Morgunblaðið - 15.10.1991, Síða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Ffaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Friðarverðlaun í
nafni frelsis og
mannlegrar reisnar
Austur í Búrma situr 46 ára
gömul kona, Aung Sang Suu
Kyi, í stofufangelsi. Formleg
ákæra hefur aldrei verið gefin út
á hendur henni en hún er sögð
ógnun við öryggi ríkisins og sósíal-
ismann, sem íbúum Búrma er skylt
að sýna hollustu samkvæmt
stjórnarskrá landsins. í rúm tvö
ár hefur þessi kona, sem er leið-
togi stjórnarandstöðunnar í land-
inu, mátt þola algjöra einangrun
og það er með öllu óvíst að þær
fréttir hafi borist henni að hún
hafi hlotið friðarverðlaun Nóbels
í ár.
Aung Sang Suu Kyi er dóttir
Aungs Sans, leiðtoga þjóðernis-
sinna í Búrma, sem stjórnaði sjálf-
stæðisbaráttu landsmanna fyrst
gegn Bretum og síðar gegn Japön-
um á fimmta áratugnum. Aung
San var myrtur í júlímánuði 1947
en myrkrið skall á af fullum þunga
í þessu nýfijálsa landi í marsmán-
uði 1962 er herinn rændi völdum
og komið var á alræði Sósíalista-
flokksins. Tveimur árum síðar var
starfsemi allra annarra stjóm-
málaflokka bönnuð.
Á sérstöku þingi Sósíalista-
flokksins í septembermánuði
1988, sem boðað var til í skynd-
ingu eftir mikil mótmæli í landinu,
var ákveðið að efna til frjálsra
kosninga innan þriggja mánaða.
Þetta gátu yfirmenn heraflans
ekki samþykkt og tóku öll völd í
sínar hendur. Sú opinbera skýring
var gefin, að þetta hefði verið
nauðsynlegt til að koma í veg fyr-
ir að upplausnarástand ríkti fram
að kosningum. Fullvíst er talið að
illræmdur herforingi Ne Win að
nafni hafi skipulagt aðgerðir þess-
ar og hann stjórni í raun á bak
við tjöldin. Þessi maður bar einnig
ábyrgð á valdaráninu 1962.
Aung Sang Suu Kyi sneri aftur
til Búrma í aprílmánuði eftir að
hafa dvalið lengi erlendis. Þá ríkti
gífurleg spenna í landinu sökum
dapurlegs efnahagsástands en
herstjórarnir börðu andóf almenn-
ings niður af fullkomnu miskunn-
arleysi. Á undraskömmum tíma
varð hún óumdeildur leiðtogi
stjórnarandstöðunnar í Búrma.
Herstjórnin virtist hafa látið undan
þrýstingnum er boðað var til
fijálsra kosninga í maímánuði í
fyrra. Flokkur Aung Sang Suu
Kyi, Lýðræðisfylkingin, hlaut 80%
atkvæða í kosningunum þrátt fyr-
ir að henni væri meinað að taka
þátt í kosningabaráttunni. Var sú
ákvörðun réttlætt með tilvísun til
þess að hún væri gift útlendingi
en eiginmaður hennar, sem er
Breti, er nú háskólakennari í
Bandaríkjunum.
Herstjórnin sem fer með völdin
í landinu og heldur landsmönnum
í heljargreipum hryllings og ógn-
ana neitar enn að viðurkenna nið-
urstöður kosninganna. Valdhafar
kveðast vera tilbúnir til að veita
Aung Sang Suu Kyi frelsi, heiti
hún því að hverfa úr landi og hafa
engin frekari afskipti af stjórnmál-
um í Búrma. Hún mun vera tilbú-
in til að gera þetta verði öllum
pólítískum föngum í landinu sleppt
úr haldi og völdin fengin þeim sem
til þess hafa hlotið umboð alþýðu
manna. Þessa kröfu sem og þá
almennu fordæmingu sem þeir
hafa kallað yfir sig á alþjóðavett-
vangi hafa vaidhafar í Búrma lát-
ið sem vind um eyru þjóta.
Allt frá því Aung Sang Suu Kyi
varð leiðtogi lýðræðisaflanna í
Búíma hefur hún hvatt fylgismenn
sína til að beita ekki ofbeldi í bar-
áttunni gegn myrkraöflunum sem
þar ráða ríkjum. Er sérstaklega
vísað til þessa í umsögn Nóbels-
nefndarinnar og segir þar að hún
hafi með friðsamlegu andófi orðið
mikilvægt sameiningartákn fyrir
alla þá sem beijast í nafni Iýðræð-
is og mannréttinda gegn hvers
kyns kúgun og ofríki.
Sú ákvörðun Nóbelsnefndarinn-
ar að veita Aung San Sun Kyi
verðlaunin í ár er einnig mikilvæg
yfirlýsing um stuðning við þessa
baráttu hvar sem hún fer fram. I
henni felst afdráttarlaus viðvörun
til valdasjúklinganna umboðs-
lausu, sem ráða ríkjum í Búrma
og hún er einnig til þess fallin að
Ieiða þeim í ljós að heimsbyggðin
hefur ekki gleymt Aung Sang Suu
Kyi og hetjulegri baráttu hennar.
Yfirlýsing nefndarinnar felur í sér
þá kröfu að frelsi mannsins, sem
er eitt og óskiptanlegt, verði virt
og í henni felst sú afstaða að
mannleg reisn verði aldrei brotin
niður með kúgunum, hótunum og
beitingu valds. Hún er hvatning
til íbúa Búrma og allra þeirra sem
ofríki eru beittir að fyllast ekki
skelfingu er þeir standa andspæn-
is boðberum myrkurs og mannhat-
urs og áminning um að grípa ekki
til sömu úrræða og þeir. Og með
því að heiðra Aung San Su Kyi
með þessum hætti hefur Nóbels-
nefndin enn á ný ítrekað þá af-
stöðu siðmenntaðra manna að hót-
anir og valdbeiting eru til marks
um óttann sem gagntekur alla þá
sem ríkja í skjóli hervalds er þeir
gera sér ljóst, að þráin eftir frelsi
og mannréttindum er afl sem þeir
fá ekki sigrað.
Friðsamlegt andóf alþýðu
manna nægði til þess að bijóta á
bak aftur kúgunaröflin, sem ríktu
í alþýðulýðveldunum sósíalísku í
Austur-Evrópu. í valdaránstil-
rauninni austur í Moskvu kom enn
og aftur í ljós. að hervald eða
hótanir um beitingu þess duga
skammt og að óttinn býr í bijósti
þess sem skipar skriðdrekunum í
viðbragðsstöðu. Hið sama á eftir
að sannast í Búrma.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Annar skipbrotsmannanna studdur um borð í þyrluna í Höfnum.
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Menn úr sjósveit Þorbjarnar komnir í land eftir frækilega björgun.
Talið f.v.: Heiðar Sverrisson, Guðmundur Birkir Agnarsson, Gunnar
Jóhannesson skipsijóri, Sigurður Oli Hilmarsson, Jakob Einarsson og
Sigmar Eðvarðsson, formaður björgunarsveitarinnar.
Bátur sökk við Reykjanes eftir að hafa siglt á rekald:
Tveimur skipbrotsmönn-
um bj argtið úr gúmmíbát
Grindavík
B J ÖRGUN ARSVEITIN Þor-
björn í Grindavík bjargaði tveim-
ur skipbrotsmönnum, Sveini
Sigurjónssyni skipsijóra og Ivari
Þórhallssyni, úr gúmmíbát sl.
laugardagskvöld eftir að bátur
Mývatnssveit:
Hjól sprakk í
höfuð manni
BÓNDI á Vagnbrekku í Mývatns-
sveit slasaðist er hjólbarði sem
hann var að dæla lofti í sprakk
og þeyttist í andlit hans. Maður-
inn var fluttur á sjúkrahús á
Akureyri og þaðan til Reykjavík-
ur þar sem hann gekkst undir
aðgerð vegna mikilla áverka í
andliti.
Maðurinn var ásamt nágranna
sínum að skipta um dekk undir
mykjudreifara. Mennirnir munu
hafa verið að beijast við að koma
dekkinu á felgu og síðan var dælt
í dekkið frá loftúttaki á dráttarvél.
Skyndilega sprakk dekkið með felg-
unni upp í loft, skall í höfuð manns-
ins og strauk höfuð hins, svo hann
vankaðist. Síðan þeyttist dekkið
langar leiðir, en hafnaði loks á
fólksbíl og skemmdi hann.
Að sögn lögreglu er ekki talið
ljóst af hveiju óhappið varð. Talið
er hugsanlegt að vírar í hjólbarð-
anum hafi verið orðnir slitnir. Eins
að of mklu lofti hafi verið dælt í
barðann. Þá er ekki Ijóst hvort hjól-
barðinn og felgan voru sömu stærð-
ar.
þeirra, Jóhannes Gunnar GK 74,
hafði siglt á rekald rétt norðan
við Reykjanestá.
Beiðni um aðstoð barst skömmu
eftir kl. átta á laugardagskvöld til
lögreglunnar í Grindavík sem gerði
Þorbirni viðvart og voru skipbrots-
mennirnir þá komnir í gúmmí-
björgunarbát. Skömmu eftir að
fyrsta beiðnin kom rofnaði sam-
band við skipveija og þá var sent
út neyðarkall til nærliggjandi skipa
og björgunarsveitir í Sandgerði og
Keflavík ræstar út. Þegar björgun-
arsveitarmenn frá Grindavík komu
að skipbrotsmönnunum á björgun-
arbát, sveitarinnar, Oddi V. Gísla-
syni, voru þeir búnir að yfirgefa
bát sinn og komnir í gúmmíbát og
lágu við síðuna á Jóhannesi Gunn-
ari sem var að miklu leyti kominn
í kaf og rak í átt að landi. Talið er
að ekki hafi verið meira en 50-100
metrar í land en við ströndina var
mikið brim, straumþungt og stór-
grýtt fjara þó að sjór hafi verið
stilltur á slysstað.
„Við áttum erfitt með að finna
bátinn í fyrstu en sáum síðan ljós-
týru skammt frá landi og þar var
báturinn og hann var það nálægt
landi að við sáum brotið í öldunni.
Ég tel að við hefðum ekki mátt
vera seinna á ferðinni,” sagði Gunn-
ar Jóhannesson, skipstjóri á Oddi
V. Gíslasyni. „Við byijuðum á því
að taka mennina um borð í Odd.
Þeir voru þá orðnir nokkuð þrekað-
ir og kaldir og skipstjórinn hafði
orðið fyrir meiðslum þegar árekst-
urinn varð og var nokkuð þjáður.
Þá var liðinn tæpur klukkutími frá
því að beiðni barst um aðstoð.”
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
Sif, kom á vettvang skömmu seinna
en að sögn Gunnars var erfitt að
athafna sig svo nálægt landi þann-
ig að siglt var til hafnar í Höfnum
þar sem þyrlan tók mennina og
flutti þá á Borgarspítalann. Svo
heppilega vildi til að fyrir nokkru
var gengið frá malbikuðu bílaplandi
við höfnina og gat þyrlan lent þar.
Reynt var að bjarga Jóhannesi
Gunnari þar sem hann maraði í
hálfu kafi. Gat var á stefni hans
og sjór fossaði inn. Skotta HF-172
dró hann í átt frá landi og reyndi
að dæla sjó úr Jóhannesi en það
bar ekki árangur og sökk hann um
tveimur tímum eftir að beiðni um
aðstoð barst. Jóhannes Gunnar var
6-7 tonna plastbátur en var að
koma úr lengingu og vélaskiptum
frá Akureyri og var á leið til hafnar
í Grindavík þegar slysið átti sér
stað.
Sigmar Eðvarðsson, formaður
björgunarsveitarinnar Þorbjarnar,
var að vonum ánægður með afrek
sveitarinnar og fór sjálfur í Hafnir
til að taka á móti sveitarmönnum.
Hann sagði að þetta undirstrikaði
mikilvægi góðrar þjálfunar og að
sveitin væri samstilltur hópur
manna. Að sögn hans fara þrír
menn á vegum sveitarinnar til Eng-
Björgunarsveit frá
Grindavík bjargaði
mönnunum og fór
með þá til Hafna í
veg fyrir þyrlu lan
helgisgæsælunnar.
Jóhannes Gunnar GK 74 °1
keyrði á rekald, leki kom
að bátnum. Skipsmenn
fóru í gúmbjörgunarbát 5
sem rak upp í brimgarðinn. km
lands á næstunni til þjálfunar í
meðferð minni björgunarbáta og
verður námskeiðið haldið á eyjunni
Isle of Wight og fara þangað um
20 menn frá Slysavarnafélagi ís-
lands. Sigmar sagði að minningar-
sjóður Hjalta Pálmasonar styrkti
sveitarmenn frá Grindavík til farar-
innar.
FO
Bátur sökk eftir að
hafa siglt á rekald
Bátsverji tekin um borð í nærstaddan bát
ÞRÍTUGUR sjómaður bjargaðist
úr sjávarháska eftir að 5 tonna
plastbátur hans, Lukka RE, sökk
um 18 sjómílur suður af Horna-
Athuganir á ofkælingn:
Menn tapa varma í álpokum
MÖGULEGT getur verið að endurlífga manneskju og koma af stað
eðlilegri heilastarfsemi þó hjartað dæli engu blóði, að því er fram
kemur í grein eftir dr. Jóhann Axelsson, forstöðumann Rannsókna-
stofu Háskóla íslands í lífeðlisfræði, sem birtist í fréttablaði Slysavarn-
arfélags íslands. Þannig þurfi fórnarlömb ofkælingar ekki að vera
endanlega skilin við þó ekkert lífsmark sé með þeim.
í fréttatilkynningu frá Slysavarn-
arfélaginu segir að í grein Jóhanns
komi fram að menn tapi varma í
álpokum, enda leiði ál varma mjög
vel og látið sé að því liggja í grein-
inni, þó það sé ekki sagt berum orð-
um að álpokar og álteppi geti veitt
falskt öryggi.
Jóhann hefur um nokkurt árabil
unnið að rannsóknum á ofkælingu.
hann hefur verið áhugamaður um
kuldarannsóknir og kuldavarnir og
um lífeðlisfræðile_g áhrif kulda á
mannslíkamann. í fréttatilkynning-
unni segir ennfremur að niðurstöður
greinarinnar geri kröfu til þess að
ýmsar fyrri fullyrðingar um ofkæl-
ingu verði teknar til endurskoðunar.
Síðan segir: „Þess má t.d. geta að
á undanförnum árum hefur mjög
verið hvatt til notkunar á álpokum
á ferðalögum um vetrartímann og
þeir taldir veita mikið öryggi. Sam-
kvæmt niðurstöðum dr. Jóhanns á
þetta ekki við rök að styðjast.”
firði. Talið er að báturinn hafi
siglt á rekald.
Sjómaðurinn, Haraldur Ragnars-
son, varð ekki var við leka sem kom
að bátnum 'fyrr en aðvörunarhljóð
heyrðust frá vélarrýminu, að sögn
Ragnars Haraldssonar, föður Har-
aldar.og eiganda bátsins. Gerði hann
þá nærstöddum bát, Láru HF, við-
vart og var honum bjargað um borð
í hann skömmu síðar. Tóku þeir síð-
an Lukku í tog og drógu hann um
þijár sjómílur áður en hann sökk,
að sögn Ragnars.
Ragnar sagði að nýlega hefðu
verið gerðar endurbætur á bátnum.
Hann var með nýja vél og GPS-
siglingatæki. Báturinn var smíðaður
í Hafnarfirði 1982 og var hann á
handfæraveiðum á krókaleyfi.
Ragnar kvaðst hafa heyrt að mik-
ið væri um reköld í sjónum um þess-
ar mundir, einkum rekavið.
Sjóréttur verður haldinn í Reykja-
vík.
Handhafi friðarverðlauna Nóbels:
Dóttir frelsishetju og tákn-
gervingur andófsins í Búrma
Stúdentar og búddamunkar í Rangoon bera fána og hrópa slagorð
gegn einræðisherrunum árið 1988.
ÞRÁTT fyrir mikinn þrýsting
hefur herforingjastjórnin í
Búrma hundsað kosningaúrslitin
í maí 1990 er flokkur Aung San
Suu Kyi vann glæstan sigur. All-
ir helstu sljórnarandstæðingar
hafa verið fangelsaðir og þús-
undir manna drepnar. Suu sem
fékk í gær friðarverðlaun Nó-
bels er tákngervingur andófsins
í landinu og situr enn í stofufang-
elsi.
Allt frá barnæsku var Suu í sí-
fellu minnt á að hún væri dóttir
þjóðhetju Búrma, U Aung San.
Hann er dáður sem foringi þjóðar-
innar í sjálfstæðisbaráttu hennar,
en var myrtur 1947, aðeins 32 ára
— rétt í þann mund sem sjálfstæð-
ið sem hann hafði barist fyrir og
samið um varð að veruleika. Suu
var þá tveggja ára.
Hún átti þess kost að menntast
í Nýju-Delhí og Oxford og nam
stjórnmálafræði, hagfræði og heim-
speki. 1972 giftist hún Bretanum
Michael Aris sem er einn helsti
sérfræðingur heims í tíbeskum
fræðum og er nú gistiprófessoi' við
Harvard-háskóla. Þau seytján ár
sem Suu bjó í Oxford áður en hún
fór að hafa afskipti af frelsisbarátt-
unpi í heimalandi sínu, vann hún
að fræðistörfum og var um skeið
prófessor í Japan og Indlandi. Með-
al verka hennar er stutt ævisaga
föður hennar og ritgerðir um
félagslega og pólitíska þróun í
Búrma næstu áratugina áður en
sjálfstæðibaráttan hófst í landinu
fyrir heimsstyijöldina síðar.
Eftirfarandi ummæli í grein sem
eiginmaður hennar skrifaði í sumar
í tilefni þess að hún fékk Sakharov-
verðlaunin sem Evrópuþingið í
Strassborg veitir, sýna glöggt lífs-
skoðun nóbelsverðlaunahafans:
„Áður en við giftum okkur fyrir
sem næst tuttugu árum bað Suu
mig að lofa því að standa aldrei í
vegi fyrir henni og landi hennar
eða hindra á annan hátt að henni
tækist að fullnægja því sem hún
kallar grundvallarskyldu sína
gagnvart þjóð sinni. Ég lofaði því
— enda þótt ég vissi fullvel að einn
daginn myndi hún halda heim á
leið þegar sú stund rynni upp að
hún yrði að endurgjalda þá ástúð
og það álit sem fjölskylda hennar
naut.”
Haustið 1987 ákvað stjórnin í
Búrma að fella úr gildi gjaldmiðil
landsins til að stemma stigu við
óðaverðbólgu. Afleiðingin var sú
að sparnaður almennings þurrkað-
ist út á einni nóttu. Þessi ákvöt'ðun
vakti mikla reiði og í mars 1988
hófust mótmæli gegn einræðis-
stjórninni sem kennir sig við sósíal-
isma. í apríl 1988 sneri Suu heim
til Búrma til að hjúkra aldraðri
móður sínni. Þann 15. ágúst birti
hún opið bi'éf til stjórnarinnar í
Rangoon og ellefu dögum síðar kom
hún fram opinberlega á fundi með
milljón manna. Frá þeirri stundu
var hún sameiningartákn þjóðar
sinnar gegn hinum illa þokkuðu
valdhöfum. í maí.1990 vann flokk-
ur hennar, Lýðræðishreyfingin,
glæstan sigur í kosningum sem
stjórnvöld létu til leiðast að efna
til, fékk yfir 80% þingsæta. Sjálf
hafði hún þá setið í stofufangelsi í
tíu mánuði, eftir að hafa farið um
landið þvert og endilangt með
mannréttindaboðskap sinn og ákall
um borgaralega ólöghlýðni. En síð-
an er liðið rúmt ár og ekkert bólar
á því lýðræði sem lofað var. Þing-
menn Lýðræðishreyfingarinnar eru
flestir í fangelsi eða flúnir og Suu
situr enn í stofufangelsi að því er
best er vitað. Öllum vestrænum
blaðamönnum hefur verið vísað úr
landi og þar ríkir mikil ógnarstjórn.
Efnahagur landsins er í rúst. Áður
var það þriðji mesti hrísgijónaút-
flytjandi heims en er nú í hópi 10-15
fátækustu ríkja heims. Talið er að
40% þjóðartekna renni beint til
hers og lögreglu.
Að sögn eiginmanns hennar er
látlaust þrýst á Suu um að yfirgefa
landið af sjálfsdáðum. Eiginmanni
hennar og sonum er gert ókleíft
að hafa samband við hana. í grein
sem Suu ritaði áður en hún var
hneppt í fangelsi segir m.a.: „í
kerfi sem afneitar tilvist grundvall-
ar mannréttinda ríkir óttinn. Otti
við að vera hnepptur í varðhald,
ótti við pyntingar, ótti við dauðann,
ótti við að sjá á bak vinum, vanda-
mönnum, eignum eða atvinnu, ótti
vð fátækt, ótti við einangrun, ótti
við mistök. Slægastur er sá ótti sem
klæðist gervi heilbrigðrar skyn-
semi, og jafnvel speki, og fordæm-
ir sem heimskulega, glæfralega eða
fánýta ýmsa daglega breytni sem
hjálpartil að viðhalda sjálfsvirðingu
og mannlegri reisn. Það er hægara
sagt en gert fyrir fólk sem búið
hefur árum saman undir járnhæl
óttans í ríki þar sem mátturinn er
valdið að fría sig undan lamandi
eituráhrifum óttans. Engu að Síður
rís hugrekki upp hvað eftir annað,
jafnvel í löndum þar sem tortíming-
arafl ríkisvaldsins er hvað ægileg-
ast, því óttinn er ekki eðliseinkenni
hins siðmenntaða manns.”
Nokkur persónuleg fagnaðarorð
eftir Jakob F.
Asgeirsson
Þegar að þetta er ritað er með
öllu óvíst hvort Aung Sang Suu Kyi
hefur fengið vitneskju um að henni
hafi verið veitt friðarverðlaun Nó-
bels þar sem hún dvelur í einangrun
í húsi látinnar móður sinnar í Rang-
ún. En í húsi hennar sjálfrar í Ox-
ford ríkir mikill fögnuður meðal
námsmanna sem hafa hús hennar
á leigu og fylgst hafa náið með
framvindu hennar mála og ljöl-
skyldunnar.
Það var sumarið 1990 sem ég
kynntist mannréttindabaráttu Aung
Sang Suu Kyi í Burma. Við vorum
fimm saman nemendur frá Pembro-
oke-garði í Oxford að leita okkur
að húsnæði. Blaðaauglýsing vísaði
okkur á fallegt hús frá Viktoríutím-
anum á gróðursælum stað í Norður-
Oxford. Eigandi hússins var Dr.
Micheal Aris sem sagður er einn
virtasti sérfræðingur heims í tíbesk-
um fræðum. Hann var á leið til
Bandaríkjanna þar sem honum
hafði boðist staða gistiprófessors til
tveg'£)a ára við Harvard-háskóla.
Hann sagði okkur að eiginkona sín
væri fangi herforingjastjórnarinnar
í Burma, en hefði samt nýverið
unnið glæsilegan sigur í frjálsum
kosningum í landinu. Synir þeirra
tvéir væru á heimavistarskóla.
Við fluttum inn í lok ágúst 1990.
Það var augsýnilegt að Dr. Aris tók
það nærri sér að yfirgefa húsið, það
var leigt út með öllu innbúi. Það
má segja að allt hafi væri eins og
þegar Aung Sang Suu Kyi skildi
við það vorið 1988, austræn teppi
og myndir á veggjum. Fyrir innan
dyrastafinn stóðu stígvél þeirra
hjóna, hennar gul, hans blá — og
Dr. Aris bað okkur að leyfa þeim
að vera þar sem táknrænni von um
að einhverntíma rynni upp sá dagur
að heimilislífið færðist í eðlilegt
horf á ný.
Leiguskilmálarnir voru þeir að
Dr. Aris og drengirnir hefðu til af-
nota tvö þakherbergi hússins þegar
á þyrfti að halda, t.d. í skólafríum
og að við ieigjendurnir gættum
heimilishundsins sem var 19 ára
bútanskur terrier sem þau hjón
höfðu eignast í upphafi búskapar
síns. Suu hélt mikið upp á þennan
hund og var Dr. Aris umhugað um
að hundurinn væri á lífi þegar kona
hans slyppi úr prísundinni en þá von
ól hann í bijósti að henni yrði sleppt.
Því miður hrakaði heilsu hundsins
svo að upp úr páskum var ekki stætt
á öðru en að svæfa hann. Á leiði
hans í garðinum var gróðursett tré
og útlend planta sem ég kann ekki
að nefna sem þau hjón höfðu fyrir
margt löngu komið sér saman um
að jgera.
Eg held að ástæðan fyrir því að
Dr. Aris hélt vestur um haf hafi
fyrst fremst verið eirðarleysi, engin
föst staða í tíbeskum fræðum er við
háskólann í Oxford og fyrst dren-
girnir undu sér í heimavistarskólum
ákvað hann að slá.til. Honum leið
Aung Sang Suu Kyi
illa orðið að dvelja einsamall í þessu
stóra húsi, búandi við óvissuna um
afdrif konu sinnar og hann hélt að
það mundi gera sér gott að komast
í nýtt umhverfi og takast á við ný
verkefni. Og hann gat ekki síður
barist fyrir málstað konu sinnar í
Bandaríkjunum en í Englandi. Hann
hefur síðan komið reglulega heim í
skólafríum og ýmist dvalist þar með
sonum sínum eða farið í ferðalög
með þeim. Drengirnir eru orðnir
'stálpaðir, Alexander 19 ára og Kim
13 ára. Eins og faðir þeirra hafa
þeir sýnt mikla stillingu við þessa
upplausn fjölskyldunnar.
Það eru nú meira en tvö ár síðan
þeir feðgar sáu Suu síðast. Ná-
grannarnir segja að þessi aðskilnað-
ur hljóti að hafa gengið ákaflega
nærri Suu hún hafi verið einstök
móðir og haft mikla ást á drengjun-
um. Einstaka ókunnugur maður
hefur hinsvegar látið í ljós furðu
yfir að hún skuli hafa yfirgefið syni
sína og eiginmann til að beijast
fyrir Ijarlæga þjóð við að því er
virðist vonlausar aðstæður. Það á
margur nú á tímum erfitt með að
setja sig í spor þeirra sem nauðugir
viljugir verða gera upp á milli einka-
lífs síns og hugsjóna sinna. Í raun
og veru átti þessa kona engra kosta
völ; uppruni hennar og mannkostir
gerðu það að verkum að þegar til
kastana kom var hennar eigið líf
samofið lífi þjóðar hennar.
Það er samdóma álit stjórnarerin-
dreka í Rangún að valdhafarnir í
Burma séu klíka ómenntaðra rudda
sem engu tauti verði við komið.
Andspænis þeim stendur þessi kona
— og talar um mannréttindi og lýð-
ræði.
En Aung Sang Suu Kyi stendur
ekki ein gegn ógnarstjórninni eins
og Morgunblaðið minntist á í rit-
stjórnargrein í sumar: Samviska
heimsins er í fylgd með henni,
friðarverðlaun Nóbels eru til vitnis
um það.
Það ríkir mikil gleði á heimili
þeirra hjóna í 15 Park Town Oxford.
Höfundur stundar nám í Oxford.