Morgunblaðið - 17.10.1991, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991
i
t
GUÐMUNDUR VALDIMARSSON,
Bárustíg 3,
Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. októb-
er kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahús Skagfirðinga.
Sigurbjörg Sigurðardóttir,
Margrét Guðmundsdóttir, Rafn Benediktsson,
Guðlaug Guðmundsdóttir, Steinn Elmar Árnason,
Guðmundur Valdimar Rafnsson, Fanney Steinsdóttir,
Grétar Rafn Steinsson, Sigurbjörg Hildur Steinsdóttir.
t
Sonur okkar, unnusti, bróðir og mágur,
RAGNAR ARNAR HJALTASON,
Skála,
Fœreyjum,
sem lést 9. október sl., var jarðsettur 13. þessa mánaðar.
Poltra Hjaltason, Hjalti Hjaltason,
Sigga Djurhus,
Álfhildur Ósk Hjaltadóttir, Annfinnur Poulsen.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
JÓN INGVARSSON
bifreiðastjóri,
Kaplaskjólsvegi 27,
Reykjavik,
lést þann 15. október.
Ásdís Jóhannesdóttir,
Viðar H. Jónsson,
Ingunn B. Jónsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HAUKUR JÓNSSON,
Þverholti 26,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. október
kl. 10.30.
Rósa Einarsdóttir,
Kolbrún Hauksdóttir,
Auður Hauksdóttir,
Berglind Hauksdóttir,
tengdasynir og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir,
faðir og bróðir,
BENEDIKT BJARNASON,
fyrrverandi vörubflstjóri
og starfsmaður Borgarspitalans,
Háaleitisbraut 39,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í
dag, fimmtudaginn 17. október kl. 13.30.
Ólafia Sigurðardóttir
og aðstandendur.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
PÁLMI HELGI ÁGÚSTSSON
kennari,
Hringbraut 69,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag, fimmtudag-
inn 17. október, kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á að láta Skógræktarfé-
lag Hafnarfjarðar njóta þess.
Minningarkort eru hjá Bókabúð Olivers Steins í Hafnarfirði.
Helga Þórarinsdóttir
og börn.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
KARLS Ó. JÓNSSONAR
fyrrv. útgerðarmanns frá Sandgerði,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
18. október kl. 13.30.
Hulda Pálsdóttir,
Jón Karlsson, Guðbjörg Björnsdóttir,
Örn Karlsson, Ingibjörg Óladóttir,
Eygló Karlsdóttir, Benjamin Hansson,
Gunnvör Karlsdóttir, Ármann Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning:
Jóhannes Guð-
mundsson vélstjóri
Fæddur 5. janúar 1910
Dáinn 9. október 1991
Með angurværð sest ég niður til
að setja nokkrar línur á blað, til
að minnast Jóhannesar Guðmunds-
sonar, sem jarðsettur er í dag.
í lífi manns eru alltaf einhverjar
manneskjur sem maður telur sjálf-
sagðar, hafa verið til frá því maður
fæddist og manni finnst nær óhugs-
andi að þær kveðji og fari á aðrar
lendur. Fyrir mér er Jói einn af
þessum fastapunktum í lífinu og frá
því ég man eftir mér hafa nöfnin
Sísí og Jói verið samofin.
Jóhannes Guðmundsson var gift-
ur Sigríði Ásbjömsdóttur föðursyst-
ur minni, sem lést fyrir 6 árum. Jói
varð þó enganveginn einn þó Sísíar
nyti ekki við lengur, hann bjó í
sambýli við einkasoninn Ásbjörn
Ragnar, konu hans Elínu og sonar-
soninn Jóhannes sem var afa sínum
einkar kær, aðdáunarvert var að
sjá hversu vel sambýlið gekk og
hlýtur það að vera huggun fyrir þau
sem eftir lifa.
Með nokkrum orðum langar mig
að votta virðingu mína kærri vin-
konu, Halldóru ísleifsdóttur í
Stykkishólmi.
Henni á ég margt að þakka, og
mun minning hennar ávallt lifa í
huga mér. Halldóra gætti mín oft,
þegar ég var lítil stúlka vestur í
ERFISDRYKKJUR
í þægilegum og
rúmgóöum salar-
kynnum okkar.
Álfheimum 74,
sími 686220
Minning
Semjum minningargreinar,
afmælisgreinar,
tækifærisgreinar.
Önnumst milligöngu
við útfararstofnanir.
Sími 91-677585.
Fax 91-677586.
V J
Á stundum sem þessari er maður
gjarn á að láta hugann reika og
minnast allra góðu stundanna sem
við áttum saman. Fyrstu minningar
mínar um ferðalög eru „ógnarlöng
ferðalög í afskaplega stórum bílum,
langt langt upp í sveit”, og ég yfir-
leitt bílveik! Enn eitt var víst, bíl-
ferðin borgaði sig því við vorum að
fara „austur að Ljósafossi” til Sísíar
og Jóa. Við Sogsfossana bjó líka
Úlla systir Sísíar og Tyrfmgur
maður hennar og þeirra börn. Allt
var þetta eins og ein stór fjölskylda
og samheldni mikil. Fyrir barn sem
er fætt og uppalið í Reykjavík er
ómetanlegt að eiga sér frændfólk
úti á landi, enda nutum við systurn-
ar þess í ríkum mæli. Allt varð að
ævintýri, hvort sem það var að
gefa hænsnunum, fara á bát út á
Ulfljótsvatn til að vitja um net, eða
rölta sér í berjamó. Ein minning
er þó sterkust og það er þessi til-
finning um öryggi og ró sem maður
fann hjá Sísí og Jóa og sú tilfinning
tilheyrði þeim, ekki bara staðnum,
Stykkishólmi. Hún var með ein-
dæmum barngóð og virtist alltaf
hafa nægan tíma fyrir leiki og
spjall. Hún reyndist mér sem besta
amma, og alltaf fylgdi tilhlökkun
heimsóknum til hennar.
Oft sagði hún mér prakkarasögur
af bræðrum sínum og lífinu í sveit-
inni. Ég minnist þess, hvað ég var
spennt, þegar hún las fyrir mig
framhaldssöguna Hrafnhildi úr
Heima er best. Núna er innihaldið
gleymt, en eftir lifir minningin um
Halldóru og lesturinn hennar.
Halldóra var líka lagin við að
gera nytsöm störf að leik, t.d. þeg-
ar hún kenndi mér að búa til ijóma-
ís og súkkulaði, mala kaffi í kvörn
og margt fleira. Hún hafði þann
hæfileika að láta mig finna, að ég
væri fullt eins merkileg og fullorðið
fólk og að allt, sem ég segði eða
gerði, væri jafn mikilvægt og væri
ég fullorðin manneskja.
Halldóra var líka óþreytandi að
spila við mig á spil. Skemmtilegast
þótti mér að spila marías, sem hún
kenndi mér ásamt fleiru. Halldóra
var bæði góð og hlý, og hún var
líka vinnusöm og var alltaf með
eitthvað á pijónunum í bókstaflegri
merkingu. Ófáir voru vettlingarnir
og hlýju hosurnar, sem hún pijón-
aði á okkur fjölskylduna, og vand-
lega gætti hún þess, að prestinum
hennar, honum sr. Hjalta, yrði
hvorki kalt á höndum né fótum.
Slík var umhyggja hennar bæði í
orði og verki.
'"ÍG :
það kom á daginn þegar þau tóku
sig upp og fluttu til Reykjavíkur.
Það var sama hvar þau bjuggu,
alltaf var gott að koma til þeirra.
Nú er komið að kaflaskiptum,
Jói er farinn að finna Sísí sína og
við sem eftir sitjum óskum honum
velfamaðar á nýjum leiðum.
Elsku Ásbjörn, Elín og Jóhannes,
við systurnar Kolbrún, Auður,
Nanna Stína, og Hulda, ásamt fjöl-
skyldum okkar og mömmu, hugsum
hlýtt til ykkar.
Auður Hafsteinsdóttir
Halldóra var trúuð kona og bar
þess merki. Hún var ekki hrædd
við að játa trúna á frelsara sinn
Jesúm Krist, hann sem gaf líf sitt
fyrir okkur, til þess að við mættum
öðlast eilíft iíf. Þess vegna, fyrir
náðarverk Jesú Krists, getum við
glatt okkur við þá tilhugsun að
seinna munum við hittast aftur í
Guðs ríki, íklædd eilífum dýrðar-
líkömum.
Ég þakka Guði mínum fyrir þá
dýrmætu stund, sem ég átti með
Halldóru skömmu áður en hún lést.
Ég skynjaði þá, að þetta yrði í síð-
asta sinn, sem ég sæi hana á jörðu
og gat þess vegna kvatt hana og
þakkað fyrir gömlu góðu tímana.
Þótt hárri elli fylgdi gleymska,
gleymdi hún ekki Guði sínum. Við
töluðum saman um frelsarann Jes-
úm Krist, sem hún þráði og var
tilbúin að hitta.
Að lokum bið ég Guð um að
blessa fjölskyldu og ástvini Hall-
dóru og gefa þeim styrk í söknuðin-
um.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvflast,
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis
njóta.
Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta
vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast
ég ekkert illt,
þvi að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur
hugga mig.
Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum
mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn
er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga
mína, ■,_____
og í húsi Drpttins bý ég langa æyi.
(23. sálmur Davíðs.)
Ragnhildur Hjaltadóttir
II. '■ I ' i
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
SIGURVEIG VIGFÚSDÓTTIR,
Freyjugötu 38,
. andaðist að heimili sínu 15. október. Jarðarförin auglýst síðar.
Steinunn M. Pétursdóttir, Birgir Jónsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar og systir,
RÓSA SVANFRÍÐUR ODDSDÓTTIR,
Ljósheimum 18a,
lést i Borgarspítalanum 16. október.
Fyrir hönd systkina,
Héðinn Svanbergsson,
Rannveig Magnúsdóttir, Oddur Agústsson.
Halldóra Isleifs-
dóttir - Minning