Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991
Norðmenn styrkja
skógrækt á Islandi
Geitageröi.
Á FUNDI, sem haldinn var í
Valaskjálf 2. október sl. með full-
trúum Norges skogeierforbund
og frammámönnum skógræktar-
mála undir sljórn skógræktar-
stjóra, kynntu þeir Ole Jorgen
Vefald stjórnarformaður og Egil
Landeyjar:
Metuppskera
á korni í ár
Holti undir Eyjafjöllum.
NÝLOKIÐ er kornuppskeru í
Landeyjum og þurrkun korns af
um 120 ha alls um 305 tunnur af
korni. Uppskeran er um hehningi
meiri en í fyrra af ha eða um 2,5
tn, 25 tunnur. Þessi góða uppskera
tryggir að bændur fái úppborinn
kostnað við framleiðsluna þrátt
fyrir samkeppni við innflutta
margniðurgreidda fóðurblöndu.
Magnús Finnbogason bóndi á Lág-
afelli, formaður Akra sf. sem er félag
fimmtán kombænda í Austur-Lan-
- deyjahreppi sagði að þeir ásamt
kornbændafélaginu Ax sem er í
Vestur-Landeyjahreppi og nágrenni
væru búnir að þurrka í Akrafóðri
hf. 305 tunnur af byggi, aðalega
Mary-byggi, sem honum virtist harð-
gerðasta tegundin sem hentaði best.
Skurður og þurrkun hefði gengið
vel, en ánægjulegast væri að upp-
skeran væri helmingi meiri en í fyrra
eða um 25 tunnur á ha. að meðal-
tali. Þessi góða uppskera tryggði að
bændur fengju vel uppborinn kostnað
v^ið framleiðsluna, líklega 20 kr. fyr-
“ir kg við húsvegg. En ef bændur
nýttu kornið í eigin fóðurblöndur að
80% en bættu síðan í blönduna nauð-
synlegum efnum, þá fengju þeir enn
meira fyrir kornið. Til viðbótar þess-
um ávinni.ngi væri síðan endur-
vinnsla túna og endurræktun, sem
kæmi út sem nær hreinn ávinningur.
Sumarið hefði verið eins og lottóvinn-
ingur fyrir kornbændur og nú væri
bara að vona að næsta sumar yrði
jafn gott og gjöfult.
- Fréttaritari
Molteberg framkvæmdastjóri
Norges skogeierforbund styrk til
íslenskrar skógræktar, sem felst
í því, að styrkja þátttöku
fjögurra einstaklinga árlega
næstu fimm árin í námskeiöum
eða kynningarferðum í Noregi á
kostnað NSF.
Ferðast var með þá félaga og
þeim kynnt starfsemi Héraðsskóga,
starf verkstjórans, starf bóndans
sem er að hefja skógrækt, starf
bóndans, sem á ungskóg og er byij-
aður að nytja hann, störf gróður-
setningarfólksins og þeirra sem
vinna við plöntuuppeldið. Á öllum
þessum stöðum er fólk að vinna við
skógrækt en hefur þó ekki fengið
neina sérmenntun til starfans.
O.J. Vefald tók fyrstur til máls
og kvaðst vera ánægður með að
sjá, að á þessari stundu hefðu störf
Skógræktar ríkisins leitt til þess
að bændur tækju upp skógrækt.
Taldi hann það mjög mikilvægt að
landeigendur, sem væru byijaðir í
skógrækt, fengju að kynnast
norskri skógrækt með eigin augum
og lýsti eftir fleiri tillögum, hvernig
hægt væri að útfæra þetta.
Egil Molteberg lagði áherslu á
að menn ræddu á þessum fundi
hvernig hægt væri að nota styrk-
inn. Varpaði fram tillögum um nám-
skeið s.s. hirðingu gróðursetninga,
rektur skógarjarða, áætlanir,
áætlanagerð og notkun áætlana
hagkvæmni skógræktar með
áherslu á smáskógrækt. Möguleik-
arnir eru margir, sagði Molteberg,
t.d. stutt þjálfunarnámskeið þar
sem lögð er áhersla á umræður úti
í skógi og námskeið sem fjalla um
uppbyggingu og stjórn samtaka og
félaga. Með slíkum námskeiðum
opnast líka möguleiki á kynnum
milli íslenskra og norskra skógar-
eigenda, sem gætu komið á fagleg-
um samskiptum, sem eru ekki síður
mikilvæg en sjálf námskeiðin.
Geta má þess, að umræddur
styrkur tengist síðustu heimsókn
forseta okkar, frú Vigdísar Finn-
bogadóttur, til Noregs.
GVÞ
Morgunblaðið/Sverrir
Svo skemmtilega vill til að þrír kunnir tónlistarmenn héldu upp á sameiginlegan afmælisdag sinn
s.l. föstudag með því að borða saman á veitingastaðnum Italíu. Lagið var tekið í tilefni dagsins og
ítölsku kokkarnir tóku vel undir O Sole Mio. Frá vinstri Jón Ásgeirsson tónskáld, Jón Þorsteinsson
óperusöngvari og Sigurður Dementz Fransson, óperusöngvari. Jón átti stórafmæli þennan dag,
varð fertugur.
Það verður spennandi að
vinna að þessu verkefni
- segir Jón Þorsteinsson óperusöngvari, sem syngur
í nýrri óperu eftir Schnidker í Amsterdam í vetur
JÓN Þorsteinsson óperusöngvari frá Ólafsfirði syngur í nýrri
óperu sem sett verður upp í Ríkisóperunni í Amsterdam í Hollandi
í vetur. Hinn kunni stjórnandi Rostropovitch mun stjórna upp-
færslunni, en óperan er eftir Alfred Schnidker.
Óperan verður frumflutt í Ríkis-
óperunni í Amsterdam í vetur, en
Schnidker lauk við að skrifa hana
í september og er nú verið að hrein-
skrifa hana. Jón sagði í samtali við
Morgunblaðið, að hann hefði enn
ekki séð verkið og vissi í raun ekki
mikið um það, en_ hann bjóst við
að fá það sent til Islands yrði það
tilbúið áður en hann héldi utan í
bytjun nóvember.
„Það verður áreiðanlega gaman
að vinna að þessu, ég veit ekki
mikið um verkið enn sem komið
er, en þó veit ég að það er ætlast
til að ég verði á sviðinu nánast
allan tímann,” sagði Jón. „Ég
hlakka til að syngja í þessari óperu,
Schnidker er stórkostlegt tónskáld,
þannig að það verður spennandi
að vinna að þessu verkefni.”
Jón hefur sungið í Ríkisóperunni
í Amsterdam síðustu ellefu ár og
er nú að hefja þar sitt tólfta starfs-
ár. Hann var við söngnám í Ósló
um þriggja ára skeið, en hélt þá
til Árósa og síðan til Ítalíu þar sem
hann lærði söng hjá Maestro Arrigo
Pola. Hann hefur komið fram í
flestum löndum Evrópu og Banda-
ríkjunum, en heim til íslands kem-
ur hann árlega og hefur sungið
með kþrum, svo og Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, íslensku hjómsveit-
inni og Passíukórijum á Akureyri.
Fyrsta sólóplata hans, Guðs
kirkja er byggð á bjargi, kom út
fyrir skemmstu, en hún hefur að
geyma sextán sálmalög. Undirleik-
ari á plötunni er Hörður Áskelsson
organisti í Hallgrímskirkju, en plat-
an er gefin út í tilefni af 75 ára
vígsluafmæli Ólafsfjarðarkirkju.
Morgunblaðið/RAx
- *Stjórn og nokkrir starfsmenn Slysavarnarfélags Islands vid opnun nýju björgunarstjórnstöðvarinnar.
Ný björgunarmiðstöð SVFÍ opnuð
Ný björgunarmiðstöð vegna björgunarstarfa við strönd íslands
og á hafinu næst landi var opnuð formlega á föstudág á efstu hæð
Slysavarnahússins á Grandagarði. I björgunarmiðstöðinni hefur
Tilkynningaskylda íslenskra skipa jafnframt fengið nýja og bætta
aðstöðu. Aðsetur þessarar starfsemi var áður á fyrstu hæð hússins.
Að sögn Örlygs Hálfdánarsonar,
forseta Slysavamarfélags íslands,
^tók stjóm félagsins ákvörðun um
að ráðist skyldi í breytingar og
lagfæringar á húsinu á síðasta
ári, en húsið var þá illa farið af
viðhaldsleysi. Vinna við breyting-
arnar hófst í iok febrúar sl. og var
húsnæðið fullbúið um síðust ára-
mót.
Tækjabúnaður stjórnstöðvar og
- Tilkynningaskyldu er að mestu sá
sami og áður var en komið hefur
verið fyrir nýrri örbylgju miðunar-
stöð, sem miðað getur á öllum tíðn-
um skipa og flugvéla. Er þetta eina
miðunarstöðin sem miðað getur
neyðartíðni skipa og flugvéla og
er vöktuð allan sólarhringinn. Frá
því að stöðin var tekin í notkun
hefur hún verið notuð með góðum
árangri við þijú neyðartilvik, að
sögn Örlygs.
I stjórnstöðinni var fyrir um ári
síðan komið fyrir tölvubúnaði, sem
kerfisverkfræðistofa Háskóla Is-
lands hefur þróað og unnið. Nokk-
ur skip Suð-vestanlands eru búin
tækjum fyrir þetta nýja kerfi en
útbreiðslunet þess nær frá Snæ-
fellsnesi og austur fyrir Dyrhólaey.
Örlygur segir að um tilrauna-
kerfi sé að ræða sem hafi verið í
þróun síðan 1985. „Það er ljóst af
þeirri reynslu sem fengist hefur
af þessari tilraun að um stónnerkt
öryggistæki er að ræða sem marg-
ar þjóðir og fyrirtæki renna hýru
auga til,” sagði Örlygur. Ýmsir
erlendir aðilar eru, að hans sögn,
að athuga slík kerfi og hefur Evr-
ópubandalagið m.a. fyrirhugað
sjálfvirkt kerfi á næstu árum fyrir
fiskiskip aðildarþjóðanna en þau
munu vera fast að 30.000 talsins.
Verslunarfólk a Austurlandi:
Oánægja með LIV
Egilsstöðum:
STJÓRNARFUNDUR Verslunarmannafélags Austurlands, ásamt full-
trúum trúnaðarmannaráðs VFA, var haldinn á Reyðarfirði 6. okt. sl.
Á fundinum kom fram mikil óánægja með störf LIV hvað varðaði launa-
kjör þessa láglaunahóps í þjóðfélaginu.
Akveðin samstaða var uin að í
komandi kjarasamningpim kæmi ekki
annað til greina en verulegar kjara-
bætur. Fundurinn skoraði á allt versl-
unarfólk að setja kröfur sínar á
mannsæmandi laun og hvika í engu
frá þeim. Á fundinum voru sam-
þykktar eftirfarandi ályktanir:
„Fundur í stjórn og trúnaðar-
mannaráði Verslunarmannafélags
Austurlands, haldinn í Þórðarbúð á
Reyðarfirði 6. okt. 1991 lýsir megnri
óánægju með störf stjórnar og form-
anna LIV og þann seinagang og
þegjandahátt sem einkennt hafa
störf LÍV varðandi komandi kjara-
samninga.
Einnig telur fundinn að slaklega
hafi verið staðið a.ð kynningu á stöðu
verslunarfólks sem fær greitt sam-
kvæmt beinum töxtum.
Fundurinn hvetur tii algerrar ein-
ingar allra aðildarfélaga innan LÍV
um kröfur í komandi kjarasamning-
um.
Fundurinn lýsir yfir stuðningi við
þær tillögur sem undirbúnar hafa
verið sem kröfugerð af hálfu LÍV í
komandi kjarasamningum.
Fundur stjórnar- og trúnaðar-
mannaráðs Verslunarmannafélags
Austurlands haldinn á Reyðarfirði
6. okt. 1991 leggst eindregið gegn
fyrirætlun ríkisvaldsins um að leggja
niður Skipaútgerð ríkisins.
Augljóslega mundi það hafa áhrif
á vöruverð og þjónustu hinna ýmsu
staða á landsbyggðinni, auka enn á
misraynið milli þéttbýlisins á suð-
vesturhorninu og landsbyggðarinnar,
sem þá mundi enn leiða til frekari
byggðaröskunar.”
- Björn
--------------
Háspeimu-
lína graf-
• / ••• X
mijorð
Stykkishólmi.
RARIK í Stykkishólmi vinnur nú
að því að grafa háspennulínur í
jörð frá endastreng fyrir ofan
bæinn og allt upp fyrir kirkju-
garðinn.
Áður var rafmagnið á háspennu-
línum sem teknar verða niður. Er
þetta gert tii öryggis, því einmitt á
þessum kafla hafa orðið tíðar bilanir
og hvimleiðar. Eru þá allar línur
komnar í jörð umhverfis kaupstaðinn
utan smá kafla sem er milli hótelsins
og Víkur sem þar er skammt frá.
Brýnt verk hefur þá verið fram-
kvæmt.
- Árni
if