Morgunblaðið - 17.10.1991, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991
29
að nú sýndist Ólafi Ragnari Gríms-
syni bókun 6 allt í einu vera orðið
aðalatriði og kjarni málsins. Hann
benti á að, að Kvennalistanum frá-
töldum hefði verið nokkuð víðtæk
samstaða um þessar viðræður. Ut-
anríkisráðherra hefði haldið réttilega
fram málstað íslands og allt ylti á
því hvort samkomulag tækist um
viðskipti méð sjávarafurðir án þess
að við létum af hendi veiðiheimildir
fyrir aðgang að mörkuðum. Það
væri fráleitt að söðla- um núna og
taka upp aðrar aðferðir nú þegar
málið væri á lokastigi. Afstaða ríkis-
stjórnarinnar væri skýr og hún bygg-
ist á grunni sem lagður var í tíð
fyrrverandi stjórnar. Tilraunir stjóm-
arandstæðinga, annarra en þing-
manna Kvennalistans, til að gera
málið tortryggilegt mætti rekja til
þess að þeir sætu ekki lengur í ríkis-
stjórn.
Óhófleg bjartsýni
Halldór Ásgrímsson (F- Al) var
Bimi Bjamasyni sammála um að
ekki væri ráðlegt að breyta um samn-
ingatækni. En það væri ekki sama
um hvað væri samið og hvemig
væri haldið á málum. Halldór taldi
ýmislegt hafa gengið afturábak síðan
og taldi að óraunsæi og óhófleg bjart-
sýni hefði að ýmsu leyti skaðað okk-
ar málstað. Halldór var Ólafi Ragn-
ari Grímssyni ósammála um að bók-
un 6 gæfi okkur fortakslausan rétt.
EB hefði aldrei viljað viðurkenna að
samtölum um bókun 6 væri lokið.
Þar af leiðandi hefði hann því miður
ekki trú á því að hægt væri að sækja
þetta mál eingöngu á því að krefjast
þess að bókunin tæki gildi.
Eiður Guðnason umhverfisráð-
herra taldi að þessi umræða snerist
að sumu leyti um það hvar við vildum
vera í samstarfi þjóðanna. Menn
töluðu í niðrunartón um að laga okk-
ar reglur að reglum EB. Það væri
spuming hvort við gætum búið við
allt aðrar reglur í viðskiptum heldur
en nágrannaþjóðir. Hann taldi ýmsa
mistúlka fullveldishugtakið til að
gera EES sem tortryggilegast. Eiður
furðaði sig á því að Olafur Ragnar
vitnaði nú til bókunar 6 frá árinu
1976. Hvers vegna hefði hann ekki
flaggað þessari skoðun fyrr?
Páll Pétursson (F-Nv) vildi svara
því nokkru að stjórnarandstaðan
væri núna farin að sýna tortryggni
gagnvart þessum viðræðum. Það
væri eðlilegt þegar menn töluðu af
sannfæringarkrafti fýrir samningi
sem þeir vissu ekki hvernig yrði. Það
væri samstaða um að reyna að ná
samningum en þessi samstæða ætti
sér takmörk og það yrði ekki heims-
endir þótt samningar tækjust ekki.
Páll taldi einnig að ekki kæmi til
greina að nota tilslakanir um inn-
flutnig landbúnaðarvara sem skipti-
mynt fyrir tollfrelsi á sjávarafurðum.
Össur Skarphéðinsson (A-Rv)
vildi fá að vita hver afstaða Fram-
sóknarflokksins væri, það hefði ekki
komið fram í þessum umræðum.
Hann taldi að þessir samningar sner-
ust um uppbyggingu islensks sjávar-
útvegs næstu tvo áratugina; að sigr-
ast á harðvítugri tollastefnu EB sem
nú miðaði að því að gera okkur að
hráefnisframleiðendum.
Steingrímur Hermannsson
(F-Rn) sagði að farið hefði verið fram
á þessa umræðu til að menn gætu
mótað afstöðu. Ýmislegt hefði komið
fram í þessum samningum sem ork-
aði tvímælis. T.a.m. varðandi landa-
kaup útlendinga.
Svavar Gestsson (Ab-Rv) sagði
að Alþýðubandalagsmenn hefðu talið
rétt að kanna hvað ístendingum byð-
ist í þessum viðræðum en nú sýnist
heldur lítið á þessu að græða. Það
væri ekki einangrunarstefna að vera
andvígur þessum samningum. ís-
lendingar ættu fleiri kosta völ. Hinir
raunverulegu einangrunarsinnar
væru í EB sem vildu lokaðan „lúksus-
klúbb” ríkra þjóða.
Að afloknu fundarhléi vegna þing-
flokksfunda skiptust þingmenn á
skoðunum um fyrirvarana, og túlkun
á dómum og dómsvaldi í Evrópu-
bandalaginu um svonefnt „kvóta-
hopp”, ávinning og tap af hugsanleg-
um samningum og hvort bera ætti
þessa samninga undir þjóðaratkvæði.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra taldi þar sem hér væri
ekki fullveldi afsalað þjrfti þess ekki
og að þjóðkjörnir fulltrúnar myndu
taka afstöðu til samninganna. Nú
stæði lokataflið fyrir dyrum og það
yrði ekki dans á rósum.
Lissy heldur þrenna tónleika
Kvennakórinn Lissy heldur þrenna tónleika um helgina, í Ýdölum,
Miðgarði og á Siglufirði Fyrstu tónleikarnir verða í Ydölum, Aðaldal,
annað kvöld, föstudagskvöldið 18. október og hefjast þeir kl. 21. Á
laugardag, 19. október heldur kórinn tónleika í Miðgarði, Skagafirði
kl. 21. og á sunnudag, 20. október verða síðan tónleikar í Siglufjarðar-
kirkju og hefjast þeir kl. 16. Píanóleikari er Ragnar L. Þorgrímsson,
einsöngvarar eru Hildur Tryggvadóttir og Gunnfríður Hreiðarsdóttir,
en stjórnandi er Margrét Bóasdóttir. Á efnisskránni eru íslensk og
erlend kórlög, einsöngur og tvísöngur. Kvennakórinn Lissy heldur
þrenna tónleika á Norðurlandi um helgina.
Þrotabú Istess:
430 milljóna kröfum lýst í búið
ÞRIGGJA manna kröfuhafa-
nefnd var kosin á fyrsta skipta-
fundi í þrotabúi ístess hf. sem
haldinn var í gær, en hlutverk
nefndarinnar verður m.a. að
Festi handlegg
í strekkivél
VINNUSLYS varð í gærmorgun
í verksmiðjuhúsi Islensks skinna-
iðnaðar, þegar starfsmaður
klemmdi handlegg í armi
strekkivélar.
Tilkynnt var um slysið laust fyr-
ir kl. hálf tíu í gærmorgun, en þá
hafði starfsmaður íslensks skinna-
iðnaðar á Gleráreyrum fest hægri
handlegg í armi strekkivélar. Hann
var fluttur á slysadeild, en að sögn
varðstjóra lögreglunnar á Akureyri
var ekki vitað hversu alvarleg
meiðsl hans voru.
koma fram sem nokkurs konar
fulltrúaráð fyrir hönd kröfu-
hafa í búið og fylgjast með
rekstri þess. Lýst hefur verið
um 430 milljóna króna kröfum
í búið, en óvíst er hvers virði
eigir þess eru.
Jóhannes Sigurðsson skipta-
stjóri þrotabúsins sagði að reynt
yrði að selja eignir búsins hið
fyrsta, en þær eru m.a. verk-
smiðjuhús í Krossanesi, lager- og
skrifstofuhúsnæði. Þá ætti búið
óinnheimtar viðskiptakröfur upp á
um 240 milljónir króna, en óvíst
væri hvort tækist að innheimta
þær þar sem í flestum tilfellum
væru um að ræða fiskeldisfyrir-
tæki, sem sum væru þegar orðin
gjaldþrota.
Norska fyrirtækið T. Skretting
AS, fyrrum samstarfsaðili ístess,
lýsti um 30 milljóna króna kröfu
í búið, en fyrirtækið hafði á sínum
tíma skrifað sig fyrir hlutafé sem
Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon
Eigendur Sædísar
í Morgunblaðinu í gær féll niður að birta mynd af eigendum Sædísar
hinu nýja skipi Ólafsfirðinga. Þeir eru taldir frá vinstri Gunnar Þór
Magnússon, útgerðarmaður, Brynja Sigurðardóttir, Sigurður G. Gunn-
arsson, útgerðarstjóri, Ásgerður Gylfadóttir og Númi Jóhannsson, skip-
stjóri. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum
OFURMINNI
Námskeií 19./20., 26727. okt. og 9710. nóv. í Reykjavík.
Námskeið á Austfjörðum 2.-3. nóv. Uppl. hjá Farskóla Austurlands.
Námskeiðá Selfossi 16.-17. nóv. Uppl. hjá Farskóla Suðurlands.
Möguleiki á kvöldnámskeiðum fyrir fyrirtæki.
Ofurminnistæknin er einföld og örugg. Þú lærir óendanlega langa
lista yfir hvað sem er, öll nöfn, númer, andlit o.s.frv. Styttu heima-
námið.
Simi 642730 (og 626275 í hádegi).
lúunjnnivi;; i'oqrvróf;r n;. ,, nnr:.' 'nii'fOri lo i:~t&
greiða átti með leyfisgjaldi vegna
framleiðsluréttar. Þegar ístess var
tekið til gjaldþrota í sumar voru
37 milljónir króna af því hlutafé
sem Norðmenn höfðu skrifað sig
fyrir ógreiddar. Jóhannes sagði
það vafamál hvort þetta skilyrði
fyrir greiðslu hlutafjárins héldi,
þ.e. að hlutafé sé greitt með leyfis-
gjaldi. Var skiptastjóra falið að
taka ákvörðun um hvort þessi
krafa yrði sótt.
Næsti skiptafundur í búinu
verður að hálfum mánuði liðnum,
31. október, og verður þá m.a.
gengið endanlega frá kröfulýsing-
askrá og tekin afstaða til launakr-
afna.
Alvarlegt vinnuslys:
Taug- lenti á hafnarvörð-
um sem slösuðust mikið
ALVARLEGT vinnuslys varð á Akureyri í gærmorgun, þegar taug
úr Hvassafelli slitnaði og lenti af miklum krafti í tveimur mönnurn.
sem stóðu á bryggjunni þar sem skipið var að leggja að.
Slysið varð um kl. 10 í gærmorg-
un, en atvik voru þau að Hvassafell-
ið, skip Eimskipafélags íslands, var
að leggja að togarabryggjunni við
Útgerðarfélag Akureyringa. Skipið
keyrði í svokallaðan „spring”, en
það er taug sem liggur frá skipinu
í land og er notað til að ná aftur-
enda skipsins að bryggjunni. Norð-
anátt var og gekk erfiðlega að
leggja skipinu að bryggjunni.
Þegar skipið keyrði á taugina
slitnaði hún og lenti á hafnarvörð-
um sem stóðu á bryggjunni. Lenti
taugin á öðrum þeirra og kastaðist
sá til og á hinn. Þeir slösuðust báð-
ir mikið, að sögn lögreglu. Annar
slasaðist þó mun meira en hinn, en
hann brotnaði mikið, m.a. var hann
handleggs-, fót- og lærbeinsbrot-
inn. Þeir voru fluttir á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri þar sem
þeir gengust undir aðgerð í gær.
Dagur Ijóssins 1991
Vinnulýsing
á heimilum
Ráðgjöf um lýsingu, sjónstarf og umgengni við
rafmagn verður í dag kl. 16-18 í eftirtöldum versl-
unum:
Rafbúð, Bíldshöfða 16,
Ljós og orka, Skeifunni 19,
Borgarljós, Skeifunni 8.
Verið velkomin!
Ljóstæknifélag íslands
Félag raftækjasala