Morgunblaðið - 17.10.1991, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 17. OKTÓBER 1991
13
Þerney,
Lundey og
Akurey
• •
Ornefni og sagnir
óskast
Blaðinu hefur borist eftirfar-
andi frá Náttúruverndarfélagi
Siiðvesturlands:
Til að gera ferðum Náttúru-
verndarfélags " Suðvesturlands,
NVSV, betur skil hefur félagið hug
á að afla fleiri ömefna og sagna
um svæðin sem farið verður um.
Þess vegna biður félagið alla þá
sem vitneskju hafa um örnefni og
sagnir sem tengjast mannlífi,
mannvistarminjum og náttúmfari
Þerneyjar, Lundeyjar og Akureyjar
á Kollafirði að hafa samband við
félagið í síma 15800 eða skriflega
til NVSV, Pósthólf 1114, 121
Reykjavík. Allar ábendingar um
leiðir til að afla ofangreindrar vitn-
eskju eru einnig vel þegnar.
--------------
Könnun Þjóðhags-
stofnunar á vinnu-
markaðinum:
Um 450
störf laus í
fiskiðnaði
LITLAR breytingar hafa orðið
á vinnumarkaði hér í sumar að
því er fram kemur í könnun
Þjóðhagsstofnunar og vinnu-
máiaskrifstofu félagsmálaráðu-
neytisins á atvinnuástandi og
horfum í atvinnumálum. Fjöldi
lausra starfa var nú í september
0,8% af heildarvinnuaflinu en
var í apríl í vor 0,6%. Hins veg-
ar hafa orðið miklar breytingar
á eftirspurn eftir vinnuafli í ein-
stökum atvinnugreinum, aukist
í fiskiðnaði og á sjúkrahúsum
en minnkað í flestum öðrum
greinum.
Um 450 störf voru laus í fískiðn-
aði í september, sem er um 7% af
heildarvinnuafli í greininni. Eftir-
spurnin er nær eingöngu bundin
við landsbyggðina. Um 280 starfs-
menn vantaði til vinnu á sjúkrahús-
um, fyrst og fremst á höfuðborgar-
svæðinu eða 230. Samtals vantaði
730 starfsmenn í þessar tvær
greinar. í öðrum atvinnugreinum
er ekki hægt að merkja vilja til
að gera teljandi breytingar á
starfsmannahaldi, að því er fram
kemur í könnuninni, nema í verslun
og veitingastarfsemi, þar sem at-
vinnurekendur vilja fækka um 80
störf, þar af 60 á höfuðborgar-
svæðinu.
Ekki hefur mælst jafnmikill
skortur á vinnuafli í fiskiðnaði frá
því á árinu 1988. í apríl í vor vant-
aði um 150 starfsmenn í fískiðnað
og 370 í september í fyrra. Vinnu-
málaskrifstofunni hafa borist tæp-
lega 1.500 beiðnir um atvinnuleyfi
það sem af er árinu, sem er svipað-
ur fjöldi og árinu 1988, en þá bár-
ust henni 1.900 beiðnir allt árið.
Um 1.500 beiðnir bárust allt árið
í fyrra. Áætlað er að 500-600
beiðnir í ár séu vegna fiskvinnsl-
unnar, fyrst og fremst á Vestfjörð-
um.
Á höfuðborgarsvæðinu vilja iðn-
rekendur fækka um 120 störf í
iðnaði en út á landi vilja þeir fjölga
um 140 störf. I samgöngum og
byggingastarfsemi vildu atvinnu-
rekendur hvorki fækka né fjcilga
störfum. Hins vegar var ríkjandi
mikil óvissa í byggingastarfsemi
með framtíðina einkum hvað snerti
fyrirhugaðar álversframkvæmdir.
Kort af Þerney, Lundey og Akurey með þeim örnefnum sem NVSV
veit um. (Mælikv. 1:15.000.)
■ ARKITEKTAFÉLAG íslands
stendur í vetur að röð fyrirlestra
fyrir fagfólk og áhugamenn á sviði
hönnunar og byggingarlistar. Með
þessu framtaki hyggst félagið efla
faglega umræðu um þessi efni hér
á landi, en sem kunnugt er er ekki
boðið upp á nám í byggingarlist og
tengdum hönnunargreinum hér á
landi. Stefnt er að því að halda
átta fyrirlestra-, einn í hveijum
mánuði, á tímabilinu september-
maí. Dagskráin fram að jólum verð-
ur sem hér segir: 17. október mun
dr. Maggi Jónsson arkitekt í
Reykjavík flytja fyrirlestur er hann
nefnir „Forsendur og hugmynda-
fræði”. Maggi hefur um árabil sér-
hæft sig í hönnun kennsluhúsnæðis
og hefur m.a. gert uppdrætti að
Hugvísindahúsi Háskólans og Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Selfossi.
21. nóvember kynna írsku arkitekt-
arnir Sheila O’Donnel og John
Tuomey verk sín. Þau starfa í
Dublin en áður unnu þau m.a. á
teiknistofu hins kunna breska arki-
tekts James Stirling. 12. desember
flytur Þórarinn Þórarinsson arki-
tekt í Reykjavík fyrirlesturinn „Lín-
ur í landnámi Ingólfs”, um athugan-
ir sínar á staðháttum og fyrirbærum
frá fyrstu öldum íslandsbyggðar.
Allir fyrirlestrarnir verða haldnir í
Ásmundarsal, Freyjugötu 41, og
hefjast þeir kl. 20.00. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill, á meðan
húsrúm leyfir.
VEL ,
UPPLYST
VERSLUN
í rúmgóðri verslun okkar bjóðum við eitt mesta
úrval úti- og inniljósa sem völ er á. Hvort sem þú
ert að leita að heildarlausn eða stökum Ijósum
átt þú erindi til okkar. Smáljós.stofuljós, lesljós,
tískuljós , útiljós, hjá okkur snýst allt um Ijós og lýsingu
Við bjóðum umfram allt vönduð og örugg Ijós.
ZEFYR
RIMGERSTAR
BREAK
FOXTROT
TÍBET
MACHO
valljósahöfum viðeinnjg
i úrval af heimilistæk)um
' : ■ :
RIMGER BOWLER
ri
KADET
Q^ur
í i íHfcw t^§|j||
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Rayk|avlk og nágronnl:
Borgarljós, Skelfunnl 8.
Byko, Kringlunnl.
Glóey, Armúla 19.
Ljós og Rattæki, Strandgötu 39 Hfj.
yósbser, Faxafeni 14.
Rafbúöln, Alfaskeiöl 31 Hfj.
Rafglit, Blönduhllö 2.
Rafvörur, Langholtsvegl 130.
Kringluljós, Borgarkringlunni.
Vesturland:
Blómsturvellir, Helllssandl.
Elnar Stefánsson, Búöardal.
Guönl Hallgrlmsson, Grundarfiröl.
Húsiö, Stykklshólmi.
Lúx, Borgamesl.
Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesl.
Vestflrölr:
Jónas Þór, P^treksflröl.
Straumur hf, Isafiröl.
Rafsjá hf, Bolungarvfk.
HIGHLINE
Noröurtand:
Aöalbúöln, Siglufiröl.
KVH, Hvammstanga.
Ósbær, Blönduósl.
Radlóvinnustofan, Akureyri.
Rafsjá, Sauöárkróki.
Torglð, Slglufiröl.
Óryggl, Husavfk.
Austuriand:
Kaupfélag Vopnflröinga.
Sveinn Guömundsson, Egilsstööum.
Svelnn Ó. Ellasson, Neskaupstað.
Suöuriand:
Árvirklnn, Selfossi.
Nelstl, Vestmannaeyjum,
Kaupfólag Rangælnga, Árnesinga
Hvoisvelí.
Suöumes:
R.Ó. Rafbúö, Keflavlk.
Rafborg, Grlndavlk.
Rás, Þorlákshöfn.
LYSIR ÞER LEfÐ...
SKEIFUNNI 8 108 REYKJAVÍK S 812660