúr hefur það almennt
verið viðurkennd staðreynd að
svartur verði að geta drepið til
baka með drottningu á f6. Tólfti
leikur Speelmans sýnir þó að hann
hefur ekki þekkt þessar skákir.
11. Bh4 - Rc6 12.0-0-0!- Hc8?
13. Bxf6 - gxf6 14. Kbl!
Líklega ennþá nákvæmara en
14. Re2 - d5 15. Rf4 - d4 með
einhveijum möguleikum á mót-
spili. Speelman reynir samt að
losa um sig með d7-d5 en tapar
peði án fullnægjandi bóta.
14. — d5?! 15. cxd5 — exd5 16.
Dxc5 - Re5 17. Dd4 - Dc7 18.
Rh3 - Dc2+ 19. Kal - Rc6 20.
Dg4+ - Dg6 21. Dd7! - Ra5
22. Bd3 - Rb3+ 23. Kbl -
Hcl+ 24. Ka2
Jóhann hefur ekki látið sóknartil-
raunir andstæðingsins raska ró
sinni. Þrír menn svarts standa nú
einfaldlega í uppnámi án þess að
valda nokkurri hættu og hann
tapar meira liði.
24. - Hxdl 25. Hxdl - Rc5 26.
Dxb7! — Rxd3 27. Db5 og Speel-
man gafst upp, því eftir 27. —
Re5 28. Dxd5 er hann tveimur
peðum undir, auk þess sem hvítur
hefur yfirburðastöðu.
Afleikir og tímahrak um helgina
Góð aðsókn var að tveimur
æsispennandi umferðum á
Heimsbikarmóti Flugleiða um
helgina. Sigursælastur var
Vasílí Ivantsjúk sem vann bæði
Khalifman og Gúlko, en auk
þess vöktu skákir Jóhanns
Hjartarsonar verðskuldaða at-
hygli. Gegn bæði Chandler og
Ljubojevic virtist hann vera
með vonlausar stöður, en náði
samt að bjarga þeim báðum.
Anatóli Karpov mátti einnig vel
við sinn hlut una, fyrst vann
hann Ulf Andersson auðveld-
lega á laugardaginn og síðan
fékk hann frídag með svörtu
gegn Seirawan, er Bandaríkja-
maðurinn lét sér nægja að end-
urtaka gamla skák Kortsnojs
og Karpovs frá heimsmeistara-
einvíginu 1978.
Karpov er að því leyti gjörólíkur
þeim Kasparov og Ivantsjúk, að
hann er ávallt ánægður með jafn-
tefli gegn stórmeistara á svart og
á það jafnvel til að endurtaka
gamlar skákir til að næla sér í
aukafrídag. Seirawan sagðist
reyndar ekki hafa munað eftir
þessari einvígisskák, en jafnteflið
kom honum reyndar vel, því hann
á betri biðskák við Beljavskí úr
tíundu umferðinni.
Annars var taflmennska sumra
keppendanna um helgina afskap-
lega gloppótt og grófir afleikir
voru nokkuð algengir. Þegar upp
var staðið eftir þennan darraðar-
dans var niðurstaðan sú að þeir
Karpov og ívantsjúk munu beijast
um efgta sætið á mótinu, en fjöl-
margir keppendur eiga hins vegar
möguleika á þeim næstu.
Döpur taflmennska
Andersson
í tíundu umferðinni á laugar-
daginn hélt þrautaganga stiga-
hæsta skákmanns Norðurlanda
áfram. Andersson hefur átt erfiða
daga hér í Reykjavík, rólegur
skákstíll hans hefur verið alveg
bitlaus og það er ekki hægt að
segja að hann hafi nokkru sinni
fengið upp betri stöðu á mótinu,
hvað þá vinningslíkur. Hann hefur
nú tapað þremur skákum og í
mörgum skákum hefur hann ekki
uppskorið jafntefli fyrr en eftir
langa og stranga vörn.
A laugardaginn átti Svíinn einn
sinn versta dag á löngum atvinnu-
mannsferli, er hann tapaði fyrir
jafnaldra sínum, Anatólí Karpov,
í aðeins 24 leikjum. Þeir Karpov
og Andersson hafa marga hildi
háð um dagana, en aðeins einu
sinni hefur Svíanum tekist að
sigra, það var á stórmótinu í
Mílanó árið 1975. Síðan þá hafa
þeir áttst við í mörgum tugum
skáka og nú virðist svo komið að
Andersson hafí gefist upp á að
reyna að vinna Karpov með hvítu
og með svörtu sættir hann sig
yfirleitt strax við óvirka vörn.
Þetta virðist skila honum jafntefli
í u.þ.b. annarri hvorri skák á svart
og þýðir það að niðurstaða úr
skákum hans og Karpovs er u.þ.b.
62,5% gegn 37,5% heimsmeistar-
anum fyrrverandi í vil þegar til
langs tíma er litið.
Ef Svíinn reynir ekki að herða
upp hugann og tefla hvassar gegn
Karpov í framtíðinni, fer að verða
algjör óþarfi að láta þá tefla.
Svart: Ulf Andersson
23. Hd6!
Eftir vel heppnaða byijun er
Karpov smám saman að herða
tökin og nú verða Andersson á
herfileg mistök:
23. - Rc8? 24. Hxc6!
Nú tapar svartur mikilvægu
peði bótalaust og Andersson gafst
upp. Flestir stórmeistarar gefast
ekki upp fyrr en þeir tapa manni
eða eru orðnir a.m.k. tveimur peð-
um undir og það er eins gott að
Jóhann er ekki eins hógvær og
Andersson. Svíinn hefði líklega
verið tilbúinn til að gefa stöðurnar
sem hann hafði gegn þeim
Chandler og Ljubojevic um helg-
ina. Sannast það sem gamall
meistari sagði, að það vinnur eng-
inn skák á því að gefa hana.
Speelman fékk einnig auðveld-
an vinning í tíundu umferðinni.
Hann kom Ehlvest á óvart strax
í þriðja leik, og eftir 1. d4 — Rf6
2. c4 — g6 3. Bg5!? (Til að hindra
uppáhaldsbyijun Eistans,
Griinfeldsvörnina, sem kemur upp
eftir 3. Rc3 - d5) 3. - Re4 4.
Bf4 — c5 hafði Eistinn notað
tæplega klukkustund, enda
koltapaði hann skákinni.
Khalifman tefldi mjög hvasst
með hvítu gegn ívantsjúk, sem
tók að venju hraustlega á móti
og vann eftir miklar sviptingar í
tímahraki. Þótt ekki fengist úrslit
í hinum skákunum fimm á laugar-
daginn voru þær sumar æsifengn-
ar. Byijun Jóhanns gegn Chandl-
ers virtist vel heppnuð og Eng-
lendingurinn varð að láta peð af
hendi rakna. Framhaldið tefldi
Jóhann hins vegar veikt og
Chandler vann af honum þijú peð
í endatafli án þess að honum tæk-
ist að svara fyrir sig. Fyrir það
þriðja og síðasta tókst Jóhanni
þó að afla sér gagnfæra og það
dugði:
Svart: Murray Chandler
Hvítt: Jóhann Hjartarson
30. Hacl! - Bxd3
Nú fær hvítur ákveðið mótspil,
til greina kom einnig 30. — Hfc5!?
Ef Chandler hefði átt nægan tíma
hefði hann vafalaust lagt í að leika
30. — Hxa2! með hótuninni 31. —
Hf3+ og mótspil hvíts gegn því
er ekki nógu kröftugt.
31. He8+ - Kf7 32. Hcel! -
He5 33. Hlxe5 - fxe5 34. Hxe5
- Bf5?
Hér var 34. — Be2! mun sterk-
ara, því eftir þessi mistök stendur
hvíti engin ógn af svarta d peðinu
og hangir á jafntefli með hjálp
mislitu biskupanna.
35. Ha5 - Hc7 36. Kf2 - Ke6
37. Bf4 - Hb7 38. Kel - Bbl
39. Kd2 - Hf7 40. He5+ - Kd7
41. Hd5+ - Kc6 42. Hxd4 -
Hd7 og samið jafntefli.
Gúlko og Ljubojevic gerðu bar-
áttulítið jafntefli og sömuleiðis
Salov og Nikolic. Tvær skákir
fóru í bið. Seirawan hefur ennþá
vinningslíkur gegn Beljavskí, en
fyrr í skákinni var hann skipta-
mun og peði yfir, án þess að Rúss-
inn hefði nokkrar bætur fyrir.
ívantsjúk náði Karpov
Á sunnudaginn var stundvísum
áhorfendum aftur umbunað með
grófum afleik snemma tafls.
Ivantsjúk beitti skozkum leik gegn
Gúlko, sem eina ferðina átti slæ-
man dag. Úkraínumaðurinn ungi
afgreiddi hann fljótt og örugglega
og komst þar með upp í efsta
sætið, en Gúlko lenti við þetta á
botninum. Timman náði snemma
yfirhöndinni gegn Salov og vann
sannfærandi sigur. Það var svo
sannarlega kominn tími til að
Hollendingurinn sterki næði að
vinna sinn fyrsta sigur.. Ehlvest
tefldi illa framan af skákinni við
Portisch og leit út fyrir annað
afhroðið í röð. En svo virtist sem
úthald Ungveijans brysti, hann
missti vænlega stöðu í tap í tíma-
hraki eftir sex tíma taflmennsku.
Baráttulaus jafntefli gerðu þeir
Seirawan og Karpov og Andersson
og Khalifman. I viðureign Eng-
lendinganna var Speelman var
með gjörtapað endatafl gegn
Chandler, átti skiptamun og peði
minna, en tókst að klóra sig í jafn-
tefli í tímahraki andstséðingsins.
Tvær skákir fóru í bið. Nikolic
virðist standa ívið betur gegn
Beljavskí eftir þunga baráttuskák
þar sem Rússinn virtist lengst af
vera að teflá til vinnings.
Jóhann virtist fá vel teflandi
stöðu gegn Ljubojevic, en í mið-
taflinu missti hann alveg þráðinn
og eftir tímahrak stóð Júgóslavinn
uppi með peði meira og vinnings-
stöðu. En þá varð hann of bráður
á sér:
Svart: Jóhann Hjartarson
Hvítt: Ljubomir Ljubojevic
50. f4?
Það er með ólíkindum að jafn-
öflugur skákmaður og Júgóslavinn
skuli veikja kóngsstöðu sína þann-
ig að óþörfu og áhorfendur voru
sem dolfallnir.
50. - Rf6 51. Dc8+ - Kh7 52.
Re5 - Ddl 53. Df5+ - Kg8 54.
Kh4 - Dhl+
Hér gat Jóhann þvingað fram
jafntefli strax með laglegri fléttu:
54. — Rxh5! 55. Dxh5 — g5+! 56.
fxg5 - Dhl+ 57. Kg4 - De4+
óg þráskákar.
55. Dh3 - Dbl 56. Dc8+ - Kh7
57. Dc6 - Rxh5?
58. Kxh5? - Df5+ 59. Kh4 -
g5+ er nú jafntefli, en Jóhann
hefur vanmetið svar hvíts. Jafn-
tefli er ennþá líkleg niðurstaða
eftir 57. - Df5 58. Df3 - Dbl!?,
t.d. 59. Dd3+ - Dxd3 60. Rxd3
— Re4 og eftir uppskipti á b peð-
unum heldur svartur jöfnu.
58. Rg4! - Df5 59. Dxb6 -
Rxf4!? 60. gxf4 - Dxf4
Nú var tímamörkunum náð, en
Júgóslavinn var svo æstur eftir
tímahrakið að hann bætti við ein-
um leik og það kostar hann sigur-
inn. Rétt var 61. Db7!, sem leppar
g peð svarts og vinningur blasir
við.
61. Dc6?? - g5+!
Þetta var opin biðleikur Jóhanns
og nú blasir jafnteflið við. Riddar-
inn á g4 eða peðið á b5 hljóta að
falla.
ir
-