Morgunblaðið - 17.10.1991, Side 42

Morgunblaðið - 17.10.1991, Side 42
. 42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 wcimroi Það verður gamau að sjá fram- an í bankasljórann þegar hann fréttir af arfinum þínum ... Passa eins og hanski á hendi...? Þessir hringdu . .. Taska frá Tíbet Síðastliðið föstudagskvöld týndi Guðrún tösku á Glaumbar eða Lækjartorgi. Hún hafði töskuna í láni en þetta var ofin taska með munstri frá Tíbet og á henni stendur „Tíbet”. í töskunni voru fáir en mikilvæg- ir hlutir. Þar á meðal veski Guðrúnar (bleikt með svörtum köntum) og í því voru ýmis skilríki og varalitur. Hvorki peningar né kreditkort voru í töskunni, þannig að hún er engum verðmæt nema Guð- rúnu. Henni þætti því mjög vænt um að fá hana aftur, sér- staklega skilríkin. Heimasími Guðrúnar er 31293 og vinnu- síminn 44944 (símsvari). Kvæðið Héðinsfjörður Jóna Vilhjálmsdóttir er búin að reyna lengi að hafa upp á kvæði sem heitir Héðinsfjörður. Það er eftir afa hennar Jón Magnússon frá Minna-Holti í Fljótum. Jóna segir afa sinn hafa skrifað mikið í Dýravernd- arann á sínum tíma en afi henn- ar lést árið 1916. Jóna biður alla þá sem kannast við þetta kvæði að hafa samband við sig í síma 95-22658 eða senda henni línu en hún á heima á Ægisgrund 2, Skagströnd. Flugleiðir gera hið rétta Jón hringdi og sagði Flug- leiðir hafa brugðist rétt við auglýsingum SAS og Bergen Line þar sem Norðmenn eigna sér Leif Eiríksson. Jón sagði aðdáunarvert hjá Flugleiðum að eyða stórfé í það að auglýsa hið rétta í málinu á sama tíma og ríkisstjórnin gerði ekkert í málinu. Til velvakanda. Ég tek mér oft far með strætis- vögnum Reykjavíkur og oftar en ekki er ekkert út á þjónustu þeirra að setja. Það er að vísu mikið mið- ur að nú skuli líða lengri tími á milli ferða margra vagna en áður gerði. Því miður hef ég þó oftar en einu sinni lent í því að bílstjórar hafa hreinlega sleppt úr biðstöðv- um. Það er ekki langt síðan ég beið eftir fimmunni á biðstöð á mótum Suðurgötu og Hringbrautar. Það var talsvert mikil umferð og myndaðist því oft stífla við hring- torgið. Allt í einu sé ég hvar strætis- vagn kemur eftir Skothúsveginum og ég sé ekki betur en það sé fimm- Fyrst langar mig til að óska F!ug- Ieiðum til hamingju með sína frá- bæru auglýsingu sem birtist í New York Times þann 9. október. Flug- leiðir hafa sýnt enn einu sinni að þar er um að ræða fyrirtæki sem fylgir íslenskri þjóðernisstefnu. í öðru lagi langar mig að óska honum Þórarni V. Þórarinssyni til ham- ingju með yfirlýsingu sína í DV þann 9. október þess efnis að orku- ver og nýtt álver yrðu íslendingum dýrkeypt. Enn fremur bæti ég sjálfur við að hugmyndin um að reisa nýtt an sem ég er að bíða eftir. En þessi vagn beygir inn Bjarkarbrautina svo ég held bara áfram að bíða. Skömmu síðar kom í ljós að þetta var umrædd fimma. Bílstjórinn hef- ur greinilega séð fram á það að erfitt gæti verið að komast inn á Suðurgötuna vegna umferðar og því farið auðveldari leið. Því miður var ég ekki nógu snögg að svífa yfir hringtorgið og missti þar af leiðandi af vagninum sem aldrei stoppaði á minni stöð. Það er ansi hart ef það fer eftir geðþótta hvers og eins bílstjóra hvort þeir stoppa á öllum tilskyldum biðstöðvum. Farþegi. handknattleikshús í Kópavogi sé boð um þjóðargjaldþrot, sérstaklega ef verður af framkvæmdum á Keil- isnesi. Islenska þjóðin stendur nú fyrir erfiðum ákvörðunum í sambandi við inngöngu í EES og sjálfstæðismissi eða engin innganga og ísland haldi áfram sjálfstæði sínu. Þolinmæði íslensku þjóðarinnar er á þrotum. Megi Guð leiðbeina foringjum vor- um. Virðingarfyllst, Vilhjálmur Alfreðsson H AMIN GJUÓSKIR Vík\erji skrifar HÖGNI HKEKKVÍSI Víkveiji rakst á skemmtilega frétt í sænska dagblaðinú Dagens nyheter fyrir nokkru. Þar kemur fram, að nefnd, sem ætlað er að gæta þess að ekki sé um kynjamismunun að ræða í auglýs- ingum þar í landi, bannaði blaða- auglýsingu tölvufyrirtækis. Auglýs- ingin var mynd af hópi fólks. Mest áberandi á myndinni var jió ung kona, sem hélt á ferðatölvu í fang- inu. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu, að í auglýsingunni væri kvenlíkaminn misnotaður, þar sem ung kona í flegnum og stuttum kjól væri látin faðma að sér tölvu og brosa lokkandi. Þessi kona væri greinilega ekki „kona í atvinnulíf- inu”. Svona lagað gengur ekki í Svíariki og nefndarmenn bönnuðu auglýsinguna. En Adam var ekki lengi í Paradís. Vart hafði úrskurð- urinn verið birtur þegar unga konan kærði nefndina fyrir kynferðislega mismunun. Það kom nefnilega í ljós, að þessi kona er einn aðaleigenda fyrirtækisins, en aðrir eigendur og starfsmenn voru með henni á mynd- inni. Konan sagði að það kæmi nefndinni alls ekkert við hvernig hún kysi að klæða sig. Þegar Víkvetji hafði síðast spurnir af var málið í biðstöðu, því nefndarmenn létu sér ekki segjast. essi stutta saga frá Svíþjóð fannst Víkveija merkileg fyrir þann tvískinnung, sem' í úrskurði nefndarinnar felst. Þeir, sem telja sig vera að gæta þess að kvenlíkam- inn sé ekki misnotaður í auglýsing- um, eða t.d. fegurðarsamkeppni, eru oftar en ekki þeir sömu og hrópa sem hæst um það að konan eigi sinn líkama sjálf, t.d. þegar rætt er um fóstureyðingar. Þá er einnig lögð á það mikil áhersla í nútíma- þjóðfélagi, að fólk rækti líkamann og ástundi heilbrigt líferni. Þegar konan sænska taldi hins vegar ekki ástæðu til að fela líkamsvöxt sinn var rokið upp til handa og fóta. XXX Yíkveiji las í liðinni viku samtal við Ellen Kristjánsdóttur söngkonu, sem þá var nýkomin frá því að syngja með Mezzoforte á útitónleikum í New York. Tónleika-1 hald þetta var á vegum utanríkis- ráðuneytis og menntamálaráðu- neytis og liður í hátíðahöldum vest- anhafs (svo!) vegna komu víkinga- skipa þangað og dags Leifs Eiríks- sonar. En samkvæmt frásögn söng- kónunnar vissu fáir vestra, hvað til stóð, og ekki einu sinni starfsmenn íslenzka sendiráðsins, sem áttu þó að snara út matarpeningum fyrir tónlistarfólkið. Söngkonan segir að það hafi ver- ið ákaflega yndislegt að syngja þarna úti á tómu torginu, eða því sem næst: 40 manns af öllum millj- ónum New York borgar mættu nið- ur við höfn til að hlusta á afkomend- ur Leifs Eiríkssonar. En það er af Elien Kristjánsdótt- ur að segja, að hún hefur nógu heilbrigða hugsun til að hneykslast á því, að stórfé skuli hafa verið varið til þessa tónleikahalds Mezzo- forte í New York. Enda hefur sú hljómsveit haldið marga tónleika í útlöndum án ráðuneytisaðstoðar og þeir verið vel sóttir. Og rúsínan í frásögn söngkonunnar er að sam- ferða hljómsveitinni heim aftur var starfsmaður utanríkisráðuneytis- ins, sem söngkonan nafngreinir ekki. Sá spurði, hvað Mezzoforte hefði eiginjega verið að gera í Bandaríkjunum! xxx Víkvéiji skilur nú af hveiju Leif- ur Eiríksson fékk viðurnefnið heppni. Það er auðvitað af því að hann sigldi hvorki á vegum utanrík- isráðuneytis íslands né mennta- málaráðuneytisins. Ef svo hefði verið hefði hann auðvitað aldrei fundið Ameríku!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.