Morgunblaðið - 17.10.1991, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTOBER 1991
33
ORAR A BANABEÐI
Kvikmyndir
Sæbjörn valdimarsson
Bíóborgin: í sálarfjötrum -
„Jacob’s Ladder” Leikstjóri
Adrian Lyne. Handrit Bruce
Joel Rubin. Aðalleikendur Tim
Robbins, Elizabeth Pena,
Danny Aiello, Mcauley Culkin.
Bandarísk. Gerð 1991.
Hvað er að gerast í lífi bréfber-
ans Robbins? Skammt er liðið frá
því hann tók þátt í Víetnamstríð-
inu og eitthvað hefur farið heldur
betur úr böndunum. Hann er
hlaupinn frá konu og bömum,
hefur fórnað fjölskyldu sinni fyrir
hina villikattarlegu Pena og fær
óhugnanlegar martraðir af blóð-
vellinum sem eru þó augnayndi
miðað við þá drýsildjöfla og dé-
skota sem birtast honum af og til
í hversdagsgráma New Yorkborg-
ar. Hann er ekki einn um þessar
hryllingssýnir því herdeildarfélag-
ar hans úr stríðinu fá þær líka.
En samt sem áður er engu líkara
en hann sé smám saman að missa
tökin á raunveruleikanum, hægt
og sígandi færist hann nær og
nær bijálæðislegri veröld martr-
aðarsýnanna.
/ sálarfjötrum er listilega vel
gerð hrollvekja, e.k. Flatliners
fyrir fullorðna. Það skal játað að
söguþráðurinn er í snúnari kantin-
um; er Robbins lífs eða liðinn, er
hann á að bilast? eru ofsýnimar
afturhvarf leynilegrar LSD lyfja-
gjafar hersins? Við þessum og
fleiri spurningum fæst snjallt svar
á síðustu mínútunum, það kemur
hressilega á óvart og myndin upp-
lýkst fyrir manni í einu vetfangi.
/ sálrháska er ein þeirra mynda
sem ekki hafa fengið þá athygli
sem þeim ber og alltof dræma
aðsókn (klisjulegt og heldur frá-
hrindandi íslensk nafngift á hér
vafalaust einhveija sök). Sögu-
fléttan er óvenjulega fjölskrúðug
og dularfull, minnir eilítið á aðra
ágætismynd Angel Heart, reynd-
ar útlitið líka enda listrænir
stjórnendur og sviðsmynda og
-munahönnuðir hinir sömu.
Ásóknirnar sem Robbins verður
fyrir eru hreinasta andstyggð
hvað áhrifin snertir, leikmynda-
smiðir veita áhorfandanum innsýn
í víti verka Bosch, Brueghels,
Bacons og fleiri myndlistarmanna
sem þeir kynntu sér rækilega og
urðu fyrirmyndir listilegs óhugn-
aðsins. Sem nær þó aldrei yfir-
höndinni heldur birtast okkur sýn-
irnar örfá augnablik. Hér er ekki
verið að velta sér upp úr ófögnuð-
inum því á ferðinni eru listamenn
sem þurfa ekki að beita ódýrum
brögðum til að halda áhorfandan-
um spenntum og hér er á ferðinni
alltof góð hrollvekja til þess að
Allt á hvolfi
Bíóhöllin: Oscar. Leikstjóri
John Landis. Handritshöfund-
ar Michael Barrie og Jim Mul-
holland, byggt á leikriti eftir
Claude Magnier. Tónlist El-
mer Bernstein. Aðalleikendur
Silvester Stallone, Peter Rie-
gert, Chazz Palminteri,
Yvonne DeCarlo, Don Amec-
he, Eddie Bracken, Art LaFle-
ur, Kurtwood Smith, Vincent
Spano, William Atherton, Orn-
ella Muti, Tim Curry, Linda
Gray, Marisa Tomei.
Bandarísk. Touchstone 1991.
Strax í upphafi, undir titlun-
um, gefur bráðskemmtileg og
furðu mennsk (!) brúða tóninn
þegar hún syngur af slíkum
fítonskrafti og feiknlegum til-
burðum Largo Al Factotum úr
Rakaranum í Sevilla, að maður
smellur í fínasta skap. Og fyrr
en varir er maður komin á fulla
ferð í miðri hringiðu farsa — sem
upphaflega var gerður fyrir það
erkiflón og farsastjötnu Louis
des Funes — af þeirrj gerðinni
sem kenndur er við screwball,
og naut mikilla vinsælda, einkum
á íjórða áratugnum. Þeir eru
einn misskilningur og mistök frá
upphafi til enda; hlutir víxlast,
menn fara mannavillt, fólk sífellt
að fara á mis, uppruni persón-
anna óljós, o.s.frv., o.s.frv. Það
er því vita glórulaust að fara að
eltast við efnisþráðinn en í sem
fara hjá án verðskuldaðrar at-
hygli.
stystu máli þá er þungamiðja
hans gangsterinn Angelo
.jSmelIur” Provolone (Stallone).
Á hann ekki annarra úrkosta en
að lofa föður sínum, sem liggur
banaleguna, að gerast ærlegur
maður á ný, snúa baki við glæp-
astússi hverskonar og 'hreinsa
nafn ættarinnar af smán og
skömm. En það er ýmislegt auð-
veldara en að víkja af breiðu
brautinni inn á þá mjóu ...
Eins og flestir vita er Sylvest-
er Stallone í allnokkurri tilvistar-
kreppu sem leikari um þessar
mundir. Eftir að hafa verið ein
vinsælasta stjarna kvikmynd-
anna um árabil varð hann að
horfa upp á Rocky og Rambo
falla í skuggann fyrir breyttum
smekk kvikmyndahúsagesta.
Tók við tímabil magurra mynda
og er það fréttist að kappinn
hefði fengið aðalhlutverkið í
gamanmynd hristu flestir höfuð-
ið. En karl er ekki á því að gef-
ast upp frekar en kempurnar
hans tvær og þessi valinkunni
slagsmálahundur stendur sig hér
með mikilli prýði í hlutverki sem
byggist fyrst og fremst á löng-
um, fyndnUm samræðum. Og éf
þið rennið augunum yfír leikara-
nöfnin í upptalningunni að ofan
þá kemur í ljós að þetta er mann-
val hið mesta. Engimf þó betri
en Chazz Palminteri í hlutverki
heilalausrar hægri handar Pro-
volones. Ekkert snilldarverk en
Oscar tekst einfaldlega að koma
fólki í gott skap.
__________Brids____________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Hornafjarðar
Árni Stefánsson og Jón Sveinsson
sigruðu með yfirburðum í hausttví-
menningi sem nú er lokið og staðið
hefir yfir í þijár vikur. Árni og Jón
fengu 1090 stig en röð næstu para
varð þessi:
Baldur Kristjánsson - Skeggi/Valdimar 998
IngvarÞórðarson - Gísli Gunnarsson 966
Sigurpáll Ingibergss. - Jón G. Gunnares. 917
Ragnar Björnsson - Birgir Bjömsson 917
Grétar Vilbergsson - Vífill Karlsson 908
Næsta keppni félagsins verður
þriggja kvölda hraðsveitakeppni, svo-
kallað Landsbankamót.
Bridsfélag Suðurnesja
Einhverri jöfnustu keppni keppni sem
spiluð hefir verið hjá félaginu um ára-
bil lauk sl. mánudagskvöld með sigri
Péturs Júlíusssonar og Heiðars Agn-
arssonar. Keppni þessi var þriggja
kvölda tvímenningur með Butler fyrir-
komulagi og urðu úrslit þessi:
Pétur Júlíusson- Heiðar Agnarsson 276
BjömDúason-ReynirÓskarsson 273
Logi Þonnóðsson - AmórRagnarsson 272
Þórður Kristjánsson - Stefán Jónsson 271
Gunnar Guðbjörnsson - Birgir Sehevins 270
Næsta keppni verður tveggja kvölda
hraðsveitakeppni. Spilað er í Kristínu
í Njarðvíkum á mánudagskvöldum kl.
19,45.
íslandsmót kvenna og yngri
spilara í tvímenningi
íslandsmót kvenna og yngri spil-
ara verður haldið dagana 26. og
27. október nk. í Sigtúni 9. Skrán-
ing er þegar hafin í síma BSÍ 91-
689360 og eru þeir sem ætla að
keppa um íslandsmeistaratitlana í
þessum flokkum, beðnir um að láta
skrá sig sem fyrst. í flokki yngri
spilara geta allir sem fæddir eru
1966 og yngri tekið þátt.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 14. október var annað
kvöldið í hausttvímenningnum spilað.
Staðan er þessi:
Kristján Ólafsson - Ólafur Gíslason 102
Dröfn Guðraundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 83
Halldór Einarsson - Kristófer Magnússon 75
Erla Siguijónsdóttir - Kristjana Steingrímsd. 64
BorgþórPétursson-SverrirÁrmannsson 63
Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 44
Staðan í sveitakeppni byijendarið-
ilsins:
Sv. Júlíönu Sigurðardóttur 36
Sv. Steinþórunnar Kristjánsdóttur 33
Sv. Margrétar Pálsdóttur ' 27
Sv. Bryndísar Eysteinsdóttur 24
Bridsfélag Hreyfils
Síðastliðinn mánudag var spiluð 3.
umferð af 5 í hausttvímenningi félags-
ins. Hæstu skor hlutu:
f A-riðli:
Daníel Halldórsson - Viktor Björnsson 182
Sigui"ður Ólafson — Flosi Ólafsson 181
GuðjónJónsson-TraustiPétursson 172
í B-riðli:
Birgir Sigurðsson - Ásgnmur Aðalsteinsson 193
GuðmundurÓlafsson - Sigurður Blöndal 172
Árni Halldórsson - Þoreteinn Sigurðsson 169
Meðalskor er 156.
Að þremur umferðum loknum skipa
eftirtalin 5 pör efstu sætin:
Daníel Halldóreson - Viktor Bjömsson 545
Biigir Sigurðsson - Ásgrimur Aðalsteinsson 541
Skafti Bjömsson - Jón Sigtryggsson 524
Sigurður Ólafsson - Flosi Ólafsson 522
Bemhard Linn - Gísli Sigurtryggvason 520
Fjórða umferð verður spiluð í Hreyf-
ilshúsinu mánudaginn 21. október og
hefst kl. 19.30.
Bridsfélag kvenna
Nú er 14. umferð lokið í Baromet-
ernum og virðast Sigríður og Ingibjörg
vera að stinga aðra keppendur af,
annars er staðan þessi:
Sign'ður Pálsdóttir - Ingibjörg Halidórsdóttir 230
Júííana ísebam - Margiðt Margeirsdóttir 144
Halla Bergþói-sdóttir — Soffia Theodórsdóttir 127
Kristín ísfeld - Hrafnhildur Skúladóttir 88
Sigriður Ingibeigsdóttir - Jóhann Guðlaugsson 80
Halla Ólafsdóttir—Sæbjörg Jónasdóttir 80
Ólafía Þóiðai'dóttir - Hildur Helgadóttir 62
Véný Viðai-sdóttir - Dóta Friðleifsdóttir 60
Bridsfélag Sauðárkróks
Nú er lokið Barómeterkeppni fé-
lagsins. Efstu pör urðu:
ÓlafurJónsson-SteinarJónsson 81
KristjánBlöndal-GunnarÞórðarson 60
JónasBirgisson-JónS.Tryggvason 35
Sigurgeir Angantýsson—Birgir Rafnsson 27
Næsta mánudagskvöld verður spil-
aður eins kvölds tvímenningur með
forgjöf.
Vetrar-Mitchell BSÍ
Þrátt fyrir vökunætur hjá brids-
fólki undanfarna viku mættu 22 pör
í vetrar-mitchell BSÍ föstudags-
kvöldið 11. október. Spilamennska
hefst kl. 19.00 á þessum kvöldum
í Sigtúni 9 og er öllum velkomið
að mæta og skrá sig á staðnum.
Spilaðir eru eins kvölds tvímenning-
ar, um það bil 30 spil. Síðasta föstu-
dagskvöld urðu úrslit þessi:
N/S-riðill:
Sigurleifur Guðjónsson - Hermann Friðriksson
Þorsteinn Bergsson - Eyþór Hauksson
Unnur Sveinsdóttir - Jóri Þór Karlsson
A/V-riðill:
Hjálmar Pálsson - Sveinn Sigurgeirsson
Þorsteinn Erlingss. - Gunnþórunn Erlingsd.
Mapús Sverrisson - Guðjón Jónsson
Námstefna
handavinnu-
leiðbeinenda
FÉLAG handavinnuleiðbeinenda
gengst fyrir námstefnu föstudag-
inn 18. október kl. 13.00 í Borg-
artúni 6. Markmið námstefnunn-
ar er að veita handavinnuleið-
beinendum innsýn inn í þann
heim er fylgir því að eldast,
bæði andlega og líkamlega.
Námstefnustjóri er Þuríður Ingi-
mundardóttir hjúkrunarforstjóri.
Framsöguerindi flytja: Sigurbjöm
Björnsson, iæknir: „Að verða aldr-
aður”. Þóra Arnfinnsdóttir, geð-
hjúkrunarfræðingur: „Samskipti
við aldraða”. Anna Greta Hansen,
iðjuþjálfi: „Hugur og hönd, hjálpar-
tæki”. Guðrún Jónsdóttir, kennslu-
stjóri Hí: „Konur og öldrun”.
Námstefnan er öllum opin og
áætlað er að henni ljúki um kl.
16.00. Aðgangseyrir er kr. 1.500
en kr. 500 fyrir ellilífeyrisþega.
Kaffi innifalið.
(Frcttatilkynning)
Höfóar til
-fólks í öllum
starfsgreinum!
Philco vélamai* sem bæði
þvo og þurrka
Ahyggjulaus þvottur frá upphafi til enda.
Spara pláss, engin barki, engin gufa. Vélamar spara orku með því
að taka inn á sig bæði heitt og kalt vatn. Þægjlegra getur það ekki verið
LA103RXT
• Tvöföld vél í ejnu tæki
• Tekur 5 kg í þvott,
-25, kg í þurrkun
• Allt að 1000 snúninga vinda
'• Flæðivan
• Yfirhitunarvari
• Ryðfrítt stál í ytri og innri belg
LA1046
• Tvöföld vél í ciriu tæki
• Nýjung: Tekur 6 kg í þvott,
þurrkar 3,5 kg
• , 400 til 1000 snúninga vinda
• Rofi sem metur tímaþörf
• Rafeindastýrð hleðslujöfnun
• Flæði- og yfirhitunarvari
iþ
Heimilistæki hf
SÆTÚN18 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
SOMUHgXWC
m