Morgunblaðið - 15.10.1991, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR'15. OKTÓBER 1991
Minning:
Einar Þór Jónsson
Fæddur 13. júní 1907
Dáinn 5. október 1991
í dag er moldar borinn frændi
minn, Einar Þór Jónsson. Einar Þór
var fæddur á Eskifirði 13. júní 1907.
Foreldrar hans voru hjórlin Lísabet
Þ. Einarsdóttir og Jón Kr. Jónsson.
Einar var næstyngstur fjögurra
systkina en þau eru: Anna Kristín,
Svava Asdís og Arnór Erling. Anna
og Svava lifa bróður sinn en Amór
lést síðastliðið vor í Danmörku þar
sem hann hafði búið mestan hluta
ævi sinnar.
Einar var aðeins 10 ára gamall
er hann missti móður sína og má
nærri geta að sú reynsla hefur sett
'mark sitt á drenginn en Einar var
harður af sér og dugmikill og lífs-
orka hans beindist að jákvæðum
störfum. Á unglingsárum tók hann
virkan þátt í félagslífi á Eskifirði.
Hann lék m.a. með lúðrasveit staðar-
ins, tók þátt í starfsemi leikfélagsins
og var í sýningarflokki Fimleikafé-
lagsins Neista sem föðurbróður hans
stýrði. Eflaust hefur hann á þessum
árum hrifist af anda ungmennafélag-
anna en þau voru þá aflvaki góðra
verka.
Er Einar varð fulltíða voru erfiðir
Tímar á íslandi. Atvinna var af skom-
um skammti en Einar hafði alltaf
vinnu enda ósérhlífinn og duglegur.
Hann gekk til allra verka, var um
skeið vörubílstjóri á Eskifirði en á
vetmm var hann oftast á vertíðum
í Vestmannaeyjum og þá gjarnan við
vélgæslustörf.
Einar Þór var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Viktoría Gunnarsdótt-
ir frá Velli í Hvolhreppi í Rangár-
vallasýslu og með henni eignaðist
Einar tvær dætur, þær Guðrúnu Jón-
ínu og Lísabetu Sólhildi. Þau Einar
og Viktoría hófu búskap í Austur-
bænum á Velli árið 1935. í Vestur-
bænum bjó yngri bróðir Viktoríu, Jón
Gunnarsson, ásamt fjölskyldu sinni
og á Bakkavelli Sigutjón, eldri bróð-
ir hennar. Það er mál kunnugra að
sjaldan hafi menn vitað jafnmikla
eindrægni og vináttu og var milli
þessa fólks er bjó þarna í nábýli
enda allt mannkostafólk. En lífsbar-
átta bænda á þessum áram var erfið
og Einar varð að sinna fleiri störfum
en á búinu einu. Hann var flesta
vetur á vertíðum í Eyjum auk þess
vann hann við ýtustjórn hjá Vega-
gerð ríkisins og seinna við brúar-
gerð, m.a. við gerð Þjórsárbrúar.
Einar og dætur hans urðu fyrir
miklu áfalli árið 1946 en þá veiktist
Viktoría af banvænum sjúkdómi og
lést eftir stutta legu. Stóð nú Einar
uppi með dætur sínar ungar og þó
að vensla- og vinafólk hans á Velli
legði honum allt lið, hætti hann bú-
skap fljótlega eftir lát konu sinnar.
Hann tók þá aftur til við búskap
eftir fortölur á áranum 1949-1954
en þá hóf hann störf hjá Áburðar-
verksmiðju ríkisins þar sem hann
vann sem vélgæslumaður æ síðan.
Á miðjum sjötta áratugnum
kynntist Einar Sólborgu Sveinsdótt-
ur og gengu þau í hjónaband árið
1957. Fullvíst er að það var Einar
hið mesta gæfuspor. Vart verða
fundin hjón sem voru jafn samtaka
og dugleg sem Einar og Sólborg á
þeim áram sem í hönd fóru. Sólborg
átti tvo syni frá fyrra hjónabandi,
þá Ingólf Dan og Áxel Hólm Gísla-
syni, báða á unga aldri og reyndist
Einar þeim sem besti faðir. Er aldur-
inn færðist yfír varð Einar að lokum
að draga sig í hlé af heilsufarsástæð-
um. Sólborg sem hafði unnið utan
heimilis, hætti sínu starfí og annað-
ist nú Einar með eins mikilli hlýju
og kostgæfni og hugsast gat öll hin
síðari ár. Einar og Sólborg höfðu
búið á þremur stöðum í eigin hús-
næði en lengst áttu þau heima á
Austurbrún 4. Þau höfðu um alllangt
skeið reynt að fá þjónustuíbúð hjá
Reykjavíkurborg, en eins og allir vita
er slíkt ekki auðvelt þar sem þörfin
er brýn hjá svo mörgum. Um síðustu
áramót fengu þau loks góða úrlausn
sem var tveggja herbergja þjónustu-
íbúð í Furugerði 1. Einar var afar
glaður og þakklátur fyrir þetta sem
og allt gott er honum var-gjört og
á suðursvölum íbúðarinnar átti hann
margar ánægjustundir á hinum
fögru dögum iiðins sumars. Fyrir
tæpum þrem vikum veiktist Einar
svo alvarlega og var hann fluttur á
Landakotsspítala þar sem hann lést
hinn 5. október síðast liðinn.
Einar Þór var ákaflega ljúfur
maður, glaðsinna og bjartsýnn. Lífs-
gleðin fylgdi honum gegnum þykkt
og þunnt alla ævi. Þessi gleði var
smitandi og var því oft hlátur og
kátína þar sem hann var nærri. Víst
er að allir nutu návistar hans góðvild-
ar og gjafmildi. Hann var sannarlega
ljóssins bam.
Megi sá er öllu ræður styrkja eig-
inkonu hans, Sólborgu, dætur hans,
systur og aðra ástvini í sorg þeirra.
Jón Kr. Hansen
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Hinstu kveðju sendum við afa og
langafa okkar, Einari Þór Jónssyni,
er fæddist á Eskifirði 13. júní 1907.
Hann var sonur hjónanna Lísabetar
Einarsdóttur og Jóns Kr. Jónssonar.
Ungur að aldrei fór hann til Vest-
mannaeyja og stundaði þar sjó-
mennsku en lengst af starfaði afi
okkar sem vélgæslumaður í Gufu-
nesi. Afi kynntist ömmu okkar heit-
inni Viktoríu Gunnarsdóttur og gift-
ust þau 1934 og eignuðust tvær
dætur, Guðrúnu móður okkar og
Lísabetu. Afi missti ömmu okkar
árið 1946. Blessuð sé minning henn-
ar. Eftirlifandi eiginkonu, Sólborgu
Sveinsdóttur, kynntist afí í Reykjavík
og giftust þau 13. júní 1957. Afi
reyndist okkur öllum vel en hann
hafði mest af Viktoríu, elstu systur
okkar, að segja fyrstu árin hennar
og þakkar hún það.
Með þessari kveðju sendum við
systkinin elskulegum afa okkar
blessunaróskir yfír móðuna miklu og
minnumst hans með virðingu og
þökk.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Við barnabörnin vottum móður
okkar og systur hennar innilegar
samúðarkveðjur. Einnig Sólborgu
ömmu og systram afa okkar.
Einar, Viktor, Viktoría, Guð-
bjartur, Eðvarð, Sigrún, Guð-
rún og barnabarnabörn.
Afi okkar, Einar Þór Jónsson, lést
á Landakotsspítala þann 5. október
1991. Afí var fæddur á Eskifírði 13.
júní 1907, sonur hjónanna Lísabetar
Einarsdóttur frá Vestmannaeyjum
og Jóns Kristins Jónssonar, klæð-
skera frá Eskifírði.
Afi átti sín bernskuár á Eskifirði.
Átta ára gamall missti hann móður
sína. Var það mikill missir fyrir svo
ungan dreng enda talaði hann oft
um hvað móðir sín hafí verið sér
kær. Minningarnar um móður sína
geymdi afí alla tíð í hjarta sér. Ung-
ur varð hann að fara að vinna fyrir
sér. Eins og margir ungir drengir
stundaði hann fyrst sjómennsku. Um
tíma var hann verslunarmaður í Skó-
búð Reykjavíkur ásamt og hann
fékkst einnig við margt annað. En
það sem skipti sköpum var að afi
festi ástarhug á ömmu, Viktoríu
Gunnarsdóttur frá Velli í Rangár-
vallasýslu. Þau giftu sig 13. október
árið 1934 og festu fljótlega kaup á
austurbænum á Velli og hófu þar
búskap. Sólin skein björt og heit á
afa og ömmu og eignuðust þau tvær
dætur, Guðrúnu Jónínu og móður
okkar, Lísabetu Sólhildi. Við sáum
aldrei ömmu okkar, því hún lést 7.
janúar 1946 eftir langvarandi veik-
indi frá dætrunum ungum. Það var
mikið áfall fyrir afa. En hann átti
góða að, systur sínar á Njarðargötu
35 Rvík og bræður Viktoríu, sem
bjuggu á Velli og Bakkavelli, svo og
allt heimilisfólkið á þessum stöðum.
Þessu fólki verður aldrei fullþakkað.
Aftur birti til og sólin skein.
Afi hafí þá hætt búskap og flutt
suður til Reykjavíkur. Þar kynntist
hann seinni konu sinni, Sólborgu
Sveinsdóttur, ættaðri úr Skagafirðin-
um.
Vel fór á með Sólborgu og afa.
Þau giftu sig 1957. Þá vann hann í
Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi.
Þar vann hann þangað til að hann
hætti vegna aldurs. Sólborg og afí
bjuggu sér fallegt heimili. Þar var
gott að koma. Sólborg á tvo syni frá
fyrra hjónabandi, þá Ingólf og Axel.
Þeir .reyndust afa sem bestu synir.
Við þökkum afa fyrir allt sem hann
hefur gefíð okkur af reynslu sinni
og þér, Sólborg, sem hefur verið stoð
hans í veikindum og hlúð að honum
eins og best er hægt. Megi góður
Guð styrkja þig, Sólborg, svo og
aðra ástvini.
Indíana, Viktoría, Einar,
Sigríður, Sólborg, Sigurður.
Sólveig Bjarna-
dóttir - Minning
Fædd 14. nóvember 1902
Dáin 5. október 1991
í dag er hún Sólveig Bjarnadóttir,
Veiga mágkona nín, til moldar borin.
Hún var orðin södd lífdaga og þráði
hvíldina frá þrautum síðustu tíma.
Ekki fór hjá því að hennar nánustu
fyndu mikið til með henni. Það er
ávallt sárt að missa tryggan vin og
venlsamann og þá þegar allt er riljað
upp er margs að minnast. Það voru
orðnar margar flíkurnar sem.Veiga
saumaði 'eða gerði við og lagaði.
Börn og tengdabörn systkina
hennar hafa líka fengið margan
sokkinn og vettlinginn frá henni þótt
launin hafí oft verið létt í vasa. Áðal
Helgu var hjálpsemi, tryggð og trú-
festa. jFómfús var hún við þá sem
hún taldi þurfa aðstoðar sinnar við
og var þá ekki talið eftir þótt láta
þyrfti af hlutum sam annars þóttu
verðmæti. Það einkenndi lífsmáta
Veigu að hafa sem minnst umleikis,
sem ekki var henni nauðsynlegt. Hún
var því laus við allt prjál og punt,
þótt hún á yngri árum, á meðan
heilsan og aðstæður leyfðu, klæddist
vel og hátíðlega, þegar ástæða var til.
Þó Veiga væri .aldrei efnuð var
hún ríkmannleg heim að sækja. Þeg-
ar hún rak heimili með móður sinni
og bróður, en þá kynntist ég þeim,
þá var engum í kot vísað er bar a'ð
garði. Þar var allt til og gestum vel
fsgnað enda oft gestkvæmt og sum-
ir langt að komnir, sem áttu þar
gott athvarf. Þessir eiginleikar Veigu
komu glöggt í ljós þegar hún stund-
aði móður sína veika á heimili þeirra.
Þá hélt ég að maður yrði að taka
viljann fyrir verkið, en svo var þjón-
ustulund Veigu mikil og tryggð við
það sem hún taldi skyldu sína, að
líkast var sem þjálfaður aðili væri
að verki, svo vel og varfærnislega
hjúkraði hún móður sinni í mörg ár.
Þessir sömu eiginleikar Veigu komu
einnig glöggt í ljós þar sem hún vann
og starfaði utan síns' heimilis. Þar
var hún ávallt vel liðin og eftirsótt
enda átti hún marga góða kunningja
frá þéim áram.
Sólveig Bjarnadóttir er fædd 14.
nóvember 1902 í Reykjavík. Hún
varð eins og svo margir á þeim áram,
sem Veiga var að alast upp, að byija
ung að vinna og fékk litla skóla-
menntun. Sigríður móðir hennar
missti sambýlismann sinn, Bjarna
Jakobsson, frá henni ungri og ný-
fæddum bróður Veigu, Bjama
Bjarnasyni, sem nú er nýlátinn.
Bjarni Jakobsson var ekkjumaður og
átti frá því hjónabandi 5 börn, þau
Gróu, Ólafíu, Guðbjörgu, Karl og
Guðmund Helga, þau era nú öll löngu
látin. Milli þessara hálfsystkina var
alltaf mjöggott samband. Árið 1910
giftist Sigríður móðir Sólveigar Gísla
Einai'ssyni bónda að Efra-Apavatni
í Laugardal. Gísli stjúpfaðir Sólveig-
ar lést 1916. Þá hafði hún eignast
tvö hálfsystkin, þau Guðrúnu Soffíu
Gísladóttur og Sigurgeir Pál Gísla-
son. Árið 1917 hætti ekkjan búskap
og fluttist suður með börnin.
í Reykjavík lærði Veiga karl-
mannafatasaum, sem kom henni í
góðar þarfir síðar í lífinu.
12. júní 1928 giftist Veiga Jóni
Ólafssyni bónda að Vindási í Kjós.
Þeim varð ekki bama auðið og slitu
samvistir eftir 11 ára sambúð. Eftir
það vann Sólveig við saumaskap og
hugsaði síðar um heimili móður sinn-
ar og bróður á Smiðjustíg 11 eins
og fyrr segir. Eftirlifandi systkin
Sólveigar þakka henni með söknuði
alla ást og umhyggju, en samband
þeirra í milli var ávallt mjög náið.
Blessuð sé minning mágkonu
minnar.
Friðgeir Grímsson
Mig langar til að þakka Veigu
frænku fyrir alla þá hlýju, áhuga og
umhyggju sem hún sýndi mér og
bræðrum mínum alla tíð.
Okkar fyrstu minningar, sem eru
skýrar og góðar, tengjast næturgist-
ingum hjá Veigu og ömmu og þær
verma hjartaræturnar.
Veiga naut þess að vera með okk-
ur og hún þreyttist aldrei á að tala
við okkur, enda hafði hún einstakt
lag á að komast í samband við börn-
in. Það voru ekki ófáir göngutúrarn-
ir sem hún fór með okkur um bæ-
inn, bæði til að skoða umhverfið eða
til að heimsækja vini og kunningja.
Þeirrar persónu sem Veiga frænka
hafði að geyma fá alltof fá böm í
dag að njóta.
Veiga var mikil saumakona og var
saumaskapur bæði atvinna hennar
og dægrastytting og af þeim sökum
tengdist ég henni meira en bræður
mínir þegar ég fór að eldast.
Það voru margar stundirnar sem
ég sat hjá Veigu frænku og var hún
þá að sauma á mig buxur eða laga
föt en skemmtilegast var þegar hún
saumaði föt á dúkkuna mína. Það
voru gersemar í augum mínum. Þessi
dúkkuföt tók ég svo miklu ástfóstri
við að enn þann dag í dag eru þau
til og síðan hafa börn mín fengið að
njóta þeirra og handfjatla þau.
Mín fyrstu spor í saumaskap tók
ég við hlið Veigu en það ríkti alltaf
sérstök stemning að vera við hlið
hennar við saumavélina eða við hann-
yrðir.
Það var Veigu tamt að nýta alla
hluti og var ég þeirra gæfu aðnjót-
andi að læra þetta af henni.
Hannyrðir voru hennar yndisauki
og sat hún helst á kvöldin við útsaum
enda hafa mörg heimilin innan íjöl-
skyldunnar fengið að njóta þess og
er mitt eitt þeirra. Stólarnir hennar
Veigu verða alltaf mitt mesta stof-
ustáss því ekki er nóg með að þeir
séu fallegir heldur fylgdi mikill hug-
ur máli þegar þeir voru saumaðir.
Eg minnist þess ávallt sem stórri
stund þegar Veiga sendi mig í hann-
yrðaverslun til að velja munstur í
stól sem ætlaður var mér.
Það var veigu tamt að rétta öðrum
hjálparhönd og við sem stóðum henni
næst fengum alla tíð að njóta þess
í ríkum mæli. Jafnvel þegar Veiga
Mín kæra húsmóðir, Guðný Þor-
björg Klemensdóttir, hefur kvatt
þetta líf. Eg líkti henni oft við móður
mína, umhyggja hennar gagnvart
mér var yndisleg. Ég hlakkaði alltaf
til þeirra daga sem ég var hjá henni.
Við sátum í eldhúsi hennar, ftpjölluð-
um saman yfír kaffíbolla og öðru
góðgæti og margt var rifjað upp frá
liðnum áram. Og alltaf átti hún góð
orð um fólk, hún hallmælti aldrei
neinum. Við áttum ljúfar minningar
, af mörgum hér á Álftanesi. Guðný
var væn kona sem og foreldrar henn-
ar vora, ég minnist þeirra einnig
með hlýjum huga.
Það var gaman að vinna með henni
í garðinum hennar, hún hlúði að
gróðrinum eins og börnum sínum.
Eg kveð hana með söknuði.
Guð styrki fjölskyldu hennar og
geymi hana.
Guðfinna Ólafsdóttir.
var komin á elliheimilið vildi hún
helst hafa eitthvað til að rétta manni
sem gæti komið að notum á heimili
unga fólksins.
Veiga var ekki fyrir að safna mikl-
um auð eða hafa mikið glingur í
kringum sig en þá hluti sem hún
átti fór hún vel með og hélt uppá
og um það leyti sem leið hennar lá
á elliheimilið sá hún til þess að koma
þeim út á heimili okkar sem yngri
vorurn. Þessir hlutir ylja manni og
minna okkur systkinin á bernsku
okkar.
Ég hef ávallt talið mig lánsama
að hafa fengið að bera nafn Veigu
og enn styrktist það lán þegar sonur
minn Eymundui' fæddist fyrir rétt
tæpum 6 árum á afmælisdegi Veigu
þann 14. nóvember.
Ég vil að lokum þakka Guði fyrir
allt það sem hann gaf okkur í Veigu.
Hún var sátt við endalokin og vissi
að hveiju stefndi allt fram í andlátið.
Sigríður Sólveig Friðgeirsdóttir
GuðnýÞ. Klemens
dóttír — Kveðja