Morgunblaðið - 15.10.1991, Side 49

Morgunblaðið - 15.10.1991, Side 49
MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJtJDÁGÚR 15. OKTÓBER 1991 49 SÝNING Donald með nýja úti á lífinu Donald Tramp þótti við hæfi að hafa hina ungu dóttur sína við hlið sér, auk Mörlu Maples er hknn mætti á Elite- keppnina sem haldin var á Plaza hótelinu hans í New York í sept- ember. Tríóið fylgdist grannt með 58 ungum fyrirsætum sem þátt tóku í keppninni og Ivanka litla skemmti sér vel. Eftir því var tekið að hún þótti hafa fatsmekk og fas móður sinnar auk ljósu lokkana, en útlit föður síns. Það var einnig eftir því tekið, að stúlk- unni litlu kom prýðilega saman við Mörlu sem olli skilnaði Don- alds og Ivönu Trump. Myndirnar voru sum sé teknar í september, en mikið vatn hefu runnið til sjávar síðan og nú er allt í háalofti á milli Donalds og Mörlu. Eina ferðina enn. Donald hefur sagt semsvo, „Hvað er þetta!, stundum tekst það og stundum ekki.” Marla hefur látið hafa eftir sér, að þau Donald séu ekkert öðru vísi en önnur pör að því leyti, að það era vandamál sem þarf að kljást við. Sem standi vinni þau ekki bug á þeim. Stór- vinur Mörlu segir hana aldrei hafa ljómað eins og ástfangna konu í sambandinu við Donald, hún hafi litið á sig sem bjargvætt hans er mikið lá við. Hún elskaði karlinn, en sú ást væri ekki endur- goldin þar eð Donald væri eigin- gjarn og kaldlyndur náungi nema þegar börn hans væru annars vegar. Donald gengur í salinn með Ivönku sér við hlið. Uti í sal... Marla hvíslar einhveiju í eyra Ivönku. GÍTARKEPPNI: Æfði mikið heima í sumar Arnaldur Amarsson, gítarleikari, vann þriðju verðlaun í alþjóð- legri gítarkeppni í Gargnano á ítal- íu dagana 13.-15. september. Pyrstu verðlaun voru ekki veitt í keppninni en önnur verðlaun hlaut Spánverjinn Marco Socías. Arnald- ur hlaut þriðju verðlaunin ásamt Þjóðveijanum Harald Stampa. Sautján gítarleikarar tóku þátt i keppninni. Arnaidur sagði að keppt hefði verið í þremur umferðum. „Fyrsta umferðin fór þannig fram að allir keppendurnir léku skylduverk eftir Tarrega og Villa-Lobos en eftir hana voru ijórir valdir til þess að taka þátt í undanúrslitum kvöldið eftir. Þá lékum við lútusvítu eftir Bach og sjálfvalið efni í tíu mínút- ur. i úrslitunum kvöldið eftir lékum við svo sjálfvalin verk í hálftíma. Mín voru eftir Sor, Takemitsu, Ger- hard og Ponce,” segir Arnaldur. Hann segir úrslitin ekki hafa komið á óvart. „ Ég var búinn að æfa mig mikið heima í sumar og nýbúinn að taka þátt í gítarkeppni á Spáni þar sem ég komst í 12 manna úrslit af 30 keppendum. Annars hefði ég kannski komið betur út ef ég hefði einbeitt mér að annarri keppninni því verkin voru ekki þau sömu og kröfðust mikils undirbúnings.” Arnaldur hóf tónlistarnám í Tón- skóla Sigursveins D. Kristinsssonar en hélt síðan til Bretlands þar sem hann stundaði framhaldsnám. Eftir Bretlandsdvölina kenndi hann einn vetur hjá Sigursveini í Reykjavík en fluttist þá til Spánar. Þar hefur hann búið síðastliðin 8 ár og starf- ar nú við Luthier tónlistarskólann í Barclona. Hann mun halda ein- leikstónleika á Listahátíð Reykja- víkur í júní á næsta ári. Arnaldur tekur þátt í gítarkeppni Morgunblaðið/Sverrir Arnaldur Arnarsson gítarleikari. sem kennd er við Andres Segovia á Mallorka 25.-29. október næst- komandi. AKORTALISTÍl Dags. 15.10.1991. NR. 54 5414 8300 0362 1116 5414 8300 2013 1107 5414 8300 2675 9125 5414 8300 2717 4118 5421 72" 5422 4129 7979 7650 | Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORT HF. Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 BIODROGA Silkimjúkar hendur Bio Repair handáburðurinn BIODROGA lífrænar jurtasnyrtivörur Útsölustaðir: Stella, Bankastræti; Ingólfsapótek, Kringlunni; Brá, Laugavegi; Gresika, Rauðarárstíg; Lilja, Grenigrund 7, Akranesi; Kaupf. Skagfirðinga; Kaupf. Eyfirðinga; Húsavíkurapótek; Vestmannaeyjaapótek. Ólafur Ragnar Grímsson stjómar þættinum í fyrramálið kl. 7—9 ÚTVARP REYKJAVÍK ÚTVARP REYKJAVÍK FMMLM103.2 AÐALSTOÐIN AÐALSTRÆTIló • 101 REYKJAVÍK • SÍMIÓ2 15 20 BOKA- ÚTGEFENDUR kilafrestur vegna auglýsinga í íslenskum bókatíðindum 1991 rennur út 21. október næstkomandi. Ritinu verður dreift á öll heimili eins og áður. Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Suðurlandsbraut 4A, sími 38020 eftir 16. október. kilafrestur vegna tilnefninga til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1991 rennur út 30. október. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. FELAGISLENSKRA BOKAUTGEFENDA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.