Morgunblaðið - 15.10.1991, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTOBER 1991
Hæstiréttur:
Fyrrum sparisjóðs-
sljórí dæmdur í fang-
elsi fyrir fjárdrátt
FYRRUM sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Rauðasandshrepps í Barða-
strandarsýslu hefur í Hæstarétti verið dæmdur til 7 mánaða óskil-
orðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt. I héraði hafði maður-
inn verið dæmdur til fímm mánaða fangelsis en þar af höfðu fjór-
ir mánuðir verið skilorðsbundnir. Hæstiréttur átelur galla á máls-
meðferð fyrir héraðsdómi en telur eigi alveg nægar ástæður til
ómerkingar málsins.
Morgunblaðið/KGA
Undirbúningur er hafinn á skautasvellinu í Laugardal og stendur til að opna það um helgina ef
veður leyfír.
Laugardalur:
Skautasvellið opnað á ný
EF VEÐUR leyfir verður skautasvellið í Laugardal opnað almenn-
ingi næsta laugardag. Að sögn Ómars Einarssonar framkvæmda-
stjóra Iþrótta- og tómstundaráðs er undirbúningur þegar hafinn
en veðurspáin lofar ekki góðu og svo gæti farið að fresta verði
opnuninni.
„Það er undir veðrinu komið
hvort okkur tekst að opna svellið
á laugardag,” sagði Ómar. „Spáð
er rigningu og roki í vikunni sem
gæti tafið fyrir að unnt verði að
frysta svellið en til að ná upp ís
í byrjun verður að vera sæmilega
kalt í veðri.”
Sérstakir tímar eru ætlaðir fyr-
ir börn á svellinu og eru þeir alla
morgna frá mánudegi til föstu-
dags milli ki. 10 og kl. 12. Al-
mennir tímar eru frá kl. 13 til kl.
22 mánudaga, miðvikudaga og
föstudága og milli kl. 13 og kl.
18 á þriðjudögum, fimmtudögum,
laugardögum og sunnudögum.
Sérstakir æfíngartímar eru milli
kl. 10 og kl. 13 á laugardögum
og sunnudögum og milli kl. 18 til
kl. 20 sömu daga og að auki milli
kl. 18 til kl. 22 á þriðjudögum og
fimmtudögum.
Aðgangseyrir fyrir fullorðna er
200 kr. og fyrir börn 50 kr.
Fimmtán miða kort fyrir fullorðna
kostar 2.400 kr. og fimmtán miða
kort fyrir börn 600. kr. Leiga
fyrir skauta er 300 kr. að við-
bættu 200 kr. í skilagjald. Skerp-
ing á skautum kostar 400 kr.
Siglfirðingar tilbúnir að
taka við loðnu til bræðslu
Niðurstöður mælinga koma eftir 1-2 vikur, segir Hjálmar Vilhjálmsson
Maðurinn var sakfelldur fyrir
að hafa dregið sér rúmar 2,7 millj-
ónir króna á árunum 1982-1987.
Hann hefur ekkert endurgreitt af
því. í dómi Hæstaréttar segir að
við ákvörðun refsingar beri að líta
til þess að ákærði hafi tekist á
hendur trúnaðarstarf þegar hann
gerðist sparisjóðsstjóri. Hann hafi
Landhelgisgæslan:
Athugað með
ferðir skútu á
leið til Islands
LANDHELGISGÆSLAN er fyr-
ir nokkru farin að svipast um
eftir skútunni Nakka sem á að
vera á leið til íslands frá
Flórída. Einn íslendingur,
Bergþór Hávarðarson, er um
borð en hann hefur nú verið
rúmlega 40 daga í hafi. LHG
hefur sent fyrirspurnir um
skútuna til björgunarmiðstöðva
bæði í Kanada og á Azoreyjum
en án árangurs.
Samkvæmt upplýsingum frá
LHG eru margir óvissuþættir í sigl-
ingu Nakka til landsins. Sjálfur
áætlaði Bergþór að vera 40 daga
á leiðinni en samkvæmt útreikn-
ingum LHG er það fullmikil bjart-
sýni að ætla sér svo skamman tíma
að sigla þessa leið. Vitað er að
Bergþór hefur vistir um borð til
2ja mánaða og hann er vanur skút-
usiglingum um Atlantshafið. Veð-
ur á leið þeirri sem hann ætlaði
að fara hefur yfirleitt verið gott
þennan tíma sem liðinn er.
LHG hefur sent fyrirspumir um
Nakka til björgunarmiðstöðvanna
í Halifax í Kanada og í Lajes á
Azoreyjum en á hvorugum staðn-
um hafa menn orðið varir við skút-
una. Einnig hefur LHG reynt að
kalla Bergþór upp á reglubundnu
flugi sínu suður af Reykjaneshrygg
á síðustu dögum.
framið brot sín með verkum sem
telja verði misnotkun á stöðu hans.
í dómi Hæstaréttar er rakið að
í héraði hafi verið lögð fram ítar-
leg skýrsla eftirlitsmanna banka-
eftirlits Seðlabanka en þrátt fyrir
að ákærði hafi alfarið neitað
sakargiftum um fjárdrátt fyrir
dómi hafí ekkert vitni verið kallað
fyrir dóm og sé sú málsmeðferð
andstæð ákvæðum laga um með-
ferð opinberra mála, svo og það
hvernig staðið var að samningu
dómsins. Atalið er að héraðsdóm-
ari hafi dregið í 14 mánuði frá
áfrýjun að senda dómgerðir máls-
ins til ríkissaksóknara. Guðrún
Erlendsdóttir hæstaréttardómari
var ein um að vilja ómerkja dóm-
inn og málsmeðferðina af þessum
sökum en í sératkvæði hennar
segir að þar eð meirihluti dómenda
hafi komist að annarri niðurstöðu
beri henni að taka afstöðu um
efni málsins og því samþykki hún
atkvæði meirihlutans, sem skipað-
ur var hæstaréttardómurunum
Bjarna K. Bjarnasyni, Gunnari
M. Guðmundssyni, Haraldi
Henryssyni og Jónatan Þórmunds-
syni, prófessor.
„ÉG hefði gjarnan viljað að veið-
ar væru byrjaðar, enda erum við
tilbúnir til að taka við Ioðnu. Mér
fínnst að það hefði átt að vera
búið að mæla loðnuna fyrr, en
er bjartsýnn á að það verði búið
að gefa út kvóta fyrir vikulok,”
sagði Þórhallur Jónasson, rekstr-
arstjóri Síldarverksmiðju ríkis-
ins á Siglufirði. Arni Friðriksson,
skip Hafrannsóknarstofnunar,
leitar nú loðnu út af Vestfjörð-
um. Þá fer Bjarni Sæmundsson
til leitar út af Norðurlandi í
kvöld, en þar hefur Súlan EA
fundið töluverða loðnu undan-
farna daga.
Þórhallur sagði að hann tryði
ekki öðru en að gefinn yrði út
myndarlegur loðnukvóti í ár. „Það
bárust fregnir af því þegar í sumar
að mikil loðna væri út af Norður-
landi, en þeim fréttum verður þó
að taka með þeim fyrirvara, að þó
það hafi verið loðna í trollum þá
er ekki víst að hún sé veiðanleg í
nót. Nú er Árni Friðriksson að
mæla fyrir vestan, en fiskifræðing-
arnir vilja auðvitað kynna sér
ástandið hér fyrir norðan áður en
ákvörðun verður tekin um kvóta.
Mér finnst að það hefði verið hægt
að gera fyrr, en er þó bjartsýnn á
að kvótinn verði ákveðinn fyrir
vikulok.”
Þórhallur sagði að atvinnuástand
á Siglufirði væri þokkalegt, en með
haustinu harðnaði á dalnum. „Þeg-
ar loðnuveiðar byija ráðum við um
20 manns til viðbótar í verksmiðj-
una. Það hleður líka utan á sig, í
aukinni verslun og viðskiptum við
loðnuskipin. Það skiptir miklu máli
fyrir staði eins og Siglufjörð að fá
loðnuna.”
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð-
ingur taldi það mikla bjartsýni að
kvótinn yrði tilbúinn í vikulok.
„Menn virðast ekki átta sig á að
það er afar erfítt að koma við nokk-
urri kvótasetningu fyrr en við erum
búnir að mæla þetta — og til þess
þurfum við tíma,” sagði Hjálmar.
„Við verðum ekki tilbúnir með
niðurstöður úr mælingunni fyrr en
eftir eina til tvær vikur og þá reikna
ég með góðu veðri á leitarsvæð-
inu,” sagði Hjálmar.
Hann sagði að búið væri að fara
yfir svæðið vestur af Vestfjörðum
og nú væri svæðið út af Norður-
landi eftir. Það tæki í rauninni ekki
langan tíma en á þessum tíma árs
væri allra veðra von og því gæti
þetta dregist eitthvað.
---------------
Danmörk:
*
Islendingur
var rændur á
Helsingjaeyri
Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
TYRKI á fertugsaldri hefur verið
handtekinn í Danmörku, sakaður
um að hafa ráðist með barsmíðurn
á íslending og rænt hann. Ræn-
ingjarnir, sem voru fjórir eða
fimm, flúðu af vettvangi í bíl en
vasi eins þeirra rifnaði í átökun-
um svo að strætisvagnakort hans
með nafni og mynd ásamt lykla-
kippu varð eftir á staðnum.
Atburðurinn varð með þeim hætti
að maður sem að sögn íslendingsins
var suðrænn í útliti, vék sér að hon-
um á götu á Helsingjaeyri og bað
um tíu krónur (100 ÍSK). Er íslend-
ingurinn tók upp veskið var talan
hækkuð í 100 krónur. íslendingur-
inn neitaði að greiða og réðust
mennirnir þá á hann með barsmíð
og, spörkum auk þess sem þeir
rændu frá honum 15.000 krónum
(um 140.000 ÍSK). Er Tyrkinn sem
missti eigur sínar í slagsmálunum
sneri sér til lögreglunnar til að
endurheimta þær var hann handtek-
inn. Hann neitar að hafa tekið þátt
í árásinni.
Borgin hyggst fella niður
skuld Bridssambandsins
Gerbreytir starfsaðstöðu okkar,
segir varaforseti sambandsins
BRIDSSAMBAND Islands hefur fengið margar veglegar gjafir
undanfarna daga. Þegar landsliðið í brids kom heim aðfaranótt
mánudags tilkynnti Davíð Oddsson forsætisráðherra fyrir hönd
Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra að borgin hyggðist
fella niður tíu milljóna króna skuld Bridssambands íslands við
borgina.
„Þetta eru allt höfðinglegar
gjafir sem gerbreyta auðvitað allri
okkar starfsaðstöðu. Afborganir
af húsinu okkar hafa verið stór
hluti af útgjöldum Bridssam-
bandsins og nálgast alla þá upp-
hæð sem komið hefur inn sem
árgjöld félaganna. Nú verður
hægt að nota þá peninga til að
byggja enn frekar upp starfsem-
ina. Við erum því auðvitað mjög
þakklát Reykjavíkurborg og öllum
öðrum sem hafa veitt okkur
stuðning,” sagði Guðmundur Sv.
Hermannsson varaforseti Brids-
sambands íslands í gær.
„Bridssambandið hefur ekki
enn, frekar en aðrir, náð almenni-
lega að átta sig a árangri lands-
liðsins okkar í Yokohama, og hvað
hann hefur í för með sér. En við
vitum að það fylgir vandi hverri
vegsemd og þeim mun meiri eftir
því sem vegsemdin er meiri. Nú
er eins og Bridssambandið hafi
fengið 28 punkta á eina hendi og
endað í 7 gröndum. Nú verðum
við að spila úr þessum spilum, og
ég vona að það takist á þann
hátt að verði bridsíþróttinni og
þjóðinni allri til framdráttar,”
sagði Guðmundur.
Elín Bjarnadóttir framkvæmd-
astjóri Bridssambandsins sagði i
gær að sambandið hefði fengið
500 þúsund króna ferðastyrk frá
Flugleiðum og 100 þúsund krónur
í ferðasjóð frá SAS. Auk þess
hefði HHÍ gefið 1.000 Happó-
miða og yrði dregið í kvöld. Á
bankabók sambandsins hafa kom-
ið um 500 þúsund og sagði Elín
að talsvert ætti enn eftir að koma
inn af áheitum sem sambandinu
hefði borist á meðan á keppninni
stóð.
Sjá frásögn af komu heims-
meistaranna á bls. 24