Morgunblaðið - 17.10.1991, Síða 28

Morgunblaðið - 17.10.1991, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTOBER 1991 Steingrímur Hermannsson í utandagskrárumræðu: Spurning hvers virði í raun evrópska efnahagssvæðið er Aðalatriðið að brjótast undan þvingunum sjávarútvegsstefnu EB, sagði utanríkisráðherra í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær, dró Steingrímur Hermanns- son þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra mjög í efa hagnað Islendinga af samningum um evrópskt efnahags- svæði (EES). Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði að upphæð þeirra tolla, sem falla myndu niður af íslenskum sjávarafurð- um, væri ekki aðalatriði samninganna heldur að reyna að brjóta undan "'þvingun sjávarútvegs- og tollastefnu Evrópubandalagsins. Ef það tæk- ist myndu vaxtarskilyrði sjávarútvegs og fiskvinnslu gerbreytast hér á landi, og margt fleira fylgja í kjölfarið. Steingrímur Hermannsson (F-Rn) hóf umræðuna, og sagði sýnt að dregið gæti til úrslita í samning- unum um evrópskt efnahagssvæði á ráðherrafundi EFTA og Evrópu- bandalagsins 21. þessa mánaðar. Hann rifjaði upp aðdraganda máls- ins. Fyrri ríkisstjórn hefði ákveðið að taka þátt í viðræðum um evrópskt efnahagssvæði, og hann hefði sem forsætisráðherra gert gréin fyrir skii- yrðum ríkisstjórnarinnar á leiðtoga- fundi EFTA-ríkjanna vorið 1989. Þá riíjaði Steingrímur upp, að 1972 v -diefðu íslendingar gert viðskipta- samning við Efnahagsbandalagið, bókun 6, þar sem fékkst tollfrelsi fyrir stóran hluta af útfiutningi ís- lendinga til EB á sviði sjávarafurða og iðnaðar, en EB fékk á móti að innflutningur á framleiðsluvörum þess yrði án tollverndar, þó að undan- skildum landbúnaðarvörum. Tollar á saltfiski og skreið voru ekki teknir inn í þessa samninga en samningamenn Islands fullvissaðir um að EB myndi ekki taka upp á ný toll á saltfisk. Þetta var þó ekki ' ‘sett á blað, og 1986, þegar Spánn og Portúgal gengu í EB, voru settar takmarkanir á tollfrjálsan innflutn- . ing á saltfiski. Til viðbótar jókst mikilvægi Evr- ópumarkaðar verulegu á síðustu árum. Með þennan bakgrunn hefði síðasta ríkisstjórn ákveðið að taka þátt í samningaviðræðum um EES á grundvelli ræðu Delors, aðalfram- kvæmdastjóra EB 17. janúar 1989, þar sem hann lýsti því yfir að tvær jafnsterkar stoðir yrðu aðilar að evr- ópska efnahagssvæðinu. íslendingar hefðu svo talið að til- gangslaust væri að sækja um útvíkk- un á bókun 6 með aðild að EES, nema tollfrelsi fengist fyrir allan þeirra fisk. Ríkisstjórnin hefði því lagt á það áherslu innan EFTA, að þetta tollfrelsi fengist fyrst innan EFTA og yrði síðan atriði í sameigin- legri kröfu EFTA-ríkjanna til EB. Þessu hefðu íslendingar náð fram innan EFTA á síðustufimm mínútum ráðherrafundarins í Ósló. Steingrímur sagðist ekki minnast. þess að nokkurntímann hefði verið rætt um að þetta tollfrelsi yrði tak- markað. Steingrímur sagði að í Ósló hefðu verið settir fram fýrirvarar fyrir að- ild Islendinga að EES, sem hefðu síðan ítrekað verið staðfestir í ríkis- stjóminni. Ýtarlegast hefðu þessir fyrirvarar verið ræddir á þeim vett- , vangi í lok október á síðasta ári. Steingríjnur fór síðan yfir þessa fyrirvara. í fyrsta lagi var óskað eft- ir takrnörkun á fjárfestingu erlendra aðila á íslandi, þó sérstaklega að fjár- festing í sjávarútvegi kæmi ekki til greina, hvorki í veiðum né frum- vinnslu. Steingrímur sagði nauðsyn- legt að utanríkisráðherra upplýsti nú, hvort þetta ákvæði myndi ekki tví- mælalaust halda ef úr samningunum yrði nú. Steingrímur sagði að í lögum um fjárfestingar útlendinga á íslandi, sem sett voru á síðasta ári, væru __ýmis atriði sem stönguðust á við reglur EB, svo sem að viðkomandi yrði að hafa verið íslenskur ríkisborg- ari síðustu 5 ár. „Halda slík ákvæði eða verður að breyta þeim?” spurði Steingrímur utanríkisráðherra. Steingrímur sagði síðan að ríkis- stjórn sín hefði sett það ákvæði að erlend fjárfesting í orkumálum kæmi ækki til greina. Hann sagðist telja að þessar reglur myndu halda varð- andi virkjun fallvatna, en óljóst væri með virkjun jarðhitans. Steingrímur drap loks á ýmis önn- ur atriði, svo sem að ekki hefði verið talið koma til greina að erlendir aðil- ar gætu eignast landareignir í ágóða- skyni. Hjá sumum þjóðum innan EB væri einmitt þetta mikið áhyggju- efni, og dómstóll EB hefði dæmt gegn takmörkunum sem lönd hefðu reynt að setja á slíkt. Þá hefði ver- ið sett skilyrði um innflutning á vinnuafli, þannig að íslensk stjórn- völd gætu gripið í tauman. Steingrímur sagði loks, að ýmis- legt hefði nú komið í ljós til viðbótar eftir að samningarnir hófust. Þar væri m.a. krafa um samræmingu á heilbrigðisregjum þar sem væri fjöl- margt sem íslendingar gætu ekki gengist undir. Einnig hefðu orðið miklar umræður um innflutning á landbúnaðarafurðum. Síðasta ríkis- stjórn hefði talið rétt að skoða inn- flutning á nokkrum tegundum gróð- urhúsaafurða ef annað gengi upp. Síðan hefði EB óskað eftir langtum víðtækari heiniildum til innflutnings á landbúnaðarafurðum, þar á meðal mjólkurafurðum, sem aðrar þjóðir hefðu samþykkt en íslendingar ekki tekið þátt í. Ræðumaður gerði að umtalsefni að sumir þingmenn hefðu allt að því áhyggjur af því hvort einkasala ÁTVR yrði afnumin. Steingrímur gerði loks að umtalsefni sjávarút- vegsþátt EES-samninganna, og spurði hvað menn gerðu sér vonir um að tollfrelsi fengist fyrir mikið af okkar sjávarafurðum. Hann vitn- aði í ummæli núverandi sjávarút- vegsráðherra á Alþingi í maí, um að samningurinn kæmi ekki til greina nema ísland fengi fullt tollfrelsi fyr- ir allar sjávarafurðir sínar. Steingrímur lauk máli sínu með því að vitna í nýtt rit Þjóðhagsstofn- unar þar sem metið sé, að minnsti ávinningur íslendinga af EES, sam- svari 425 þúsund króna eingreiðslu á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu, eða sem svaraði notuðum bíl. Það mesta sem hægt væri að búast við samsvaraði 1.882 þúsund króna eingreiðslu á 4 manna fjöl- skyldu eða rúmlega hálfum ráðherra- bíl. Þetta vekti upp spurningar hvers virði aðild að EES væri í raun, sérs- taklega í ljósi þess að hagvöxtur í Evrópu hefði verið minni en áætlað var. Loks spurði Steingrímur hvort utanríkisráðherra teldi ekki koma til greina að leggja samningana fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, ef þeir næð- ust. Jón Baldvin Ilannibalsson utan- ríkisráðherra tók næstur til máls og sagði að viðamiklum upplýsingum hefði verið komið á framfæri um alla þætti málsins, þótt mikið skorti á að um þær upplýsingar væri fjallað af sæmilegri hlutlægni. Utanríkisráðherra sagði, að þar sem aðeins væru nokkrir dagar fram að ráðherrafundinum væri ekki ráð- legt eða hyggilegt að hann sýndi hinum samningsaðilanum á spilin sín, auk þess sem hann væri undir þagnarskyldu að því er varðaði hags- muni bandalagsþjóða. Hann sagði það samt vera mat sitt, að samningamönnum EB væri kunnugt um að íslendingar hefðu sett ófrávíkjanleg skilyrði sem yrðu frágangssök ef á reyndi. Stærstu ágreiningsmál samninganna væru þijú. í fyrsta lagi sjávarútvegsmál, í öðru lagi óskir EB um stofnun þró- unarsjóða og í þriðja lagi þungaflutn- ingar gegnum Austurríki og Sviss. Um það síðastnefnda sagði ráð- herrann að ekki væri búið að útkljá það mál þótt fréttir væru um annað. I fréttabréfi EB sem gefið var út í gær, segði frá því að hollenski sam- gönguráðherrann hefði gert sig seka um of mikla bjartsýni í málinu og jafnvel farið út fyrir samningsumboð sitt. Jón Baldvin sagði því að enn gæti brugðið til beggja.vona, og árangur- inn réðist af því hvort framkvæmda- stjórn EB hefði innri styrk til að leysa innbyrðis ágreining og hagsmuna- togstreitu bandalagsríkjanna. Ráðherra fjjallaði næst um sjávar- útvegsmálið, sem hann sagði vera vandmeðfarnasta samningsmálið. EB hefði ætíð viljað tengja markaðs- aðgang við ígildi veiðiheimilda en EFTA hefði vísað því á bug. íslend- ingar hefðu einnig haldið til streitu algerum og varanlegum fyrirvara við rétt útlendinga til fjárfestingar í út- gerð og frumvinnslu. Sameiginlega hefði EFTA svo krafist fulls toll- fijáls markaðsaðgangs. Ekki hefði mikið breyst í þessu efni, en þó nokk- uð þokast. Óvariegt væri að slá því föstu, að EB hefði fallist á þetta, en ráðherra sagði það samt mat sitt, byggt á nýlegum viðtölum við samn- ingamenn íslands, að samningamenn EB geri sér ljósa gerin fyrir þessum skilyrðislausu kröfum íslendinga. Átakasvæðið væri markaðsað- gangurinn. Ljóst væri að einstök aðildarríki EB, Bretland, írland, og Frakkland, vildu ekki samþykkja fullan aðgang og vildu undanskilja nokkrar fisktegundir. Eftir að Norð- menn drógu tilboð sitt af borðinu í sumar, og Norðmenn væru nú ekki tilbúnir til að endurnýja tilboð sín, væru kröfur EB um tilsvarandi þrengingu á markaðsaðgangi strang- ari. EFTA-ríkin hefðu þó samþykkt það sín í milli, að nái einstök samn- ingsríki fram betri markaðsaðgangi í tvíhliða viðræðum við EB, þá rúm- ist það innan samningsumboðsins. Þetta styrkti samningsstöðu Islands. „Við munum, á grundvelli þeirrar samningsstöðu að geta hugsanlega samið um viðauka um séríslenska hagsmuni, freistað þess að ná þar eins miklum árangri í þágu íslenskra þjóðarhagsmuna og mögulegt er. Hitt er rétt að af hálfu EB hafa verið þæfðar ýmsar hugmyndir, svo sem að hluta til verði þessi vanda- mál með viðkvæmar fisktegundir, leystar með tollfijálsum kvótum sem gætu farið vaxandi á einhveijum tíma,” sagði utanríkisráðherra. Hann sagði að þessir samningar yrðu ekki keyptir hvaða verði sem er. En aðalatriðið væri ef tækist með þeim að bijótast undan þvingunum sjávarútvegsstefnu EB og tollastefnu bandalagsins, sem miðaði að því að gera aðrar þjóðir að hráefnisútflytj- endum. Ef það tækist væri búið að gerbreyta vaxtaskilyrðum sjávarút- vegs og fiskvinnslu á íslandi og margt fleira myndi fylgja í kjölfarið. Utanríkisráðherra fjallaði næst um fyrirvara íslendinga og sagði að öllum meginfyrirvörum hefði verið haldið til streitu, þótt leiðirnar hefðu breyst í sumum tilfellum. Fyrirvara um fjárfestingar í sjáv- arútvegi væri haldið til haga. Þá væri hafið yfir allan vafa, að núver- andi skipan á íslenskum lögum um nýtingu orku samræmdist að fullu EES-samningi. Gerð hefði verið til- raun til að breyta íslenskum lögum um rétt til eignarhalds á orkulindum í tíð síðustu ríkisstjórnar en það hefði strandað á Framsóknarflokknum. Þetta atriði væri í stefnuyfirlýsingu núvel'andi ríkisstjórnar. Um atvinnu og búseturétt sagði ráðherra, að almenna öryggisákvæði samninganna hefði verið styrkt með sérstakri yfirlýsingu stjómvalda, sem þýddi að það væri algerlega á valdi íslenskra stjórnvalda að koma í veg fyrir innflutnings erlendra ríkisborg- ara ef liorfur væru á að jafnvæ^i raskaðist. Mótaðili gæti gripið til samsvararndi gagnaðgerða sem hægt væri að bera undir EES-dóm- stól. Um fyrirvara við fasteignakaup og jarðakaup væri staðan sú, að hægt væri að koma í veg fyrir þau með innlendum lögum, án þess að bijóta mismununarreglur. Eftir að samkomuiag um almennt öryggisá- kvæði náðist 19. desember sl. hefði verið litið svo á að óskir EFTA-ríkj- anna við fjárfestingu, aðrar en í sjáv- arútvegi, væru úr sögunni. Ráðherra sagðist vera sannfærður um að þetta væri nægilega tryggt. Hvað varðaði ríkiseinokun ÁTVR þá hefðu vonir manna um afnám hennar því miður ekki ræst og hægt yrði að einoka þetta af félagslegum ástæðum. Loks sagði ráðherra að búið væri að leysa deilur um innflutning á suður-evrópsku grænmeti, en óleyst væri mál varðandi matvæli úr unnum landbúnaðarhráaefnum. Utanríkisráðherra sagði að lokum, að hann hefði lítið borið hönd fyrir höfuð stjómvalda undanfarið vegna samningsstöðunnar, en á þessu sumri hefði málflutningur verið með endemum í íslenskum Ijölmiðlum. Hann sagðist hafa í höndum dreifirit frá sarntökum sem kenndu sig við óháð ísland og hefðu sett upp 26 punkta til upplýsingar almenningi. Hver einasti þessara punkta byggði annað hvort á misskilningi eða útúr- snúningi á staðreyndum. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab- Rn) sagði það hafa verið rétt mat hjá Steingrími Hermannssyni að hefja umræðuna á bókun 6. I henni hefði falist, að gegn því að Island hefði samþykkt að EB fengi að flytja allar sínar framleiðsluvörur tollfijálst til íslands, hefði EB skuldbundið sig að fella niður tolla á íslenskum sjáv- arafurðum. EB hefði enn sem komið er ekki fullgilt sinn hluta af þessum samningi þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir íslenskra stjórnvalda. Nú hefði utanríkisráðherra lýst því að það lengsta sem hægt væri að ná í samningunum um _EES væri ekkert annað en það sem ísland hefði gert samning um við EB 1976. ísland myndi engu ná á sviði sjávarútvegs sem EB hefði ekki þegar skuldbund- ið sig að gera. Samningar um EES hefðu af hálfu íslenskra stjórnvalda verið hafnir á grundvelli kröfunnar um fullan og fijálsan markaðsaðgang sjávaraf- urða inn í EB. Nú lægi alveg ljóst fyrir af hálfu EB, að það muni ekki fallast á þessa kröfu. Því sé eðlilegt að spyija hvers vegna íslendingar séu enn í þessun viðræðum, þar sem enginn nýr réttur til Islands væri fólginn í lækkun tolla af hálfu EB. Þingmaðurinn vitnaði í orð forsæt- isráðherra og sjávarútvegsráðherra um að fullur markaðsaðgangur fyrir sjávarafurðir væri forsendan. Þá mótmælti þingmaðurinn því að öllum fyrirvörum fyrri ríkisstjórnar hefði verið haldið til haga. Vikið hefði verið frá tveimur grundvallar- reglum, sem hér hefðu ríkt um aldir. Önnur væri að íslenskir ríkisborgarar hefðu sérréttindi til vinnu pg atvinnu- starfsemi, og hin væri að íslendingar hefðu einir rétt til að eignast hér landareignir. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) sagði þetta mál vera langtum herfi- legra en lagt hefði verið af stað með í upphafi. Og sýndist henni við vera að undirgangast reglur EB og Róm- arsáttmála bandalagsins. Það væri ekki nóg með að Islendingar ættu að undirgangast fjölþjóðlegt vald heldur virtist henni sem „Viðeyjar- bræður” væru óhræddir við að gera ísland að hluta „stórríkis”. Kristín taldi þetta mál snúast um flest ann- að en fisk. Tollalækkanir skiptu sára- litlu máli samanborið við afsal á helstu stjórntækjum í efnahags- og atvinnumálum. Meðal afleiðinga þessarar ráðbreytni taldi hún vera að íslenskur vinnumarkaður yrði galopinn. Fyrii’varar um ijárfestingu erlendra aðila í sjávarútveginum taldi hún að myndu vart halda. Og aðrar auðlindir Islands væru bornar fram á „veisluborði”. Sjálfstæður EES- dómstóll þar sem meirihluti dómara væri frá EB-löndum myndi þurrka út íslenskan lagabókstaf. Hún taldi þessar fórnir nánast engu skila, EB byði ekki annað en óverulega tollaív- ilnanir. íslendingar setji kostina Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) fagnaði því hve þessar umræður væru málefnalegar. Þetta væru þarf- ar umræður; fólk væri ráðvillt, það væri svo margt að gerast og það gerðist hratt. Eyjólfur Konráð taldi að fyrirvarar þeir sem íslendingar gerðu myndu halda að verulegu leyti. En það mátti merkja að honum var það efst í huga að ljóst væri að veiði- heimildir til EB eða annarra útlend- inga yrðu ekki gefnar það væri eins gott að þeir skildu þessa staðreynd. Eyjólfur taldi íhugunarvert hvort ekki væri kominn tími til að við sett- um kostina en ekki alltaf þeir. Við vildum ekki aðild að þessu bandalagi við vildum samninga. Þeir hefðu vilj- að setja okkur kosti. Við yrðum að fallast á þetta eða hitt annars yrðum við utangátta. Við vildum fá að lifa óáreittir í okkar heimshluta og nýta okkar auðlindir sem við ættum að réttum lögum. Þeir hefðu beitt ólög- um og þvingunum. Stóryrði væru óþörf, þetta væru staðreyndir. Auð- vitað væru ágætir menn starfandi við EB en bandalagið væri hið mesta „skrýmsli” í ýmsu tilliti. Ræðumaður taldi að EB hefði sniðgengið okkur, brotið á okkur með því að fullgilda ekki bókun 6. Mitter- and Frakklandsforseti hefði sagt að við hefðum þarna réttar að gæta. Og Henning Cristophersen varafor- seti framkvæmdastjórnar EB hefði viðurkennt að íslendingar hefðu opn- að markaði sína fyrir varningi frá EB en hefðu þó ekki tollfrelsi eða fríverslun fyrir sínar fiskafurðir og að jafnvægi yrði að nást. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) sagði mikið gert úr nauðsyn þessara samninga vegna fiskveiði- hagsmuna okkar. Kvennalistinn hefði bent á þá leið að fara fram á tvíhliða viðræður um endurbætur á hinni margumtöluð bókun 6. Hún líkti viðræðunum við að kaupa heilt hús þegar vantaði sófa. Ingibjörg Sólrún taldi að það sem EB byði væri næsta naumt skammtað en samningamenn hefðu svo sem ekki náð meiri árangri en við væri að búast. Við „skrifræðis- og peninga- veldi” væri að eiga. Og einnig taldi hún fyrirvara sem settir hefðu verið fram í upphafi hafa verið óljósa. Ræðumaður gagnrýndi einnig „hræðsluáróður”, t.a.m. um að þrengjast myndi um aðgang ís- jenskra námsmanna að erlendum skólum ef við værum ekki aðilar að EES. Fráleitt að söðla um Björn Bjarnason (S-Rv) benti á að á þessu viðkvæma viðræðustigi væri ákaflega erfitt fyrir þá sem stæðu að þessum samningum fyrir íslands hönd að ræða hin óleystu atriði. Fyrir lægju yfirlýsingar ut- anríkisráðherra um að ekki væru gerðar kröfur á okkar hendur um frekari gagnkvæmar veiðiheimildir en þær sem rætt var um í sumar eða um að við féllum frá banninu við fjárfestingu erlendra aðila í íslensk- um sjávarútvegi. Ef mið væri tekið af málatilbúnaði okkar til þessa ylti þá á því hveijar lyktir verða á kröf- unni um tollfrelsi sjávarafurða. Björn rakti nokkuð sögu þessara samningaviðræðna og þau vonbrigði sem við hefðum mátt þola í sumar. Þar hefði ásannast að ákvarðanir um sjávarútvegsmál væru ótrúlega við- kvæmar á vettvangi EB. Einnig hefði komið á daginn að hugmyndir manna um að framkvæmdastjórnin gæti gefið ríkisstjórnum aðildalanda væru byggðar á sandi. Þetta yfirríkja- bandalag hreyfði sig ekki hraðar en ríkjstjórnir aðildalandanna ákvæðu. Ræðumaður varaði við þeim mis- skilningi sem virtist gæta í umræðum um EES hér á landi að EB væri það sérstakt kappsmál að gera þennan samning. Mörg önnur málefni sýnd- ust ofar á forgangslistanum. Birni Bjarnasyni þótti furðu sæta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.