Morgunblaðið - 17.10.1991, Qupperneq 35
MORGUNBÍAÐÍÐ FIMMTUÖAGUR 17. OKTOBER 1991
Benedikt Bjarna-
son - Minning’
Fæddur 23. desember 1915
Dáinn 3. október 1991
Benedikt fæddist að Brún á
Stokkseyri 23. desember 1915.
Hann fluttist með foreldrum sínum
til Reykjavíkur árið 1929, og bjó á
Fálkagötu 25 fram til ársins 1957,
er hann gekk í hjónaband með
móður okkar, Ólafíu Sigurðardóttur
og þar hófust okkar kynni af hon-
um.
Benedikt starfaði lengst af sem
vörubifreiðastjóri en síðustu starfs-
ár sín var hann starfsmaður á Borg-
arspítalanum. Benedikt andaðist á
heimili dóttur sinnar, Kolbrúnar,
3. október sl. eftir langvarandi veik-
indi.
Heimili þeirra Benedikts og Ólaf-
íu var alla tíð afar hlýlegt og nota-
legt og þangað var gott að koma.
Fjölskyldan var stór, þannig að þar
var oft glatt á hjalla. Barnabörnin
hændust að Benedikt, sem ávallt
var kallaður Benni afi í þeirra hópi,
og minnast þau hans með mikilli
hlýju. Benedikt var afar greiðvikinn
maður og þegar hann var beðinn
um að veita aðstoð í einhverju máli
var svarið áva.llt já.
Við, böm Ólafíu og fjölskyldur
okkar, minnumst Benedikts með
þakklæti og hlýju fyrir það sem
hann var okkur og móður okkar,
en henni reyndist hann einstaklega
vel í þeim veikindum, sem hún hef-
ur átt við að stríða nú í nokkur ár.
Við sendum öllum aðstandendum
Benedikts okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Megi haiin hvíla í Guðs
friði.
Börn Ólafíu Signrðardóttur
og fjölskyldur.
Benedikt Bjarnason hefur kvatt
okkur að sinni. Hann lést á heimili
Kolbrúnar dóttur sinnar og hefur
nú lagst til hinstu hvílu og losnað
frá veraldlegum þrautum þessa
jarðlífs. Benedikt, eða Benni, eins
og við kölluðum hann, kvæntist
tengdamóður minni, Ólafíu Sigurð-
ardóttur, árið 1957 og áttu þau
mörg góð ár saman. Hann bar hana
á höndum sér og reyndist henni og
fjölskyldu hennar sérstaklega vel á
meðan hann naut heilsu og krafta.
Heimili þeirra var fallegt og bar
þess merki að þar byggju einstök
snyrtimenni. Þar var gestrisnin í
hávegum höfð og alltaf hugsuðu
Ólafía amma og Benni afi um að
eiga eitthvað handa litla fólkinu.
Eftir að Ólafía og Benni fluttu af
Fálkagötunni bjuggu þau í Háaleit-
ishverfi, nú síðast á Háaleitisbraut
39.
Þegar riljaðar eru upp samveru-
stundir með Benna kemur margt
fram í hugann. Ég minnist stund-
anna í litla húsinu á Fálkagötu 19,
þegar ég kom þangað fyrst 18 ára
gömul með eiginmanni mínum,
Guðna Steinari Gústafssyni, syni
Ólafíu. Þar var hvorki hátt til lofts
né vítt til veggja, en þar var alltaf
nóg pláss fyrir alla. Það var svo
sannarlega glatt á hjalla þegar öll
fjölskyldan var þar saman komin
og sjaldan hefur maður heyrt fjöl-
skyldu slá á léttari strengi og gera
góðlátlegt grín að sér og sínum.
Einnig var oft tekið í spil og höfðum
við, sem ekki tókum þátt í spila-
mennskunni, gaman af því að hlusta
á samræðurnar við spilaborðið. Það
var aldrei vafi á því hver hafði betri
stöðu í spilunum, því mikill hlátur
og hnyttnar athugasemir, stundum
allharðar, komu því til skila. Hef
ég grun um að tengdamóðir mín
hafí með sínu góða kaffi og kræs-
ingum, oftar en hún vissi sjálf, leyst
úr „heitum sögnum” við spilaborðið
— a.m.k. fyrir suma!
Benni var sérstakur maður,
traustur og ósérhlífinn. Hann var
hjálpsamur og ætíð tilbúinn að rétta
fólki hjálparhönd. f>egar hann átti
vörubifreið var hann alltaf tilbúinn
að hjálpa, hvort heldur verið var
að byggja hús eða flytja búslóð.
Þegar slíkt var framundan, spurði
hann ætíð: „Klukkan hvað á ég að
koma?” Þá var eins gott að vera
tilbúinn á þeim tíma sem upp var
_ gefinn, því Benni var stundvís og
nákvæmur og í hans orðabók var
ekkert sem hét „ um það bil klukk-
an þetta eða hitt”. Hann var ákveð-
inn og staðfastur í sínum skoðunum
og hvikaði hvergi ef hann var ekki
sammála síðasta ræðumanni. Hann
var barngóður og naut sín vel í
samskiptum við börnin, sem nú
sakna „Benna afa með skeggið”,
eins og þau kölluðu hann. Innilegar
þakkir fyrir samfylgdina eru hér
með fluttar frá börnum okkar og
barnabörnum.
Þetta ár hefur verið þeim hjónum
erfitt, þar sem þau'þurftu bæði að
leggjast inn á sjúkrahús. Þar sem
ekki er enn unnt í okkar velferðar-
þjóðfélagi að veita þá þjónustu, sem
fullorðið sjúkt fólk þarfnast, tók
dóttir Benna, Kolbrún, hann inn á
sitt heimili og veitti honum umönn-
un þar til yfir lauk. Ólafía hefur
nú um stundarsakir flutt til dóttur
sinnar, Ólafíu, þar sem hún nýtur
ástúðar og umönnunar. Guð styrki
elskulega tengdamóður mína og
veiti henni huggun á erfiðum tím-
um. Börnum Benedikts Bjarnasonar
og fjölskyldum þeirra, ættingjum
og vinum votta ég samúð mína og
óska þeim Guðs blessunar.
Guðrún Snæbjörnsdóttir
Aðalheiðurl. Jónsdóttir
Morastöðum - Kveðjuorð
Fædd 5. janúar 1911
Dáin 7. október 1991
Heiða var dóttir hjónanna Gróu
Eiríksdóttur frá Gíslakoti á_Vatns-
leysuströnd og Jóns Engilbertsson-
ar er bjuggu í Sunnuhvoli í Grinda-
vík. Var hann dugnaðarmaður,
stundaði sjóróðra og var smiður
góður. Grindavík var þá sem nú
mikið útgerðarpláss og nóg að
starfa fyrir vinnufúsar hendur.
Þangað ijölmenntu sjómenn víðs-
vegar að á vetrarvertíð. Meðal
þeirra var Gunnar Einarsson, f. 16.
desember 1904, d. 16. desember
1987, Jónssonar og Guðrúnar Jóns-
dóttur frá Morastöðum í Kjós. Hann
var með afbrigðum duglegur og
vinnusamur eins og hann átti kyn
til.
Þarna í Grindavík sá hann stúlk-
una sína og var brúðkaup þeirra
Heiðu og Gunnars haldið 8. júlí
1933 er sumarið fór í hönd. Ungu
hjónin settust að á Morastöðum og
bjuggu þar í sambýli við ijölskyldu
hans, foreldra og systkini í hálfan
annan áratug. En hann hélt áfram
að stunda sjóinn á vetrarvertíðum
um árabil. Heiða þessi hugljúfa
stúlka vann hug og hjörtu allra
þeirra er hún umgekkst. Hún var
bráðdugleg við hvað eina, inni sem
úti.
Heiða og Gunnar eignuðust ellefu
mannvænleg börn á lítið fleiri árum.
Þau eru: Bergmann, Jón, Stella,
Björg, Ingibjörg, Gróa, Ragnar,
Sveinn, Sigríður, Guðrún og Hall-
bera.
Allt er þetta fríður hópur og
mannvænlegur. Barnabörnin eru
33 og barnabarnabörnin eru orðin
20.,
Árið 1946 hættu tengdaforeldrar
hennar búskap og Heiða og Gunnar
tóku við öllum búsforráðum. Heiða
var góð húsmóðir og mikil móðir
barna sinna.
Hún var bókhneigð og las mikið,
á heimili þeirra var gestkvæmt og
það var opið öllum. Þar var ekki
farið í manngreinarálit. Árið 1969
fluttu þau frá Morastöðum og sett-
ust að í Reykjavík. Þar stunduðu
þau vinnu um tíma og voru vel látin.
Innilegar samúðarkveðjur til
allra ástvina Heiðu. Blessuð sé
minning hennar.
Hulda Pétursdóttir, Útkoti.
Word er fjölhæfasta rilvinnsluforritið fyrir Macintosh og PC.
Námskeið fyrir þá sem gera kröfur um góða ritvinnslu.
Höfum kennt á Word frá árinu 1987. _
JJ
Tölvu- og verkfræðiþjonustan - v
Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegi 16-’ Stofnuð 1. mars 1986 (g)
Íiriíigdia og
seal eiulak
SOLUDEILD S. 683366
35
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Laufásvegi 2 - sími 17800
S
Stutt námskeið -J
L' í nóvember í
K
!
Endurunninn pappír og kortagerð 14. nóv. - 5. des.
Fimmtud. kl. 19.30-22.30. Kr. 5.000,-
Körfugerð fyrir jólin 12. nóv. - 3. des.
Þriðjud. kl. 19.30-22.30. Kr. 5.000,-
Jólanámskeið í silkimálun og tauþrykki 18. nóv.
9. des.
Mánud. kl. 19.30-22.30. Kr. 5.000,-
Útskurður 11. nóv. - 2. des.
Mánud. kl. 19.30-22.30. Kr. 5.000,-
Spjaldvefnaður 13. nóv. - 4. des.
Miðvikud. kl. 19.30-22.30. Kr. 5.000,-
Skrifstofa skólans verður opin alla virka daga kl. 16-18.
Skráning fer fram á skrifstofu skólans í síma 17800.
A
í
SCULFTURE ®
VIÐ BJ0DUM FYR5TA FLOHKS ÞREKHJOL FRA BODY SCULPTURE
Varðveittu heiísuna alit órið með ódýrri, hollri
og góðri hreyfingu ó vönduðu þrekhjóli!
• Beslukoup • Þungi kasthjól með iölnu og góöu ástigi
• Púlsmælir • Slillaniegt sæli og slýn
• Tölvumælir • Dúnmjúktsæti
• Kaloríumælii • Slillcnlegt átak
• Tímastillir • Stööug og endingagód
Model 2000..................kr. 19.618,- stgr.
Model 2200 með púlsmæli ...kc 22.461,- stgr.
— — R eiðh/ó/a versfunfn JjEtsaE
RAOGREIDSLUH
VERSLUN SIMI 679890 VERKSTÆÐI SIMI 679891