Morgunblaðið - 15.10.1991, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTOBER 1991
55
Heimsbikarmót Flugleiða:
Karpov missti af vinningi
o g varð að deila sigrinum
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Karpov og Ivantsjúk sem urðu efstir og jafnir á mótinu.
Skák
MargeirPétursson
ANATÓLÍ Karpov lék af sér
vinningi eftir 97 leikja og tíu og
hálfrar klukkustundar mai-aþon-
viðureign við Englendinginn
Murray Chandler. Skákinni lykt-
aði með jafntefli og þar með
deildu ívantsjúk og Karpov efsta
sætinu. Þeir hlutu báðir tíu og
hálfan vinning af fimmtán
mögulegum. Jóhann Hjartarson
varð í tólfta sæti með sex og
hálfan vinning, en hann gerði
jafntefli við Svíann Andersson
með svörtu í síðustu umferð.
Þessi árangur Jóhanns þýðir það
að hann hækkar á Elo-skákstig-
um.
Fullt hús áhorfenda fylgdist með
síðustu umferðinni á laugardags-
kvöldið. Mesta athygli vöktu skákir
efstu manna og það olli miklum
vonbrigðum að Ivantsjúk skyldi
sætta sig við jafntefli gegn Seiraw-
an eftir rúma 20 leiki. Staðan var
þá flókin, en sízt lakari hjá ív.antsj-
úk, auk þess sem fyrirsjáanlegt var
að Seirawan myndi lenda í miklu
tímahraki. Ivantsjúk varð hins veg-
ar fyrir þungum áföllum í lok
einvígisins við Júsupov og vildi
greinilega ekki eiga það á hættu
að eyðileggjar-aftur góðan árangur
með mistökum á lokasprettinum.
Eftir þetta var baráttan um efsta
sætið alfarið undir skák þeirra
Chandlers og Karpovs komin. Eng-
lendingurinn hafði tapað þremur
skákum í röð áður en hann mætti
Karpov og þurfti nauðsynlega á
jafntefli að halda til að bjarga sér
frá neðsta sæti. Eftir byrjunina
tefldi hann ónákvæmt, veikti stöðu
sína og Karpov fékk betra tafl. Þá
brá Chandler á það snjalla.ráð að
fóma peði og virtist tryggja sér
jafntefli með því. En þá sýndi
Karpov sína sterkustu hlið, hann
fann leið til að hanga á umframpeð-
inu og bætti stöðu sína í hveijum
leik fram að tímamörkunum í 40.
leik. Hann náði síðan að skipta upp
í endatafl með hrók riddara og ijór-
um peðum gegn hrók biskup og
þremur peðum. Öll peðin voru að
vísu á sama væng og í slíkum stöð-
um er eitt peð yfirleitt ekki nægjan-
legur liðsmunur til sigurs, en það
þykir mjög hagstætt að hafa ridd-
ara og hrók gegn biskup og hrók
í slíkum stöðum. Er það ekki sízt
vegna þess að baráttan fer nærri
eingöngu fram á öðrum vængnum
og það háir riddaranum því ekki
hversu hann er skrefstuttur.
Sams konar endatöfl hafa áður
unnist í viðureignum öfiugra skák-
manna og þegar skákin fór í bið
urðu því flestir til að spá Karpov
sigri. Biðskákin var síðan tefld
áfram á sunnudaginn og virtist
halla jafnt og þétt á Chandler.
Eftir að Karpov hafði þæft skákina
áfram í íjórar klukkustundir á
sunnudaginn tókst Englendingnum
samt að finna glæsilega og óvænta
jafnteflisleið sem minnti hreinlega
á skákdæmi. Þegar skákin var
skoðuð eftir á kom hins vegar í
ljós að Karpov hefði auðveldlega
getað hindrað þessa leið og átti þá
sigurinn vísan.
Það er sárasjaldgæft að Karpov
fatist tökin við úrvinnslu á unnum
endatöflum og í úrslitaskákum sen\
þessum hefur hann iðulega verið
sigursæll. Óvæntur og dramatískur
endir á sviptingasömu og skemmti-
lega tefldu heimsbiþarmóti.
Þar með hefur Ivantsjúk tekið
forystu í heimsbikarkejppninni, en
Karpov er í öðru sæti. Astæða þess
er sú að skákir Jóhanns Hjartar-
sonar gilda ekki í henni og hann
tapaði fyrir Karpov, en gerði jafn-
tefli við ívantsjúk. Að sjálfsögðu
deildu þeir Karpov og ívantsjúk þó
fyrstu verðlaunum á mótinu.
Góður árangur Jóhanns
Þrátt fyrir að Jóhanni Hjartar-
syni vegnaði ekki eins vel og á
Heimsbikarmótinu 1988 náði hann
ágætum árangri, tapaði aðeins
þremur skákum en tókst að vinna
eina. Áhorfendur stóðu oft á önd-
inni yfir varnarsnilld hans í slæm-
um stöðum. Það er þekkt að heima-
völlur í skák hefur þveröfug áhrif
miðað við aðrar keppnisgreinar svo
sem knattspyrnu og handknattleik
og það var mikið álag á Jóhanni
sem eina íslenská þátttakandanum
á mótinu. í síðustu umferðinni
gerði Andersson úrslitatilraun sína
til að vinna skák hér í Reykjavík
og sótti hart að Jóhanni, en hann
varðist öllum þreifingum Svíans,
sem varð að tefla nákvæmt í lokin
til að ná jafntefli.
Önnur úrslit í síðustu umferð
urðu þau að Khalifman vann
Ehlvest í aðeins 21 leik með svörtu
og náði þar með nokkuð- óvænt að
deila þriðja sætinu með Júgóslöv-
unum Nikolic og Ljubojevic. Þeir
tefldu innbyrðis í síðustu umferð-
inni og gerðu stutt jafntefli. Sama
varð uppi á teningnum hjá þeim
Portisch og Salov. Beljavskí reyndi
lengi að yfirbuga Speelman, en
varð á endanum að sætta sig við
jafntefli. Viðureign Gúlko og
Timman var mikilvæg fyrir botn-
baráttuna, en þrátt fyrir tilþrif
varð niðurstaðan jafntefli.
Lokastaðan:
1—2. Karpov og ívantsjúk lO'Av.
3.-5. Ljubojevic, Nikolic og
Khalifman 9 v.
6. Seirawan 8 v.
7. -8. Ehlvest og Speelman 7‘h v.
9.-11. Portisch, Salov og
Beljavskí 7 v.
12. Jóhann 6‘h v.
13. -15. Chandler, Timman og
Andersson 5 'h v.'
16. Gúlko 5 v.
Verðlaun voru síðan afhent á
sunnudagskvöldið í glæsilegu loka-
hófí sem forsætisráðherrahjónin
héldu skákmönnunum. Davíð
Oddsson rifjaði upp skemmtilega
lýsingu Jökuls Jakobssonar á
manngangnum sem hann ritaði í
sérútgáfu Tímaritsins Skákar sem
kom út meðan á heimsmeistara-
einvíginu 1972 stóð. Þar sem blað-
ið kom þá út á ensku, íslensku og
rússnesku gátu allir viðstaddir skil-
ið lýsingu Jökuls. Lajos _ Portisch
söng nokkur lög og Vasílí Ivantsjúk
kom skemmtilega á óvart með því
að flytja ljóð á rússnesku eftir
minni, en þessi ungi skáksnillingur
hefur löngum verið álitinn afar
feiminn og fáskiptinn.
Hvítt: Murray Chandler Svart:
Anatólí Karpov — Fjögurra ridd-
ara tafl.
1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Rc3
- Rf6 4. Bb5 - Bb4 5. 0-0 - 0-0
6. d3 - d6 7. Bg5 - Bxc3 8.
bxc3 - Bd7 9. Hbl - a6 10. Ba4
- Hb8 11. Bb3 - h6 12. Bh4 -
De7 13. Hel - Ra5 14. d4 -
Hbd8 15. h3 - Kh7 16. Dcl -
Rxb3 17. axb3 - Bc8 18. De3 -
b6 19. c4 - Hde8 20. b4?! - Hg8
21. dxe5 — dxe5 22. Bg3 — Rd7
23. Hedl - f6 24. Rh4 - Df7
25. Hb3 - Rb8 26. c5 - b5 27.
Hbd3 - Rc6 28. c3 - a5 29.
bxa5 — Rxa5 30. c6! — Rxc6 31.
Hd5 - b4 32. Hc5 - Rb8! 33.
cxb4 - Ra6 34. Hc3 - Rxb4 35.
Da7 - Ra6 36. Hal - He6 37.
f3 - Dd7 38. Bf2 - Hc6 39.
Hxc6 - Dxc6 40. Rf5 - He8 41.
Re3 - Db7 42. Rd5 - Dxa7 43.
Bxa7 - Bb7 44. Hcl - Bxd5 45.
exd5 - Hd8 46. Hc6 - Rb4 47.
Hxc7 - Hxd5 48. Hb7 - Rc6 49.
Be3 - Rd8 50. Hb2 - Re6 51.
Hd2 - Hb5 52. Kf2 - Kg6 53.
Hd6 - Hb2+ 54. Hd2 - Hb4 55.
Ha2 - h5 56. He2 h4 57. Hd2
- Kf5 58. Hc2 - Rf4 59. Bd2 -
Ha4 60. Kfl - Rh5 61. Kf2 -
Rg3 62. Bel - Ke6 63. Hb2 -
Rf5 64. Hb6+ - Kd7 65. Hb2 -
Kc6 66. Hc2+ - Kd5 67. Hd2+
- Rd4 68. Hb2 - Kc4 69. Kfl -
Hal 70. Kf2 - f5 71. Bb4 - Re6
72. Bd2 - Kd3 73. Bel - Rd4
74. Hd2+ - Kc4 75. Hb2 - e4
76. fxe4 - fxe4 77. Bd2 - Kd3
78. Bf4 - Ha3 79. Hd2+ - Kc4
80. Hb2 - Rf5 81. Hc2+ - Kd4
82. Hd2+ - Kc3 83. He2 - Ha4
84. Hel - Ha2+ 85. Kfl - Kd3
86. Hdl+ - Kc4 87. Hcl+ - Kd5
88. Hdl+ - Ke6 89. Hel - Ha4
90. Kf2 - Kf6 91. He2 - g5 92.
Bcl - Hc4 93. Hel - Hc2+ 94.
Kgl.- Rg3 95. Be3 - Kg6 96.
Bf2 - Kf5 97. Be3 - Re2+ 98.
Kfl
í þessari stöðu missir Karpov
endanlega af vinningnum. í fram-
haldinu væri staða hans nokkuð^
auðunnin ef hrókur hans stæði á
a-línunni, því þá á hvítur ekki að-
gang að henni fyrir sinn hrók og
getur ekki hrakið svarta kónginn
á slæman reit. Karpov hefði því
átt að leika 98. — Rg3+ 99. Kgl
- Ha2!, auk þess sem hann hefði
áður getað verið búinn að setja
hann á a2, t.d. í 96. leik. Það er
reyndar mjög erfitt að sjá í hverju
munurinn er fólginn og með ólík-
indum að Chandler skuli geta hald-
ið jafntefli eftir að hann missir
annað peð. Óheppni í stöðunni fyr-*_
ir Karpov sem vegna þrautseigju
sinnar og baráttuvilja hefði vel
verðskuldað að vinna skákina og
mótið.
98. - Rf4? 99.Hal! - Rxg2 100.
Ha5+ - Ke6 101. Ha6+ - Kd5
102. Ha5+ - Kc4 103. Ha4+ -
Kc3 104. Bxg5 - e3 105. Bf6+
- Kb3 106. He4 - Hf2+ 107.
Kgl - Hxf6 108. Kxg2 - Hf2+
109. Kgl - Hf3 110; Kg2 -
Hg3+ 111. Kfl - Hxh3 112. Ke2
- Ka2 113. Hb4 - Ka3 114. He4
- Kb3 115. Hf4 - Hhl 116.
Kxe3 - h3 117. Kf2 - Kc2 118.
Kg3 — Kd3 119. Hh4 og nú loks-
ins sætti Karpov sig við það að
sigurinn væri genginn honum úr
greipum og bauð jafntefli. *'■ "
Gamaii að komast í brjálaða gírínn
- segir íslandsmeistarmn Ásgeir Signrðsson
FELAGARNIR Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson tryggðu
sér Islandsmeistaratitilinn í rallakstri með því að vinna Philips-rallið
á laugardaginn. Þeir óku sérsmíðuðum Metro-rallbíl og urðu tæpum
þremur mínútum á undan Birgi Vagnssyni og Halldóri Gíslasyni á
Vauxliall Chevette. Þriðju urðu Tómas Jóhannesson og Elías Jóhann-
esson á Mazda 323 Turbo, sem unnu flokk óbreyttra bíla. Ellefu af
saulján keppendum luku keppninni, en 118 km voru eknir á sérleið-
um, sem lágu m.a. um Kaldadal og ísólfsskála.
„Við höfum þurft að berjast fyrir arfé sem þýðir að rekstrarkostnaður
titlinum, þó breiddin sé lítil á toppn-
um, þá hefur hvert rallmót ársins
verið úrslitarall um titilinn. Við
misstum af titlinum á lokasprettin-
um í fyrra, en náðum að hala hann
inn núna,” sagði Ásgeir Sigurðsson,
sigurvegari Philips-rallsins og
meistari ökumanna í rallakstri.
Hann og aðstoðarökumaður hans,
Bragi Guðmundsson eru nábúar á
Álftanesi og hafa rekið Metro-rall-
bílinn á takmörkuðu auglýsingafé.
Þeir voru um tíma gagnrýndir fyrir
að keppa ekki gegn Finnum í al-
þjóðarallinu og tóku um leið áhættu
á íslandsmótinu, hefðu getað misst
mörg stig til titilsins. „Við sluppum
fyrir horn, því helstu keppinautum
okkar gekk illa í keppninni. En við
vorum búnir að reikna að þátttaka
í þeirri keppni væri einfaldlega of
dýr. Hver kílómetri í rallkeppni
kostar okkur 1000 krónur í rekstr-
yfir keppnistímabil er um ein milljón
króna og þar af er alþjóðarallið
tæpur helmingur. Okkur þótti það
of mikið og slepptum frekar keppni
en að hafa allt á hælunum peninga-
lega. í staðinn gátum við beitt okk-
ur af fullu afli í síðustu tveimur
mótunum.”
Þeir Ásgeir og Bragi eru vel að
titlinum komnir, hafa unnið þijú
mót og einu sinni lent í öðru sæti
og tryggðu sér titilinn þó ein keppni
sé enn eftir. „Við byijuðum of hægt
í Philips-rallinu, en ókum síðan
ísólfsskála stíft, en ekkert villt og
galið. Við vorum að gera okkur
klára í hörkueinvígi á lokaleiðunum
þegar við sáum Rúnar og Jón með
bilaðan bíl og fréttum að Steingrím-
ur og Guðmundur væru úr leik. Þá
dóluðum við síðustu leiðirnar, Sem
nægði til sigurs því við vorum með
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Breski Metro-rallbíll Ásgeirs og
Braga öslar hér íslenskan drullu-
pytt á laugardaginn. Bíllinn hef-
ur lokið öllum mótum ársins í
verðlaunasæti.
íslandsmeistaranir nýju, Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson
um borð í bílnum sérsmíðaða.
gott forskot á aðra keppendur,”
sagði Ásgeir. „Við höfum sannar-
lega ekki fengið titilinn gefins, það
er búin að vera hörkukeppni í sum-
ar og hjá okkur hafa þetta verið
átök milli metnaðar og þess að
hafa gaman af íþróttinni. Mér hefur
stundum fundist léttleikann vanta
hjá keppendum á toppnum, menn
verða að kunna að tapa og taka
hlutunum ekki of alvarlega, rall er
jú einu sinni íþrótt. Það er vissulegá
gaman að vinna titilinn. Ættingjar
og vinir eru búnir að vera að pirra
mann á því að hafa ekki unnið fyrr,
eftir margra ára þátttöku á rallmót-
um. Maður þurfti þvi að sanna sig
fyrir þeim og sjálfum sér, „egóið”
fékk útrás. í fyrra misstum við titil-
inn úr höndunum á okkur fyrir
óheppni, en hann slapp ekki núna.
Titillinn gefur okkur ákveðin
réttindi erlendis og mig langar að
keppa í einni alvöru keppni á erlend-
um vettvangi, leggja allt undir.
Leigja öflugasta tæki sem til er í
formi rallbíls og keyra eins og prik-
laus raketta. Annaðhvort kemur þá
stóri skellurinn, eða það skilar
árangri. Ef ég kemst í bijálaða
inn á góðum bíl gæti orðið verulega
gaman ...” sagði Ásgeir.
Philips-rallið: