Morgunblaðið - 15.10.1991, Side 27

Morgunblaðið - 15.10.1991, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 27 Reuter Stormar og stórsjóir á Italíu Stormar geisuðu á nokkrum svæðum á Ítalíu um helgina. Mikil flóð urðu meðal annars í Feneyjum eins og sjá má á þessari mynd, sem var tekin á Markúsartorginu í gær. Evrópska efnahagssvæðið: Sanikomulag næst um flutninga um Alpana Amsterdam. Reuter. Evrópubandalagið (EB) hefur náð samkomulagi við Austurríkis- menn og Svisslendinga um ferðir flutningabílá um Alpana. Þann- ig hefur einni af helstu hindrunum fyrir samningi EB og Fríversl- unarbandalags Evrópu (EFTA) um Evrópska efnahagssvæðið ver- ið rutt úr vegi. Flutningamálaráðherrar Sviss og Austurríkis ræddu á laugardag í fjórar klukkustundir við Hanja Maij-Weggen, flutningamálaráð- herra Hollands og formann Flutn- ingamálaráðs EB, og Karel van Miert, sem fer með með þennan málaflokk innan framkvæmda- stjórnar EB. Ekki var skýrt frá samkomulaginu í smáatriðum en Maij-Weggen sagði að i því fælust gagnkvæmar tilslakanir. Samkomulagið er háð samþykki stjórna EB-ríkjanna auk Austur- ríkis og Sviss og greint verður frá því á fundi flutningamálaráðherra EB í Lúxemborg 21. október. Talsmaður hollenska flutninga- málaráðuneytisins vísaði á bug sem „vangaveltum” fréttum í fjölmiðlum um að 40 tonna flutn- ingabílum yrði heimilað að fara um Sviss ef ekki yrði hægt að fiytja þá með léstum. Hámarks- þunginn er nú 28 tonn. Eitt af helstu umræðu'efnunum á fundi ráðherranna voru áform Svisslendinga um að bæta lesta- kerfi sitt til að hægt yrði að flytja fleiri flutningabíla með lestum. Svissneskt dagblað hafði á sunnu- dag eftir Adolf Ogi, flutningamál- aráðherra Sviss, að stefnt .væri að því að hægt yrði að flytja alla 40 tonna flutningabíla með lestum innan tveggja ára. 24 myrtir um helg- ina í Suður-Afríku Jóhannesarborg. Reuter. Borís Jeltsín á hvequm stað í nóvember og verði þeir síðan æðstu valdamenn í hveiju héraði. Þessu vildi‘Jeltsín ekki una þar sem hann vildi áfram hafa áhrif á hverjir þeir verða. Fram til þessa hefur hann einfaldlega skipað þá sjálfur. Þó að Jeltsín virðist hafa tapað þessari rimmu við þingið er talið líklegt að hann eigi eftir að gera það sem í hans valdi stendur til að draga eins úr völdum ráða- manna héraðanna og mögulegt er. (Grein þessi birtist nýlega í breska vikuritinu The Econom- ist) FLOKKUR manna skaut 10 blökkumenn til bana í Soweto, útborg Jóhannesarborgar í Suður-Afríku, á sunnudag. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki. Að sögn lögreglu skutu menn- irnir úr sjálfvirkum rifflum, skammbyssum og öðrum skot- vopnum þar sem þeir óku _um Mapetla-hverfið í Soweto. Átta karlmenn féllu og tvær konur. Fjögur fórnarlambanna sátu á veitingahúsi en sex voru á göngu á götum bæjarfélagsins. Tals- maður lögreglu segist hafa heim- ildir fyrir því að byssumennirnir hafi ekið frá Morafe-gistiheimil- inu þar sem búa fjölmargir farandverkamenn, margir frá hei- malandi Zúlúmanna þar sem Ink- atha-frelsisflokkurinn nýtur mik- ils fylgis. Samtals féllu 24 í Suður-Afríku um helgina. Tíu voru skotnir á laugardag, flestir í Vosloorus, suður af Jóhannesarborg. Fjórir féllu á öðrum stöðum í landinu á sunnudag. Talið er að um hundrað manns hafi verið myrtir í S-Afríku í kjölf- ar friðarsamkomulags stjórnvalda og hreyfinga-blö'kkumanna sem undirritað var 14. september síð- astliðinn. —--------------- Rúmenar vilja taka upp sam- starf við NATO Búkarest. Reuter. ION Iliescu Rúmeníuforseti hef- ur ritað Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsband- alagsins (NATO), bréf þar sem þess er farið á leit við bandalag- ið að það tryggi öryggi lands- ins, að sögn ríkisfréttastofunnar Rompres. í orðsendingu sem send var til höfuðstöðva NATO í Brussel ósk- aði Iliescu eftir samvinnu á sviði öryggismála, að tengsl Rúmena við bandalagið yrðu aukin og þeir fengju aðild að samstarfsverkefn- um bandalagsins. Jafnframt bauð Iliescu NATO að opna upplýs- ingamiðstöð í höfuðborginni Búkarest. Leiðtogar Ungveijalands, Pól- lands og Tékkóslóvakíu sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síð- ustu viku þar sem þeir óskuðu eft- ir aukinni samvinnu við NATO. Sjö helstu iðnríki heims: Ströng skilyrði fyrir aðstoð við Sovétmenn Bangkok. The Daily Telegraph. SOVÉTMÖNNUM var sagt á sunnudag að þeir yrðu að koma málum sínum í lag áður en þeir gætu ætlast til þess að stjórnvöld á Vesturlönduin veittu þeim stórfellda fjárliagsaðstoð af almanna- fé. Fjármálaráðherrar og seðla- bankastjórar frá sjö helstu iðnríkj- um heims ræddu í nokkrar klukku- stundir við Grígoríj Javlínskíj, sem Iagt hefur fram áætlun um efna- hagsumbætur í Sovétríkjunum, og fleiri sovéska embættismenn í Bangkok á sunnudag. Sovétmönn- unum var sagt að ef þeir greiddu á réttum tíma af lánum, sem þeir hafa þegar tekið, yrði auðveldara fyrir þá að fá lán í framtíðinni. Það væri skilyrði fyrir stórfelldri efnahagsaðstoð Vesturlanda að þeir stæðu í skilum. Erlendar skuldir Sovétmanna nema nú 67 milljörðum dala (4.020 milljörðum ÍSK) og það hefur vald- ið nokkrum áhyggjum á Vestur- löndum að óljóst er hvernig þeim verður skipt á milli sovésku lýð- veldanna. I sameiginlegri yfirlýs- ingu fjármálaráðherranna og seðlabankastjóranna sagði að leysa þyrfti þetta mál áður en hægt yrði að halda áfram viðræð- um um greiðsluerfiðleika Sovét- manna. Stjórnvöld í Moskvu og lýðveldunum voru hvött til að leggja fram „skýrar skuldbinding- ar” um að staðið yrði í skilum. í yfirlýsingunni eru sett ströng skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð. Iðn- ríkin sjö vilja meðal annars „al- gjöran aðgang” að mikilvægum upplýsingum um efnahag Sovét- ríkjanna, til að mynda um við- skipti þeirra við útlönd, greiðslu- erfiðleika og varasjóði. Javlínskíj var falið að vinna að viðamikilli áætlun um efnahagsumbætur með aðstoð embættismanna frá iðnríkj- unum sjö. Vestrænir embættismenn hafa vaxandi áhyggjur af því hversu óljósar upplýsingar um efnahags- mál berast frá Sovétríkjunum og þá grunar að einstök lýðveldi leyni stjórnvöld í Kreml upplýsingum. Nokkrir þeirra telja að fjárhags- erfiðleikar Sovétríkjanna séu ekki eins miklir og stjórnvöld í Kreml láti í veðri vaka. „Það hefur verið venja í þessu landi í sjötíu ár að fela sannleikann og við verðum að ganga úr skugga um að hún sé liðin tíð áður en við byijum að dæla peningum skattborgaranna þangað,” sagði háttsettur embætt- ismaður eins af iðnríkjunum sjö. Þau eru Bandaríkin, Japan, Þýska- land, Frakkland, Bretland, Ítalía og Kanada. Ársfundur Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins hófst einnig í Bangkok um helgina og voru Sovétmenn boðnir velkomnir sem aukaaðilar að sjóðnum. Þeir fengu einnig vil- yrði fyrir því að sjóðurinn myndi gera allt sem á hans valdi stæði til að aðstoða þá. DOW CORNING SILIKON IMest selt í heimi IVlest selt á íslandi 30 ára reynsla hérlendis Viðurkennt af Monteríngsteknik Comitee og Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins Fæst í öllum litum, um allt land. Einkaumboð á Islandi: Lækjargötu 6b, sími 15960, 121 Reykjavík - fax 28250. KÍSILL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.