Morgunblaðið - 15.10.1991, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991
SEXTÍU TEIKNINGAR
Merkir Akureyringar. London 1975.
Engin haldbær rök
fyrir flutningi norður
- segir Matthías Bjarnason formaður
stjórnar Byggðastofnunar
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Fyrir allnokkrum árum sýndi tón-
skáldið Hafliði Hallgrímsson smá-
myndir eftir sig í anddyri Norræna
hússins, sem dijúga athygli vöktu.
Það kom greinilega fram í þess-
um myndverkum, að tónskáldið
hefur heilmikið næmi fyrir myndlist
-----------------------
■ EFTIRFARANDl ályktun var
gerð á fundi stjórnar SUJ nýlega:
„Samband ungra jafnaðarmanna
hvetur islensk stjórnvöld til að við-
urkenna sjálfstæði Króatíu og Slóv-
eníu nú þegar. Einungis með því að
þjóðir heims taki sig til og fari að
líta á þessi ríki sem sjálfstæð er
hægt að stöðva það blóðbað sem
'hefur staðið yfír í Júgóslavíu undanf-
arið. íslendingar sýndu það með
stuðningi sínum við Eystrasaltslönd-
in í sjálfstæðisbaráttu þeirra að þeir
geta verið undirokuðum þjóðum
heims betri en enginn og fengum
við sönnur á því að stuðningur okk-
ar var metinn að verðleikum. Nú
hefur verið leitað til okkar um stuðn-
ing við þessar þjóðir, sem vel vígbú-
inn her er að murka niður í allra
augsýn. Við getum ekki þegar deyj-
andi bróðir biður okkur ásjár slegið
á hönd hans og sagt: „Talaðu fyrst
‘við einhvern annan, svo skulum við
sjá til.”
og er satt að segja ekki oft hér á
landi, sem maður sér línur dregnar
með sömu listfengi og fram kom í
sumum þeirra.
Þá er það ekki algengt að tón-
smiðir efni til myndlistarsýninga,
þó færa megi fyrir því gild rök að
myndlist og tónlist eigi margt sam-
eiginlegt, þótt tónlistin höfði til
eyrans og myndlistin til augans.
Málið er að innihald myndlistar
byggist ekki svo lítið á lífrænum
hrynjandi eins og tónlistin, og línur
form og þá einkum litastigarnir
lúta um margt svipuðum Iögmálum
og tónstigarnir og hér má þjáifa
næmi augans í það óendanlega ekki
síður en eyrans.
Hafliði Hallgrímsson, sem bú-
settur er í Edinborg, var staddur
hér á dögunum og hélt þá sérstaka
tónleika í Listasafni íslands, þar
sem eingöngu voru flutt verk eftir
hann sjálfan. En ekki var hann með
neina myndlistarsýningu með sér í
malnum, en hins vegar gaf hann
út bók til styrktar tónleikahaldinu
sem inniheldur sextíu teikningar
eftir hann.
I formála bókarinnar segir Hafl-
iði m.a.: „Það er ekki undarlegt þó
tónskáld sæki í myndlist, því þar
ríkir þögnin. Við þögnina eiga flest
tónskáld fiókin viðskipti, sem aldrei
er að vita hvernig lýkur. Ég hef
átt stórkostlegar gleðistundir í
hljóðlátum söfnum, og á sýningum
um allan heim, gleðistundir sem oft
voru kórónaðar með góðu kaffi og
tértusneið í veitingastofu innan
safnsins í lok skoðunar.”
Af þessum línum er auðvelt að
draga þá ályktun, að Hafliði er
dijúgur áhugamaður um myndlist
eins og ég þóttist strax sjá í mynd-
um hans forðum. En á þeim tíma
sem liðin er frá sýningu hans í
Norræna húsinu, hefur aðsókn á
söfn margfaldast svo að það er
sjaldnast hljóðlát athöfn að sækja
þau heim er svo er komið! Þó ríkir
innan þeirra eftirsóknarverð sam-
kennd, fágun og tillitsemi á meðal
safngesta, sem má líkja við
stemmninguna á tónleikum.
Teikningarnar sextíu í bókinni
hefur Hafliði án vafa töfrað úr
penna sínum á hljóðlátum hvíldar-
stundum frá tónlistinni, því þetta
eru bersýnilega tækifærisriss hins
einlæga myndlistarnjótanda á ferð-
alögum hans vítt um heiminn.
I þeim mörgum koma fram sömu
eiginleikar og ég minntist á forðum
og þær eru byggðar upp á tilfal-
landi hugarsýnum augnabliksins
ásamt ferskum áhrifum úr næsta
umhverfi.
Fram koma nýjar og nýjar hug-
dettur í línu, formi, hrynjandi og
útfærslu og er fróðlegt að fletta
síðu eftir síðu og vera um stund
samstiga gerandanum í myndræn-
um leik hans.
Hafliði fylgir ekki hugmyndum
sínum eftir eins og hinn þjálfaði
myndlistarmaður, en það gerir hins
vegar að verkum að yfir mörgum
mynda hans er viss ferskleikablær
tónsmiðs, sem víkkar út skynsvið
sitt með landnámi í ríki hinna hljóð-
látari athafna.
- Áhugasömum skal bent á, að
bókina má nálgast í helstu bókabúð-
MATTHÍAS Bjarnason alþing-
ismaður og formaður stjórnar
Byggðastofnunar segir ríkis-
stjórnina ekki hafa sett fram
nein haldbær rök fyrir þeirri
ákvörðun að flytja Byggða-
stofnun til Akureyrar eins og
hún hyggst gera á kjörtímabil-
inu. Tillaga um að flytja
Byggðastofnun til Akureyrar
var felld á stjórnarfundi stofn-
unarinnar árið 1986. Matthías
sat ekki í stjórn stofnunarinn-
ar á þeim tíma en segir það
hins vegar sína skoðun að
ástæður þeirrar ákvörðunar
séu óbreyttar.
„Það er enginn sparnaður fólg-
inn í því að flytja aðalstöðvar
stofnunarinnar til Akureyrar held-
ur myndi það þvert á móti hafa í
för með sér aukaútgjöld. Ég er
þessari ákvörðun algerlega mót-
fallinn,” sagði Matthías Bjarna-
son, í sarrvtali við Morgunblaðið.
„Ástæðurnar fyrir nauðsyn þess
að aðalstöðvar stofnunarinnar séu
á höfuðborgarsvæðinu eru fjöl-
margar, m.a. tengsl hennar við
stjórnkerfið og aðrar lánastofnanir
en ekki síst vegna viðskiptamann-
anna sem ég tel veigamesta atrið-
ið. Þetta hefði í för með sér stór-
felldan kostnaðarauka fyrir fólk á
Suðurlandi, Vesturlandi og Aust-
fjörðum því flestir sem eiga erindi
við stofnunina nota ferðina í fleiri
erindagjörðum í Reykjavík en
þyrftu með þessu að leggja lykkju
á leið sína,” sagði Matthías.
Hugmyndir um að flytja höfuð-
stöðvar Byggðastofnunar til Akur-
eyrar hafa áður komið upp, árið
1986, en tillaga þess efnis var þá
felld á stjórnarfundi stofnunarinn-
ar. Síðan hafa verið settar á stofn
skrifstofur Byggðastofnunar á
Akureyri og Isafirði og fyrir
nokkru var samþykkt að sett yrði
upp skrifstofa á Egilsstöðum.
„Þegar þetta mál kom upp árið
1986 fjallaði þáverandi stjórn
stofnunarinnar ítarlega um það
og komst að þeirri niðurstöðu að
það væri ekki rétt að flytja höfuð-
stöðvarnar frá Reykjavík. Ástæð-
ur þeirrar ákvörðunar hafa ekki
breyst síðan,” sagði Matthías að
lokum.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali
Til sölu á fastaignamarkaðinn eru að koma m.a. eigna:
Góð eign - þrjár íbúðir - verkstæði
Vel byggð og vel með farin húseign á vinsælum stað í austurborginni,
kj. og tvær hæðir, með þremur íbúðum, 2ja, 3ja og 4ra herb. Ennfrem-
ur fylgir verkstæði 45 fm. Teikn. og nánari uppl. á skrifst.
Á vægu verði við Hraunbæ
3ja herb. ekki. stór en vel skipul. íb. á 1. hæð. Nýtt bað. Góð innr.
Sérinng. Verönd. Ágæt sameign. Laus strax. Verð aðeins kr. 5,3 millj.
Góð íbúð við Furugrund
2ja herb. á 1. hæð um 60 fm vel 'umgengin. Vestursvalir. Geymsla i
kj. Ágæt nýendurbætt sameign. Laus strax.
Rétt við Dalbraut
Ný endurbyggð 4ra herb. íb. á 2. hæð í fjölbhúsi við Kleppsveg. Gott
risherb. fylgir með snyrtingu. Sameign mikið endurbætt. Laus strax.
Sérbýli f smíðum
óskast í borginni, Kópavogi eða Garðabæ. Skipti mögul. á góðu ein-
bhúsi 130 fm auk bílsk. 36 fm.
• • •
Nokkur góð einbýlishús
til sölu í borginni og víðar.
Hagkvæm skipti möguleg.
AIMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SllVIAR 21150-21370
Fyrirtæki til sölu
Höfum úrval fyrirtækja á söluskrá, þ.á m.:
★ Vel þekkt veitinga- og bensínsala nálægt
Reykjavík. Miklir möguleikar, hentar einkar vel sam-
hentri fjölskyldu.
★ Matvöruverslun, gamalgróin og þekkt. Mánaðar-
velta um 12 millj.
★ Dagsöluturn, vel staðs. í miðb. Hagst. verð.
★ Söluturn í Breiðholti. Góð álagning. Velta um 2,5 m.
★ Tískuverslun kvenna í Kringlunni, miklir möguleikar.
★ Fiskbúð á góðum stað í íbúðahverfi í Reykjavík.
Gott verð.
★ Blómaverslun, vel staðsett miðsvæðis í borginni.
★ Bakarí, gott fyrirtæki með vaxandi veltu. Gott verð.
★ Skilta- og auglýsingagerð, í góðum rekstri, hagst.
verð.
★ Innflutnings- og þjónustufyrirtæki, með sérhæfða
vélarhluti.
★ Veitingahús í miðborginni, góður rekstur, miklir
möguleikar.
★ Skóverslun við Laugaveg, besti sölutíminn framundan.
★ Sólbaðsstofa, gamalgróin og vel búin tækjum. Gott
fyrirtæki.
Höfum trausta kaupendur að margvíslegum fyrirtækjum.
Áralöng, traust og vönduð þjónusta í firmasölu.
smismúmwi «//
Nóatúni 17 105 Reykjavík Sími: 621315
Atvinnumiölun « Firmasala » Rekstrarróögjöf
um.
etfáuttct?
SÓLBAÐSSTOFA U£&á£ct
Vegna brottflutnings er til sölu falleg sólbaðs- og
gufubaðsstofa í fullum rekstri.
Stofan er í rúmgóðu húsnæði á góðum stað og hefur
mikil og stöðugt vaxandi viðskipti.
Atta nýir og fullkomnir ljósabekkir. Nuddaðstaða og
stækkuriarmöguleikar fyrir hendi.
Lítill tilkostnaður. Umtalsverðir tekjumöguleikar.
Stofan er ein sú glæsilegasta á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Möguleiki á að taka góða fasteign uppí kaupin.
Ahugasamir leggi helstu upplýsingar inn á auglýsinga-
deild Mbl., Aðalstræti 6, merktar:
„Einstakt tækifæri - 999".
*>
ASKRIFTARTÓNLEIKAR
GUL ÁSKRIFTARÖÐ
flmmtudaginn 17. október kl. 20.00
í Háskólabíói
Efnisskrá:
Mozart: Sinfónía nr. 38 - Prague -
Jón.Leifs: Fine I
Bartók: Konsert fyrir hljómsveit
Hljómsveitarstjóri:
Petri Sakari
Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, kynnir verkefni
fímmtudagstónleikanna í kvöld, þriðjudag,
í tónleikasal FÍH aö Rauöagerði 27.
Aliir velkomnir.
Sala áskriftarskírteina stendur nú yfír.,
Sinfóníuhljómsveit íslands
Háskólabíói við Hagatorg, 107 Reykjavík, sími 622255.
.............. ' -.. ........- ' — - -