Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 ATVINNU/A(JGL YSINGAR LANDSPÍTALINN Reyklaus vinnustaður Sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins Staða sérfræðings (barnalæknis) á Barna- spítala Hringsins, LSP, er laus til umsóknar frá og með 1. janúar 1992. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérhæft sig á einhverju þrengra sviði innan barnalæknis- fræðinnar (undirsérgrein). í starfinu felst að auk lækninga leggi viðkom- andi stund á rannsóknir og taki þátt í kennslu (grunnnám lækna - framhaldsnám) eftir því sem um er beðið af forstöðulækni/prófess- or. Verður starfshæfni umsækjenda metin m.a. með tilliti til þessa. Gera skal sérstakan ráðningarsamning við þann er stöðuna hlýtur þar sem m.a. verði tekið fram um daglega viðveru, vaktir og yfirvinnu, leyfi til starfa utan spítalans og annað sem aðilum þykir máli skipta (sbr. ákvæði í kjarasamningum lækna). Nákvæm greinargerð um nám og störf (curriculum vitae) sendist á eyðublöðum lækna ásamt tilheyrandi vottorðum, lista yfir ritverk o.s.frv., til stjórnarnefndar Ríkisspít- ala, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík, fyrir 10. nóvember nk. Nánari upplýsingar veitir Víkingur H. Arnórs- son, prófessor, í síma 601050. Þessi auglýsing birtist 13. október undir fyrir- sögninni: Sérhæfður aðstoðarmaður, sem er rangt og mistök blaðsins. Texti auglýs- ingarinnar er að öðru leyti óbreyttur. Atvinnurekendur Karlmaður með góða menntun óskar eftir atvinnu til áramóta. Mjög góð spænsku-, ensku- og dönskukunnátta. Reynsla í al- mannatengslum og sölumennsku. Upplýsingar í síma 19689. Tölvudeild Óskum að ráða deildarstjóra tölvudeildar hjá stóru, sérhæfðu þjónustufyrirtæki. Sjálf- stætt starf. Við leitum að manni til að annast krefjandi ábyrgðar- og stjórnunarstarf í faglegu um- hverfi. Nauðsynlegir kostir: ★ Reynsla í stjórnun starfsfólks og verk- efna. ★ Reynsla í þarfagreiningu og kerfishönnun. ★ Kunnátta og reynsla í AS/400-umhverfi. ★ Kunnátta og reynsla í PC-umhverfi. ★ Málakunnátta fyrir erlend samskipti. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Farið verður með allar fyrirspurnir og um- sóknir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Tölvudeild 384“, fyrir 23. október nk. Hagvangur h if Grensósvegi 13 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Há sölulaun Viljum ráða gott sölufólk til farandsölu á bókum. Há sölulaun. Aldurslágmark 20 ár. Upplýsingar gefur Kristján í síma 689938 milli kl. 10 og 12 virka daga. Bókaforlagið Lífog saga. Kvennadeild Reykjavikur- deildar Rauða kross íslands Afgreiðslustörf Okkur vantar sjálfboðaliða til starfa í sölubúð- um okkar. Um er að ræða 3 klst. hálfsmánað- arlega, fyrir hádegi, eftir hádegi eða að kvöldi. Upplýsingar: Sölubúðin Borgarspítaia Auðureða Þóra, sími 36680, kl. 9.00-12.00. Auður, hs. 74062, og Þóra, hs. 51752. Sölubúðin Landspítala Ellen eða Ingunn, sími 601522, kl. 9.00-12.00. Ellen, hs. 23289, og Ingunn, hs. 36289. Sölubúðin Landakotsspítala Lily, heimasími 36817. Sölubúðin Grensásdeild Salvör, heimasími 36224. Geymið auglýsinguna. m 'í;M •«* • W Metsölublað á hveijum degi! RAÐ HUSNÆÐIOSKAST TILBOÐ - UTBOÐ FUNDIR - MANNFA GNAÐUR 4ra herb. íbúð óskast Vantar góða 4ra herb. íbúð eða hús. Helst í Vesturbæ eða á Seltjarnarnesi. Öruggar greiðslur. Algjörri reglusemi heitið. Allar nánari upplýsingar veitir Friðjón Örn Friðjónsson hdl. í síma 680068. TIL SÖLU Síldarnót til sölu Síldarnót til sölu á góðu verði. Upplýsingar í síma 97-61400. Til sölu eða leigu Þessi virðulega húseign er til sölu eða leigu. Ýmis eignaskipti mögu- leg. Veðbandalaus eign. Langtíma- leiga kemur til greina. Upplýsingar veitir Karl J. Steingrímsson í síma 20160 og 39373. ATVINNUHÚSNÆÐI Hús á Suðurnesjum óskast Óska eftir góðu húsi, sem stendur sér á Suðurnesjum, til leigu, þar sem hægt er að reka hundabú. Ágætt að einhver útihús fylgi, en ekki skilyrði. Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merkt: „Gott hús - 1227“. Tilboð óskast í uppsetningu á Danfoss-hitastillum í fjórbýl- ishúsi. Vinsamlegast hafið samaband í síma 626311 eftir kl. 8 á kvöldin. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur Útboð: Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir til- boðum í eftirtalda verkþætti í 102 íbúðum í Rimahverfi í Grafarvogi. 1. Eldhúsinnréttingar. 2. Fataskápar. 3. Innihurðir. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu HNR, Suðurlandsbraut 3, gegn 5.000,- kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 29. októ- ber kl. 15.00 á skrifstofu HNR TILKYNNINGAR Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihömluð- um styrki til bifreiðakauþa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1992 fást hjá afgreiðsludeild og upplýsingadeild Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Tryggingastofnun ríkisins. Annar félagsfundur JC Borgar verður haldinn á Holiday Inn, efstu hæð, í kvöld 15. október kl. 20.30 stundvíslega. Gestur fundarins verður Guðni Þórðarson, forstjóri Sólarflugs. Stjórnin. Cgj) Sjómannafélag Reykjavíkur Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn 23. október kl. 18.00 á Lindargötu 9. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Kvennadeild Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands Haustfundurinn verður haldinn í Holiday Inn miðvikudaginn 16. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Formaður segir frá starfi deildarinnar. 2. Sýnikennsla á forréttum. 3. Kaffi og meðlæti. Verð kr. 1.000,-. Tilkynnið þátttöku. Félagsmálanefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.