Morgunblaðið - 17.10.1991, Page 1
64 SIÐUR B
236. tbl. 79. árg.
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Júgóslavía:
Litlar líkur
á viðræðum
Króata og1
Serba í bráð
Zagreb. Reuter.
HARÐIR bardagar brutust enn
út í Króatíu í gær og Franjo
Tudjman, forseti lýðveldisins,
sagði ólíklegt að hann myndi
ræða við Slobodan Milosevic,
forseta Serbíu, þótt hann hefði
samþykkt það sólarhringi áður.
Útvarpið í Króatíu skýrði frá því
að barist hefði verið með sprengju-
vörpum og stórskotaliðsvopnum í
bæjum og þorpum í norðaustur-
og miðhluta lýðveldisins. Að
minnsta kosti sjö manns féllu.
Serbneskir skæruliðar og liðsmenn
sambandshersins gerðu til að
mynda harðar stórskotaliðsárásir
á bæinn Vukovar, sem barist hefur
verið um í rúmar sjö vikur.
Franjo Tudjman og Slobodan
Milosevic samþykktu á þriðjudag
fyrir tilstilli <Míkhaíls Gorbatsjovs
Sovétforseta að reyna þegar í stað
að binda enda á átökin og hefja
friðarviðræður innan mánaðar.
Tudjman sagði hins vegar í gær
að ólíklegt væri að hægt yrði að
efna til slíkra viðræðna í bráð.
Forsætisráð Júgóslavíu, þar sem
Serbar hafa bæði tögl og hagldir,
lýsti yfir því að ákvarðanir, sem
teknar verða í friðarviðræðunum í
Haag, sem Evrópubandalagið
stendur fyrir, væru marklausar þar
sem ráðið tæki ekki þátt í þeim.
Fulltrúar Króatíu, Slóveníu, Bosn-
íu-Herzegovínu og Makedoníu
hafa sagt sig úr ráðinu.
Þá dró það mjög úr líkunum á
því að friðarumleitanir bæru
árangur að stjórnvöld í Króatíu
lýstu yfir því í gær að umsátri um
stöðvar Júgóslavíuhers yrði ekki
hætt fyrr en brottflutningur júgó-
slavneskra hermanna úr lýðveldinu
hæfist.
„Ljóst er að miklu fleiri munu
bíða bana áður en friður kemst á
í Júgóslavíu,” sagði vestrænn
stjórnarerindreki í Belgrad. Bar-
dagamir hafa kostað rúmlega þús-
und manns lífið frá því í júní er
Króatar lýstu yfir sjálfstæði.
Myndir af Hoxha brenndar í Tírana
Reuter
Um 10.000 manns efndu til mótmæla við háskólann í Tírana, höfuðborg Albaníu, í gær, á afmælisdegi
Envers Hoxha fyrrum einræðisherra landsins. Myndin var tekin er fólkið brenndi stórar myndir af Hoxha
og arftaka hans, Ramiz Alia forseta, og dansaði við undirleik dúndrandi rokktónlistar. Fjöldi manna veif-
aði einnig rauðum smáfánum sem merki kommúnistaflokksins hafði verið skorið úr. Daginn áður reyndu
þúsundir manna að ryðjast um borð í skip í hafnarborgunum Vlora og Durres í þeirri von að komast úr
landi. Til átaka kom milli þeirra og sveita hers- og lögreglumanna.
Ráðstefna um frið í Miðausturlöndum:
Bretar and-
vígir stofnun
Evrópuhers
London. Reuter.
BRETAR lögðust í gær gegn til-
lögum Framjois Mitterrands
Frakklandsforsetíi og Helmuts
Kohls, kanslara Þýskalands, um
að komið yrði á fót stórfylki land-
hers á vegum Vestur-Evrópu-
sambandsins (VES), eða Evrópu-
her.
Douglas Hurd, utanríkisráðherra
Bretlands, sagðist ekki sjá neinn
tilgang í að komið yrði á fót Evrópu-
her. Það fæli einungis í sér tvíverkn-
að þar sem honum væri ætlað að
gegna í höfuðatriðum sama hlut-
verki og Atlantshafsbandalagið
(NATO), en aðildarríki þess hefðu
nýverið ákveðið að halda starfsemi
þess áfram og endurskipuleggja
hana.
í ráði er að John Major, forsætis-
ráðherra Bretlands, ræði við Mitt-
errand og Kohl í næsta mánuði og
m.a. skýra þeim frá afstöðu Breta
til tillögu þeirra um stofnun
Evrópuhers.
Sjá „Vestur-Evrópusambapd-
ið ...” á bis. 22.
PLO og Jórdanir semja um
sameiginlegci sendinefnd
Amman, Jerúsalem, Túnis. Reuter.
Frelsissamtök Paiestínu (PLO) og jórdönsk stjórnvöld hafa náð
samkomulagi um að senda sameiginlega nefnd á ráðstefnu um frið
í Miðausturlöndum ef miðstjórn PLO fellst á að Palestínumenn taki
þátt í henni. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi
við Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, í tæpar 15 klukkustundir í gær
og sagði að fundi þeirra loknum að enn benti flest til þess að hægt
yrði að hefja ráðstefnuna fyrir mánaðarlok.
Talsmenn PLO sögðu að ef af
þátttöku Palestínumanna yrði
myndi nefndin lúta yfírstjórn Hus-
seins Jórdaníukonungs og Yassers
Arafats, leiðtoga PLO. Jórdönsk
stjórnvöld gerðu þó lítið úr hlut-
verki PLO í nefndinni, en ísraelár
hafa hafnað viðræðum við samtök-
Mesta fjöldamorð í
sögu Bandadkjaima
22 myrtir í skotárás í veitingahúsi
Killeen, Texas. Reuter.
MAÐUR, vopnaður sjálfvirkri skammbyssu, ók bifreið sinni inn
í veitingahús í bænum Killeen í Texas í gærkvöldi og skaut 22
menn til bana og framdi síðan sjálfsmorð. Þetta er mesta fjölda-
morð í sögu Bandaríkjanna.
Maðurinn skaut á fólk, sem
beið í röð eftir afgreiðslu, og
framdi sjálfsmorð eftir að lög-
reglumenn höfðu sært hann.
Sjónarvottur sagði að morðinginn
hefði ekið bifreið sinni í gegnum
rúðu og setið í henni er hann
skaut á fólkið. Skothríðin varaði
í tíu mínútur.
18 manns særðust í árásinni,
þar af nokkrir mjög alvarlega.
Morðingjanum var lýst sem hvít-
um manni á fertugsaldri.
in. „Við erum ekki að semja um
sameiginlega nefnd með PLO,
heldur með fólki frá hernumdu
svæðunum,” sagði Mahmoud al-
Sharif, upplýsingamálaráðherra
Jórdaníu. Hann sagði að tveir
menn myndu fara fyrir nefndinni,
annar Palestínumaður en hinn
Jórdani, en bætti við að ekki hefði
verið tekin lokaákvörðun um hveij-
ir þeir yrðu. Gert er ráð fyrir að
nefndin verði skipuð fjórtán Pal-
estínumönnum og jafn mörgum
Jórdönum.
Samkomulagið um sameigin-
lega nefnd er tilslökun af hálfu
Palestínumanna, sem hafa hingað
til viljað fá að senda sérstaka
nefnd. Hussein Jórdaníukonungur
sagði fyrr í vikunni að ef sameigin-
leg nefnd yrði send á ráðstefnuna
kæmi aðeins til greina að Jórdani
yrði formaður hennar.
Talsmenn PLO sögðu að James
Baker hefði fallist á að Palestínu-
maður og Jórdani deildu með sér
formennsku í nefndinni.
Miðstjóm PLO, sem er skipuð
95 mönnum, kom saman í gær til
að ræða hvort Palestínumenn ættu
að taka þátt í friðarráðstefnunni.
Reuter
Gyðingar, sem hafa sest að á hernumdum svæðum ísraela, mót-
mæla hér komu James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til
borgarinnar og friðarumleitunum hans í Miðausturlöndum. Lögreglu-
maður reynir að stugga við þeim.
Búist er við að stjórnin taki ákvörð-
un um það eftir að James Baker
hefur rætt við fulltrúa Palestínu-
manna frá hernumdu svæðunum í
Jerúsalem í dag. Nánir samstarfs-
menn Arafats töldu að miðstjórnin
myndi veita framkvæmdastjórn
PLO umboð til að taka lokaákvörð-
un í málinu.
Farouq al-Shara, utanríkisráð-
herra Sýrlands, sagði á blaða-
mannafundi með Baker að Sýr-
lendingar myndu taka þátt í ráð-
stefnunni. Baker sagði að viðræður
hans við Assad Sýrlandsforseta
hefðu verið mjög gagnlegar. Að-
eins væri ágreiningur um eitt at-
riði, tímasetningu ráðstefnunnar.
Bandaríkjastjórn vill að ráðstefnan
verði sett 29. október í svissnesku
borginni Lausanne.
Um 2.000 gyðjngar frá her-
numdum svæðum ísraela efndu til
mótmæla í Jerúsalem í gær er
James Baker kom til borgarinnar
frá Sýrlandi. Hópar vinstrisinnaðra
Israela gengu hins vegar um mið-
borgina til að lýsa yfír stuðningi
við friðarumleitanir utanríkisráð-
herrans. Lögreglumenn meinuðu
Palestínumönnum á vesturbakka
Jórdanar og Gazasvæðinu að fara
til Jerúsalem til að koma í veg
fyrir'átök.