Morgunblaðið - 15.10.1991, Side 52

Morgunblaðið - 15.10.1991, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 HCE/nAitn /, AAir fihnst Utarinn Cjótur- Cn tg érit Hraðakstur á aðeins rétt á sér til vinnu en ekki frá ... Þið takið þá til greina að í pakkanum séu trylltar býflugur? Austurvöllur 1. október 1991 Kjörnir valdhafar íslensku þjóð- arinnar komu saman í dag í fyrsta sinn að loknu sumarleyfi. Þeir sóttu sér handleiðslu, vernd og dug til Drottins við messu í Dómkirkjunni og gengu svo til starfa sinna í Al- þingishúsinu. Meðan á guðsþjónustu stóð hafði fjöldi ungra manna og kvenna safn- ast saman á Austurvelli. Tilgangur þeirra með fundinum var að ítreka við ráðamenn óánægju sína með fyrirhugaðar sparnaðarleiðir á sviði menntamála. Hegðun þeirra, því nær allra, virtist mér bera vott um fullan skilning á anda bræðralags, jafnréttis og frelsis. Má ekki líta á þennan atburð sem handleiðslu? Bað ekki einhver um teikn? ísland er lýðveldi. í hugtakinu felst að þeir sem stýra hag og gerð- um þjóðar sækja í hendur einstakl- inganna umboð sitt og mátt til framkvæmda. Til slíkra starfa eru þingmenn okkar kallaðir. Sem laun- þegar okkar ber þeim að skila vel unnu verki; sem fyrirliðar okkar væntum við að þeir leiði okkur í átt til sigurs; sem umboðsmenn okkar eiga þeir að finna vilja okkar stað. Þegar vel tekst til er það lýð- ræði. En ábyrgðin er okkar allra — alltaf. Við berum ábyrgð á því, hver og einn, að hæfír menn veljist til fyrirliðastarfa og nái árangri í þeim störfum. Það er okkar, vinnu- veitendanna, að tiltaka og skil- greina verkefnin. Við eigum að gefa umboðsmönnum okkar á Al- þingi skýlaust til kynna hver vilji okkar er hveiju sinni og að hvaða marki skuli stefnt. Við njótum per- sónufrelsis í öllum þess myndum, en berum þá skyldu að nýta frelsið á samábyrgan hátt. Þannig stönd- um við vörð um frelsi og lýðræði. Ég lýsi mig hér með samábyrga unga fólkinu sem ég sá á Austur- velli 1. október. Ég er stolt af dugn- aði þess og hug. Full ástæða er til að hlúa vel að því menntakerfi sem hefur mótað slíka einstaklinga og íhuga vandlega allar breytingartil- lögur. Að gefnu tilefni vil ég taka það fram, að tala þeirra sem sýndu af sér óviðurkvæmilega hegðun náði ekki hálfum tug, en fundarmenn munu hafa verið nálægt þremur þúsundum. Ef við höfum boðið ungmennum okkar upp á raunsanna menntun, ef við höfum uppfrætt þau til skiln- ings og þjálfað þau í rökrænni hugs- un og agaðri tjáningu, er okkur þá ekki sómi í að fara að spyrja þau álits — og hlusta á svörin? Lesandi Ríkistjórnin sparar ekki Mikið er talað um sparnað en mér finnst að ríkisstjórnin hafi byij- að á öfugum enda. Þeir áttu að byija á sjálfum sér, til dæmis með því að hætta að hafa einkabílstjóra og keyra bíla sína sjálfir. Einnig mætti minnka veisluhöld og vín- drykkju hjá ríkinu. Svo eru það ferðalögin til útlanda. Þær eru orðn- ar nokkuð margar ferðirnar hjá utanríkisráðherranum og lítill er árangur þeirra. Mer finnst að þjóð- in ætti að fá að vita hvað þessar ferðir hafa kostað. Nú svo er búið að setja upp nýtt tölvukerfi fyrir sex milljónir á Alþingi, þannig að þingmenn þurfa ekki lengur að rétta upp hendi við atkvæða- greiðslu. En ég spyr hvort þing- menn eru orðnir svona slappir í handleggjunum að þeir geti ekki lengur lyft þeim þegar þeir greiða atkvæði? Mér finnst illa farið með þetta fé en þetta er nú allur sparn- aðurinn hjá ráðamönnum okkar. Ingimundur Sæmundsson HÖGNI HREKKVtSI Víkverji skrifar að er siður að gera lítið úr al- mennum eldhúsdagsumræð- um á Alþingi og yfirleitt segist fólk ekki hlusta á slíkar umræður. Vel má vera, að það sé rétt en engu að síður er það þáttur í lýðræðisleg- um stjórnarháttum okkar að gefa almenningi kost á því að fylgjast með þessum umræðum. Þess vegna er alls ekki ástæða til að fella þær niður. Raunar er æskilegt að gera umræður á Alþingi aðgengilegri fyrit' landsmenn með því að útvarpa beint frá umræðum í þinginu alla daga, eins og Björn Bjarnason, var- aformaður þingflokks Sjálfstæð- isflokksins hafði orð á sl. vor. Almennar stjórnmálaumræður á Alþingi, eins og þær, sem fram fóru um stefnuræðu forsætisráðherra í síðustu viku, segja alltaf töluverða sögu um það, hvernig straumarnir liggja í pólitíkinni. Það var t.d. tvennt, sem Víkveiji veitti athygli í þessum umræðum. Nú er meira talað en áður um samþjöppun valds í viðskiptalífinu, sem stjómmála- flokkar og stjórnmálamenn hafa lít- ið hirt um fram til þessa en umræð- urnar nú bentu til að sé að komast á dagskrá. Jafnframt er áberandi hvað mikið er talað um nauðsyn aukinnar samkeppni og að markað- urinn hér sé of lítill til þess að hann geti tryggt virka samkeppni. Ef marka má þessar umræður má bú- ast við því, að þessi tvö málefni verði ofarlega á baugi næstu miss- erin. XXX Að öðru leyti voru þessar um- ræður vísbending um, að meiri harka verði í samskiptum SÍjórnar og stjórnarandstöðu, en verið hefur um skeið og kann það að einhvetju leyti að mai'kast af stjórnmálastíl þeirra ungu manna, sem nú leiða Sjálfstæðisflokkinn í þinginu. Og jafnframt er augljóst, að stjórnarandstaðan telur sig nú þegar hafa sterka vígstöðu gagn- vart stjóminni. Þetta kom ekki sízt fram í ræðu Ólafs Ragnars Gríms- sonar í umræðunum, sem virtist ekki telja þörf á því að halda uppi vörnum fyrir eigin fjármálastjórn. Miðað við þann tón, sem var i umræðunum í síðustu viku og þau vandamál, sem eru á ferðinni í at- vinnulífinu má búast við því, að meit'i harka einkenni þingið í vetur en verið hefur í a.m.k. áratug. XXX að er töluvert rætt um gamla miðbæinn og uppbyggingu hans og sýnist sitt hveijum. Ví- kveiji hallast meira og meira að því, að til þess að hann eigi sér viðreisnar von þurfi að endurbyggja hann að verulegu leyti. Möt'g gömlu húsanna í kvosinni eru lítils virði og þá er ekki átt við í fjárhagslegu tilliti heldur frá menningarlegu og sögulegu sjónarmiði. Þetta eru gamlir hjallar, sem nánast ómögu- legt er að endurbyggja í núverandi mynd og í sumum tilvikum er þetta tómt rusl og gegnir furðu að hægt sé að fá fólk til þess að vinna í sumum þessara húsa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.