Morgunblaðið - 15.10.1991, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.10.1991, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15: OKTOBER 1-991 47 Minning: Fanney Aðalheiður Gunnarsdóttir Fædd 26. apríl 1914 Dáin 24. ágúst 1991 Hið eina blóm, sem aldrei deyr, þó öll oss blekki vor, er hjartans rós er hjá oss þreyr um hverful ævispor, 'hið góða og fagra í göfugri sál oss grær í frosti kífs, og syngur æ um sumarmál og sigur betra lífs. (Matt. Jochumsson) Það er liðinn rúmur mánuður síð- an við fylgdum henni elsku ömmu minni til hinstu hvílu. Hún amma mín Fanney var fædd í Mjóafirði, dóttir Gunnars Jónssonar og Auð- bjargar Jónsdóttur. Ólst hún upp hjá ömmu sinni Stefaníu Sigurðar- dóttur. Árið 1934 fluttust þær til Neskaupstaðar, þar kynntist hún afa mínum Njáli Stefánssyni, og hófu þau búskap það sama ár. Stef- anía bjó hjá þeim til dauðadags 9. október 1939. Amma og afí eignuð- ust fimm börn: Auðbjörg fædd 1. júlí 1935 gift Jóhanni Hjálmars- syni; Jón fæddur 31. maí 1988, dáinn 30. desember 1938; Matthild- ur fædd 25. desember 1939, dáin 23. september 1942; Ólöf fædd 8. maí 1942, gift Jóni J. Nóasyni, og Brynhildur fædd 18. febrúar 1951, gift Þorleifí M. Friðjónssyni. Barna- börnin eru sjö og barnabarnabörnin eru átta. Amma var yndislega góð og blíð kona, betri ömmu gátum við krakk- arnir ekki eignast. Margar góðar minningar koma í huga minn þegar ég sit og skrifa þessar línur. Hún hafði ótakmarkaðan tíma fyrir okk- ur krakkana, það var ekki svo sjald- an sem við fengum að sofa hjá þeim upp á Blómsturvöllum, þá var nú ýmislegt dundað, spilað og spjallað. Ekki man ég ömmu öðruv- ísi en með hannyrðir. Hún bæði heklaði, prjónaði og saumaði út, og hafði yndi af. Ekki kann ég tölu á öllum þeim pörum af sokkum og vettlingum sem hún prjónaði á okk- ur öll bæði stór og smá. Henni var mikið í mun að öllum liði vel og engum yrði kalt á höndum eða fót- um. Amma starfaði hjá frystihúsi SVN í Neskaupstað í fjörutíu ár, þar unnum við saman og var hún mér góður kennari. Ég þakka ömmu BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. bfiémcml Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Gullfallegur salur til leigu í Fossvoginum hentugur fyrir erfidrykkjur. • SEM-hópurinn. Sími 67 74 70 minni fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Elsku afi minn, þinn missir er mestur okkar allra, megi góður Guð gefa þér styrk. Guð blessi elsku ömmu mína og varðveiti um alla eilífð. Fanney Sigurbjörg Jóhannsdóttir t Móðir okkar GUÐRÚN HJÖRLEIFSDÓTTIR frá Mel, Staðarsveit, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, andaðist 12. október. Börnin. t Móðir okkar og amma, GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR frá Syðri Gróf, andaðist á Borgarspítalanum 13. október. Baldur Hjaltason, Fróði Hjaltason, Kristín Linnet Sigurðardóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkon mín, dóttir okkar, systir og mágkona, JÓNA PÁLA WISSMAR, Bellevue, Washington, lést þann 11. október sl. Stanley E. Wissmar, Pála Kristjánsdóttir, Gunnar Einarsson, Stefán Jónsson, Eva Óskarsóttir, Þórir Gunnarsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Kristján Gunnarsson, Anný Antonsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELIS HALLGRÍMSSON, Lækjarbakka, Vestur-Landeyjum, lést á Dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði, 10. október. Útförin verður gerð frá Krosskirkju, Austur-Landeyjum, laugardag- inn 19. október kl. 15.00. Ernie De Souza, Arnheiður Andrésdóttir, Heidy De Souza, Guðjón Elisson, Sigríður Elisdóttir, Hallgrímur Elisson, Alda Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elsku mamma, amma og langamma, ÞORBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR frá Blönduósi, Vogatungu 69, Kópavogi, f. 2. október 1912, lést á hjartadeild Landspítalans sunnudagsmorguninn 13. októ- ber. Jarðarför hennar fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 19. október kl. 14.00. Herbert Guðmundsson, Edda Björg Herbertsdóttir, Hilmar Bergmann, HeimirÖrn Herbertsson, Hilmar Þór og Helgi Björn Bergmann. t ODDUR J. TOMASSON málarameistari, andaðist á vistheimilinu Víðinesi þann 12. október. Aðstandendur. t Móðir okkar, GYÐA STEPHENSEN, Hörðalandi 18, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 16. október kl. 13.30. Finnur Stephensen, Áslaug Stephensen, Steinunn Ragnheiður Stephensen. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR VIGFÚSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Austurgötu 40, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 16. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Slysa- varnafélag íslands. Hulda Sigurjónsdóttir, Bára Sigurjónsdóttir, Sjöfn Sigurjónsdóttir, Einar Sigurjónsson, Páll Guðjónsson, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Sigríður Jóhanna Andrésdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auösýndan hlýhug og samúð við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa, tengdasonar, bróður og mágs, STEFÁNS SIGURJÓNSSONAR pípulagningarmanns, Eiríksgötu 11. Guð blessi ykkur öll. Erna Smith, Svanhvít Stefánsdóttir, Þór Tómas Bjarnason, Erna Stefanía Gunnarsdóttir, Svanhvit Smith, Ingvi Jón Sigurjónsson, Hrafnhildur Sigurjónsdóttir, t Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför BJARGAR JÓNSDÓTTUR, Réttarholti 9, Selfossi. Guðmundur Hartmannsson, Brynhildur Guðmundsdóttir, Sigjón Rafn Óskarsson, Róbert Guðmundsson og barnabörn. t Innilegar þakkir og blessunaróskir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og útför móður okkar, GUÐBJARGAR BJARMAN, Smiðjuvegi 15, Kópavogi, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 29. sept- ember sl. Börnin. Móðir mín og amma, t KATRIN ÞÓRÐARDÓTTIR, Stigahlfð 18, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn 15. október, kl. 15.00. Dóra Gróa Jónsdóttir, Katrín Einarsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegrar móður, dóttur, systur, mágkonu, dóttur og frænku okkar, JÓFRÍÐAR SOFFÍU KRISTINSDÓTTUR, Skálagerði 7. Elín Osp Vilhjálmsdóttir, Baldur F. Kristinsson, Elvar G. Kristinsson, Dóra S. Kristinsdóttir, Jóhann R. Kristinsson, Helena S. Kristinsdóttir, Hafalda E. Kristinsdóttir, Snædfs E. Kristinsdóttir, Guðbjörg H. Kristinsdóttir, Ester Friðþjófsdóttir, G. Elísabet Jensdóttir, Þórdís Bergmundsdóttir, Guðbrandur Jónsson, Katrín Gísladóttir, Guðmundur Gunnarsson, Gústaf Egilsson, Andrés Hallgrfmsson Halldóra Kristleifsdóttir og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.