Morgunblaðið - 17.10.1991, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991
5
Hitaveita Reykjavíkur:
Milljón til rannsókna á
murtu í Þingvallavatni
Murta veidd í hringnót á næstunni
STJÓRN veitustofnana hefur
samþykkt að Hitaveita Reykja-
víkur veiti eina miljón króna til
rannsókna á murtu í Þingvalla-
vatni. Rannsóknir á hegðun
murtunnar hafa staðið yfir að
undanförnu. í framhaidi af
þeim verður murta veidd í
hringnót á vatninu á næstunni.
Rannsóknarverkefnið er á veg-
um Veiðifélags Þingvallavatns.
murtunnar sem væri buin að her-
taka vatnið. í framhaldi af grisjun
stofnsins sagði hann að murtan
sem eftir yrði fengi meiri fæði og
yrði væntanlega betri.
Sveinbjörn Einarsson, formaður
Veiðifélags Þingvallavatns, sagði
að fundist hefðu murtutorfur sem
lægu fremur djúpt á daginn en
grynnra á nóttinni. Veiði færi því
væntanlega fram á nóttunni.
Nýr leikskóli
í Vogum
Vognm.
NÝR leikskóli var tekinn í notkun
í Vogum föstudaginn 4. október
sl. Leikskólinn sem er staðsettur á
horni Suðurgötu og Vogagerðis er
alls 130 fermetrar að flatarmáli.
Byggingarkostnaður liggur ekki
endanlega fyrir, en gróft áætlað
er hann átján milljónir króna.
Aðalverktaki við bygginguna var
Virki sf. í Vogum og stóðu fram-
kvæmdir yfir í 4 mánuði og fram-
kvæmdir við lóðina í einn mánuð.
Byggingin er glæsileg og bætir úr
brýnni þörf, þar sem gamli leikskól-
inn að Sólvöllum var í gömlu og
þröngu húsnæði. - EG
Jón Kristjánsson, fiskifræðing-
ur hefur verið fenginn til að
stjórna rannsóknunum. í greinar-
gerð hans sem lögð var fyrir fund
stjórnar veitustöfnana 4. október
kemur fram að murta í Þingvalla-
vatni sé orðin svo smá að hún
smjúgi net. Því hafi verið ákveðið
að kanna hegðun murtunnar og
vita hvort hægt væri að veiða
hana í hringnót. Gert er ráð fyrir
að murtustofnin sé 400-600 tonn
og þurfi að taka um 200 tonn af
honum á ári til að byrja með en
ársafli geti í framtíðinni verið
100-200 tonn.
I samtali við Morgunblaðið
sagði Jón að beðið væri eftir hent-
ugu veðri til þess að hefja veiðarn-
ar en rannsóknir stæðu nú yfir.
Hann sagði að tilgangurinn með
hringnótaveiðinni væri fyrst og
fremst að hafa tekjur af murtu-
veiðinni en einnig að slá á fjölda
Húnavershátíðirnar:
Skattur ekki
verið lagður á
tónleikana
SKATTAMÁL vegna útitón-
leika í Húnaveri um verslunar-
mannahelgi árin 1989, 1990 og
1991, eru enn óútkljáð en fjár-
málaráðuneytið hefur þetta mál
með höndum og vinnur nú að
lausn þess í samvinnu við ríkis-
skattstjóraembættið. Ágrein-
ingur reis upp milli ráðuneytis-
ins og ríkisskattstjóra annars
vegar og sýslumannsins í Húna-
vatnssýslu hins vegar um hvort
innheimta bæri sölu- og virðis-
aukaskatt af tónleikunum, sem
Jakob Frímann Magnússon, fyr-
irsvarsmaður Stuðmanna, stóð
fyrir.
Jón ísberg sýslumaður í Húna-
vatnssýslu túlkaði skattalög og
reglugerðir á þann hátt að ekki
bæri að innheimta þennan skatt
en íjármálaráðuneytið hefur aðra
túlkun á sömu lögum. „Við lítum
þannig á að sýslumaður sé inn-
heimtumaður ríkissjóðs í þessu til-
felli en ekki skattstjóri. Hans mál
er að innheimta þau gjöld sem
fyrir hann eru lögð og réttir aðilar
leggja á en ekki að meta skatt-
skyldu að öðru leyti. Hans niður-
staða breytir í sjálfu sér ekki hvort
einhver er skattskyldur eða ekki.
Fari innheimtan ekki fram á staðn-
um getur komið álagning eftir á
og krafa á viðkomandi aðila um
að greiða skattinn,” sagði Indriði
Þorláksson, skrifstofustjóri í fjár-
málaráðuneytinu.
Hann sagði að verið væri að
skoða hvaða leið yrði farin í þessu
máli til að fá í það endanlega nið-
urstöðu og væri hennar ekki langt
að bíða. Yrði niðurstaðan sú að
lagður yrði virðisaukaskattur á
hátíðina 1991 myndi sú niðurstaða
að líkindum einnig gilda fyrir há-
tíðina 1990, að því tilskyldu að
fyrirkomulag þeirra væri sams-
konar. Hins vegar væru undan-
þáguákvæði skattalaganna af-
skaplega teygjanleg og erfið í
framkvæmd.
LEIÐIN INN I NYJAN
J SJÓNVARPSHEIM [
!©i PHILIPS
Nú á dögum er sjónvarpstækjum ætlað margbrotnara hlutverk en við upphaf
litasjónvarps á Islandi. Þau eiga t.d. að geta tekið við textavarpi,
stereoútsendingu og sagt okkur hvað er á einni stöð meðan við horfum á
aðra.
MATCH L
'L/NE
44
Nýju Matchline sjónvarpstækin frá Philips uppfylla allar þær kröfur sem gerðar
eru til hágæða sjónvarpstækja í heiminum í dag. - Ótal spennandi nýjungar.
Þess vegna ættir þú að hringja eða koma í heimsókn. Það væri gaman að
skýra þetta allt nánar fyrir þér. Sjón er sögu rfkari.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SIMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
■ sanouKguM
ÞÚ GETUR
TREYST PHILIPS
Philips myndlampi sem skilar
eðlilegum litum og betri mynd,
líka í dagsljósi.
Stereo í öllum PHILIPS tækjum.
100 Mz
Enginn titringur í mynd, betra
fyrir augun.
TEXTAVARP
Fullkomið textavarp með 20
síður í minni.
MÍM
Mynd í mynd. Tvær stöðvar á
skjánum í einu.