Morgunblaðið - 17.10.1991, Síða 21

Morgunblaðið - 17.10.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTOBER 1991 21 Samtalsbók eftir Sús- önnu Svavarsdóttur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Forseti Islands opn- ar yfirlitssýningu FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun opna farand- sýninguna^Sigurjón Olafsson Daninörk — ísland 1991, í Lista- safni Sigurjóns Olafssonar í Laugarnesi mánudaginn 21. október nk. kl. 17.00. Frá og með laugardeginum 26. október verður sýn- ingin opin almenningi um helgar kl. 14-17 til 2. nóvemer 1992. Hér er um að ræða yfirlitssýn- ingu á verkum Siguijóns sem hefur verið sett upp á þremur söfnum í Danmörku í sumar, Kastrupgárd- samlingen á Amager og borgarlist- asöfnunum í Vejle og Silkeborg, en -hið síðarnefnda er kennt við málarann Asger Jorn. Þótt ótrúlegt megi virðast er þetta í fyrsta sinn sem heil sýning á verkum Siguijóns hefut- verið haldin erlendis. Veldur því hinn gífurlegi kostnaður sem fylgir því að senda þungar og fyrirferðamikl- ar höggmyndir milli landa. Fjöl- margir aðilar, jafnt einstaklingar sem stofnanir, hafa með framlagi sínu gert þessa hugmynd að veru- leika. Sýningin hefur hvarvetna hlotið mjög lofsamlega dóma og hafa danskir íjölmiðlar meðal annars Veitingarekstur í Perlunni; Óskað eft- ir uppgjöri LÖGÐ hefur veriö fram fyrir- spurn í borgarráði, þar sem farið er fram á uppgjör vegna kaupa á tækjum og innréttingum vegna veitingareksturs í Perlunni, út- sýnishúss Hitaveitu Reykjavíkur i Öskjuhlið. Fyrirspurnin er frá Sigrúnu Magnúsdóttur, þar segir: „Ég óska eftir að fá í hendur uppgjör borgar- innar vegna kaupa á tækjum og innréttingum fyrir veitingarekstur- inn í Perlunni. Þá óska ég eftir Ijósriti af öllum reikningum sem liggja að baki 97,1 millj. kr. kaupa veitingamannsins á áhöldum, tækjum og innréttingum fyrir veitingareksturinn.” ------------ Atvinnuleysi 0,9% í september: 5% kvenna á Suðurnesjum atvinnulausar ATVINNULEYSI á landinu öllu nam 0,9% í síðasta mánuði og er þar með minnsta atvinnuleysi sem skráð hefur verið í einum mánuði á árinu. Atvinnuleysi var misjafnt milli landshluta og kynja en mest var það hjá konum á Suðurnesjum eða um 4,8%. Minnsta atvinnuleysið var á Vest- fjörðum eða 0,2%. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins vora tæplega 26 þús- und atvinnuleysisdagar skráðir á landinu öllu í september sem jafn- gildir því að 1190 manns hafi verið að jafnaði á atvinnuleysisskrá í mánuðinum eða 0,9% af mannafla. Til samanburðar má geta þéss að í september í fyrra mældist atvinnu- leysið 1% af mannafla. A þriðja ársljórðungi þessa árs hefur atvinnuleysi að meðaltali ver- ið 1% af mannafla miðað við 1,3% á sama tímabili í fyrra. Atvinnu- leysi er misjafnt eftir landshlutum, mest á Suðurnesjum en minnst á Vestfjörðum. Á höfuðborgarsvæð- inu hefur það verið 0,5-0,6%, á Norðurlandi á bilinu 1,1-2% og á rifjað upp umræður frá þeim tíma er Siguijón var meðal róttækustu framúrstefnumanna í norrænni myndlist. Troels Andersen for- stöðumaður Jorn-safnsins segir meðal annars svo í kynningu á sýningunni: . „Ólafsson var meðal fyrstu myndhöggvara í Danmörku sem tileinkuðu sér sjálfsprottið afstrakt myndmál. Hin mikilfenglega högg- mynd Maður og kona úr eik og lind- itré, sem hann gerði árið 1939 og var hafnað á vorsýningu Charlott- enborgar árið eftir, varð tákn og fyrirboði nútíma höggmyndalist- ar.” Á sýningunni á Laugarnesi gefst í fyrsta sinn tækifæri til að sjá frummynd að verkinu Börn í leik í gifs frá 1938, sem safnið hefur nýlega eignast. Fyrir þessa mynd Hallsteinn hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi. Meðal annars að Korpúlfstöðum, Kjarvals- stöðum og á Skólavörðuholti. Hann hefur tekið þátt í samsýningum Myndhöggvarafélagsins 1974, 1978, 1979, 1985 og 1989 auk fjölda samsýninga á erlendri grund. Nefna má sýningar í New York, Bergen, Ósló og Antwerpen Listamaðurinn stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum, Hornsey College of Art, Ham- KÓRHÁTÍÐ til styrktar húsbygg- ingarsjóði MS-félags íslands verð- ur haldin í Háskólabíói laugar- daginn 2. nóvember kl. 15.00. Á þessum tónleikum koma fram eftirtaldir kórar: Skólakór Kársness, stjórnandi Þórunn Björnsdóttir, Kór Öldutúnsskóla stjórnandi Egill Frið- leifsson, Dómkórinn, stjórnandi Mar- teinn H. Friðriksson, Kór Langholts- kirkju, stjórnandi Jón Stefánsson, Karlakórinn Fóstbræður, stjórnandi Árni Harðarson og Karlakór Reykja- víkur, stjórnandi Friðrik S. Kristins- son. Kynnir á tónleikunum verður Baldvin Halldórsson leikari. Miðar verða seldir frá 21. október á eftirtöldum stöðum: Háskólabíói, Hljóðfæraversluninni Poul Bernburg Sigurjón Ólafsson við eitt verka sinna. hlaut Siguijón fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um list- skreytingu fyrir Hús barnánna í Tívolí. Þetta hús var aldrei reist en tveimur áratugum síðar vann listamaðurinn veggmyndir í Lands- banka íslands út frá sömu hug- mynd. Sýningunni fylgir vegleg sýning- arskrá með texta á dönsku og ís- lensku og er hún prýdd ijölda Ijós- mersmith College of Art og St. Martin’s school of Art. Hann fór í námsferðir til Ítalíu og Grikklands 1972 og 1974-1975. Einnig náms- ferð til Bandaríkjanna 1973. Verk eftir Hallstein eru m. a. í eigu Listasafns íslands og Reykja- víkurborga. Hann hefur gert verk fyrir ljölda aðila. . Árið 1988 var honum úthlutaður einn hektari lands fyrir myndir í Gufunesi, þar eru 6 verk. hf., Rauðarárstíg 16 og Tónastöð- inni, Óðinsgötu 7. MS-félag íslands er félagsskapur sjúklinga sem haldnir eru MS-sjúk- dóminum (Multiple Sclerosis). Félag- ið rekur sjúkradagvistun að Álandi 13. Þar eru aðeins aðstæður fyrir 25 manns, en rúmlega 200 manns eru haldnir þessum sjúkdómi á ís- landi. Félaginu hefur verið úthlutuð lóð við Sléttuhlíð, þar sem það áformar að koma sér upp nýju hús- næði. Allir sem koma fram á Kórhátíð- inni í Háskólabíói gefa húsbygging- arsjóði MS-félagsins vinnu sína og einnig lánar Háskólabíó salinn end- urgjaldslaust. (Kréttatilkyiming) FORLAGIÐ hefur gefið út bók- ina Gúmmíendur synda ekki - Eiginkonur alkohólista segja frá eftir Súsönnu Svavarsdóttur Á bókarkápu segir um bókarefn- ið: „Hér segja níu íslenskar konur frá reynslu sinni af alkohólisma maka sinna og hvernig sambúðin gerði líf þeirra að vítiskvöl. Þessar konur eru ekki fórnarlömb karl- manna. í fjölskyldu sem býr við alkohólisma era allir fórnarlömb - líka alkohólistinn. Fórnarlömb sjúk- legrar hegðunar. Allir taka þátt í þeim leik á einhvern hátt. Þó að mikið sé ritað og rætt um alkohólisma, þá fer lítið fyrir fræðslu um hlutverkin sem fjölskyl- dufólkið leikur í þeim harmleik sem á sér.stað á heimili allra virkra alko- hólista. En sérhver alkohólisti á sér stuðningsmenn, einn eða fleiri, sem með lítt meðvitaðri framkomu sinni gera honum kleift að halda áfram neyslunni. Minningabók um sendiherra Svíþjóðar VEGNA fráfalls Per Olof Forshell, sendiherra Svíþjóðar á Islandi, sem andaðist 14. október síðastliðinn, mun liggja frammi bók á heimili sendiherrans á Fjólugötu 9, Reykja- vík, fimmtudaginn 17. ogföstudag- inn 18. október milli klukkan 14.00 og 15.30, þar sem þeir, sem þess óska, geta vottað samúð sína. Súsanna Svavarsdóttir. En konurnar níu létu ekki bug- ast. Allar leituðu þær sér hjlapar að lokum og lærðu að skilja að það fær enginn stjórnað áfengis- og vímuefnaneyslu virkra alkohólista. Það er eins og að setja gúmmíönd á tjörn og segja henni að synda. Húnhlýðir hvorki bænum, fortölum né hótunum. Sá sem ætlar sér að binda endi á kvöl áfengissýkinnar verður fyrst að breyta sjálfum sér og læra að standa á eigin fótum. I frásögn kvennanna munu bæði karlar og konur sjá hliðstæðu við sitt eigið líf og eygja í fyrsta skipti von - út úr svartnættinu. Bókin er 172 blaðsíður, Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. CRAFT of Sweden Gullfallegur sænskur vetrarfatnaður Heilir og tvískiptir gaiiar Verð st. 120 - 130 kr. 6.880,- " " 140 - 150 kr. 7.880,- " “ 160-170 kr. 8.880,- Sportfatnaður 100% vind- og vatnsþéttur Heilir og tvískiptir gallar Úlpur Pólarpeysur Gegnt Umferðamiðstöðinni sími 19800 og 13072 mynda. (Fréttatilkynning) Hallsteinn við eitt verka sinna á Kjarvalsstöðum. Morgunblaðið/Þorkell Kjarvalsstaðir; Hallsteinn Sigurðsson sýnir 24 verk úr járni SYNING á 24 verkum úr járni eftir Hallsteins Sigurðsson stendur þessa dagana yfir á Kjarvalsstöðum. yerkin eru unnin á árunum 1982 -1991. Þau verða til sýnis til 27. október milli kl. 11 og 18. MS-félagið: Kórhátíð til styrktar hús- byggingarsjóði félagsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.