Morgunblaðið - 15.10.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 15.10.1991, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 Almenn hagræðing í vinnslu landbún- aðarafurða þáttur í lækkun fram- færslukostnaðar o g auknum kaupmætti Island með sambærilegan vörulista innan verðjöfnunarkerfis og önnur EFTA-ríki, í yfirstandandi samningum EFTA og EB eftir Maríu E. Ingvadóttur Að undanförnu hefur nokkuð verið rætt í fjölmiðlum um innflutn- ing á takmörkuðum tegundum unn- inna landbúnaðarvara til íslands, innan svokallaðs verðjöfnunarkerf- is, í tengslum við yfirstandandi samninga EFTA og EB. Um er að ræða viðbót við bókun 2, í vöruteg- undum eins og jógúrti, smjörva og sólblóma, um verðjöfnunarkerfi, sem þegar er í gildi milli Islands og EB og sem þegar hefur aðjjeyma vörutegundir sem innihalda land- búnaðarafurðir sem hráefni, s.s. kökur. Verðjöfnunarkerfið gengur út á það að jafna mun á innlendu og erlendu hráefnisverði þeirra land- búnaðarvara sem notaðar eru í við- komandi iðnaðarvörur. Þetta er gert með því að lagt er jöfnunar- gjald á sambærilegar innfluttar vörur, þannig að gjaldið nemi mis- mun á innlendu verði og heims- markaðsverði landbúnaðarhráefnis sem fara í viðkomandi vörur. Vinnslan hér á landi sem fram- leiðir viðkomandi afurðir innan verðjöfnunarkerfisins, mundi því keppa á jafnréttisgrundvelli við sambærilega erlenda vinnslu, þar ,_______ ÁHRIFARÍKUR tíár-Panlot^ E X T R h\ Niirinji för *>ud oui imííl^ VÍTAMÍN, STEINEFNI OGJIIRTIR. HÚÐOG NEGLUR sem jöfnunargjald hefur jafnað verðmuninn á landbúnaðarhráefn- unum. Hér á landi er þegar nokkur reynsla af notkun þessa verðjöfnun- arkerfís þar sem t.d. kökur eru inn- an þessa kerfis, en fleiri tegundir eru þó á lista þessa kerfís í dag. ísland er nú að aðlaga sig í vax- andi mæli að verðjöfnunarkerfí og nýta þær heimildir sem þegar eru fyrir hendi í núverandi samningi. Auk þess er gert ráð fyrir að um- rætt kerfí fái aukið vægi í kjölfar samninga EFTA og EB. Eins og rakið hefur verið, er ekki verið að breyta á neinn hátt verði til bænda eða verði á landbún- aðarhráefnum, heldur er verið að skapa aðstæður til þess að vinnslan . sem slík keppi á jafnréttisgrund- velli við sambærilega erlenda vinnslu. Þar með er einungis verið að auka samkeppni í vinnslunni á þeim fáu viðbótartegundum (jóg- úrti, smjörva, sólblóma) sem fyrir- hugað er að EFTA-ríkin bæti á þennan lista. Þar sem vinnslukostnaður land- búnaðarafurða hér á landi er í mörgum tilfellum allt of mikill mið- að við sambærilega erlenda vinnslu, er það krafa neytenda að stjórnvöld leyfí innflutning á áðurnefndum vörum (s.s. jógúrti, smjöva, sól- blóma) innan verðjöfnunarkerfísins, í yfírstandandi samningum EFTA og ÉB. Slík afstaða væri auk þess í samræmi við afstöðu annarra EFTA-ríkja. SKk Váðstöfun myndi auka sam- keppni’og aðhald sem væntanlega myndi leiða til lægra verðs á afurð- um. Slík ráðstöfun væri þó ekki aðeins hagur neytenda, heldur einn- ig hagur bænda þar sem lækkandi vinnslukostnaður vegna aukinnar samkeppni myndi lækka verð á af- urðum og því leiða til söluaukning- ar. Aukin samkeppni og aðhald í vinnslu allra landbúnaðarvara Nú hefur verið stigið mikilvægt bytjunarskref til hagræðingar og aukinnar samkeppni innan slátrun- ar og vinnslu kindakjöts, þar sem tekin hefur verið ákvörðun um að greiða niðurgreiðslu beint til bænda á næsta ári. Jafnframt þarf að tryggja aukna samkeppni og gefa verðlagningu fijálsa innan slátrun- ar og vinnslu, þó undir ströngu eft- irliti, til að forðast megi samráð framleiðenda og hringamyndun. Ennfremur ætti þegar að afnema einokun og miðstýringu í allri vinnslu mjólkur og taka upp fijálsa samkeppni í staðinn, strax á árinu 1992, þannig að náð verði fram verulegri hagræðingu og verðlækk- un á afurðum. Um leið yrðu niður- greiðslur vegna mjólkurvara einnig greiddar beint til bænda eins og í kjötframleiðslunni. Slíkar ráðstafanir ættu að nýtast bændum vel, þar sem nauðsynlegt er að lækka vinnslukostnað í iand- búnaði ef takast á að auka neyslu þessara afurða og þar með fram-. leiðslu bænda. Hér er því um að ræða mikilvægt hagsmunamál neytenda, bænda og stjórnvalda, sem ekki þolir neina bið. Þessi krafa er ítrekuð hér, þar sem allt of hægt virðist m1ða þeirri endurskoðun sem I gangi er á landbúnaðarkerfínu hvað varðar hagræðingu í vinnslu landbúnaðarafurða. Nýlega hafa komið fram upplýs- María E. Ingvadóttir „Það eru takmörk fyrir því hvað almenningur getur látið milliliði ganga sjálfala með fjár- muni neytenda og skattgreiðenda, á sama tíma og þessir aðilar svara með hroka allri gagnrýni á ríkjandi bruðl með almanna fé.” ingar um að ýmsar afurðir landbún- aðarins, s.s. mjólkurduft, séu marg- falt dýrari hér á landi en í næstu nágrannalöndum, svo munar hundruðum prósenta og má rekja þann verðmismun til óhagræðis í vinnslu og vinnubrögðum við verð- lagningu. í þessu sambandi er haft eftir fulltrúa verðlagsnefndar, „að ekki beri að miða ákvarðanir við það hvort fyrirkomulag framleiðslu tiltekinna afurða sé óhagkvæmt og tilteknar breytingar á því geti skilað lægra verði,. heldur einungis að heildsöluverð nægi fýrir kostnaði eins og framleiðslu sé háttað og byggja skuji á upplýsingum fram- leiðenda”. Ástæða er til að ætla að slík vinnubrögð viðgangist einnig í verðlagningu almennra mjólkur- vara og kjötvara, þar sem enginn er í raun ábyrgur og reikningurinn er síðan sendur ríkisvaldi og neyt- endum. Slík vinnubrögð eru með öllu óþolandi. Þegar framleiðendur ganga þannig sjálfala í kerfínu án nokkurs aðhalds að því er virðist, er ekki nema von að verð á afurðum þessara stöðva sé hátt og undrar engan. Það eru takmörk fyrir því hvað almenningur getur látið millil- iði ganga sjálfala með fjármuni neytenda og skattgreiðenda, á sama tíma og þessir aðilar svara með hroka allri gagnrýni á ríkjandi bruðl með almannafé. í ljósi þess sem að framan grein- ir er það krafa neytenda að nú þegar verði skrefíð stigið til fulls í kerfísbreytingu í verðlagningar- kerfí landbúnaðarins, þar sem látið verði af miðstýrðum áætlanabúskap og verðákvörðunum og niður- greiðslur greiddar beint til mjólkur- bænda á sama hátt og vegna kinda- kjöts. Jafnframt verði aukin sam- keppni tryggð innan vinnslunnar í mjólkurvörum og kjötvörum. Ennfremur verði þegar aukin samkeppni í kjúklinga-, eggja- og svínakjötsframleiðslu og verðlag á þeim afurðum gefíð fijálst á ný, en því ekki haldið í miðstýrðu verð- lagningarbákni sem hvai'vetna kall- ar fram óhagkvæmni og hærra verðlag fyrir neytendur. Slík breyt- ing er ennfremur í samræmi við þróun sem átti sér stað fyrir löngu í helstu nágranna- og samkeppnis- löndum. Slík miðstýring verðlagningar og áætlanakerfís er hvarvetna að hrynja til grunna og ætti öllum að vera ljóst hvílík óhagkvæmni fylgir slíkum kerfum. Höfundur er varaformaður Neytendasamtakanna. Lögleysur og lungii jarðar BIO-SELEN UMB.SIMI: 76610 umoom SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA • Stinga ekki ©Úr fínustu merinóull •Mjög slitsterK • Má þvo viö 60°C ÚTILÍFj GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM 74, S. 82922 V^terkurog k J hagkvæmur auglýsingamiðill! eftir Kristínu Á. Ólafsdóttur Réttlætir fegurðin allar gjörðir? Svo er helst að skilja á því fólki sem hlaupið hefur í vörn fyrir fram- kvæmdir Hitaveitunnar í Öskjuhlíð. Perluvinir virðast þeirrar skoðunar að Iög megi bijóta ef tilgangurinn er að gera opinbera byggingu glæsi- lega. Eða að samþykktar fjárhags- áætlanir geti siglt sinn sjó ef þjóna þarf þörfum veitingamanns. I 79. og 80. gr. sveitarstjómarlaga segir hvernig haga skul.i stjómsýslu ef þörf þykir á þvi að fara fram úr samþykktum fjárhagsáætlunum. Ljóst varð síðsumars að þessar lagagreinar höfðu verið þverbrotn- ar. Þá fengu kjörnir fulltrúar að vita að framkvæmdir við Perluna, sem áttu samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun að kosta 230 millj- ónir króna á þessu ári, sigldu í 600 milljónir. Ekki hafa enn fengist skýr svör við því hver ber ábyrgð á því hneyksli. Perluvinir virðast ekki hafa mikl- ar áhyggjur af þeim 1.600 milljón- um króna sem glæsihýsið hefur tekið frá hitaveituframkvæmdum. Hvað ef óöruggt dreifikerfi eða seinkun á Nesjavallavirkjun fer að hrella okkur notendur HR? Verður okkur þá ráðlagt að njóta fegurðar- innar á Öskjuhlíð og e.t.v. boðið þar upp á ís? Glufur í varnarvegg Skynsemi og pólitískri siðgæðis- vitund hefur satt best að segja ver- ið ofboðið með varnarræðum og ritgerðum sem ætlað er að réttlæta Perlu- og ráðhússævintýri sjálf- stæðismanna. Þrátt fyrir málskrúð um fegurð, stolt og glæsileika skín í gegnum víðar glufur í varnar- veggnum. Engan hef ég heyrt halda öðru fram en að mannvirídð á Öskjuhlíð sé fagurt og glæsilegt. Menn missa þó ekki allir rænu og dómgreind í fegurðarvímunni. Ýmsir minna á hlutverk Hitaveitunnár og vilja að það fé sem þeir greiða til hennar nýtist tií þess að rækja það sem best. Það munar um þær 1.600 milljónir króna sem teknar eru frá viðurkenndu hlutverki HR, og auk þess er það helmingi hærri upphæð en fyrstu áætlanir sögðu til um. Margir gera þær kröfur til stjórn- málamanna að ráðdeild og skyn- samleg vinnubrögð ríki við opinber- ar framkvæmdir. Synd væri að segja að það háttalag hafí einkennt Perluframkvæmdina. Við erum meira að segja sum svo ósvífín að spyija um hagsmunaárekstra þegar ein og sama fjölskyldan situr í að- alrullunum í 1.600 milljóna króna opinberu ævintýri, verkefnisstjóri, aðalhönnuður og varaformaður stjómar Hitaveitunnar. Þetta er gott dæmi um „nástöðu” eins og. höfundur Reykjavíkurbréfs Morg- unblaðsins kallar, slíkar aðstæður, sem auðvitað skapar hættu á því að einkahagsmunir og almannaheill fari að rekast á. Og við gerum hik- laust þá kröfu á ráðandi öfl í borgar- stjórn Reykjavíkur að þau virði landslög, jafnvel þótt fagrar perlur eigi í hlut. Niðurstaða okkar er því sú að Perlan sé ekki aðeins fagurt lista- verk, heldur einnig gróft dæmi um ábyrgðarlausa stjórnsýslu og af- glapahátt í vinnubrögðum og fjár- „Perla og ráðhús hefðu áreiðanlega verið sam- þykkt hvort sem húsin tvö kostuðu rúma 2 milljarða eða tæpa 5. Skiptir ekki máli! Hvað eru nokkrar þúsundir milljóna af skattfé þeg- ar fegurð og glæsileiki fást keypt fyrir aur- ana?” málastjórn. E.t.v. læra rnenn af þessari reynslu að vanda vinnu- brögð sín betur þótt enginn virðist reiðubúinn að axla raunverulega ábyrgð af óstjórn og eyðslu al- - mannafjár í Öskjuhlíð. Fegurð mánnlífs eða bygginga Forsætisráðherrann, fyrrverandi borgarstjóri, segist reyndar harla glaður með þetta allt. Og ástæðu- iaust að gera veður út af því að ráðhús kosti helmingi meira en hann kynnti okkur fyrir fjórum árum. Perla og ráðhús hefðu áreið- anlega verið samþykkt hvort sem húsin tvö kostuðu rúma 2 milljarða eða tæpa 5. Skiptir ekki máli! Hvað eru nokkrar þúsundir milljóna af skattfé þegar fegurð og glæsileiki fást keypt fyrir aurana? Engir mús- arholudalakofakarlar viljum vér vera! Að vísu er það svo að mörg okk- ar eiga erfítt með að sjá fegurð hinnar breyttu Tjarnarmyndar með tilkomu ráðhússins. Það er kannski táknrænt fyrir yfírgang þessa húss að gólfijalir í það þurfti að sækja í regnskóga Brasilíu, svokölluð lungu jarðarinnar. En öll hljótum við að geta samþykkt að fegurðin finnist víðar en í glæsibyggingum. Fagurt mannlíf er ekki síður eftir- sóknarvert. Fyrir þær 3000—4000 milljónir króna sem renna í Tjarnar- holt forsætisráðherrans hefði mátt fegra æskuár og ævikvöld margra Reykvíkinga. Enn um sinn verður þó fátt um úrræði Reykjavíkurborg- ar fyrir þær fjölmörgu fjölskyldur sem bíða bættrar, þjónustu fyrir börn sín eða aldraða foreldra. Nema að skreppa niður að Tjöm eða upp í Öskjuhlíð og fínna milljarðastoltið hríslast um sig. Höfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.