Morgunblaðið - 15.10.1991, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBÉR 1991
Landssamband lögreglumanna:
Ofaglærðir lögreglu-
menn hvergi nema hér
LANDSSAMBAND lögreglu-
manna gekkst fyrir ráðstefnu um
menntunar- og réttindamál lög-
reglumanna á fimmtudaginn.
Fulltrúar frá öllum lögreglufélög-
um Norðurlanda sátu ráðstefnuna
Kirkjuvígsla á
Skagaströnd
Skagaströnd.
UNDANFARIN ár hefur ný kirkja
verið í smiðum á Skagaströnd og
hefur framkvæmdum miðað allvel
áfram.
Kirkjan er teiknuð af Ormari Þór
Guðmundssyni og Ömólfi Hall hjá
Akritektastofunni í Reykjavík, en
verkinu hefur Helgi Gunnarsson
byggingameistari á Skagaströnd
stjórnað.
Tiltölulega vel hefur gengið að
fjármagna þessa nýju byggingu og
lokaáfanginn við smíðina er samt
fjárhagslega mjög erfíður. Þessa
dagana fer fram fjáröflun meðal íbúa
kauptúnsins og annarra velunnara
kirkjunnar þar sem safnað er fyrir
kaupum á 200 stólum en það er, sá
sætafjöldi sem kirkjan tekur og kost-
ar hver stóll 16 þús. kr. Undirtektir
við þessa söfnun hafa verið góðar
og m.a. hafa margir brottfluttir
Skagstrendingar gefið upphæðir sem
nema andvirði stóls eða stóla.
Nýja kirkjan verður vígð sunnu-
daginn 20. október nk. kl. 14.00 og
mun herra Ólafur Skúlason biskup
annst það verk og eru allir velkomn-
ir sem vilja vera við athöfnina.
Við vígsluna mun kirkjukór Hóla-
neskirkju syngja við undirleik Julians
Hewlett en eftir hann verður flutt
frumsamið tónverk fyrir orgel og
flautu sem tileinkað er kirkjunni. Þá
mun Jóhanna Linnet syngja einsöng
og Kristján Hjartarson flytja frumort .
ljóð í tilefni dagsins. Aðrir flytjendur
tónlistar eru Rosemary Angus og
Skarphéðinn Einarsson. Að lokinni
athöfn í kirkjunni er öllum viðstödd-
um boðið í kaffíveislu í félagsheimil-
inu Fellaborg þar sem ýmis atriði
verða á dagskrá.
Ó.B.-
og vakti það furðu þeirra áð hér
á landi skuli enn vera ráðnir
menn til starfa í lögreglunni sem
ekki hafa farið í lögregluskóla
og þekkist það hvergi annars
staðar á Norðurlöndum.
Þorgrímur Guðmundsson for mað-
ur Landssambands lögreglumanna
sagði eftirtektarvert hversu langt
lögreglumenn á Norðurlöndum væru
komnir í sambandi við réttindamál
og að við værum langt á eftir þeim
á því sviði.
„Dómsmálaráðuneytið túlkar lög-
in ekki eins og við gerum og enn
eru ráðnir menn í lögregluna sem
ekki hafa farið í Lögregluskólann.
Við teljum nauðsynlegt að þeir sem
gæta eiga laganna viti um hvað þau
snúast og því er ákveðin grunn-
menntun nauðsynleg. Það er auðvit-
að ekki hægt að ómenntaðir menn
séu ráðnir til að gegna starfi lögregl-
umanns, jafnvel menn sem ekki upp-
fylla inntökuskilyrðin í skólann,”
sagði Þorgrímur.
„Ef hægt er að ráða suma án
þess þeir fari í skólann þá mætti
álykta sem svo að skólinn sé óþarf-
ur. Við teljum hann hins vegar nauð-
synlegan og ekki aðeins fyrir okkur,
heldur ekki síður fyrir almenning í
landinu. Hann á rétt á því að hafa
lögreglumenn sem þekkja starfíð og
eru í stakk búnir til að takast á við
það,” sagði hann.
Varðandi skólann sjálfan þá
stöndum við nokkurn vegin jafnfæt-
is hinum Norðurlandaþjóðunum að
sögn Bjarka Elíassonar skólastjóra
skólans. „Það sem okkur vantar er
betri aðstaða og fleiri kennara til
að koma öllu betur til skiia. Undan-
farin tvö ár hafa nemendur héðan
farið til frænda okkar í Danmörku
og það sem menn hafa helst sett
útá er að það vantar betri áðstöðu
hér heima,” sagði Bjarki.
Hann sagði jafnframt að í fyrra-
haust hafi 47 hafíð nám í skólanum
en í ár gætu nemendur ekki orðið
nema 32 vegna íjárlagana og hús-
næðisins. „Menn eru líka kallaðir
hingað til endurmenntunar og á
námskeið og árlega koma hingað
um 200 lögreglumenn á námskeið,”
sagði skólastjóri Lögregluskólans.
I Svíþjóð er lögregluháskóli og
þar eru menn í þijú ár að læra og
Norðmenn eru að fara inná sömu
braut. Hvergi á Norðurlöndunum
þekkist það að lögreglumenn séu
ráðnir til starfa án þess að þeir hafí
áður lokið námi í lögregluskóla, að
því er kom fram á blaðamannafundi
í fyrradag.
Morgunblaðið/Páll Þórhallsson
Forseta Islands afhent
framlag tíl laxaverndunar
Forsvarsmenn Sambands írskra lax- og sjóbirtingsveiðimanna afhentu
Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, framlag til Norður-Atlants-
hafs-laxasjóðsins þegar hún var í opinberri heimsókn á írlandi á dögun-
um. Sjóðurinn var stofnaður af Alþjóðlegu laxakvótanefndinnni sem
Orri Vigfússon veitir forstöðu. Fé úr sjóðnum á að nota til að kaupa
upp kvóta til laxveiði úr sjó og annarra aðgerða er miða að verndun
Norður-Atlantshafs-laxastofnsins. Á myndinni sést forseti íslands taka
við framlagi írsku samtakanna.
Fólk fær lánaðar 5 eða 6 millj-
ónir til viðbótar hreinni eign
- segir Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra um gagnrýni
formanns Félags fasteignasala á breytingarnar á húsbréfakerfinu
JÓHANNA Sigurðardóttir, fé-
Iagsmálaráðherra, segir ekki
rétt að með breytingum á hús-
bréfakerfinu sé verið að segja
fólki að það eigi að búa í 3-4
herbergja íbúðum, eins og Þór-
ólfur Halldórsson, formaður
HERRAKVOLD
F Á K S
verður haldið laugardaginn 19. október 1991 kl. 19:00
í Félagsheimili Fáks í Víðidal.
Þangað koma allir strákar sem vilja...
• smakka krásirnar á villibráðarhlaðborðinu
• hlusta á óbeislaðan ræðumann kvöldsins
• freista gæfunnar í happdrættinu
• syngja, tralla, og skemmta sér með öllum
hinum strákunum.
Viö verðum þar... en þú?
Forsala aðgöngumiða verður á
SKRIFSTOFU FÁKS
' ÁSTUND
HESTAMANNINUM
Nefndin
Félags fasteignasala sagði í
samtali við Morgunblaðið á
fimmtudag. Fólk sem sé að
kaupa íbúð í fyrsta skipti þurfi
ekki stærri íbúðir en 3-4 her-
bergja og fólk sem sé að stækka
við sig fái lánaðar 5 eða 6 millj-
ónir til viðbótar hreinni íbúðar-
eign þess. Auk þess hafi ekki
nema 10-20% af þeim sem hafi
fengið húsbréf hingað til fengið
hærri upphæð en 6 milljónir.
Jóhanna sagðist hins vegar geta
tekið undir að húsbréfaútgáfa hafi
ekki verið meiri en ráð hafí verið
fyrir gert. Hún hefði margbent á
að það væri margt annað sem
spennti um lánamarkaðinn en hús-
bréfakerfið, auk þess sem menn
horfðu ekki til þess að það hefði
dregið úr lántökum víða annars
staðar vegna húsnæðismála, bæði
hjá bönkum, lífeyrissjóðum og í
handhafaskuldabréfum. Þá væri
innri fjármögnun miklu meiri í
húsbréfakerfinu en menn hefðu
ætlað, þ.e.a.s. að fólk léti bréfín
ganga upp í kaup á öðru húsnæði
eða héldi því eftir sem sparnaði.
„Ég vísa því alfarið á bug að
með þessum breytingum sé verið
að koma öllum inn í 3-4 herbergja
íbúðir. Það er auðvitað alrangt.
Eftir þessa breytingu dregst hrein
íbúðareign fólks frá söluverði nýrr-
ar eignar, þannig að eftir sem áður
er lánað til stærri eigna, þó það sé
í minna mæli en verið hefur. Mér
finnst að formaður Félags fast-
eignasala setji þetta mjög villandi
upp,” sagði Jóhanna.
—————1
T-Iöfóar til
JL Xfólks 1 öllum
starfsgreinum!
Hún sagði það líka rangt að það
væri verið að innleiða biðraðæ—
menningu með þessum breyting-
um, það væri fyrst og fremst verið
að minnka lán til þeirra sem ættu
stórar eignir og væru að stækka
við sig. Valið hefði staðið um þetta
eða að hækka vexti í húsbréfakerf-
inu og stytta lánstímann sem hefði
þýtt aukna greiðslubyrði fyrir fólk
sem væri að kaupa sér hóflegt
húsnæði. Auk þess væri þetta það
örlátt kerfi að það væri ekki hægt
að kalla það skömmtunarkerfi, þar
sem lánað væri 65% af verði fjög-
urra herbergja íbúðar sem væru
mikla hærra hlutfall en þekkst
hefði áður.
Um þá gagnrýni Þórólfs að lán-
að væri meira til nýbygginga en
eldra húsnæðis, sagði Jóhanna að
það hefði alltaf tíðkast, þar væri
yfirleitt um dýrari fjárfestingu að
ræða, Auk þess vildi hún minna
að Alþingi hefði samþykkt' fyrir
um ári síðan heimild til að hækka
lánshlutfall til þeirra sem væru að
kaupa í fyrsta sinn og til nýbygg-
inga úr 65 í 75%. Þó þetta ákvæði
hefði ekki verið notað þá hefði
þetta komið fram og í stað þess
að hækka lánshlutfallið væri sú
leið farin að hafa lánið heldur
hærra til nýbygginga. „Allar þess-
ar breytingar verða auðvitað
endurmetnar ef breytingar verða
á markaðnum almennt. Við erum
einnig að taka inn endurbótalán
og vildum gera það án þess að það
leiddi til óhóflegrar útgáfu á hús-
bréfum og þar með aukningar á
afföllum, en það hafa safnast um-
sóknir Upp þar alveg frá 1987 og
það var nauðsynlegt að opna því
leið í áföngum inmí húsbréfakerf-
ið,” sagði Jóhann að lokum.
Apríl í Hafnarstrætí
Veitingastaðurinn Apríl hefur verið opnaður í Hafnarstræti 5, þar
sem Fimman var áður til húsa. Nýir eigendur eru Erlingur Pétur
Úlfarsson og Lilja Gunnarsdóttir. Staðurinn er opinn klukkan 18-01
í miðri viku og kl. 18-03 um helgar.